Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 ALÞJÓÐARALLIÐ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 C 3 ALÞJÓÐARALLIÐ Fyrstir af stað ÍSLANDSMEISTARARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson eru fyrstlr í rásröð og hafa unnið öll rallmót árslns. Lánið hefur hinsvegar ekki fylgt þeim í alþjóðarallinu. í fyrra duttu þeir út á fyrsta degi. HVAÐ SEGJA ÞEIR FLJOTUSTU? Tárastvið hvem regndropa „ÉG TARAST við hvern regndropa sem fellur úr lofti. Það gerir eins drifs bílum erfiðara fyrir þegar færið er blautt. Ég hef ekki keppt í sumar og verð því einhverja stund að ná upp hraða og þessu allra fínasta mun ég ekki ná nema á einstökum leiðum,“ sagði Steingrímur Ingason. „Það verður spennandi að sjá hvernig Guðbergur stendur að vígi, vélin í bíl hans hefur gríðarlegt tog. Helmingi meira en í mínum bíl. Ég mun berj- ast um toppsætið og ef Subaru-ökumaðurinn er góður gæti hann blandað sér í baráttuna um verðlaunasætin. Rúnai- er líklegur til að vera fyrstur, en við reynum að krafsa i bakkann. Ég var þriðji í hittifyrra, annar í fyn-a og kannski fyrsta sætið verði innan seilingar núna.“ Sekúnduslagur allan íímann „ÞÓ BÚIST sé við blautum leiðum og við séum á fjórhjóladrifnum bíl, þurfum við að hafa fyrir hlutunum. Bíilinn stýrir sér ekki sjálfur. Guð- bergur og Steingrímur verða sterkir á hröðu leiðunum. Þá hefur Sigurð- ur Bragi vaxið í sumar og verður skeinuhættur," sagði Jón Ragnars- son. „Við stefnum alltaf á sigur, en alþjóðarallið hefur reynst okkur Rúnari erfitt síðustu ár. Við höfum ekki riðið feitum hesti frá viðureign okkar við það, duttum t.d. út á fyrsta degi í fyrra eftir hraðan akstur. Mér myndi ekkert bregða þó eitthvað kæmi upp núna sem setti okkur út.“ Bíllinn lofar góðu „ÉG BROSTI út að eyrum eftir að hafa farið prufuhring á nýsmíðuðum bíinum. Hann virkar vel og aksturseiginleikamir líkastir því sem gerist í bílkross Porsche-bíl mínum. Ég er því mjög bjartsýnn á gott gengi,“ sagði Guðbergur Guðbergsson. „Eina vandamálið er að ég pantaði full breið dekk að framan, þannig að það verður erfiðara en ella að stýra í bleytu. Ég verð bara að taka tillit til þess, enda er málið að taka ekki of mikla áhættu í fyrstu keppni minni á bílnum. Ólíkt krossinu þarf sífellt að passa að bíllinn endist í langan tima, aka hratt en vandræðalaust. Ég get ekki kallað til viðgerðarmenn á miðjum Kaldadal, ef eitthvað klikkar." Verst að vera í öðru sæti „VIÐ ERUM ekki á öflugasta bílnum, en áhöfnin togar vel og það gæti skilað sér í svona langri keppni. Það er oft erfitt að hemja sig hugsandi um það að bilarnir fýrir framan eru aflmeiri. Þá hættir manni til að reyna að fara aðeins hraðar í beygjurnar en góðu hófi gegnir. Ég verð að sitja á strák mínum og sýna þolinmæði," sagði Sigurður Bragi Guðmundsson. „Ef það tekst gæti vel farið svo að R-21335 fylli út í baksýnisspegilinn hjá Rúnari í lok keppni. Þeir allra fljótustu lenda ósjaldan í ógöngum í keppni af þessu tagi. Eins og Snæfríður íslandsól sagði; „það er verst að vera næst fyrstur". Þess vegna sækjum við í gullið.“ 9. leið: Kaldidalur MARK 10. leið: - "NSi Tröllháls 17./18. leið: Geitháls \ 11. leið:—1 v Grafningur ; 1./19. leið: Kleifarvatn 2. leið: isólfsskáli — Sérleið ------Ferjuleið Leiðir 1-7 eru eknar á föstudag, leiðir 8-16 á laugardag og leiðir 17-20 eru svo eknará sunnudag Upplýsingasimi: 551-0440 -8. leið: Tröllháls/ Uxahryggir 13./14. leið: Dómadalur >n-15. leið: Næfurholt 16. leið: Gunnarsholt Sérleiðir í 17. alþjóðaralHnu 3. leið: Reykjanes 6./7. leið: Öskjuhlíð (sjá stækkaðan uppdrátt) Firmakeppni Golfklúbbsins Keilis verður haldin laugardaginn 7. september nk. Ræst verður út frá kl. 9:00. Nýju brautirnar verða með í 18 holu keppnisvelli. Keppnisfyrirkomulag: 7/8 Stableford punktakeppni, þó að hámarki 1 punktur á holu. Tveir keppa saman fyrir hvert fyrirtæki og telur betri bolti. Verðlaun fyrir þrjú fyrstu sœtin er 25.000þús. kr. gjafabréf fyrir hvom keþþanda uþþ í utanlandsferð nteð Samvinnuferðum - Landsýn. Fyrirtæki sem ætla að takaþátt í firmakeppni Keilis eru vinsamlegast beðin að tilkynna þátttöku í síma 565 3360 fyrir kl. 13:00 föstudaginn 6. september. Leiðarlýsing / upplýsingunum hér á eftir er nafn leiðarinnar tíundað fyrst, þá klukk- an hvað vegi verður lokað fyrir aI- mennri umferð, síðan hvenær fyrsti bíll er ræstur og loks iengd sérleið- arinnar. Föstudagur 6. septcmber 1. Kleifarvatn.... 14.45 15.27 7.20 2. Isólfsskáli 14.45 15.42 19.00 3. Reykjanes 15.45 16.22 6,90 4. Stapi 16.30 17.20 4,40 5. Djúpvatn 17.00 17.51 34,10 6. Öskjuhlíð 18.00 19.00 1,60 7. Öskjuhlíð 18.00 19.15 1,60 Laugardagur 7. september 8. Tröllháls 7.30 8.30 31.20 9. Kaldidalur 9.00 10.18 39,00 10. Trölháls 10.00 11.08 19.30 11. Grafningur.... 11.00 11.56 5,70 12. Lyngdalsh 11.45 12.46 14,60 13. Dómadalur.... 15.00 15.55 20,50 14. Dómadalur b.. 15.00 17.13 20,50 15. Næfurholt 17.15 18.01 5,10 16. Gunnarsholt.. 17.15 18.22 15,30 Sunnudagur 8. september 17. Geitháls 8.45 9.45 3,50 18. Geitháls b 8.45 10.05 3,50 10.00 11.05 7,20 20. Djúpavatn b... 10.30 11.35 30,20 Mm FOLK ■ TRYGGVI Þórðarsson keppnisstjóri railsins vildi benda fólki sérstaklega á það að hlýða gæslumönnum á sérleið við Oskjuhlíð sem ekin verður í kvöld kl. 19.00. í fyrra mættu rúmlega 2.000 manns til að sjá rallbílanna þeysa um. Bílastæði verða við Perluna og Hótel Loftleiðir. ■ ÞORSTEINN P. Sverrisson sem berst til sigurs í flokki ódýrra bíla hefur áhyggjur eins og fleiri ökumenn af miklu pollum á Gunnarsholti og Djúpavatni. Hann er búinn að bóna kveikjuna að innan og utan og kýtta í öll göt. Vonar að það varni gang- truflunum í vatnsaustrinum. ■ HANNA Símonardóttir fyrr- um keppnisstjóri rallmóta og nú fjögurra barna húsmóðir kíkti á rallbílanna í skoðun í gær. Hún kvaðst ekki geta sleppt því að sjá alla jeppana keppa og ætlar í Oskjuhlíð í kvöld. Þá kvaðst hún spennt að sjá Porsche Guðbergs á fullri ferð. Eiginmaður hennar Einar Magnússon aðstoðar Nils Petter á Subaru bílnum. ■ HALLDÓR Úlfarsson fyrrum Islandsmeistari í rallakstri kepp- ir eftir margra ára hlé. Hann ekur Toyota Celica með 190 hestafla vél. Halldór kvaðst vona að beygjurnar á vegunum væru eins og í gamla daga. Hann hefði ekkert skoðað sérleiðirnar. ■ EINAR Staff aðstoðaröku- maðurinn norski sagði að vissu- lega hefði hann viljað skoða sér- leiðirnar meira fyrir keppni, en vinnan heima í Noregi hefði ekki leyft það. Þeir Nils Petter ætluðu að skemmta sér í rallinu og skoða landið. Morgunblaðð/Gunnlaugur Rögnvaldsson Njósnað um andstæðinginn RÚNAR Jónsson skoðar norska Subaru rallbílinn ásamt Svenný dóttur sinni á meðan Einar Staff yfirfer skjöl vegna þátttöku hans og Nils Petter í rallinu. Subaru bíllinn er líklega sá aflmesti í keppninni meö liðlega 300 hestafla vél og því öflugri en Mazda bílla Islands- meistaranna. Báðir bílarnir eru fjórhjóladrifnir sem hentar vel á sérleiöirnar sem eru í blautara lagi þetta áriö eftir miklar rigningar. Fjórir bílar eru líklegastir til aö slást um gullið, en 30 aðrir keppendur bíða þess hvort óhöpp hendi toppökumennina í hörðum slag. Enginn ökumaður við stýrið í rallinu hefur unnið alþjóðarallið af þeim sem keppa, en mörgum þykir keppnin sú miklvægasta á ári hverju. Rúnar líklegastur AÐEINS fjórir íslenskir ökumenn hafa unnið alþjóðarallið í þau sautján ár sem það hefur farið fram. Ásgeir Sigurðsson hefur unnið það oftast, síðustu fjögur ár, en keppir ekki núna. Morgunblaðið fékk hann og Ómar Ragnarsson sem vann keppn- ina í tvígang til að spá í möguleika ökumanna í rallinu. „Sá sem undirbýr sig best vinnur. Það þarf að þekkja og skoða leiðirn- ar vel fyrir keppni. Skrúfa bílinn gaumgæfilega saman og vinna fyrir- byggjandi viðhald á honum til að ná árangri,“ sagði Ásgeir. Hann og Bragi Guðmundsson unnu alþjóðrall- ið fjögur ár í röð, frá 1992-1995. „Rúnar eða Steingrímur betjast um sigur. Guðbergur hefur græjuna en ekki reynsluna. Norðmaðurinn Nils er á öflugum bíl, en hann hefur lítið skoðað. Það eru mörg þúsund beygj- ur á leiðinni sem hann þekkir ekki og í hvert skipti sem han slær af vegna þekkingarleysis, tapar hann dýrmætum sekúndum. Hann hefði þurft að skoða leiðirnar í 10 daga til að eiga glætu. Hann á kannski möguleika ef hinir þrír lenda í ógöngum.“ Ómar var á ferð yfir Kaldadal í gær, sem gæti ráðið miklu um úr- slit í rallinu; þykir ein vandasamasta sérleiðin. „Vegurinn er eins og best verður á kosið, holóttur og fínn. Yndisleg leið. Við eigum kynstrin öll af rallvegum sem enginn hefur uppgötvað, t.d. á Brúardalsöræfum. Ég veit um 400 km af vegum sem eru topp rallvegir á Norðaustur- landi,“ sagði Ómar. „Hvað spádóma varðar held ég að ég verði að setja bróður og frænda, Rúnar og Jón, í fyrsta sæti. Ef Steingrímur Ingason ekur eins og hann á að sér lendir hann í öðru. Þá hef ég trú á að Nils Petter hangi á þriðja sæti á öflugum bíl, frekar en Guðbergur. Svo getur þetta allt snúist við. Mál- ið er að slátra ekki bílnum á fyrstu tveimur dögunum, eiga eitthvað eft- ir í lokasprettinn. Þetta rall hefur aldrei unnist á fyrsta degi, til þess er það of langt. Það er dálítið bros- legt að í dag telst það að vera í byrjendaflokki að keppa á 124 hest- afla Corolla, en á slíkum bílum vor- um við að vinna fyrir 10 árum. Það sýnir þróunina. Því miður get ég ekki fylgst með, er upptekinn í myndatökum, en vona að fjölskyld- unni gangi vei,“ sagði Ómar. Seigla og skynsemi gætu skipt sköpum ALÞJÓÐARALLIÐ hefst kl. 15.00 við Perluna í dag og aka keppend- ur sérleiðir um Reykjanes, en keppnin stendur í þrjá daga og lýkur á Austurvelli kl. 15.00 á sunnudag eftir 839 km akstur. í rallinu eru 37 ökutæki skráð til keppni, þar af þrír sögufrægir bílar sem aka aðeins hiuta ralls- ins. Tíu erlendar áhafnir eru með- al keppenda og allar akandi á fjór- hjóladrifnum ökutækjum. ■ ■ Oflugasti bíll keppninnar er vafa- laust rúmlega 300 hestafla Su- baru Norðmannanna Nils Petters Gills og Einars Staffs. Bíllinn var ^áður ökutæki núver- GumteuguT andi heimsmeistara í Rögnvaldsson rallakstri og hefur ver- skrifar ið í fremstu röð í norskum rallmótum, en hátt í 300 rallbílar eru í Noregi. Það mun hinsvegar há norsku öku- mönnunum að þeir hafa lítið skoðað sérleiðirnar og fá lánaðar leiðarnótur frá öðrum. „Vissulega hefði verið betra að geta rennt yfirir allar leiðirn- ar, en ég átti ekki færi á því að koma fyrr. Heimamenn munu hafa gott forskot, þar sem þeir þekkja leiðirnar mjög vel. Mig langaði virkilega að keppa, hef komið til Islands áður og finnst það einstakt land. Norskir ökumenn hafa mikinn áhuga á að keppa í rallinu og ég held að fleiri munu fylgja í kjölfar mitt,“ sagði Nils í samtali við Morgun- blaðið, en hann kom til landsins í gær ásamt Einar Staff aðstoðarökumanni sínum. Sá kvað þá koma til að hafa gaman af keppninni og þeir myndu skoða stöðuna eftir fyrsta dag. Bíllinn væri traustur og hefði aldrei stöðvast í keppni vegna bilunnar. Þeir luku RAC rallinu í Englandi í 32 sæti eft- ir talsverðar tafir á viðgerðarsvæði. Tæknilega séð ætti ökutæki Nils ætti að geta staðið jafnfætis íslensku toppbílunum. Rúnar Jónsson á Mazda 323, Steingrímur Ingason á Nissan, Guðbergur Guðbergsson á Porsche og Sigurður Bragi Guðmundsson á Talbot Lotus eru allt ökumenn sem hæglega geta unnið. Enginn þeirra hefur unnið alþjóðrallið sem ökumað- ur, en Rúnar sem aðstoðarökumaður með Jóni föður sínum. Það mun skipta miklu máli að aka skynsamlega, láta seiglu vinna með sér frekar en sprett- hörku. Oftar en ekki hefur það hent að mesta púðrið hefur farið úr rallinu vegna þess að menn ofkeyrðu í fyrri hluta rallsins. Fróðlegt verður að sjá hvar jepparnir í keppninni raða sér, sérstaklega Mitsubishi Geoff Tunnard og Douglas Blandy sem eru óskráð blað hérlendis. Íslenskujepparnirþrír, Hummer Ævars Hjartarsonar og Ara Arnórssonar, Wrangler Sighvats Sig- urðssonar og Úlfars Eysteinssonar og Willys Hjörleifs Hilmarssonar og Franz Jezorskí geta allir þeyst af miklum krafti. Sighvatur var fljótast- ur jeppamanna í fyrra, en tveir hinir síðarnefndu eru harðskeyttir rallöku- menn sem keppa í fyrsta skipti í mörg ár. Þá verður hörð keppni í Norðdekk flokknum fyrir ódýra bíla, en 11 bílar eru skráðir í þann flokk. Keppt er til íslandsmeistara í þessum flokki og einnig yfir heildina, en keppnisharkan er síst minni í þessum fjölmenna flokk en hjá toppbílunum. Hjörtur P. Jóns- son og Isak Guðjónsson á Toyota Corolla og Þorsteinn P. Sverrisson og Ingvar Guðmundsson á samskonar bíl eru líklegir til að bítast um efsta sætið, en þeir síðarnefndu eru efstir að stigum til meistara. Hinsvegar nægir Hirti annað sætið í flokknum í öðru tveggja seinustu mótanna tii að verða meistari, því fjögur mót af sex gilda til lokastiga. Ráslisti Alþjóðarallsins Sðgufríegir rallbílar 51. John Loyd / Paui Amadini, Bretlandi 52. Mike Hibbert / David Cabena, Bretlandi 53. Ignacio Sunsundegui / Ana Goni, Venusúela Opinn keppni 1. Rúnar Jónsson / Jón Ragnarsson 2. Steingrímur Ingason / Jóhannes Jóhannesson 3. Guðbergur S. Guðbergsson / Jón Helgi Pálsson 4. Nils Petter Gill / Einar Staff, Noregi 5. Sigurður B. Guðmundsson / Rögnvaldur Pálmason 6. Martin Stockdale / Michael Sandal, Bretlandi 7. Hjörtur P. Jónsson / ísak Guðjónsson 8. Þorsteinn P. Sverrisson / Ingvar Guðmundsson 9. Halldór Úlfarsson / Skúli Karlsson 10. Guðmundur Guðmundsson / Sigurður Gylfason 11. Jóhannes V. Gunnarsson / Gunnar Viggósson 12. Garðar Þór Hilmarsson / Sæmundur Sæmundsson 13. Vilhjálmur Viðarsson / Ingólfur Arnarson 14. Henning Ólafsson / Gylfi Hauksson 15. Helgi Eðvarðsson / Stcfán R. Ásgeirsson 16. Bogi Hólm Viðarsson / Halldór Björnsson 17. Marcek Gasecki / Tomas Chinei, Póllandi 18. Guðmundur T. Gíslason / Magnús Jóhannsson 19. Þórður Bragason / Brynjar Þorkelsson 20. Hermann Halldórsson / Bjarki Jónsson 21. Sigurður Ó. Guðmundsson / Sigurgeir Guðjónsson 22. Björn Ragnarsson / Björgvin Benediktsson 23. Brynjar Sigurðsson / Sigurður R. Ágústsson 24. Guðný Úlfarsdóttir / Þóra Biöndal 25. Dali Órn Ingólfsson / Árni Óli Friðriksson 26. Ævar S. Hjartarson / Ari Arnórsson 27. Hjörleifur Hilmarsson / Franz Jezorski 28. Sighvatur Sigurðsson / Úlfar Eysteinsson 29. Geoff Tunnard / Dougias Blandy, Bretlandi 30. Alan Parramore / Mark Button, Bretlandi 31. Aian Davies / Andrew Bray, Bretlandi 32. Tim Line / Brian Diamond, Bretlandi 33. Byron Williams / Andy Waples, Brettandi 34. Tam Bums / Simon Robinson, Bretlandi Ford Escort RS Ford Cortina Lotus Ford Cortina Lotus Mazda 323 Nissan 510 Porsche 911 Subaru Legacy Talbot Lotus Opel Omega Toyota Corolla Toyota Corolla Toyota Celica Toyota Corolia Porsche 911 Toyota Corolla Nissan 510 Toyota Corolia Ford Escort Toyota Corolla Fiat Cinqocento Toyota Corolla Mazda 323 Lada Samara Toyota Corolla Suzuki Swift GTi BMW 318i Peugeot 205 Trabant 601 Hummer Jeep CJ 6 Jeep Wrangler MitsubishiPajero Land Rover 90D Land Rover 90D Land Rover 90D Land Rover 90D Land Rover 90D Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson VEL VÆNGJUM búin. Porsche Guðbergs Guðbergsson og Jóns Helga Pálssonar er skrautlegur og skart- ar tvöföldum væng að aftan sem gefa á 600 kg þrýstlng ofan á afturhjólln á mlklum hraða. Allavega á kappakstursbílum, en Guðbergur vildi hafa stíllnn réttan á rallbílnum. Qpna Islandsbankamótið Opna íslandsbankamótið verður haidið laugardaginn 7. september á Vífilstaðaveili í Garðabæ. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Aukaverðlaun verða veitt fyrir lengsta teighögg á 3. braut og nándarverðlaun áöllum par 3 brautunum, sem eru 2., 4., 11. og 16. braut. Mótsgjald er 2.000 kr. Skráning hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í síma 565 7373 og bréfsíma 565 9190. Golfkiúbbur Kópavogs og Garðabæjar. ÍSLANDSBANKI Garöabæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.