Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Afspymuslakt Œetta var afspyrnuslakt af okkar ^^ hálfu en kalla má þennan leik vinnusigur," sagði Þorbjörn Jensson, HHBHBH þjálfari íslenska Stefán landsliðsins í hand- Stefánsson knattleik, að loknum skrífar 19.28 sigri gegn Eistum í Laugardals- höll í gærkvöldi. „Það er ekki margt sem ég get verið ánægður með því þessi leikur er mikilvægur í samæf- ingu liðsins en við vinnum Dani ekki svona. Eistarnir kunna handknattleik og Danir lentu í svipuðum vanda og við. Það þarf að hafa mikla þolin- mæði í vörninni og við skiptum fljót- lega úr 5-1 vörn í flata vörn," bætti Þorbjörn við. Leikurinn byrjaði varfærnislega þegar liðin þreifuðu fyrir sér. íslend- ingar náðu 4:7 en fóru þá að slaka á svo að gestirnir náðu að jafna 7:7. Eftir hlé rumskuðu íslendingar og náðu sjö marka forskoti en aftur kom dapur kafli og Eistar ná að minnka muninn í þrjú mörk. Þá loks vöknuðu heimamenn sem skilaði sex síðustu mörkum leiksins. „Ég held að í heildina hafí þetta verið frekar slakt en það var mikil- vægt að vinna leikinn þó að það sé ekki spurning um að það þarf að bæta ýmislegt," sagði Geir Sveinsson eftir leikinn. „Okkur kom þeirra leik- ur ekki á óvart og það lá fyrir okkur að gera betur. Það er því við okkur sjálfa að sakast því þeir gerðu okkur ekki lífíð leitt - við gerðum það sjálf- ir. Við vorum samt staðráðnir í að leggja okkur fram og gerðum það en vorum kannski of ákafir. Og Dan- ina eigum við að vinna með þetta lið en það er hæpið hvort það næst ef við leikum eins og í kvöld." íslendingar voru lengi ráðalausir í sókninni en inn á milli komu þó góð tilþrif sem vermdu hjarta áhorf- enda. Vörnin var þó góð og varði fjölmarga bolta enda átti hún í fullu tré við Eistana sem margir hverjir voru ekki hávaxnir. Skotnýting var góð þar sem 28 skot rötuðu í netið en 18 fóru forgörðum. Mistökin voru samt mörg, til dæmis missti liðið boltann 15 sinnum. Margir leikmenn Morgunblaðið/Kristinn BJARKI Sigurðsson brýst í gegnum vörn Eistlands og skorar. komust ekki upp á tærnar en Geir skilaði þó sínu af línunni og Guð- mundur Hrafnkelsson stóð sína vakt með prýði. Patrekur Jóhannesson var öflugur og nýtti 7 af níu skotum sín- um og Ólafur Stefánson gerði átta mörk en tvö skot fóru ekki rétta leið. „Við lékum ekki vel og síðustu mínúturnar voru hræðilegar," sagði Júri Lepp, þjálfari Eistlands, eftir leikinn og þar sen lið hans lék við Dani nýlega var hann spurður um möguleika íslendinga gegn þeim. „Liðin eru svipuð og líklega til að vinna hyort sinn heimaleik en ég held að íslendingar geti haft betur." KORFUKNATTLEIKUR Grindvíkingar mættu með fjóra leikmenn Sex af fastamönnum Grindayík- urliðsins komust ekki til ísa: fjarðar í gær, til að leika gegn KFÍ m^l í úrvalsdeildinni. Þeir urðu eftir heima Pétursson Þar sem vélarbilun skrifar varð í flugvél þeirri sem þeir áttu að fara með. Þar sem aðeins fjórir leikmenn mættu til leiks, varð liðsstjórinn Dagbjartur Willardsson að leika með og stóð hann sig vel sem leikstjórn- andi. Þá fengu þeir Grindvíkinginn Björn Birgisson til liðs við sig sem sjötta leikmann, en hann var mættur á svæðið sem áhorfandi. ísfirðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og ætluðu sér að leggja að velli fámenna sveit Grind- víkinga, náðu tólf stiga forskoti. Grindvíkingar voru ekki á þeim bux- unum að láta leiða sig til slátrunar, þeir söxuðu hægt og bítandi á for- skot heimamanna og komust yfir, 32:33, fyrir leikhlé. Gestirnir höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn í eitt stig, 79:80, í lokin. Síðustu tvær körfur leiksins skoruðu Grindvíking- ar úr vítaköstum. Guðni Guðnason var bestur heimamanna, þeir Marel Guðlaugs- son og Jón Kr. Gíslason bestir gest- anna. URSLIT í Islandsmót 1997 í kiialtspyriiu íií mmSniss. Þátttaka tilkynnist fyrir 9. nóvember á skrifstofu KSÍ áfaxi 568-9793. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa KSI Mótanefnd. J) Fimleikadeild Gróttu óskar eftir að ráða vanan aðstoðarfimleikaþjálfara. Upplýsingar hjá Ingibjörgu í síma 551 4591, eöa Margréti í síma 562 1113. Eistland - Island 19:28 Laugardalshöll, Undankeppni HM í hand- knattleik - fyrri leikur, föstudaginn 1. nóv- ember 1996. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:4, 4:7, 7:7, 9:10, 9:14, 10:14, 10:17, 14:19, 16:22, 19:22, 19:28. Mörk Eistlands: Rátsep Jaanus 6, Laast Raivo 4/3, Pinnonen Ain 2, Varik Margus 2, Porkveli Ahmed 2, Suvi Rein 2, Palmar Kaupo 1. Varin skot: Tráder Urmas 6 (þar af tvö til mótherja), Nelke Paavo 5. Utan vallar: Aldrei. Mörk íslands: Ólafur Stefánsson 8/2, Pat- rekur Jóhannesson 7, Bjarki Sigurðsson 3, Valdimar Grímsson 3, Geir Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 2, Konráð Olavson 2. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 19 (þar af fjögur til mótherja), Bergsveinn Bergsveinsson 4. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Kristian Johansen og Hjalmar Petersen frá Færeyjum. Áhorfendur: Tæplega 550. Knattspyrna Þýskaland Bayern MUnchen -1860 MUnchen........1:1 Babbel (34.) - Nowak (55.). 68.000. ¦Bernd Meier varði vítaspyrnu frá Lothar Matthaus, fyrirliða Bayern. Bochum - Hansa Rostock......................1:0 Peschel (58.). 27.712. ¦Þórður Guðjónsson kom inná sem vara- maður, lagði upp sigurmarkið og var að besti leikmaður Bochum. Körfuknattleikur KFÍ-Grindavík 79:82 íþróttahúsið á ísafirði, Úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstudagur 1. nóv. 1996. Gangur leiksins: 2:0, 16:4, 20:10, 22:21, 26:26, 29:30, 32:33. 32:36, 39:50, 51:52, 60:65, 67:74, 79:80, 79:82. Stíg KFÍ: Guðni Guðnason 22, Dereck Bry- ant 22, Andrew Vallejo 8, Hrafn Kristjáns- son 7, Friðrik Stefánsson 7, Magnús Gísla- son 6, Ingimar Guðmundsson 5. Fráköst: 7 í sókn, 21 í vörn. Stig Grindavíkur: Marel Guðlaugsson 29, Jón Kr. Gíslason 20, Herman Myers 18, Pétur Guðmundsson 10, Dagbjartur Will- ardsson 5. Fraköst: 8 í sókn, 23 í vörn. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögnvald- ur Hreiðarsson. Villur: KFÍ 21 - UMFG 9. Áhorfendur: Um 500. Geir á ferð og flugi Ge/r Sveinsson hefur svo sannarlega verið á ferð og flugi vegna landsliðsins. Hann hefur farið i 191 flug með landsliðinu, eða til móts við það sem leikmaður á Spáni og í Frakklandi. Vel skiljanlegt að hann sé giftur flugfreyju. su Leikjahæstu menn Þeir landsliðsmenn semjeikið hafa flesta landsleiki f. ísland. Fyrst landsleikir, þá leikir gegn B-liðum, unglingaliðum og úrvalsliðum, siðan samtals leikir ílandsliðsbúningi. KEPPNISFERÐIR Geir Sveínsson 289 9 298 Guðmundur Hraf nkelsson 244 7 251 Kristján Arason 238 10 248 236 10 246 236 10 246 Þorgils Ottar Mathiesen Jakob Sigurðsson Sigurður Sveinsson 236 5 241 Júlíus Jónasson 226 8 234 Einar Þorvarðarson 226 6 232 Guðmundur Guðmundsson 226 5 231 204 8 212 Valdimar Grímsson Sigurður Gunnarsson 194 8 202 Þess má geta að Geir lék samtals 48 landsleiki 1987, sem er.mef. Enginn annar landsliðsmaður íslands hefur leikið svo marga landsleiki á einu ári. oQ9 (2) Fjöldi keppnisferða OQO Ólympíuleikar # HM-keppni # B-keppni r Ks Fyrsti landsleikurinn í Finnlandi Ge/r Sveinsson lék sinn fyrsta landsleik í Finnlandi 1984, í leik gegn Dönum á Norðurlandamóti. Ge/r lék sjö fyrstu landsleiki sína i Finnlandi og Frakklandi, en fyrsta leik sinn á islandi gegn Júgóslavíu í Laugardalshöllinni ^985. TÖLUR UM LANDSLIÐSFERIL GEIRS I ÁR LANDSL HEIMA ÚTI EIKIR SAMTALS SKQRUB M0RK MEDALTAL Mörk/Leik ÁRANGUR Sigrar Jafnt. Töp lÁRANGUR 1984 1985 1986 1987 1988 0 2 2 0 0,00 1 0 1 50% 10 10 12 18 17 31 20 4 0,20 10 2 8 55% 30 26 0,87 13 2 15 24 5 19 47% 55% 48 29 0,60 12 25 37 29 0,78 17 6 14 54% 1989 1990 8 14 22 18 0,82 14 1 7 17 4 14 68% 54% 19 16 35 45 1,28 1991 1992 1993 1994 1995 5 7 12 30 2,50 7 0 5 58% 12 24 36 84 2,33 20 6 10 64% 55% 73% 6 16 7 0 14 9 22 7 23 66 3,00 12 0 10 27 3,86 5 0 2 56 2,43 13 1 9 59% 1996 1 3 4 8 2,00 3 1 0 SAMT. 123 175 298 i| 427 1,43 I 156 28 114 57% LANDSLEIKIR GEIRS Á ÍSLANDl .1^ ^ST "* A-^, •- s. rfhi^-í Akureyri: -\^-V^vv ^ jBÍBffduós ^^^-•Æfykliishólmur ^ / '85 '85 '87 '88 '89 '90 91 '92 '93 '94 '95 '«1 \ms_ Reykjavík 5 10 11 11 6 15 3 6 4 5 9 í 85 Vestm.eyjar 1 1 Kðpavogur 1 1 Hafnarfjörour 1 3 1 1 1 1 4 __4^ 10 Akranes 1 1 1 3 Akureyri 1 4 11 1 1 1 3 Akr|5es ' / / Reykjavfc-JKópavonu/ Z Ke(lavíl<»Æarfl?„^ ' \ IS\ i Halnar- "Selfoss \ fjörður ^js /~\ \^\^-^ Veslmannaeyjar—'" Selfoss 1 2 Húsavfk 2 1 Oi 3 Garðabær 1 1 Stykklshölmur 1 1 Kellavlk 1 "1 ,___1_ Blönduós 1 1 SAMTALS 10 12 17 12 8 19 5 12 6 7 14 1 123

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.