Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fyrstu viðbrögð við M-B AAV ÞÓTT enn sé eitt ár þangað til Mercedes- Benz AAV jeppinn verði frumsýndur í sýningarsölum hefur frumgerð bíisins verið á fleygiferð um Bandaríkin. Mercedes-Benz hef- ur sýnt bílinn á golf- og tenni- skeppnum, hestamótum, kapp- akstursmótum, listahátíðum og í verslunarklösum í sumar. Með forsýningum af þessu tagi öðlast framleiðendurnir innsýn í vænt- ingar hugsanlegs markhóps og geta gert breytingar á endan- legu útliti bílsins áður en hann fer í framleiðslu. Um fjórar ' milljónir manns hafa verið á þeim 16 viðburðum þar sem bíllinn hefur verið sýnd- ur. Fyrirhugað er að sýna hann enn víðar í september. Með sýn- ingarherferðinni vill Mercedes- Benz að hugsanlegir kaupendur jeppa viti að slíkur fjórhjóladrifs- bíll sé í framleiðsluáætlunum fyr- irtækisins áður en þeir festa kaup á bíl. Hissa á verðinu Gríðarlega hörð samkeppni ríkir á jeppamarkaðnum í Bandaríkjunum. Framleiðendur hafa því gripið til kynningarher- ferða af þessu tagi til þess að vekja athygli á sinni framleiðslu. Nýr Catera bíll Cadillac verk- smiðjanna var t.d. frumsýndur einu og hálfu ári áður en hann kom á markað. Lexus og Infiniti hafa beitt sömu aðferðum. Gestir á kynningu Mercedes- Benz AAV i Michigan voru hissa að heyra að billinn myndi ekki kosta meira en um 35 þúsund dollara. Sumir sérfræðingar segja að fyrirtækið gæti þurft að gjalda fyrir þennan bíl vegna þess hve „ódýr“ hann á að verða. Menn séu vanir dýrum bílum frá ÓVÍST er að hve miklu leyti endanlegt útlit AAV verður í líkingu við hugmyndabílinn. MERCEDES-Benz AAV hugmyndabíllinn hefur verið sýndur í stórum tjöldum víðsvegar um Bandaríkin í sumar. BÍLLINN var sýndur með ný- tískubúnaði, eins og leiðsögut- ölvu, hliðarlíknarbelgjum, spólvörn og hliðarskriðvörn. fyrirtækinu og ímynd þess gæti breyst. FjórðungurBenz eigenda á jeppa AVV verður framleiddur í verksmiðju Mercedes-Benz í Vance í Alabama. Árleg fram- leiðslugeta verður 65 til 70 þús- und bílar. Fyrirtækið býst við því að ná helmingi þeirrar fram- leiðslu á fyrsta framleiðsluárinu. Ráðgert er að framleiðsla hefjist snemma árs 1997 og að bíllinn verði til sölu um haustið. Mark- aðsrannsóknir Mercedes-Benz benda til þess að fjórðungur eig- enda Mercedes-Benz fólksbíla eigi einnig jeppa. Talsmenn fyr- irtækisins segja að með því að framleiða sinn eigin jeppa, í stað þess að setja merki sitt á fram- leiðslu annarra bílaframleiðenda eins og Lexus og Infiniti hafa gert, skapi Mercedes-Benz sér sérstöðu á Bandaríkjamarkaði. Sjálfstæð fjöðrun og V-6 AVV verður með sítengdu ai- drifskerfi og auk þess nýjustu útfærslu af spólvarnarkerfi Mercedes-Benz. Jeppinn verður einnig með rafeindastýrðu hliðar- skriðs- og veggripskerfi, svo- nefndu ESP. Það sem er þó kannski mest um vert er að ÁVV verður með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum og sker sig þannig frá flestum öðrum jeppum sem Bandaríkja- menn hafa vanist. Þetta gæti leitt til þess að jeppinn verði með mun mýkri aksturseiginleika en banda- rískir jeppar með hefðbundna ijöðrun. Grunngerð AVV verður líklega með nýrri Mercedes V-6 vél sem nú er verið að hanna en einnig er líklegt að hann verði boðinn með 4,2 lítra, V-8,275 hestafla. ■ TILBOÐ ÓSKAST í Toyota DX P/U 4x4 árgerð '95 (ekinn 4 þúsund mílur), Suzuki Sidekick JX 4x4 árgerð '94 (ekinn 18 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 10. sept. kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA * íslenska landslidió í vélhjólaakstri til Englands ÞORSTEINN Marel kemur á undan úr einni beygjunni á brautinni í Pembrey í fyrra. Keppa í stærstu þolakstur- skeppninni ÍSLENSKA landsliðið í vélhjóla- akstri tekur þátt í stærstu þol- aksturskeppni ársins í Englandi í dag, 8. september. Liðið lenti 1 öðru sæti í þolaksturskeppni í Pembrey í Englandi í fyrra. Liðið keppir undir nafninu „Team Iceland Endurance“ er- lendis og er þessi keppnisferð gerð möguleg með dyggum stuðningi Vélhjóla & sleða sem eru styrktaraðilar liðsins. Liðið hefur síðan 1994 verið skipað þeim Þorsteini Marel, sem flestir þekkja undir nafninu Steini Tótu, Unnari Má Magnús- syni, margföldum íslandsmeist- ara í kvartmílu og Karli Gunn- laugssyni, meistara í ýmsum akstursíþróttum. Þessi hópur býr yfir mjög mik- illi keppnisreynslu og stefnir á eitt af fimm efstu sætum í keppn- inni en um 50 lið eru skráð til keppni, þar á meðal eru atvinnu- menn sem keppa í heimsbikar- keppninni í þolakstri. Ekiö í eina klst í senn Keppnin er 6 tíma þolaksturs- keppni (Endurance) og ferfram á Snetterton brautinni.Braut þessi er 4 km malbikuð braut, u.þ.b. 100 km norðaustur af London og er meðalhraði kepp- enda á mótorhjólum milli 140 og 150 km/klst. Á greiðasta kafla brautarinnar eru keppendur á um 250 km hraða á klst. Team Iceland keppir í 600 flokki á hjóli sem er um 125 hest- öfl og 160 kg en sá flokkur er langfjölmennastur og keppni hörðust, um 2A af keppendum eru í þessum flokki. Ökumenn aka um eina klst. í senn, eða ca þann tíma sem bens- ín endist og er þá skipt um öku- mann, tankur fylltur og slit dekkja mælt en þetta tekur um 20 sekúndur þegar vel gengur. Til að ná verðlaunasæti verður allt að vinna saman, ökumenn að aka jafnt og þétt á bestu tím- um, aðstoðarmenn að vinna fum- laust svo að tími tapist ekki í skiptingum því mjög erfitt er að vinna upp tapaðan tima á braut- inni þegar keppni er jöfn og hjól- ið þarf að vera öflugt og vel uppsett til að þola álagið. Þess má geta að eftir eina svona keppni er tækið úr sér gengið og þarf að taka upp vél og skipta um bremsudiska og alla slithluii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.