Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tókst að klífa hæstu tinda Gorbatsjov segir að eftir leiðtogafundinn hafi blasað við björt framtíð en nú halli undan fæti í alþjóðamálum ÞEGAR Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, kom til Reykjavíkur hafði hann með sér róttækar tillögur, sem í viðræðum sín- um við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Gorbatsjov skrifaði sérstakt ávarp af tilefni ráðstefnunnar, sem haldin verður vegna þess að tíu ár eru liðin frá Reykjavíkurfundinum, og vægi fundarins í Höfða. Ástæða að muna þennan atburð Það er sannarlega ástæða til að allar þjóðir t muni þennan atburð. Án fundarins, sem jafnt blaðamenn sem fræðimenn kenna nú með gagnorðum og auð- skildum hætti við Reykjavík, hefði síðastliðinn áratugur orðið allt öðruvísi, ef hann hefði átt sér stað yfir höfuð. Þegar ég valdi borg fyrir þennan mikilvæga fund leiðtoga risaveldanna tveggja, sem áttu eftir að sýna að þeir gátu beint heiminum inn á friðsamlegar brautir, hafði ég ekki aðeins í huga að 'hún væri jafn langt frá Moskvu og Washington. Mér fannst einnig að fundur, sem haldinn væri á þessum stað, í fomu og að upplagi frið- samlegu landi, þar sem þrautseigja og þögul iðjusemi og virðing fyrir sjálfum sér og öðrum em löngu orðin traustustu gildi lífs og velsæld- ar, væri einkar viðeigandi og jafnvel táknrænn. Ég efaðist ekki um að forusta landsins og þjóð mundi taka hinni óvæntu tillögu af áhuga og taka okkur og Bandaríkjamönnunum opnum örmum. Frú Vigdís Finnbogadóttir og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra eiga einnig mik- inn heiður skilinn. Nöfn þeirra munu einnig verða tengd leiðtogafundinum í Reykjavík um ókomna tíð. Ástríður í anda Shakespeares Áratugur umhleypinga hefur vikið til hliðar hæðum og lægðum fundarins og þeim atriðum, sem tengdust gangi hans og niðurstöðu. Undir þunnu lagi kurteisi og hófstilltra samn- -v ingaviðræðna bak við glugga vinalegs, lítils ' húss á strönd myrks, þungbúins og ógnvekjandi hafs byltu sér ástríður í anda Shakespeares. Ronald Reagan forseta og mér kom þegar nokkuð vel saman. Neisti trausts og vonar hafði kviknað milli okkar í Genf, ári fyrir Reykjavíkurfundinn. 1 hjörtum okkar vildum við báðir einn og sama hlutinn: ráða niðurlögum ógnarinnar um kjamorkustríð. Það var fyrir þær sakir að á þessum tveimur dögum í Reykja- vík nálguðumst við oft, eftir þreytandi og lýj- andi rökræður, það lykilaugnablik þegar svo virtist sem aðeins vantaði lítið skref til að við næðum samkomulagi og undirrituðum það. En við vorum báðir - hann í meira mæli, ég í minna - enn þjakaðir af tregðu fortíðarinnar, af rökum, hertum í smiðju hins langvarandi kalda stríðs. Samkomulagið tókst ekki. í kjölfarið fylgdu fljótfæmislegar yfirlýsingar um að leiðtoga- fundurinn hefði mistekist. En 20 mínútum eft- ir að forseti Bandaríkjanna og ég, hvorir tveggja í uppnámi, höfðum kvaðst fyrir utan húsið, sagði ég á blaðamannafundi að fundurinn hefði markað tímamót, ekki mistekist. Og ég reyndist hafa rétt fyrir mér. Ronald Reagan og George Shultz, sem orðið hafa vin- ir mínir fyrir lífstíð, létu ekki undan þrýstingi heima fyrir og að einhveiju leyti erlendis frá, létu ekki undan þótt rigndi yfir þá efasemdum og jafnvel mótmælum víða að, heldur stóðu sig með prýði með því að sýna visku og draga þær ályktanir af Reykjavíkurfundinum, sem mann- kyn allt ætlaðist til að risaveldin gerðu. Reykjavík markaði vissulega tímamót. Eftir fundinn færðust viðræður um að binda enda á kalda stríðið og fjarlægja kjarnorkuógnina úr heiminum á svið hefðbundinna samskipta, ávallt með þátttöku leiðtoga Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna og stundum annarra áhrifamikilla ríkja á þessum tíma. Nú, tíu árum síðar, þegar ég læt hugann reika aftur til þess, sem gerðist í Reykjavík, vil ég segja eftirfarandi: Staða heimsmála hefur gerbreyst. Ekki er lengur nokkur hætta á allsheijar kjarnorku- stríði. En aðrar hættur hafa komið fram. Enn er vandamál framtíðar mannkyns á dagskrá. í alþjóðasamskiptum er kominn fram fjöldi nýrra mótsagna og flækja. Ekki er hægt að taka á þeim ef við virðum að vettugi ávinning hins sögulega skeiðs í lok níunda áratugarins og upphafi þess tíunda, ef við leyfum okkur að hverfa aftur til þess vanda, sem við rákumst á þá en tókst að leysa. Vísbendingar um slíkt afturhvarf færast stöðugt í aukana og verða meira áberandi. Misstum sjónar á samhengi hlutanna Svo virðist að með hjálp Reykjavíkurfund- arins hafi okkur á næstu árum eftir hann tek- ist að klífa tinda sem veittu okkur sýn yfir nýtt tímabil friðar í mannkynssögunni. En þeg- ar okkur tók að vaxa í augum mikilleiki hinna nýju markmiða og við misstum sjónar á sam- hengi hlutanna fórum við að renna niður á við. Gamli hugsunarhátturinn, hinar gamalkunnu aðferðir og gamla örvun hins sterka, sem veit- ir eigingjörnum markmiðum forgang, eru farin að hafa betur. Svo langt er gengið að kjarnorkurisaveldi, sem ber gífurlega ábyrgð gagnvart heiminum öllum, leggur höfuðáherslu í utanríkisstefnu sinni á hverfula hagsmuni enn einnar kosninga- baráttu og persónulegan metnað eins frambjóð- endanna. Farið er þvert gegn hagsmunum ann- arra ríkja með ókurteislegum og ruddalegum hætti. Og það, sem mest um varðar, er að traust í alþjóðasamskiptum hefur fengið slæman skell, traust, sem vannst að hluta til fyrir tilverknað Reykjavíkurfundarins og gerði kleift að leysa sameiginleg vandamál á nýjum og friðsamleg- um forsendum og beita nýjum grundvallarregl- um um jafnvægi milli hagsmuna og samvinnu á grundvelli sanngimi og jafnréttis. Fyrir þessar sakir hefur lærdómurinn frá Reykjavík ekki misst gildi sitt. M. Gorbatsjov. Einn mikilvægasti atburður aldarinnar EDUARD Shevardnadze var í eldlínunni þegar leiðtogafundurinn var haldinn í Reykjavík. Hann hafði tekið við embætti utanríkisráðherra af Andrei Gromíko og fylgdu honum breytt vinnubrögð. Hann sendi eftirfarandi orðsendingu til að minn- ast þess að áratugur er liðinn frá Reykjavík- urfundinum. Kæri forsætisráðherra, Ég vil þakka þér hjartanlega fyrir boð vegna tíu ára afmælis leiðtogafundarins í Reykjavík. Veitti lausn frá stórveldaglímu kalda stríðsins Þegar hann var haldinn var þegar ljóst að leiðtogafundurinn mundi marka söguleg tímamót í þróun kjamorkuafvopnunar. Þeg- ar maður getur nú litið aftur verður hins vegar enn ljósara að á leiðtogafundinum var gmnnurinn lagður að því langtíma- ferli, sem stundum getur verið sársauka- fullt, en er nauðsynlegt eigi mannkyn að lifa af. í kjölfar leiðtogafundarins fylgdi stutt, en byltingarkennt tímabil, sem veitti heiminum lausn frá stórveldaglímu kalda stríðsins. Múrinn var rifinn og gmndvöllur skapaðist til að gera heiminn öruggari og opnari. Vegna alls þessa má líta á Reykja- víkurfundinn sem einn mikilvægasta atburð aldarinnar. Margar þjóðir, þar á meðal föðurland mitt, Georgía, hafa hlotið frelsi vegna þeirr- ar þróunar, sem hófst í Reykjavík. Þrátt fyrir ýmis harðindi og þökk sé hjálp vina okkar hafa Georgíumenn lagt heilshugar af stað á braut lýðræðis, markaðsbúskapar og verndar gmndvallarmannréttinda. Frelsaði mannkyn undan óttanum við heimsendi Það er miður að mínar gífurlegu annir skuli koma í veg fyrir að ég geti tekið þátt í að fagna þessum sögulega viðburði. Eftir- sjá mín er þeim mun meiri vegna þess þáttar, sem ég sjálfur átti í atburðinum. Ég er hins vegar þeirrar hyggju að þeir, sem taka þátt í afmælinu muni halda áfram að þjóna þeim málstað, sem frelsaði mann- kyn undan óttanum við heimsendi í kjarn- orkubáli fyrir tíu ámm. Með kærri kveðju. Eduard Shevardnadze. Vendipunkturinn í Reykjavík George Shultz segir að ísland hafi verið valið vegna gestgjafanna GEORGE Shultz var utanríkisráðherra Banda- ríkjanna þegar leiðtogafundurinn var haldinn á íslandi og einn nánasti samstarfsmaður Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta. Hann er þeirr- ar hyggju að leiðtogafundurinn hafi markað tímamót. í viðtali við Morgunblaðið sagði hann að Reykjavík hefði verið valin í trausti þess að fslendingar yrðu góðir gestgjafar og sú hefði verið raunin. „Sovétmenn gerðu að tillögu sinni að fund- urinn yrði annaðhvort haldinn í London eða Reykjavík," sagði Shultz. „Við svöruðum að við kysum Reykjavík sýnu frernur." Hann sagði að ástæðan fyrir því hefði verið tvíþætt. „í fyrsta lagi - og það ber að taka fram að verið var að velja milli tveggja NATO-ríkja, þannig að málið snerist ekki um það - töldum við að íslendingar og íslensk stjórnvöld mundu vita hvernig þau ættu að bregðast við og taka á svona máli, það er að sjá um að séð yrði ' með réttum hætti um diplómatísk formsatriði, og í öðru lagi munduð þið láta báða aðilja í friði til að fara sínu fram í stað þess að reyna að hafa afskipti af ganjgi mála,“ sagði Shultz. „Og reyndin var sú að Islendingar, bæði þjóðin og stjórnvöld, vom mjög góðir gestgjafar." - Þegar leiðtogafundinum lauk einkenndust viðbrögð af vonbrigðum, ekki síst vegna lát- bragðs þíns á blaðamannafundi eftir fundinn, en það mat hefur síðan breyst. Hvert var mikil- vægi leiðtogafundarins? „Hann markaði án nokkurs vafa tímamót. Mér veittist sú ánægja að taka á móti Gorbatsj- ov að heimili mínu í Stanford-háskóla í Kalifom- íu eftir að við höfðum báðir látið af embætti og ég sagði við hann: „Þegar þú tókst við embætti var kalda stríðið enn undir frostmarki eins og í mínu tilfelli, en þegar við hættum var því lokið. Hvað lítur þú á sem vendipunktinn?" spurði ég og hann sagði án þess að hika eitt augnablik: „Reykjavík." Ég spurði hann hvers vegna og hann svaraði: „Vegna þess að á hæstu stigum áttum við í djúpum viðræðum um mikil- vægustu málin og við sýndum að við gátum rætt þau með árangri, þótt við næðum ekki samkomulagi þegar upp var staðið." Þetta fundust mér mjög athyglisverð um- mæli og ég held að þau séu sönn enda var samkomulagið um meðaldrægar flaugar að miklu leyti samþykkt í Reykjavík, kjarni sátt- málans um langdrægar flaugar var samþykktur í Reykjavík og svo er nokkuð, sem fólk mætti gera sér betur grein fyrir, og það er að í Reykjavík viðurkenndu Sovétmenn fyrsta sinni að mannréttindi mundu vera löggildur og viður- kenndur hluti þess, sem yrði á dagskrá í sam- skiptum okkar, að þeir mundu ræða þau mál. Það var stórt skref.“ í bók sinni, „Turmoil and Triumph", segir Shultz að Ronald Reagan hafi viljað bijótast út úr skipulagðri dagskrá á leiðtogafundum. Fundurinn í Reykjavík hafi hins vegar brotið allar hefðir, meira að segja fyrir Ronald Reag- an. Má draga einhveijar ályktanir um það hvernig taka eigi á vandamálum í alþjóðasam- skiptum af leiðtogafundinum í Reykjavík? „Fólk segir að við höfum ekki verið undirbún- ir af því að við gerðum ekki ráð fyrir öllu því sem Gorbatsjov hugðist leggja fram. En við vorum auðvitað undirbúnir í þeim skilningi að við höfðum hugsað mikið um allt það sem hann hafði að segja. í raun fólst mest af því, sem hann gerði, í því að gefa eftir og nálgast okk- ar afstöðu, nema hvað geimvarnaáætlunina varðaði. Þetta var ekkert nýtt, nema vitaskuld að það kom af hans vörum. Én að sjálfsögðu vill maður að leiðtogafund- ir séu vel undirbúnir, og við vorum undirbúnir, en ég held að stundum standi þannig á að það verður að láta leiðtoga tala saman. Undirmenn- imir og sérfræðingarnir vilja hins vegar flestir að það gerist ekki, þeir treysta þeim ekki.“ Gorbatsjov segir í ávarpi, sem sent var málþingi vegna tíu ára afmælis leiðtogafund- arins, að með hjálp Reykjavíkurfundarins hafi á næstu árum eftir hann tekist að klífa tinda, sem veittu sýn yfir nýtt tímabil friðar í mann- kynssögunni. En þegar mikilleiki hinna nýju markmiða hafi tekið að vaxa í augum hafi farið að halla undan fæti og gamlir ósiðir að ryðja sér til rúms á ný. Hvernig metur þú þessa umsögn Gorbatsjovs um leiðtogafundinn og stöðu mála nú? Leikreglum ábótavant „í fyrsta lagi er það sem hann sagði um Reykjavík í samræmi við það sem hann sagði við mig fyrir nokkrum árum. Varðandi það hvert stefni í heiminum nú, held ég að leikregl- unum sé ábótavant. Við látum þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir viðgangast, alla þessa hræðilegu hluti, og viðbrögðunum er frekar í hóf stillt, svo ekki sé meira sagt. Hins vegar heid ég að efnahagslegar horfur í heiminum séu bjartari en þær hafa nokkru sinni verið, en helsta ógnunin er í öryggismál- um.“ Þegar þú horfir aftur til leiðtogafundarins, hefðir þú gert eitthvað öðruvísi ættir þú þess kost? „Ég hefði komið öðruvísi fram á blaðamanna- fundinum mínum. Ég hef hugsað mikið um þetta atriði. Eftir þennan fund hafði ég það fyrir reglu eftir stóra fundi, sem ég gerði ekki þá, en hefði átt að gera. Eftir síðasta fundinn ók ég brott frá Höfða með forsetanum og í bílnum ræddum vtö blaðamannafundinn sem ég ætlaði að halda. Ég sagði að við ættum ein- faldlega að gera grein fyrir því hvað gerðist og hann tók undir það. Þannig yrðu heldur engir lekar. En ég var stoltur af forsetanum fyrir að veija geimvarnaáætlunina, en það olli mér vonbrigðum í lokin að það, sem lá fyrir, var samþykkt. Eftir þetta viðhafði ég það fyrirkomulag að fyrir blaðamannafundi fór ég inn í herbergi með tveimur eða þremur aðstoðarmönnum minna og við ræddum hvað hefði gerst á fundin- um og hvemig ég hefði tekið því. Ástæðan var sú að látbragð og andlitssvipur fela oft meira í sér en orðin, sem eru sögð, og eins og ég segi í bók minni þá svara ég þegar fólk spyr mig hvers vegna ég hafi litið út fyrir að vera þreytt- ur og fullur vonbrigða: „Það var vegna þess að ég var þreyttur og fullur vonbrigða." Með þessu á ég hins vegar ekki við að maður þyk- ist vera í skapi, sem maður er ekki, en hvað Reykjavík varðar þá höfðum við fulla ástæðu til að vera fullir ánægju." Shultz var spurður hvort hann teldi að stað- setning fundarins hefði átt þátt í því hversu víðtækar umræðumar urðu á leiðtogafundinum? Einfaldlega fullkomið „Sennilega hafði hún það vegna þess að við vorum á frekar afviknum stað,“ sagði Shultz. „Sú staðreynd að Höfði er lítið hús var til tekna vegna þess að þar komust ekki margir að og sú staðreynd að Höfði er ekki í miðri borginni þannig að auðvelt var að halda fólki í burtu skipti einnig máli. Leiðtogarnir gátu komið sér fyrir og gert sér grein fyrir því að þeir voru einfaldlega tvær mannlegar verur, sem sátu þarna ásamt nokkrum aðstoðarmönnum og ræddu málin. Þetta var einfaldlega fullkomið og ég held að þið gerið rétt í því að rifja upp þetta afmæli."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.