Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3NtoqgwM$ibib 1996 HANDKNATTLEIKUR LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER BLAÐ C Stjarnan í 2. sætið Morgunblaðið/Þorkell STJARNAN slgraöi ÍBV með fjögurra marka mun í Garðabæ í gærkvöldi og er í öðru sæti 1. delldar karla f handknattleik eftir sex umferðir. Hér skorar Sigurður Vlðarsson fyrir helmamenn en Gunnar Berg Vlktorsson tll vinstri og Guðflnnur Kristmannsson koma engum vðrnum vlð. Leikurlnn/C4. IÞROTTAÞING ISI Rúnar áfram hjá Örgryte í Svíþjóð RÚNAR Kristinsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, gerir fastlega ráð fyrir að gera nýjan samning við Örgryte sem gildir tíl eins árs. „Gagnkvæmur vilji er að halda samstarfinu áfram," sagði Rúnar við Morgunbiaðið í gær. „Ég fékk ti lbo ð þar að lútandi en félagið er að skoða nokkur atriði nánar. Þó mér liði vel hérna hef ég áhuga á að breyta til og komi eitthvað spenn- andi upp er gert ráð fyrir því f þessum samn- ingi að ég geti farið." Sfðasta umferð sænsku deildarinnar verður f dag og mætir Örgryte Trelleborg á heimavelli en bæði iiðin þurfa á stígunum að halda. Með sigri tryggir Orgryte veruna f deildinni en tapi Umeá f Malmö skipta úrsiitín f Örgryte engu máii. Herbert skoraði sigurkörfu Donar L ANDSLIÐSM AÐURIN N Herbert Arnarson byrjaði vel f hollensku deildinni f kðrfuknattleik og gerði m.a. sigurkörfuna f fyrsta leik sfnum með Donar sem vann Ide Trading 74:73 í fyrra- kvöld. „ Ég byrjaði ekki vel en úr rættíst í seinni hálfleik og þá skoraði ég 10 stig," sagði Herbert við Morgunblaðið en alis var hann með 11 stig í leiknum, áttí þrjár stoðsendingar, tók tvð frá- köst og „s tíd " boltanum einu sinni. Hann var ekki í byrjunarliðiau en kom inná þegar stundar- fjórðungur var liðinn af viðureigninni og gerði út um leikinn átta sekúndum fynr leikslok. Donar er f Groningen og leika þrír bandarísk- ir leikmenn með liðinu. Herbert fór út sl. þriðju- dag og náði einni æfingu fyrir leikinn en sagðist strax hafa komist inn f kerf in. „Ég lærði þau fljótt en sjálfsagt tekur einhvern tíma að ná málinu." Ungur markvörður valinn í 16. sætið ÞORBJÖRN Jensson, landsiiðsþjálfari f hand- knattleik, ætlar að tilky nna 16. leikmanninn í landsliðshópinn vegna landsleikjanna gegn Eist- lendingum eftír helgina. í gær valdi hann 15 manna hóp til leikjanna tveggja um næstu helgi. „Ég tilky nni um sextánda manninn á mánudag- inn. Það verður ungur og efnilegur mark vörð- ur," sagði Þorbjörn og var ófáanlegur tíl að nefna nafn. Hann sagðist viija huga að framtí ð- inni, og ieyfa yngri manni að fá nasaþefinn. ¦ Lartdsliðshópurinn/C4 Fulltrúar héraðssambanda og sérsambanda leggja fram nýja tillögu Samkomulag um að stefna að sameiningu ISI og Óí innan árs ÍÞRÓTTAÞING íþróttasam- bands íslands verður sett klukkan 10 fyrir hádegi ídag í íþróttamiðstöðinni á Jaðars- bökkum á Akranesi. Fyrir þinginu liggur m.a. tillaga um sameiningu ÍSÍ og Ólympíu- nefndar íslands íein heildar- samtök en breiðfylking full- trúa héraðs- og sérsamband- anna hefur náð samkomulagi um að leggja fram nýja tillögu sem gengur út frá því að sam- eining verði ísíðasta lagi 1. nóvember á næsta ári. Eins og margoft hefur komið fram hefur verið unnið að samein- ingu undanfarin misseri og hafa drög að „nýjum" samtökum legið fyrir síðah í vor. Mikil vinna hefur átt sér stað í félögum, sérsambönd- um, íþróttabandalögum, og héraðs- samböndum til að fara yfir drögin og móta stefnu sem allir geta sætt sig við með sameiningu í huga. Að undanförnu hefur færst aukinn þungi í þessar viðræður með for- mannafundum sérsambanda, íþróttabandalaga og héraðassam- banda þar sem fyrrnefnd drög hafa verið tekin fyrir og ræddar leiðir til lausnar vandanum. Afraksturinn er þessi nýja tillaga. Fresta verður íþróttaþingl og aðalfundi Óí Samkvæmt tillögunni er laga- nefnd þingsins falið að hafa umsjón . með gerð tillagna að þeim breyting- um sem gera þarf á lögum ISÍ til að sameiningin geti orðið að veru- leika og á hún að vinna að fram- gangi málsins í samvinnu við fram- kvæmdastjórn ÍSÍ samkvæmt verká- ætlun sem fylgir tillögunni. Lagabreytingar í áætlun um samrunann kemur fram að nauðsynlegt sé að sam- þykkja lagabreytingu um heimild til frestunar á íþróttaþingum og liggur fyrir tillaga þess efnis en lagt er til að þingi verði frestað og framhalds- þing verði í síðasta lagi 1. október 1997. Gert er ráð fyrir að aðalfund- ur Óí verði um miðjan janúar á næsta ári og á þeim fundi verði lög- um Óí breytt í sama tilgangi og lög- um ÍSÍ. Ennfremur er gengið út frá því að aðalfundur Óí samþykki að stefna að sameiningunni á. grund- velli undirbúningsvinnu laganefnd- arinnar og að fundinum verði frestað á sama hátt og íþróttaþingi ÍSÍ. Sambandsstjórn ÍSÍ á að fjalla um og samþykkja lagabreytingar sem laganefndin leggur til fyrir 21. febrúar og Óí á að staðfesta sam- þykki sitt fyrir 2. mars. Kynningu endanlegra tillagna meðal aðila ÍSÍ og Óí á að vera lokið 1. apríl og umsögn Alþjóða ólympíunefndarinn- ar á að liggja fyrir ekki síðar en 1. maí. íþróttaþingi ÍSÍ og aðalfundi Óí verði framhaldið sama dag og ekki síðar en 1. október og íþrótta- þing ÍSÍ, sem verður fyrsti fundur sameinaðra samtaka, verði ekki síð- ar en 1. nóvember. MJögstóráfangi Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að með þessari nýju tillögu væri stórt skref stigið. „Deilt hefur verið um hvort eigi að sameina ÍSÍ og Óí eða ekki, en nú liggur fyrir tillaga frá fulltrúum sérsambanda og héraðs- sambanda um sameiningu. Spurning- in er ekki hvort heldur hvenær og því er þetta mjög stór áfangi. Mestu máli skiptir að þingið taki grundvall- arákvörðun um sameiningu en þar sem aðalfundur Óí verður ekki fyrr en eftir áramót er eðlilegt að gefa ákveðinn aðlögunartíma." AMERÍSKI FÖTBOLTINN: OLYSANLEG STEMMNING / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.