Morgunblaðið - 23.11.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 23.11.1996, Síða 2
2 C FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÖVÉMBER 1996 C 3 ÍSLENDINGAR áttu þess kost að fylgjast með keppni á Ólympíuleik- urium í Atlanta sl. sumar, þökk sé íslenskum fjölmiðlum, sem gerðu leikunum mjög góð skil. Með leikun- um í Atlanta lauk enn einu Ólympíu- tímabilinu og nýtt fjögurra ára tíma- bil tók við. Á tímamótum sem þessum þarf að fara fram ákveðið uppgjör hjá sérsamböndum, Ólympíunefnd (ÓÍ) og Afreksmannasjóði. Það á að meta árangurinn með tilliti til þess undir- búnings sem fram hefur farið á árun- um fyrir leikana. Menn eiga að draga lærdóm af þeim mistökum sem gerð hafa verið og nýta sér það sem vel hefur tekist. Með þessu skapast betri grundvöllur að skipulagningu næsta Ólympíutímabil. En er þetta gert hjá sérsamböndunum og Ólympíunefnd? Því miður er það sjaldgæft að undir- búningur og árangur keppenda sé krufinn til mergjar, svo að nýta megi þá reynslu og þekkingu sem fengist hefur. Breiddin í sundinu hefur verið að aukast aftur og nokkr- ir sundmenn eru á góðri leið með að ná alþjóðagetu. Mörg íslandsmet eru sett árlega og þrír nýir sund- menn bættust í hóp íslandsmethafa á sl. keppnistímabili. Fjöldi barna æfir sund og mörg aldursflokkamet eru bætt árlega. Það má því segja að sundíþróttin sé á ágætu skriði um þessar mundir. Sundfólk á heimsmælikvarða Um haustið 1981 ákváðu nokkrir ungir sundáhugamenn að gefa kost á sér til stjórnarsetu hjá Sundsam- bandi íslands (SSÍ) og reyna að blása nýju lífi í sambandið. SSI átti í mikl- um fjárhagserfiðleikum og starfsem- in var í lágmarki. Með nýjum mönn- um jókst bjartsýnin í íþróttinni og fjármálum var komið í rétt horf. Arangurinn lét ekki á sér standa og aðeins fjórum árum síðar hófst nýtt gullaldartímabil í sundinu, hvað al- þjóðlegan árangur varðar. Eðvarð Þór Eðvarðsson var sá sundmaður sem lét mest að sér kveða á þessu tímabili. Hann komst í A-úrslit á ölium alþjóðlegu meistaramótunum fram að Ólympíleikunum 1988 þ.e. á EM 1985 og 1987 og á HM 1986. Þar ber hæst 4. sæti hans á EM 1987. Undir lok þessa tímabils var það Ragnheiður Runólfsdóttir sem mest kvað að. Hún varð í 7. sæti á EM 1991. Á EM í Sofíu 1985 keppti sund- fólk sem átti eftir að vera kjarninn í landsliði íslands næstu árin. Þetta voru auk Ragnheiðar og Eðvarðs þau Bryndís Ólafsdóttir, Ragnar Guð- mundsson og Magnús Már Ólafsson. Á Ólympíuleikunum 1988 voru allir þessi sundmenn meðal þátttakenda, ásamt Arnþóri Ragnarssyni. Fram- farir voru miklar í sundinu á þessum árum og mörg íslandsmet sett sem enn standa. Árið 1989 bættist Helga Sigurðardóttir í þennan hóp og síðar á EM 1991 í Aþenu, Ingibjörg Arnar- dóttir. Auk A-úrslitasætis Ragnheiðar á EM 1991, þá komust Magnús Már og Ingibjörg bæði í B-úrslit. Síðan þá hafa íslenskir sundmenn ekki komist í A- eða B-úrslit á alþjóðleg- um meistaramótum fullorðinna. í árslok 1992 voru flestir þessara sundmanna hættir æfingum með al- þjóðlegan árangur að markmiði og kynslóðaskipti urðu í landsliðinu. Á Smáþjóðaleikunum 1995 voru það sundmenn úr Ólympíuhóp SSÍ, sem létu mest af sér kveða, þau Ey'dís Konráðsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Logi Jes Kristjánsson, Arnar Freyr Ólafsson, Magnús Konráðsson og Magnús Már. Um þessar mundir eru að verða kynslóðaskipti aftur, þar sem margir þeirra næstbestu eru að draga úr æfingum. Atvinnuþjálfarar Haustið 1988 var í fyrsta sinn ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf hjá SSÍ. Markmiðin með ráðningunni voru góð, en e.t.v. voru SSÍ og sund- félögin ekki undir störf þjálfarans búin, hvorki félagslega né fjárhags- lega. Miklar vonir voru bundnar við ráðningu þjálfarans. Því miður tókst ekki betur til en svo, að hann hætti störfum eftir um 18 mánaða starf. Skynsamlegra hefði verið að ráða innlendan þjálfara í hlutastarf og þróa það síðan áfram í samræmi við fjárhagslega getu SSÍ. Sumarið 1989 ræður Ægir fyrsta erlenda sund- þjálfarann í fullt starf og fjótlega fylgdu Akranes, Keflavík og Hafnar- fjörður í kjölfarið. Eðlilega voru gerð- ar meiri kröfur til þessar þjálfara, en hinna. Erlendu þjálfararnir hafa verið eins misjafnir og þeir eru marg- ir. Flestir hafa verið með góða grunn- menntun og nokkurra ára reynslu við þjálfun í hlutastarfi. Menn eru ekki sammála um að árangur af starfi þeirri hafi verið eins mikill og vonir stóðu til. Ekki er vafi á því að fái íslenskir þjálfarar sömu kjör og starfsskilyrði og þeir erlendu, þá eru þeir fullfærir um að ná sambærileg- um_ árangri. Útlendingarnir koma til íslands vegna þess að hér fá þeir tækifæri til að starfa í fullu starfi við þjálfun, nokkuð sem þeim býðst ekki heima fyrir. Hver þeirra hefur sínar hug- myndir um stefnu SSÍ í landsliðs- og skipulagsmálum. Oft eru þessar hugmyndir í litlu samræmi við það hugarfar, þau fjárráð og það skipu- lag sem við búum við hér á landi. Flestir erlendu þjálfaranna hafa fengið mörg verkefni með landsliðum íslands í sundi og í raun verið alls ráðandi í landsliðsstarfinu sl. 5-6 ár. Hvers vegna voru erlendu þjálfararn- ir ráðnir hingað til lands? Svarið er einfalt. Skortur var á þjálfurum með góða grunnmenntun, reynslu og metnað. Þetta er að breytast og færri erlendir þjálfarar starfa hér á landi nú. Félögin hafa nú kjark til að ráða innlenda þjálfara í fullt starf. Ungir þjálfarar með íþróttakennara- menntun eða sambærilega menntun hafa bæst við þann hóp þjálfara sem fyrir voru. Nefna má Eðvarð Þór, Ragnheiði Runólfsdóttir, Arnþór Ragnarsson, Steindór Gunnarsson, Magnús Ti-yggvason og Ragnar Guð- mundsson, sem starfar að vísu er- lendis við þjálfun. Flestir þeirra hafa alþjóðlega keppnisreynslu sem mun skila sér í starfi þeirra. Nú er lag til þess að gefa íslenskum þjálfurum aftur tækifæri á að stjórna landsliðs- málum SSÍ. Aðstaðan Ein 50 metra laug og margar 25 m útilaugar hafa verið byggðar á íslandi á sl. 10 árum. Fleiri 25 m laugar verða byggðar á næstu árum og 2-3 nýjar laugar verða teknar í notkun á næsta ári. Með byggingu þessara lauga hefur æfingaaðstaða sundfélaga og keppnisaðstaða yfir sumarmánuðina stórbatnað. Aliar laugarnar eiga það sameiginlegt að vera útilaugar, sem ekki er fyrirsjá- anlegt að byggt verði yfir. Þess vegna bæta þær ekki keppnis- og æfingaaðstöðu sundfólksins yfir vetrarmánuðina, sem mikil þörf er á. Engin íþrótt á íslandi hefur dreg- ist eins mikið aftur úr hvað keppnis- aðstöðu varðar, eins og sundíþróttin. Starfstími félaganna er í hámarki frá september til maí og flest sundmót hér á landi haldin þá. Augljóst er að öll þessi mót verða að fara fram í innilaugum. Nýjasta inniiaugin, sem er lögleg til keppni, er Sundhöll Vestmanna- eyja, en hún var opnuð fyrir 20 árum. Að henni undanskilinni, hefur keppn- isaðstaða sundfólks á íslandi ekki breyst síðan byggt var yfir Sundhöll Hafnarfjarðar árið 1953. Reykjavík- urborg ráðgerir byggingu 50 m inni- laugar í Laugardalnum. Við það mun aðstaða sundfólksins til æfinga og þó sérstaklega keppni gjörbreytast til hins betra. Sundíþróttin þarf á fimm til sex 25 m innlaugum að halda til viðbótar 50 m innilaug, svo að fullnægja megi æfinga- og keppn- isþörf hennar og gefa henni mögu- leika á að vaxa. Þar af þyrftu 2-3 þeirra að vera á höfuðborgarsvæð- inu. E.t.v. þarf ekki að byggja nýjar laugar í þessu skyni. Onnur mun ódýrari og skjótvirkari lausn á að- stöðuvandanum er að byggja yfir eitthvað af þeim laugum sem fyrir eru. Þar mundi skapast góð aðstaða fyrir skólasund, eldra fólk, fatlaða, forskólabörn og ungabörn. í þessu sambandi má nefna laugarnar í Breiðholti og Vesturbæjarlaugina, ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR í-v A* Að Ólympíuleikum loknum þarf að fara fram ákveðið uppgjör hjá sérsamböndum, Ólympíunefnd og Af- reksmannasjóði, skrifar Guðmundur Harðarson. Hann segir íþróttahreyfing- una eiga að draga lærdóm af mistökum sem gerð hafa verið og nýta sér það sem vel hefur tekist. fyrirhugaða laug í Grafarvogi, Iaug- arnar á Seltjarnarnesi, Laugarvatni, Akranesi, Selfossi, í Borgarnesi og víðar. Umræðan um bætta keppnis- og æfingaaðstöðu fyrir sundíþróttina hefur haft neikvæð áhrif á sundfólk- ið, forystumenn og foreldra. Öllum hefur verið talin trú um að vonlaust sé að keppa hér á landi við þær að- stæður sem í boði eru. Menn trúa því að aðeins sé mögulegt að ná árangri á erlendri grundu. Ef þessi kenning er rétt, hvers vegna áttum við margt frambærilegt sundfólk á alþjóðamælikvarða á árunum 1985 til 1991? Vita menn að þeir tveir sundmenn sem lengst hafa náð á alþjóðavísu komu frá stöðum, þar sem aðeins voru 12,5 x 8 m innilaug- ar á þeim tíma? Veðrið skapar mikla óvissu um hvort árangur næst á sundmótum sem haldin eru í útilaug- um. Flestir láta veðrið og aðstæður fara of mikið í taugarnar á sér. Sund- íþróttin á skilið að fá betri aðstæð- ur, en þar til hún fæst verður að nota þá aðstöðu sem fyrir hendi er og gera sitt ýtrasta við þær aðstæð- ur. Með jákvæðu hugarfari, meira samstarfi og betra skipulagi, má ná góðum árangri þó svo að aðstæður séu ekki góðar. Hugarfarsbreyting Sundíþróttin á undir högg að sækja í ijölmiðlum. Umijöllun um alþjóðasund er nánast engin. Ein afleiðing þess er að sundáhugamenn, foreldrar, forystumenn og almenn- ingur hafa litla alþjóðlega viðmiðun hvað sundgetu varðar. Bestu sund- menn heims eru ekki þekktir hér á landi. Þetta leiðir til þess að íslensku sundfólki er hampað og hælt fyrir árangur sem er slakur og stenst engan samanburð á alþjóðavísu. Þeg- ar svo næst árangur á heimsvísu, hafa menn notað öll lýsingarorðin og fáir gera sér grein fyrir því hve góður árangurinn er. Sem dæmi um rangt viðmið, má nefna að margir halda að ennþá sé það góður árang- ur hjá sundkonu að synda 100 m skriðsund á 60 sek. Svo er þó ekki. Það var góður árangur fyrir 10-12 árum. Þarna skortir á upplýsinga- streymi til sundmanna, forystu- manna og foreldra, þannig að þau geti metið arangur í réttu ljósi. Ejöl- miðlar, SSÍ og þjálfararnir þurfa að bæta um betur og miðla upplýsingum til almennings, sundfólks og foreldra. Sundfélög verða að setja sér mark- mið, sem stuðla að því að allir þeir sem æfa fái tækifæri á að ná ejns langt og hæfileikar þeirra leyfa. Það eru fleiri sigurvegarar í hverri sund- grein en sá sem hlýtur fyrstu verð- laun. Allir þeir sem bæta sig og ná markmiði sínu eru sigurvegarar, hver á sinn hátt. Afrekssundmenn mega ekki verða minnihlutahópur í félög- unum, sem ekki fær notið sín. Þjálf- un þeirra má heldur ekki verða til þess að margir aðrir sitji á hakanum og fái ekki þá athygli og uppörvun sem þeir eiga skilið. Á þessum vettvangi hefur SSÍ stóru hlutverki að gegna. Meira og betra samstarf þarf að vera um þjálf- un afreksfólksins, vegna þess hversu dreift það er í mörgum félögum. Sameiginlegar morgunæfingar, æf- ingabúðir um helgar, heimsóknir til erlendra félaga eðá landsliða í styttri eða lengri tíma og sameiginlegar æfingabúðir einstakra sundfélaga eru meðal úrræða sem huga þarf að. Allt þetta getur orðið til þess að auka við æfingar afreksfólksins, án þess að það bitni á öðrum sundmönn- um félaganna. Atlanta 1996 í Atlanta kepptu þrír íslenskir sundmenn, af þeim fimm sem taldir voru líklegir til að ná lágmörkum Ólympíunefndar (Óí). Vegna nýrra reglna Alþjóða Olympíunefndarinnar (IOC), synti sundfólkið aðeins eina sundgrein hvert. Sundáhugamenn og forystumenn í hreyfingunni eru e.t.v. ekki óánægðir með árangur þeirra Elínar Sigurðardóttur, Eydísar Konr- áðsdóttur og Loga Jes Kristjánssonar í Atlanta, en flestir höfðu þó vonast eftir betri árangri. Ein af mörgum ástæðum þess að sundfókið náði ekki sínum bestu tím- um er sú, að mikill tími og orka hafði farið í að ná lágmörkum, til þess að öðlast keppnisrétt á leikun- um. í nærri tvö ár höfðu þau reynt við lágmörkin og loksins rúmum tveimur mánuðum fyrir leikana tókst það. Þá hófst nýtt tímabil þar sem sundfólkið þurfti að setja sér ný markmið og undirbúa sig líkamlega og ekki síst andlega fyrir sjálfa keppnina á leikunum. Það getur ver- ið mjög erfiður tími. Öll þrjú höfðu bætt sig nokkuð á árinu 1996. Spurningin er sú hvort framfara- kvótinn var uppurinn fyrir keppnis- tímabilið. Keppendur á Ólympíuleikum geta aðeins haft eitt markmið með þátt- tökunni sinni, það er að bæta besta árangur sinn. Öll önnur markmið hljóta að víkja fyrir þessu megin- markmiði. Ef það tekst, þá er það mikill sigur fyrir viðkomandi sund- mann, því aðeins um 30-40% kepp- enda í sundi á Ólympíuleikum bæta besta árangur sinn i undanrásum. Allir sundmenn vita að það er erf- iðara að ná sínum besta árangri í undanrásum, að morgni dags, heldur en í keppni um eftirmiðdag eða að kvöldi. Þessar staðreyndir sýna allar að undirbúningur sundmanna, sem eiga litla möguleika á að komast í úrslit, á að miðast við að ná sem bestum árangri í undanrásum. Eng- inn sundmannanna bætti árangur sinn í Atlanta. Öll voru þau þó tiltölu- lega skammt frá sínum bestu tímum. Atlantaleikarnir voru aðrir Ójympíu- leikarnir í röð þar sem engin ísiands- met voru slegin. Lágmörkin Ósanngjarnt er að meta árangur sundfólksins eftir röð þeirra í sund- keppni Ólympíuleikanna. Sundfólkið stjórnar því ekki hve hratt keppni- nautarnir synda. ÓI í samvinnu við SSÍ setti lágmörk til þátttöku í leik- unum. Lágmörkin voru miðuð við 23.-29. sæti á leikunum í Barcelona 1992. Óí hefur á undanförnum árum haft það markmið að keppendur ís- lands á Ólympíuleikum væru um miðjan hóp keppenda eða betri. í flestum sundgreinum Ólympíuleik- anna eru 40-60 keppendur. Deila má um hvort markmið Óí séu þau réttu eða ekki. Það verða menn að meta í ljósi aðstöðunnar, starfsins sem fram fer í félögum og hjá SSÍ. Ljóst er að það er mjög erfitt að setja sanngjörn lágmörk, þar sem svipaðar kröfur eru gerðar til árang- urs íþróttafólks úr mismunandi íþróttagreinum, fyrr en ÓÍ hefur skýr og gegnsæ markmið, sem öllum eru ljós. Einnig verður að taka með í reikninginn þá fjárhagslegu aðstöðu sem íþróttafólkinu er sköpuð til und- irbúnings. Óí, SSÍ og Afreksmanna- sjóður í samvinnu við fyrirtæki í heimabyggð sundfólksins stóðu mjög vel að þessum þætti undirbúnings- ins. Það eina sem er gagnrýnivert varðandi fjárstuðninginn er að hann kom allt of seint eða 6-9 mánuðum fyrir leikana. Þessi stuðningur og hvatning hefði þurft að vara í 2-3 ár fyrir leikana. Það hefði aukið möguleikana á því að sundfólkið hefði náð lágmörkunum fyrr. Þar með hefði skapast meiri tíma til und- irbúnings fyrir leikana og sundfólkið átt meiri möguleika á að standa sig betur þar. Efnilegt sundfólk Það hefur aldrei verið skortur á efnilegu sundfólki á íslandi. Vandinn hefur hins vegar verið sá að koma þeim efnilegu til afreka. Félögin eru misvel búin til þess að þroska efni- legt sundfólk til afreka á alþjóðlegan mælikvarða. Þarna hpfur skortur á menntuðum sundþjálfurum verið helsta akkerið. Sundið er mjög kreíjandi íþrótt. Til þess að ná árangri, þarf að æfa allt að 10-12 sinnum á viku þegar kemur fram á unglingsárin. Um það leyti sem unglingar ljúka mennta- skólanámi, hafa flestir þeirra æft um 10 ára skeið. Þeir hafa þá byggt upp hinn tæknilega og líkamlega grunn sem afreksárangurinn byggist á. Erfitt er að stunda afreksþjálfun með fullu námi í menntaskóla og ógern- ingur fyrir sundfólk sem stundar háskólanám. Brottfall unglinga er mest í efri bekkjum grunnskólans og neðri bekkjum framhaldsskólans. Fáir stunda æfingar fram yfir tví- tugsaldurinn. Annað áhyggjuefni sundhreyfing- arinnar er hversu fáir efnilegir sund- menn ná því að verða afreksmenn á alþjóðavísu. Sama er hvort miðað er við árangur á Norðurlanda-, Evrópu- eða heimsmælikvarða. Þetta vanda- mál er ekki rætt mikið í hreyfing- unni. Þarna liggja margar ástæður að baki, en ein þeirra er sú að grunn- þjálfunin í félögunum er ekki nægj- anlega góð. Krakkarnir æfa ekki rétt og ekki nógu mikið á gelgju- skeiðinu og á árunum fyrst þar á eftir. Forystumenn og þjálfarar verða að ræða þetta mál til hlítar og finna leiðir sem fjölga íslenskum afreksmönnum í sundi. ísland hefur átt unglinga sem hafa náð langt á unglingamótum Norðurlanda, komist í B-úrslit á Evrópumótum unglinga og unnið til verðlauna í stórum alþjóðlegum ungl- ingamótum. Aldursflokkamet besta afreksfólks okkar hafa verið slegin í öllum flokkum, nema einna helst í elsta flokknum, 15-17 ára. Hvers vegna? Af hveiju ná methafar yngri flokkanna ekki lengra þegar þeir verða eldri? Þekking á þjálffræði og sálarfræði er meiri nú en nokkru sinni fyrir. Breyttar áherslur Samstarf margra aðila þarf að koma til, ef ljölga á afreksmönnum í sundinu. Á því verkefni eru engar einfaldar lausnir. Fleiri sundfélög og deildir starfa nú af meiri krafti og eru betur skipulögð, en áður. Þetta gerðist samfara því að félögin réðu til sín erlenda þjálfara í fullt starf. Grundvöllur að betri árangri, til lengri tíma litið og með bættri að- stöðu, er sundsamband með skýra og hnitmiðaða stefnu í landsliðsmál- um, ásamt vel reknum, metnaðarfull- um sundfélögum. Menntun fyrir þjálfara, félagsfor- ystumenn, dómara og aðra starfs- menn sundmóta þarf að vera góð. Dómarar þurfa að fylgjast með á alþjóðavettvangi, rétt eins og þjálfar- ar. Gott átak hefur verið gert í þess- um málum á sl. árum. Æskilegt er að SSI hafi landsliðsþjálfara eða Iandsliðsframkvæmdastjóra, a.m.k. í hlutastarfi. Hann mundi létta undir með félögunum á margvíslegan hátt og samþætta starf þeirra þjálfara sem þjálfa afreksfólkið. Einnig gæti hann unnið þróunarstarf hjá þeim félögum sem búa við þjálfaraskort eða hafa lítt reynda þjálfara. SSÍ hefur ekki haft íjármagn til þess að ráða mann í þetta starf nú. Það gæti verið verkefni Afreksmanna- sjóðs að tryggja starf sem þetta hjá minni sérsamböndunum. Ekki er ólíklegt að afrakstur þeirrar íjárfest- ingar yrði meiri en lágir styrkir, í stuttan tíma, til einstaka yngri íþróttamanna. Vegna smæðar okkar og fámennis verður að takast samstarf um þjálfun afreksfólksins. Við það sparast bæði tími og peningar, tími sem þjálfarar nýttu við þjálfun annara sundmanna. Það eru örfáir afreksmenn í hveiju félagi. Þeir þrír sundmenn sem kepptu í Atlanta komu frá þremur félögum. Þjálfarar verða einnig að treysta hver öðrum, þegar kemur að þjálfun afreksfólksins. A þetta hefur skort á undanförnum misserum. Skólaganga afreksfólks Samstarf skólayfirvalda og íþróttahreyfingarinnar verður að efla og styrkja. Gera verður sundfólki mögulegt að mennta sig, samtímis ástundun afreksæfinga. Mikil ábyrgð fylgir því að hvetja efnilegt íþrótta- fólk til þess að fresta menntun sinni og helga sig íþróttum algerlega. Það er líf eftir að íþróttaiðkun og keppn- isferli lýkur. Bestur árangur næst með því að samtvinna nám eða starf og íþróttaæfingar. Hin Norðurlöndin hafa í mörg ár rekið skóla á ýmsum skólastigum, þar sem íþróttafólkinu er gert kleift að æfa af fullum krafti með náminu. Til Iangs tíma litið þarf að setja upp æfingamiðstöðvar í hveijum landsijórðungi, á þeim stöðum sem framhaldsskólar og íþróttaaðstaða eru fyrir hendi. Fyrsta stöðin geti tekið til starfa um leið og samningum við skólayfirvöld lýkur. í þessu sam- bandi má benda á staði eins og höf- uðborgarsvæðið, Laugarvatn, Egils- staði, Akureyri, Akranes og ísafjörð. Laugarvatn og höfuðborgarsvæðið bjóða t.d. upp á allt sem til þarf. Þar eru framhaldsskólar, 25 og 50 m sundlaugar, þjáifarar, stuttar vega- lengdir á öll helstu sundmótin, lækn- isþjónusta o.m.fl. Þarna má bjóða upp á nám sem er t.d. einu ári lengra en venjulegt menntaskólanám/ijöl- brautanám. Sundfólkið fær þá næg- an tíma til þess að æfa af krafti samfara náminu. Stjórna má náms- álagi, mataræði, þjálfunarálagi og hvíld, svo að hámarksárangur fáist með þjálfuninni. Þessi mál hafa ver- ið rædd um margra ára_ skeið, en lítið verið gert. ÍSÍ og Óí eiga að taka forystuhlutverkið í samnings- gerð við menntamálayfirvöld og sér- sambönd í þessu máli. Smátt er gott Flest það sem hér hefur verið drep- ið á má heimfæra á fleiri íþrótta- greinar. Ætíð er mikið skeggrætt um afreksiþróttir á íslandi, sérstak- lega eftir Ólympíuleika, en minna verður um framkvæmdir og Jausnir. Fyrir um tveimur árum bauð Óí hing- að til lands framkvæmdastjóra „Olympia Toppen" í Noregi. Sú stofnun stjórnar öllu afreksíþrótta- starfi þar í landi. Margt má læra af Norðmönnum og öðrum þjóðum, sem hafa svipaða starfsemi. Við eigum að nota okkur reynslu annarra þjóða á þessu sviði, en að öðru leyti byggja upp okkar eigið kerfi sem hentar aðstæðum í okkar þjóðfélagi. Oft er sagt að vegna smæðar okk- ar getum við ekki eignast afreks- íþróttamenn á heimsmælikvarða, nema í undantekningartilfellum. Þetta er ekki rétt. Smæðin getur líka verið styrkur okkar, ef samstarf næst við félög, sérsambönd og þá sem stjórna efst j pýramídanum. Sameining ÍSÍ og Óí er aðeins eitt skrefið í þá átt að bæta aðstæð- ur afreksíþróttanna. Ekki má ætlast til að sameiningin verði einhver alls- heijar bjargvættur í málum afreks- íþróttamanna, frekar en bygging 50 m innilaugar leysi öll vandamál sund- íþróttarinnar. Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari f sundi. faém FOLX ■ KIMMagnús Nilsen, íslandsmeist- ari í skvassi, tekur þátt í Evrópu- keppni landsmeistara sem fram fer á Spáni í næstu viku. 21 keppandi taka þátt í mótinu frá jafnmörgum löndum og er keppt bæði í karla og kvenna- flokki. ■ JOHN Spencer hefur fært sig um set í London, skipti úr Chelsea í QPR fyrir 2,5 millj. punda. Spencer var markakóngur Cheisea í fyrra með 13 mörk í úrvalsdeildinni en missti sætið við komu Gianluca Viallis og færðist ijær því þegar Gianfranco Zola gekk til liðs við liðið. ■ JOAO Alves hefur verið ráðinn þjálfari Boavista í Portúgal og tekur hann við af Zoran Filipovic, sem sagði upp eftir 5:1 tap fyrir Inter í UEFA-keppninni í vikunni. ■ ALVES var þjálfari Boavista 1986 til 1987 og aftur 1990 til 1991 en samningur hans nú gildir út tímabilið 1997 til 1998. Hann var látinn fara frá spænska félaginu Salamanca fyrir tveimur mánuðum. BADMINTON íslending- amir úr leik á HM Sveinn Sölvason tapaði í gær fyrir Xuanze Xia frá Kína, 1:15 og 8:15, í 3. umferð heimsmeistaramóts unglinga í badminton sem fram fer í ^ Sitkeborg í Danmörku þessa dagana. Xia var fyrir mótið talinn vera annar sterkasti badmintonmaður mótsins. Erla B. Hafsteinsdóttir og Katrín Atladóttir féllu einnig úr ieik í gær í einliðaleik kvenna er þær urðu að játa sig sigraðar í 1. umferð. Erla tapaði fyrir Kelli Vilu frá Eistlandi, 6:11 og 11:12. Katrín mætti Kathryn Graham frá Skotlandi sem er tveimur árum eldri og tapaði einnig í tveimur lotum, 2:11, 8:11. í tvíliðaleik karla mættu Sveinn og Magnús Helgason þeim Wye Teck Jeramy Gan og Chong Ming Chan frá Malasíu í fyrstu umferð og réðu Sveinn og Magnús ekki við andstæð- inga sínu enda þeir í hópi átta sterk- ustu para mótsins. Ekki bárust úrslit - í lotunum. UM HELGINA Handknattleikur 1. deild karla Laugardagur: KA-heimili: KA - Stjarnan......16.30 Körfuknattleikur Laugardagur: Úrslit í Lengjubikar Laugardalshöll: KR - Njarðvík....15 1. deild karla Borgarnes: Stafholtstungur - Reynir S.17 V alsheimili: V alur - Leiknir R.14 Sunnudagur: Stykkishólmur: Snæfell - Stjarnan.20 1. deild kvenna Grindavík: UMFG - UMFN...........20 Hagaskóli: KR - ÍS..................20 ’ Smárinn: Breiðablik - Keflavík...20 Bikarkeppni karla Selfoss: Selfoss - Þór Þ.........20 Sund Bikarkeppnin í sundi, 1. og 2. deild, hófst i Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöld og verður haldið áfram í dag og á morgun frá kl. 10 - 17.15. Blak Laugardagur: 1. deild karla KA-heimilið: KA - Þróttur n....14 Ásgarður: Stjarnan - IS........16 1. deild kvenna KA-heimilið: KA - Þróttur N..15.30 Trompfimleikar Hópakeppni í fimleikum, sparitromp, verður í íþróttahúsinu á Selfossi í dag. Keppni í yngri flokki verður kl. 11.20 til 13.30 en í eldri flokki kl. 14.05 til 15.10. Knattspyrna Innanhússknattspyrnumót Reynis verður haldið í fþróttahöllinni á Akureyri í dag, laug- ardag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.