Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 1
 LANDSMANNA wtgmilfitóib 1996 HANDKNATTLEIKUR MIÐVIKUDAGUR2. OKTÓBER BLAÐ D Guðrún Amar- dóttir í 13. sæti Í400mgrind GUÐRÚN Arnardóttir, Ármanni, er nú í 13. sæti heimslistans i 400 m grindahlaupi kvenna samkvæmt listanum eins og hann leit út að loknum stigamótum Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins um síðustu mánaðamót. Timi Guðrúnar er 54,81 sekúnda sem er jafn- framt íslandsmet og fleyttí henni nærri því í úrslit í greininni á Ólympíuleikunum í Atí- anta. Önnur islensk kona er einnig í allra fremstu röð í sinni grein, en það er Vala Flosadóttir, ÍR, í stangarstökki. Hún hefur hæst stokkið 4,17 m utanhúss sem gerir að verkum að hún er i 6. sæti listans. Það eru því tvær konur sem standa fremstar í sinni röð íslenskra frjálsíþróttamanna miðað við alþjóðlega afrekalista. J6n Arnar Magnússon tug- þrautarmaður úr UMSS er í 19. sæti á lista tugþraut- armanna og árangur Pét- urs Guðmundssonar, Ar- manni, í kúluvarpi á móti í Bandaríkjunum á dögun- um, 20,12 m, fleytir honum einnig upp í 19. sæti á íist- anum yfir bestu kúluvarp- ara heims i ár. Hann er þar jafn Spánverjanum Manuel Martinez. Vé- steinn Hafsteinsson kringlukastari úr ÍR er í 36. sætí listans yfir bestu kringlukastara ársins með 62,78 m. Martha Ernsts- dóttir, ÍR, er staðsett í 38. sæti yfir þær konur sem hraðast haf a hlaupið hálfmaraþon á þessu ári, en besti timi hennar er 71,40 mínútur. Loks má geta þess að Sigurður Ein- arsson, spjótkastari i Ár- manni, er í 64. sæti spjót- kastara með 77,62 nietra. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÍSLENSKA landsliöið í handknattlelk mætir Grikkjum í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í KA-húsinu á Akureyri í kvðld. Landsliðið æfði í Smáranum í Kópavogi í gær. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari leggur hér línurnar fyrir leikinn. Frá vinstri: Julian Róbert Duranona, Bjarni Frostason, Valgarð Thoroddsen, Ólafur Stefánsson og Þorbjörn. Verðum að vinna / D2 Heimslistinn 1. Doen Hemmings, Jamæka ..52,82 ..53,08 3. Tonja B. Bailey, Bandar.... ..53,22 4. D. Ann Parris, Jamæka..... ..53,97 5. Heike Meissner, Þýskal..... -..54,03 6. S. Farmer-Patrick, Bandar ..54,07 7. Tonya Williams, Bandar.... ..54,17 ..54,27 ..54,39 ..54,40 11. Sally Gunnell, Bretlandi.... ..54,65 12. Tat. Tereshchuk, Ukraínu. ..54,68 ..54,81 ..54,87 15. Trevaia Williams, Bandar.. 54,87 Ólafur áfram hjá ÍA KNATTSPYRNA ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði ísiands- og bikarmeistara ÍA, ákvað í gærkvöldi að leika áfram með liðinu næsta keppn- istímabil. „Það er erfitt að slita sig frá þessu og ég athuga aft- ur minn gang að ári," sagði hann við Morgunblaðið eftir að hafa gengið frá samkomulagi við Gunnar Sigurðsson, for- mann Knattspyrnufélags IA. Fyrir ári hugleiddi Ólafur að gerast þjálfari og só staða hef- ur verið ofarlega í huga hans að undanföruu. Talsmenn nokkurra félaga hafa haft sam- band við hann í þeim tilgangi og ma. áttí hann fund með for- ráðamönnum Fylkis í fyrra- kvðld. „Spilamennskan og þjálfunin hafa togast á i mér en leikmaðurinn varð ofan á og þjálfarinn verður að bíða betri tírna," sagði Ólafur. Gunnar Sigurðsson sagði að al í i r leikmenn IA væru samn- ingsbundir félaginu nema bræðurnir Þórður og Stefán Þórðarsynir, Ólafur Adolfsson og Alexander Högnason en gagnkvæmur vUji væri fyrir því að þeir yrðu áfram og væri verið að vinna að því. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu i gær hafa Stefán og Haraldur Ingólf sson fengið ákveðin tilboð frá liðum á Norð- urlöndum sem þeir ætla að skoða nánar með fullu sam- þykki fA og Bjarni Guðjónsson hefur einnig fengið heimild til að leika erlendis í vetur, en nokkur lið, ma. Linz í Austur- ríki, vUja leigja hann. Þórður skoraði tvö ÞÓRÐUR Guðjónsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Bochum síðan fyrir landsleik íslands og Make- dóníu í vor, þegar liðið mætti Schalke í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Þórður svaraði kalli þjálfarans af krafti og gerði tvö mörk í 3:2 sigri. Það fyrra gerði hann eftir aðeins 20 sekúndur og þótti einkar glæsilegt. Hið síðara kom á 29. mínútu og kom Bochum í 2:0. Schalke jafnaði leikinn í upphafi síðari hálfleiks en leik- menn Bochum tryggðu sér sigur- inn á 69. mínútu. Fyrra mark Þórðar skoraði hann af 20 metra færi, markvörð- ur Schalke hafði hætt sér nokkuð langt frá marklínunni og Þórður nýtti sér það. Hann sneri baki í markið en tók við boltanum á lofti og sendi hann snyrtilega í netið. Morgunblaðið/Valur B.J. ÞORÐUR Guðjónsson Síðara markið gerði Þórður er hann vippaði knettinum úr miðj- um vítateignum yfir margumtal- aðan markvörð andstæðinganna. Eyjólfur Sverrisson í Hertha Berlin tók á móti Stuttgart á heimavelli. Fl'órir liðsmenn Berlín- arliðsins léku áður með Stuttgart auk þess sem þjálfari Hertha, Jiirgen Rober, var þar einnig þar til í lok síðasta árs. Hertha komst yfir á annarri mínútu en gestirnir jöfnuðu fyrir leikhlé. í síðari hálf- leik voru tveir leikmenn Stuttg- art, þeir Marco Haber og Zvonim- ir Soldo, reknir af velli. Eftir það tók við linnulaus stórsókn Berlín- arliðsins sem skilaði engum ár- angri hvorki í venjulegum leik- tíma né í framlengingu. Varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Stuttgart vann 5:4. KNATTSPYRNA: BALDUR EFSTUR í EINKUNNAGJÖF MORGUNBLAÐSIIMS / D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.