Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 D 3 GLÆSILEGIR fornbílar á sýningu, Hudson 1947 og 2 Buick 1932. Morgunblaðið/Örn Sigurðsson ÁÐ við hótelið á Eiði. FORMENN íslenska og fær- eyska fombílaklúbbsins hittust á síðasta ári á fundi í Þórshöfn, en þar var stigið fyrsta skrefið í átt til_ framtíðar- samstarfs klúbbanna. Ákveðið var að félagar úr Fornbílaklúbbi ís- lands kæmu með bíla sína til Færeyja á árlega fornbílasýningu Föroya Ellis Akför á Ólafsvökuhá- tíðinni 1996. Með góðri aðstoð Eimskipafé- lagsins voru 13 fornbílar fluttir til Færeyja en 30 klúbbfélagar flugu þangað áhyggjulaust með fær- eyska flugfélaginu. Bílarnir voru hafðir til sýnis í rúmgóðum sýn- ingarsal stærsta bílainnflytjanda heimamanna. Þá þijá daga sem sýningin stóð yfir mættu 1.100 gestir og lofuðu þá fornbfla sem þar var að sjá. Meðal þeirra var flaggskip Fornbflaklúbbsins, Chevrolet kranabíll árgerð 1937, Buick árgerð 1932, sem talinn er glæsilegasti bíll íslendinga, Hud- son leigubíll frá 1947, Ford slökkviliðsbíll frá 1942 og Dodge Monaco árgerð 1967, sem var síð- asti ráðherrabíll Bjarna Benedikts- sonar. Rússajeppi vakti athygli Sá bíll sem vakti þó mesta at- hygli heimamanna var rússajeppi með blæjum af árgerð 1956, en EKIÐ um regnvota vegi Færeyja. ÞÝSKUR eðalvagn við færeyskt herrasetur. ÍSLENSKIR fornbílar í færeysku sveitaþorpi. sannast sagna höfðu Færeyingar aldrei litið slíkan bíl augum, enda hefur jeppaeign þeirra aldrei komist í hálfkvist við okkar. Meðan á sýningu stóð fóru ís- lensku gestimir í siglingu undir Vestmannabjörgin, urðu vitni að Grindardrápi og tóku virkan þátt í Ólafsvökunni, en hún er ein mesta hátíð sem haldin er í norður- höfum. Eftir sýningarhald var íslensku fornbílunum ekið af stað um ey- jarnar. Þó að vegalengdir séu ekki miklar í Færeyjum, er þar víða farið um brattar brekkur og krappar beygjur, svo ekki sé talað um öll jarðgöngin, en í þeim gafst tími til að hvíla gamla þurrkumót- ora, en mikið mæddi á þeim í risj- óttri tíð þessara smáu eyja i miðju Atlantshafinu. Við lok heimsóknarinnar var haldin mikil veisla og fornbílasafn þeirra Færeyinga heimsótt, en fjallað verður sérstaklega um það í annarri blaðagrein. Gestrisni frænda okkar og nágranna er ein- stök og líður seint úr minni ís- lenskra fornbílagesta. ■ Öm Sigurðsson. BRAVA, Bravo, Marea, Punto og Cinquecento em nöfnin á bflunum frá Fiat. sem aftur eru nú fáanlegir á Islandi og ekki má gleyma Alfa Romeo og Lancia Kappa en umboðið er nú hjá ístraktor í Garðabæ og er formlega opnað nú um helg- ina. Fiat Brava og Bravo hafa fengið góða dóma er- lendis en þetta eru fram- drifnir fimm manna fólks- bílar af minni gerðinni, þriggja og fimm hurða með 1,4 eða 1,6 lítra vélum og kosta kringum 1,3 milljónir króna sem er ágætt verð þar sem þeir eru talsvert vel búnir. Við skoðum í dag Fiat Brava, fimm hurða bílinn með 1,6 lítra og 103 hestafla vél. Brava hefur dálítið sérstakt útlit. Fram- og afturendar eru stuttir og bíllinn virðist lágur og breiðleitur. Vélarhúsið kemur í boga frá framrúðu og nánast niður á stuðara og er það mjög ávalt á framhomum. Gerir það ökumanni erfitt fyrir að staðsetja þau með nákvæmni og tekur nokkum tíma að læra vel á það. Stuðarinn er fínlegur og sama er að segja um afturstuðarann og eru þeir samlitir. Framluktir eru nokkuð breiðar en afturluktir eru eiginlega þijár litlar rendur eða stubbar og mjög skemmtileg tilbreyting frá því sem algengast er. í upplýsingabæklingi segir svo skemmtilega að hönnuðir hafí ekki haft fyrirmynd í öðrum bílum þegar þeir teiknuðu Brava heldur hafi þeir horft til himins og fjallanna og sótt innblástur þaðan - það væri ekkert nýtt því maðurinn hefði alltaf leitað til náttúmnnar. Útvarp hlutl af Innréttingu Að innan vekur mælaborðið strax athygli fyrir frísklegt útlit. Þar leikur miðjubrettið nokkuð ríkjum, sporöskulagað með hefð- bundinni staðsetningu miðstöðv- arstillinga og efst á því er útvarp- ið fellt inní og er fastr hluti af innréttingunni. Framan við far- þegasætið er síðan eins konar skál eða dæld og og þar undir lítið hanskahólf. Stjórntæki eru ágæt, gott að taka á stýrinu og nefna má sérstaklega að Brava er einn af þeim bílum þar sem gírstöngin er mjög nákvæmlega rétt staðsett og eins og eðlilegt framhald af handleggnum. Sætin eru öll góð, sérstaklega framsætin sem stilla má vel og m.a. hæð á ökumannssæti en hann er hins vegar ekki búinn veltistýri. Rými í aftursætum er alveg þokkalegt og farangurs- rými tekur 380 lítra og er stækk- anlegt með því að leggja niður bak aftursætis eins og á þarf að halda. Aðeins bar á því í vætutíð að vatn vildi renna af bílþakinu niður í aftursætin og virðist brún- in því ekki nógu skörp til að hindra það. Brava er búinn 1,6 lítra, fjög- urra strokka, 16 ventla og 103 hestafla vél sem er ágætlega snögg og vinnur vel. Hún er líka hljóðlát og spameytin. Fimm gíra handskiptingin rennur ljúft og hljóðlaust sína leið. Að framan er Brava búinn McPherson sjálf- stæðri gormafjöðrun og snún- ingsfjöðrun að aftan og gas- dempurum. Minni vélin er 1,4 lítrar og 80 hestöfl. Llggur vel Það er fljótsagt að Fiat Brava er skemmtilegur í akstri. Þetta er léttleikandi bíll og í raun verð- ur ökumaður mjög að gæta þess að fara ekki upp fyrir allt vel- sæmi í hraðamörkum þar sem merkilega lítið finnst fyrir hrað- anum í ekki stærri bíl. í bæjar- snattinu er hann mjög lipur, rösk- ur í viðbragði og vinnur vel. Brava hefur í raun allar hreyfing- ar mun stærri bíls og á krókótt- um þjóðvegi liggur hann feikn vel, jafnvel á malarvegi. Á slíkum vegi kemur samt í ljós eiginlega eini galli bílsins og tengist hann ryðvörn. Fiat býður 8 ára ryð- varnarábyrgð á gegnumtæringu FIAT Brava er frísklega hannaður bíll. Morgunblaðið/jt Sætin eru góð og þokkalegt rými í aftursætum. Frumlegt útlit er á afturlugtum. Afturhurðin opn- ast upp á gátt. ÚTVARP er fellt inní mitt mælaborðið efst og er hluti af innréttingu bílsins. og því eru bílamir ekki kvoðaðir sérstaklega hérlendis fyrir af- hendingu. Slík ryðvöm gefur nefnilega góða hljóðeinangrun og FIAT BRAVAIXI HNOTSKURN Vél: 1,6lítrar,4strokkar, 16 ventlar, 103 hestöfl. Framdrifinn - fimm manna. Vökvastýri - veltistýri. Hemlalæsivörn. Tveir líknarbelgir. Fimm hnakkapúðar. Rafdrifnar rúður að fram- an. Hliðarspeglar stillanlegir innan frá. Samlæsingar. Hæðarstilling á öku- mannssæti. Útvarp með segulbandi. Snúningshraðamælir. Lengd: 4,19 m. Breidd: 1,74 m. Hæð: 1,41 m. Hjólhaf: 2,54 m Þyngd: .050 kg. Hámarkshraði 180 km/klst. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km: 11,5 sek. Eyðsia í þéttbýli 9,51/100 km; 5,8 I á þjóðvegi. Umboð: ístraktor hf., Garðabæ. Staðgreiðsluverð kr.: 1.366.000. því verður talsvert gijótglamur á malarvegi. Ekki hefur tekist að fá verksmiðjurnar til að heimila íslensku ryðvarnaraðferðina því séu bílarnir ryðvarðir hér fellur 8 ára ábyrgðin úr gildi. Ætla má þó að þetta eigi aðeins við um lítinn hluta hins venjulega Staöolbún- aður Fjöðrun Verð Vegahljóð ó möl aksturs þar sem hann fer trúlega að langmestu fram á bundnu slit- lagi. Gott verð Verðið á Fiat Brava verður að teljast nokkuð gott, kr. 1.366.000. Þokuljós í stuðara og rafstilltir hliðarspeglar var auka- búnaður í bílnum sem var prófað- ur og kostar það kr. 19.000. En með hemlalæsivöm, líknarbelgj- um og öðrum staðalbúnaði er Brava vel nestaður í hvers kyns daglegt brúk og gott viðbragð, skemmtileg skipting og rásfastur aksturseiginleikinn gera Brava að mjög áhugaverðum bíl. Hann kepph á hörðum vettvangi bíla sem hér eru í boði í miklu úrvali en stendur vel að vígi þar. Þriggja hurða útgáfan, þ.e. Bravo, kostar 1.339 þúsund krónur og með 1,4 lítra vélinni kostar Bravo 1.298 þúsund krónur og Brava 1.329 þúsund. ■ Jóhannes Tómasson Vel búinn Fint ú úhugnverdu GM og Fiat með arðbærustu verk- smiðjurnar BORNAR em brigður á staðhæfingu Niss- an um að verksmiðja fyrirtækisins, Was- hington New Town í Bretlandi, sé arðbæ- rasta bílaverksmiðjan í Evrópu. Það er hagfræðistofnunin Economist Intelligence Unit sem hefur í nýlegri framleiðniskýrslu bent á að verksmiðja Nissan sé í þriðja sæti, á eftir verksmiðju GM í Eisenbach og Fiat í Melfi, hvað hagkvæmni varðar. Hins vegar sé verksmiðja Nissan örlítið arðbærari en Honda í Swindon og GM í Zaragoza. Breyttur Safrane RENAULT Safrane, flaggskip Renault verksmiðjanna, selst um þessar mundir betur en Ford Scorpio í Evrópu. Bíllinn mun fá andlitslyftingu á næsta módelári. Framendinn verður með nýju lagi, þó ekki jafn róttæku en Mégane, nýjan afturenda og nýjar vélar, þ.á m. 2,5 lítra, 20 ventla, fímm strokka og 2.0 lítra, 16 ventla, fjög- urra strokka vél sem hannaðar eru sameig- inlega af Renault og Volvo. GM og Suzuki með smábfl? GM og Suzuki íhuga nú að taka upp sam- starf um framleiðslu á smábfl til að keppa við Ford Ka og Fiat Cinquecento í Evrópu. Nýi smábíliinn yrði smíðaður í verksmiðju GM sem verið er að reisa í Póliandi. Hugs- anlega smíðaði Suzuki einnig bílinn í verk- smiðju sinni í Esztergom í Ungverjalandi. Bíllinn yrði sennilegast með nýrri 50 hest- afla, þriggja strokka, eins lítra vél. Ekki er búist við að samningaviðræðum Ijúki fyrr en á næsta ári og framleiðsla gæti hafíst árið 2000. GM á 5% hlut í Suzuki. Fá ekki að auka afköst NEDCAR verksmiðjurnar í Hollandi fá ekki leyfí yfirvalda þar til að taka upp fleiri vaktir tii að auka afköstin. Var hugmyndin að bæta við næturvakt og auka framleiðsl- una úr 145 þúsund bílum á þessu ári uppí um 280 þúsund bfla árið 1998 þegar fullum afköstum yrði náð. Isuzu vélur í Evrópu? FORRÁÐAMENN Isuzu verksmiðjanna í Japan eru nú að hugleiða að koma upp vélaframleiðslu í Evrópu. Hugmyndin er að framleiða þar 100 þúsund dísilvélar í fólksbíla fyrir ýmsa aðra bflaframleiðendur en í dag flytur fyrirtækið dísilvélar frá verksmiðju sinni í Hokkaido í Japan til GM í Bandaríkjunum og Opel. Verið er að skoða hvaða land kæmi til greina til að hýsa þessa nýju vélaverksmiðju og jafnframt hversu mikil afköstin verða. ■ NÝJA hópferðabílalínan frá Renault er nefnd Iliade, Nýr hóp- ferðabíll frá Renault RENAULT verksmiðjurnar frönsku hafa hleypt af stokkun- um nýrri gerð hópferðabíla og er nýja línan kölluð Iliade. Hún tekur við af FRl fjölskyldunni. Iliade bílarnir eru fánlegir 10,6 m og 12 m langir og í þremur grunngerðum og hver þeirra síðan í þremur útgáfum eftir búnaði. Með Iliade áætla Renault verksmiðjurnar að bjóða hóp- ferðabíl sem hentar til alls kon- ar hópferða, styttri sem lengri. Grunnbúnaður Iliade er byggð- ur á FRl bílnum en Iliade hefur fengið nýtt útlit, nýjar innrétt- ingar, nýtt mælaborð og öku- mannssæti með loftfjöðrun, þriggja punkta öryggisbelti og stýrisstöng sem stilla má á bæði hæð og halla. Þrjár vélar verða í boði 302, 340 og 380 hestöfl. Iliade línan er byggð í verk- smiðju Renault í Annonay nálægt Lyon og gera talsmenn verk- smiðjanna ráð fyrir að se\ja kringum 800 bíla af þessari gerð á heimamarkaði á næsta ári sem er um 45% markaðarins. Á Evr- ópumarkaði öllum sem talinn er vera kringum 3.800 bílar gera þeir ráð fyrir að ná um 4% hlut- deild eða um 150 bílum. Á þessu ári er gert ráð fyrir að fluttir verði hingað til lands 16 til 17 flutningabflar og strætisvagnar frá Renault á vegum umboðsins, Bifreiða og landbúnaðarvéla. ■ TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Astro Extended Van 7 farþega árgerð ‘92 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. I.H.C. VÖRUBIFREIÐ Tilboð óskast í I.H.C. vörubifreið S-1700 m/palllyftu árgerð '84 Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.