Morgunblaðið - 27.11.1996, Side 4

Morgunblaðið - 27.11.1996, Side 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Landafræði VITIÐ þið í hvaða löndum þessar byggingar eru stað- settar? Prófíð ykkur í smá landafræðiþraut. Að því loknu getið þið fengið staðfestingu á svörum ykkar í Lausnum. Michael Jordan númer 23 RÚNA Björg Jóhannsdóttir, 9 ára, og Guðjón Þorsteinsson, 6 ára, sendu okkur skemmtilegar körfuboltamyndir af frægasta körfuboltamanni heims um þess- ar mundir, Michael Jordan í liði Chicago Bulls. Eins og næstum ykkur öllum mun vera kunnugt, er hann í keppnistreyju númer 23 á körfuboltavellinum, annað vörumerki hans er það að hann rekur tunguna út úr sér þegar hann vandar sig og mikið liggur við. Þessu gleyma þau ekki Rúna Björg og Guðjón, ekki heldur því sem mörgum þykir flottast, AÐ TROÐA. Rúna Björg er höfundur myndarinnar þar sem Michael Jordan svífur í loftinu og treður boltanum á kaf ofan í körfuna svo að syngur í henni - og það liggur við að spjaldið brotni í þúsund mola. Fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Guðjón á myndina sem Jordan vippar aft- ur á bak yfir sig og treður tuðr- unni af þvílíkri leikni að margir vilja kenna við snilld. Bestu þakkir fyrir, kæru börn. Skoðið myndina VIRÐIÐ myndina fyrir ykkur í eina mínútu og hyljið hana síð- an. Þá er komið að því að svara eftirfarandi spumingum. Eftir að þið hafið svarað skoðið þið myndina aftur og komist að raun um hvort þið svöruðuð rétt. 1. Sést fiskur, sennilega lax, í ánni? 2. Er kanóinn ein- eða tvílitur? 3. Hvað skreytir indíáninn sig með mörgum fjöðrum? 4. Sést í vopn í kanóinum? 5. Hvað eru margir á árbakkan- um? Lausnir oo° jujui b ^ujef lunijsij jnuiajcj Bjdjsjs gn IjaApnB nuSðA ssocj So sunq jnuos So iqqed ‘ijn ojoa °0° •tuui -puiíuiBbjqop qb anjjaj uias ys jjimuie jo nþc} jaiunu tuiurey oqo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.