Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 4
! Venables fær kaldar lo/eðjur í Ástralíu ÁSTRALSKIR knattspyrnu- þjálfarar eru óánægðir með að Terry Venables var tekinn fram yfir innlenda þjálfara þegar hannvar ráðinn landsl- iðsþjálfari Ástralíu í vikunni. Margir fyrrum iandsliðsmenn eru á sama máli. Þetta kom fram i kðnnun sem dagblaðið The Sydney Morning Herald gerði en samkvæmt henni voru átta þjálfarar í 1. deild á móti ráðningunni, fjórir með og tveir voru hlutiausir. Gagnrýnin beindist fyrst og fremst að því að lengst af ráðn- ingartímans verður Venables með aðsetur i London en David Hill, formaður Knattspymu- sambands Ástraliu, sagði að gagnrýnendur væm ekki nógu víðsýnir. „Neikvæð viðbrögð heimamanna era til skammar en gagnrýnin er tíl komin vegna þess að við réðum ekki innlendan mann,“ sagði Hill. „Era þeir i alvðra að segja að - við hefðum ekki átt að ráða besta þjálfarann semvar á lausu heldur mann í Ástralíu?" spurði Hill við komuna til Ástr- alíu eftir að hafa samið við Venables. Hann sagði að Vena- bies væri ákveðinn í að sýna breskum fjðlmiðlum að þeir hefðu rangt fyrir sér þegar þeir segðu að hann væri að taka við liði sem væri lágt skrifað í knattspymuheimin- um. „Terry Venables sagði að hann vildi ekkert frekar en mæta Engiendingum í úrslita- keppni HM og sigra þá.“ Frank Arok, fyrrum landsl- iðsþjálfari Ástralíu, sagði að , Venables væri ekki leiðtogi. „Einhver er að draga okkur á asnaeyrunum, einhver sem greinUega skilur ekki leikinn," sagði Manfred Scháfer, þjálf- ari Marconi. Markaðsráðgjafi í iþróttúm var á ððru máli, sagði að vegna Venables kæmu meiri peningar í knattspym- una í Ástralíu í formi auglýs- inga og styrkja, allt að 280 milljónir króna. Frank Farina, fyrrum miðheiji Ástralíu og nú þjálfari Brisbane Strikers, tók í sama streng. „Venables opnar margar nýjar dyr knatt- spyraunni til góða.“ Fyrsta verkefni Venables verður í janúar þegar Ástralía tekur þátt í fjögurra þjóða móti ásamt Noregi, Suður- Kóreu og Nýja-Sjálandi. FELAGSLIF KR-klúbburinn á Aski ÚRSLITALEIKUR Keflavíkur og KR í Lengjubikarnum verður í Laugardalshöll í dag og hefst klukkan 15. Félagar í nýstofnuðum KR-klúbbi körfuknattleiksdeildar félagsins ætla að hittast á veitinga- húsinu Aski við Suðurlandsbraut kl. 13.30. SKIÐI Panzanini stal senunni í ólympíubrekkunni ÍTALSKA stúlkan Sabina Panz- anini sigraði nokkuð óvænt í stórsvigi kvenna í heimsbikarn- um sem fram fór í Park City í Bandaríkjunum í gær. Hún átti frábæra fyrri ferð og lagði þar grunninn að öðrum sigri sínum í heimsbikarkeppni frá þvíhún hóf keppni 1993. Anita Wachter frá Austurríki varð önnur og Katja Seizinger þriðja. Sigur Panzanini hlýtur að gefa henni góðar vonir um verð- launasæti á Vetrarólympíuleikunum 2002 sem fara fram á sama stað, þ.e.a.s. ef hún verður þá enn í góðri æfingu. Þetta var í annað sinn sem hún keppir í þessari brekku og í fyrra skiptið, 1994, varð hún í öðru sæti. Það má því segja að brekkan í Park City henti henni vel. Hún hafði aðeins einu sinni áður staðið á efsta þrepi heimsbikarkeppninnar, í Alta Badia á Ítalíu fyrir tveimur árum. Panzanini, sem er 24 ára, náði langbesta brautartímanum í fyrri umferðinni og var rúmlega hálfri sekúndu á undan Anitu Wachter frá Austurríki eftir báðar umferðimar. Heimsbikarhafinn Katja Seizinger frá Þýskalandi varð þriðja. Deborah Compagnoni, heimsmeistari í stór- svigi frá Ítalíu, keyrði út úr braut- inni í fyrri umferð. „Ef Deborah hefði ekki farið út úr brautinni er ég viss um að hún hefði sigrað. Hún er best í þessari grein,“ sagði Panz- anini. ítalska kvennaliðið er nýlega komið með nýjan þjálfara, Georgio D’Urbano, sem þjálfaði Alberto Tomba áður. „Við náðum í þrjú sæti af fyrstu níu og árangurinn sýnir að við erum með mjög góðan þjálfara og við erum tilbúnar í slag- inn,“ sagði sigurvegarinn. Skíðakonumar höfðu á orði að aðstæður í Park City hafi verið eins og á vordögum, hiti 10 gráður og blautur snjór. „Það er heitt hér, eins og það sé komið vor,“ sagði Zeizin- ger. „Eftir að hafa hampað heimsbik- artitlinum síðasta tímabil kem ég full sjálfstrausts og er ekki undir neinu álagi. Ég hef unnið í öllum greinum og það tekur enginn frá mér.“ Hássler ökklabrotinn THOMAS Hássler, landsliðsmaður Þjóðveija í knattspyrnu, ökkla- brotnaði I leik með liði sínu Karlsruher á móti Diisseldorf í þýsku deildinni í gærkvöldi. Hann lenti í samstuði við mótherja í fyrri hálfleik og var fluttur beint á sjúkrahús þar sem hann var skorinn upp. Hann verður frá keppni fram í febrúar. Þetta kemur sér mjög illa fyrir landsliðið því það á að leika við Portúgal í undan- keppni HM í næsta mánuði. FYRSTA landslið íslands í íshokkí, aftarl röð f.v.: Tlm Chapman, þjálfarl, Símon P. Slgurðs- son, þjálfari, Hörður J. Harðarson, Svanur Daníelsson, Agnar Magnússon, Ólafur Ragnars- son, Ingvar Jónsson, Jónas Rafn Stefánsson, Agnar Davíð Stefánsson, Eggert Hannesson, Matthías Þór Hákonarson, Haraldur Á. Vilhjálmsson og Sveinn Krlstdórsson, llðsstjórl. Fremrl röð f.v.: Gunnar H. Hrafnsson, Guðjón B. Snæland, Ingólfur M. Olsen, Guðmundur Rúnarsson, Blrgir Örn Sveinsson, Gunnlaugur BJörnsson, Jónas Breki Magnússon, Ágúst Torfason, Sigurð- ur Einar Sveinbjarnarson og Pétur Már Jónsson. Fyrstu landsleikir Islands Ivar Benediktsson skrifar Islenska unglingalandsliðið í ís- hokkí leikur í dag og á morgun fyrstu landsleiki sína er það mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum í Glasgow. Leikirnir eru liður í undirbún- ingi íslands fyrir Evrópukeppni 17 ára og yngri í Belgrad í mars á næsta ári. Liðið er skipað 20 leikmönnum sem fædd- ir eru 1979 til 1981. „Þetta eru mikil tímamóti í starfi Íshokkídeildar Skautasambandsins," sagði Magnús Jónsson, stjórnarmaður, á fundi með fréttamönnum er liðsskipan var til- kynnt. Jafnframt var greint frá því að Kanadamaðurinn Tim Chapman hefði verið ráðinn landsliðsþjálfari, en hann er einnig þjálfari hjá Bimin- um. Chapman hefur sextán ára reynslu af þjálfun í heimalandi sínu, en fluttist hingað til lands í vor með íslenskri eiginkonu sinni. „Við erum rétt að byrja í íshokkí en það verður spennandi að sjá hvar við stöndum í samanburði við Skota. Með góðum leik ættum við að geta hangið í þeim,“ sagði Magn- ús ennfremur. Sem fyrr segir eru leikirnir liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppn- ina í Belgrad í mars. Þar mætir íslenska liðið Júgóslövum, Búlgör- um, ísraelum, Spánverjum og Tyrkjum í styrleikaflokki D, en í þeim hópi eru lökustu þjóðirnar. Þess má geta að Skotar eru í styrk- leikaflokki C. Æfingar hjá íslenska liðinu hóf- ust í ágúst eftir að valinn hafði verið 26 manna hópur drengja sem hefur æft sleitulaust síðan og í vik- unni var fækkað í hópnum niður í 20 pilta sem taka þátt í fyrstu leikj- unum. „Hæfileikarnir eru til staðar og með bættri aðstöðu hef ég trú á að við eigum að geta byggt upp gott lið sem gæti náð ágætum ár- angri á alþjóðlegum mótum,“ sagði Chapman. ■ ROY Hodgson, þjálfari AC Milan, á von á góðum leik þegar liðið mætir Inter í nágrannaslag á morgun. „í mínum huga er ljóst hver er sigurvegarinn. Það eru áhorfendurnir sem hafa borgað sig inná leikinn," sagði hann. ■ MIKILL áhugi er á leiknum og er uppselt. í fyrra greiddu 82.788 áhorfendur um 145 millj. kr. í að- gangseyri á leik liðanna en upphæð- in verður hærri að þessu sinni. ■ STEFFEN Iversen gekk í gær til liðs við Tottenham en enska félagið náði þá samkomulagi við Rosenborg í Noregi um kaupin á framheijanum. Spurs hafði boðið 2,3 millj. punda en talið er að kaup- verðið sé 2,5 til 3 millj. punda og er Iversen dýrasti leikmaður Nor- egs. Manchester United greiddi Molde 1,5 millj. punda fyrir Ole Gunnar Solskjær í sumar og var það þá met. ■ IVERSEN fer ekki til Totten- ham fyrr en Rosenborg hefur lok- ið keppni í Meistaradeild Evrópu en það getur orðið 4. desember tapi liðið fyrir AC Milan. ■ KEITH O’NeiU, landsliðsmaður íra, hefur endurnýjað samning sinn við Norwich City til ársins 1999. ■ COVENTRY hefur boðið eina milljón punda í Daren Huckerby, framherja Newcastle. ■ PAUL McStay, fyrirliði Celtic, leikur ekki með liði sínu vegna meiðsla fyrr en eftir áramót. ■ IORDAV Lechkov frá Búlgar- íu og írinn Tony Cascarino gætu verið á förum frá Marseille innan skamms en þeir hafa ekki tryggt sér sæti í liðinu að undanförnu. ■ FENERBAHCE í Tyrklandi hefur boðið í miðjumanninn Lec- hkov, sem er 29 ára og fór frá Hamburg til Marseille fyrir líðandi tímabil. Franska félagið Caen vill fá írska miðheijann, sem er 34 ára. ÚRSLIT Handknattleikur 2. deild karla: ÍH - Hörður ísaf.........27:21 ÞórAk.-HM................27:23 Knattspyrna England 1. deild: Sheffield Utd. - Bolton....1:1 ■Guðni Bergsson lék allan leikinn með Bolton sem fyrirliði. Þýskaland Bochum - Mönchengladbach..........2:0 ■Þórður Guðjónsson lék ekki með Bochum. Karlsruhe - DUsseldorf............2:0 Staða efstu liða: VfB Stuttgart........14 9 3 2 37:13 30 Leverkusen...........14 9 3 2 31:15 30 Bayern Munchen.......14 8 5 1 23:12 29 Borussia Dortmund....14 8 3 3 28:16 27 Bochum...............15 7 5 3 21:19 26 Köln.................14 8 1 5 27:21 25 Karlsruhe............15 7 3 5 26:19 24 Frakkland PSG - Marseille..................0:0 Körfuknattleikur NBA-deildin Toronto - Cleveland............81:89 Detroit - New Jersey...........96:88 Indiana - Charlotte............87:90 Orlando - Minnesota............90:86 Dallas - LA Clippers..........105:94 Houston - Phoenix............115:105 Mihvaukee - Atlanta............65:73 Denver - Chicago..............92:110 Utah - Golden State..........109:104 ■ Eftir framlengingu. Íshokkí NHL-deildin Boston - Montreal................2:6 Buffalo - Toronto................6:3 Philadelphia - Pittsburgh........7:3 ■St. Louis - Phoenix.............4:3 Edmonton - NY Rangers............3:2 San Jose - Detroit...............1:6 ■Vancouver - Chicago.............2:1 ■ Eftir framlengingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.