Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 E 3 Mitsubishi bíll ársins í Japan ÚTGEFENDUR 28 jap- anskra blaða og tímarita sem fjalla um bíla kusu Mitsubishi Galant stallbakinn og Mitsubishi Legnum huigbakinn bíla ársins í Japan. Petta er í 17. sinn sem þetta kjör fer fram en í dómnefndinni voru 58 fulltrúar út- gefendanna. í kjöri voru 27 bflar sem komu á markað á tímabilinu 9. nóvember 1995 til 31. október 1996. Tíu bflar voru tilnefndir í tíu efstu sætin. Miteubishi Galant og Legn- um hlutu 505 stig, í öði*u sæti vai-ð Toyota Mai-k II/Chaser/Cresta og í þriðja sæti Mazda Demio. Lækkun og óbati HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla íslands gerði úttekt á hagkvæmni almennings- vagna á höfuðborgarsvæðinu árið 1992. Meginniðm'staða athugunarinnar var að þjóðhagslegur ábati af almenningsvögnum væri 4,7 til 6,2 milljarðar á núvirði ársins 1992. Þá var bent á að farþegum í almenn- ingsvagnakerfmu hefði fækkað úr 17,2 mflljónum árið 1962 í 6 milljónir árið 1991. Ábatinn af því að snúa þróuninni við, þótt ekki væri nema að örlitlu leyti, var sam- kvæmt skýrslunni umtalsverðm*. Þjóðhags- legur ábati af því að lækka farmiðaverð um 1 krónu gæti verið á bilinu 18—45 milljónir á hverju ári miðað við verðlag 1992. Rafbílar seljast illa STÆRSTI markaðurinn fyilr rafbíla er í Frakklandi en þar, eins og annars staðar, gengrn- illa að selja þá. Frakkar höfðu reiknað með að 7 þúsund rafbflar seldust á tímabilinu júlí 1995 tfl, desember 1996 en salan varð aðeins rétt tæplega 2 þúsund bílar. Rafgeymaverksmiðja í Bordeaux sem getur framleitt 10 þúsund nikkel og kadmíum rafgeyma í rafbíla á ári fram- leiddi á þessum tíma aðeins 2 þúsund stykki vegna lélegrar eftfrspurnar. Skýr- ingin er sú að þrátt fyrir niðurgreiðslur frá franska ríkinu eru rafbílar of dýifr og of langan tíma tekur að endurhlaða raf- geymana. 60 tonna flutningabílar? SEXTÍU tonna leyfð heildarþyngd flutn- ingabíla er kannski ekki langt undan, að minnsta kosti bíður Volvo efth- því að ESB leyíl slíkan þunga fyrir sérbyggða bfla tfl langflutninga á Evrópuleiðum. Með slíkri hleðslu væri unnt að flytja 52 palla á móti 33 sem er hámarkið í dag. Astæðan fyrir þess- um áhuga á að auka flutningsgetuna er m.a. sú staðhæfmg Volvo að tiraga megi úr elds- neytisnotkun og þar með mengun. Talið er að draga megi um 15% úr útblæstri óheil- næmra lofttegunda og talsmenn Volvo verksmiðjanna staðhæfa að þessi aukna burðargeta þýði hagræðingu í rekstri sem svarar um fjórðungi. Þá hafa yfirvöld í Sviss Ijáð máls á því að leyfa allt að 40 tonna hefldarþunga gegnum land sitt en nú er aðeins leyfður 28 tonna þungi. Er gert ráð fyrir að þetta verði heim- ilað eigi síðar en árið 2005 en Svissfendingar áskilja sér líka rétt til hærri vegatolla f'yrir aukinn þunga. 10 milljón Hyundai 10 MILLJÓNASTI bfllinn rann út af færi- bandi' Hyundai verksmiðjanna í Ulsan í Kóreu 19. nóvember sl, Þetta er met í kóreskum bílaiðnaði. í október setti Hyundai annað met þegar fýiirtækið flutti út sinn 4 milljónasta bíl. Hyundai Motor Co. var stofnað fyrir 28 árum og hóf út- flutning með sjö Hyundai Pony bílum til Equadors árið 1976. Stjórnarformaður Hyundai, Byung Jae Park, segir að fyifr- tækið sé það fyrsta í bílaiðnaði til þess að framleiða 10 milljón bfla á svo skömmum tíma. Það hafi tekið Toyota 36 ár að ná þessu marki og Nissan 37 ár. , Morgunblaðið/Kristinn FULLTRÚAR AVIS kynntu nýja bókunarmöguleika frá íslandi. Frá vinstri: Eddy Iversen, Hafsteinn J. Reykjalín, Pálmar Sigurðsson og Olav Hommerstad. Nýir bókunarmögu leikar hjá AVIS bíla- leigunni AVIS bílaleigan á íslandi hefur tek- ið upp nýja þjónustu við viðskipta- vini sína sem felst í því að hægt er með einu símtali að panta og greiða hérlendis fyrir bflaleigubíl frá AVIS á sex þúsund stöðum í 163 löndum. Hafsteinn J. Reykjalín, forstjóri og eigandi, segir að unnt sé að bjóða sambærilegt verð og hjá helsta keppinautnum, Hertz, og segir hann að með samningum við AVIS hafí tekist að fá talsverða verðlækkun. Sem dæmi um verð má nefna að bfll í A-flokki í viku kostar í London kr. 14.473 og í C-flokki kr. 18.294. f Orlando á Flórída kostar bíll í A- flokki 8-9 þúsund krónur. Þetta er verð samkvæmt verðskrá en stund- um eru einnig sérstök tilboð í gangi. Þá býður AVIS uppá sérstakt kort fyrir þá sem nota bíaleigubíla nokkrum sinnum á ári og getur það gefíð um 30% afslátt frá framan- greindu verði. Slíkir korthafar fá einnig forgang við afgreiðslu hjá AVIS. Þegar bfll erlendis er bókað- ur gegnum kerfið fær viðskiptavin- urinn staðfestingarnúmer og verður þá umbeðinn bíll tilbúinn. Tveir fulltrúar frá Evrópudeild AVIS, þeir Olav Hommerstad fram- kvæmdastjóri og Eddy Iversen markaðsstjóri, kynntu kerfið fyrir fulltrúum í ferðaþjónustu hérlendis nýlega ásamt Hafsteini J. Reykjalín og Pálmari Sigurðssyni fram- kvæmdastjóra. Sagði Hafsteinn við það tækifæri að nú hefðu viðskipta- vinir AVIS á íslandi aðgang að 340 þúsund bflum á sex þúsund af- greiðslustöðum í 163 löndum og raunar alls um 15 þúsund stöðum ef ferðaskrifstofur væru taldar með en AVIS kerfið er tengt Galileo og Amadeus bókunarkerfunum. Sagði hann mesta áherslu hafa verið lagða á að ,ná góðu verði á þeim stöðum sem Islendingar fljúga mest til. AVIS bflaleigan á Islandi hefur aðsetur að Sóltúni 5 í Reykjavík og umboð á Keflavíkurflugvelli, Akur- eyri, Þórshöfn og Höfn. I byrjun taldi flotinn 25 bíla en var á liðnu sumri 168 bflar. Þeim fækkar nokk- uð yfir veturinn og verða kringum 80 í vetur. WAGONEER með plássi fyrir átta verður hugsanlega framleiddur. Stór jeppi fró Chrysler? DODGE, eitt af undirmerkjum Chrysler, setur innan skamms á markað lítinn jeppa sem er byggð- ur á Dakota pallbílnum. Jeppinn mun heita Dodge Durango og verður að öllum líkindum undir- staðan fyrir stærri jeppa sem Chrysler hyggst setja á markað undir Jeep merkinu módelárið 2000. Sá verður í svipuðum stærð- arflokki og Ford Expediton. Reyndar hefur stjórn Chrysler ekki endanlega tekið ákvörðun um framleiðslu á stóra jeppanum en birgjar samsteypunnar segja að þegar sé búið að smíða frum- gerð bflsins og sést hafi til hans við prófanir í Suðurríkjum Banda- ríkjanna. Ef af framleiðslu bflsins verður þykir líklegt að hann verði með gamla Grand Wagoneer merkinu. Jeep Wagoneer var fyrst kynntur árið 1963 en fékk heitið Grand Wagoneer árið 1984 og hélt því allt til ársins 1991. Bfllinn verður stærri en Grand Cherokee, með sætaplássi fyrir allt að átta manns. 5,9 lítra V-8 vél verður eina vélin í boði með bflnum. 1,6 metrar milli bíla í Reykjavík ÞRENGST hefur um bíla á götum Reykjavíkur á undanförnum ára- tugum. Hagfræðistofnun Háskólans hefur skoðað tölur um gatnakerfi borgarinnar frá 1960 til 1990 og bor- ið þær saman. Lengd gatnakerfisins var 160 km árið 1960 samanborið við 340 km árið 1990. Álagið hefur því aukist gífurlega. Ef meðallengd bif- reiðar er 4,5 metrar og öllum bif- reiðum Reykjavíkur væri raðað með jöfnu millibili á götur borgarinnar hefðu árið 1960 verið fimm metrar á milli bflanna. Árið 1990 var bilið aft- ur á móti komið niður í 1,6 metra. Á DieselstraBe í Wolfsburg í Þýskalandi, skammt frá Volkswagen verksmiðjunum, er Volkswagen safn- ið. Það er í um 5 þúsund fermetra húsnæði og þar eru til sýnis vel á annað hundrað bílar, þar af 110 sögulegir bílar VW samsteypunnar. Auk hins sögulega VW merkis eru þarna til sýnis bílar frá Auto Union, Horch, DKW, NSU sem síðar urðu að Audi. Guðjón Guðmundsson heimsótti safnið á dögunum. FYRSTA frumgerðin með árgerðarmerkið 1934 var stuðaralaus og með köntuðu þaki. HORCH límúsína var gullfallegur bfll. „RÚGBRAUÐIÐ" var til margra hluta nýtilegt, þ.áöm. slökkvistarfa. Fæðing og saga Volkswagen Morgunblaðið/GuGu MÖRG börn á fertugsaldri kannast við Herbie frá þijúbíódögunum. ÞEGAR bílasýningin 1934 var opnuð í Þýskalandi fæddist hug- myndin um „alþýðuvagn", Volkswagen, í fyrsta sinn. Það var Adolf Hitler foringi þriðja rfldsins sem átti hugmyndina og sama ár var gerður samningur milli hönnunar- miðstöðvar Porsche og Þýska bif- reiðaframleiðendasambandið um smíði Volkswagen. 1936 voru smíð- aðar þrjár frumgerðir sem voru eknar yfir 50 þúsund km á tveimur mánuðum og prófaðar í þaula. Sérstakt fyrirtæki um smíði bíls- ins var stofnað árið 1937 og var það kallað Gezuvor sem er stytting á þýska heitinu Gesellschaft zur Vor- bereitung des deutschen Volkswag- ens GmbH sem á íslensku gæti út- lagst Samtök um þróun þýska al- þýðuvagnsins. Ári seinna varð Gezu- vor að Volkswagenwerk GmbH. Hafist var handa við smíði verk- smiðjunnar á vordögum 1938 í mýr- ardragi um 90 km austan við Hannover. Þarna byggðist síðan upp bær sem fékk nafnið Wolfs- burg. í stríðlok árið 1942 hafði verk- smiðjan framleitt um 70 þúsund bíla fyrir þýska herinn. Tveir þriðju hlutar verksmiðjunnar eyðilögðust í loftárásum. Verksmiðjan var byg- gð upp á ný og árið 1945 pantaði breski herinn 20 þúsund VW bíla. Eftir það var velgengni VW verk- smiðjanna stöðug og verksmiðjan stækkaði og útibú voni stofnuð víð- ar í landinu. Á safni VW er að finna fyrstu frumgerðir bflsins auk annarra fræ- gra gripa eins og Herbie, bflsins með sjálfstæða viljann, sem vai’ að- alsöguhetjan í samnefndri kvik- mynd. Það hvflir sögulegur blær yfir þessu safni og VW bjallan er að sjálfsögðu í öndvegi enda hefur eng- inn annar bfll verið framleiddur í yfii- 25 milljónum eintaka. TÆKNI Eldsneytis- kerfi í bílum I daglegu tali um bíla ber á góma mörg tækniorð sem marg- ir eiga í erfiðleikum með að skilja. Sigfús B. Sigurðsson, fyrrverandi deildarstjóri í bif- vélavirkjun í Iðnskólanum, fjall- ar hér um hinar ýmsu gerðir eldsneytiskerfa í bílum. MEÐ Morgunblaðinu 13. októ- ber síðastliðinn kom út 48 blaðsíðna bflablað. Þar kenn- ir margra grasa varðandi gagnlegan fróðleik fyrir bfleigendur og einnig fyrir þá sem eru að hugleiða kaup á nýjum bfl. Það sem helst vakti mína athygli voru lýsingar á gerð og bún- aði margra bíla. Mér taldist til að þetta væni 190 gerðfr frá 30 fram- leiðendum. Ég gerði mér það til gamans að bera saman hverskonar eldsneytis- kerfum hinar mismunandi gerðir væru búnar. Dagar blöndungsins að verða taldfr Samkvæmt þessum upplýsingum virðist nú svo að hinn gamli „góði blöndungur" sé að syngja sitt síðasta vers. Eg fann aðeins tvö dæmi um blöndung en þau var að finna í Lada Saftr og Lada Samara. Það gætu þó verið eitthvað fleiri dæmi um blönd- unga, en það er ólfldegt því að í þeim 26 tilfellum sem ekki var getið um eldsneytiskerfi voru gerðir sem eru vafalaust með fullkomin innspraut- unai-kerfi, svo sem Mazda, Mercedes Benz og Suzuki. Það finnast engin dæmi um rafeindastýrða blöndunga en þeir voru um tíma notaðir eftir að kröfur um mengunarvamir voru hertar. Það má segja að þeir hafi ver- ið einskonar millistig á milli blönd- unga og bensíninnsprautunar. Það virðist þó augljóst að dagar blönd- ungsins séu að verða taldir og er það fyrr en margir hafa búist við. Varðandi innsprautunarbúnað er í flestum tilvikum þessara lýsinga ómögulegt að gera sér grein fyiir því um hverskonar búnað er að ræða. Eg rýndi í lýsingarnar og fann þar þessi nöfn: Bein fjölinn- sprautun, bein fjölinnspýting, bein innsprautun, bein innspýting, Bosch innsprautun, Bosch Motronic inn- sprautun, fjölinnsprautun, fjölinn- spýting, innsprautun, óbein inn- sprautun, PGM-FI rafeindastýi’ð bein innspýting, PGM-FI rafeinda- stýrð bein innsprautun, rafstýrð fjölinnsprautun, rafstýrð innspraut- un, tölvustýrð fjölinnsprautun, tölvustýrð fjölinnspýting og tölvu- stýrð innsprautun. Bein innsprautun Ég tel að það væri til mikilla bóta ef þeir sem selja og auglýsa bíla héldu sig við þau kerfanöfn sem framleiðendurnir hafa gefið þeim og eru sameiginleg mörgum þeirra. Það eru aðeins tvö dæmi í þessari upptalningu um það að gefin séu upp kerfisnöfn framleiðendanna, þ.e. Honda PGM-FI og Skoda með Bosch Motronic. Á þessari upptalningu er lítið að græða fyifr væntanlega bílakaup- endur og þá sérstaklega fyrh’ menn sem vilja vita eitthvað um þau inn- sprautunarkerfí sem eru á mark- aðnum. Eitt er meira að segja bein- línis rangt, þar á ég við þegar talað er um beina innsprautun eða beina innspýtingu. Innsprautun beínt í brunahólf vai’ reynd og raunar framleidd í nokkium mæli fyrir meira en 30 árum síðan. Þá var not- ast við dælu sem er sambærileg við venjulegt diesel-oliuverk og spraut- að var undir háum þrýstingi inn í brunahólfin. Á þessum tima reynd- Ný stillingartölva, bil- anagreinir og gagna- banki frá Bosch TEKIN hefur verið í notkun hjá Bræðrunum Ormsson ehf. ný still- ingar- og greiningartölva fyrir bíla en fyrirtækið rekur margháttaða viðgerðarþjónustu fyrir bensín og dísilvélar. Tölvan er frá BOSCH og heitir FSA 560 en auk bilanaleitar og stillinga er tölvan gagnabanki fyrir bfla og í henni eru geymdar upplýsingar um þær viðgerðir sem fram fara á hverjum bfl sem leitað er með til verkstæðisins. Gagnabankinn í tölvunni er ein- mitt helsta nýjungin og einn aðal- kosturinn, segir Asmundur Guðna- son deildarstjóri hjá Ormsson. Tölv- an hefur að geyma fróðleik um 90% þeirra bfla sem hingað koma til still- ingar og viðgerða þannig að hún leysir í raun af hólmi handbækurn- ai’. Þegar komið er með bíl í þjón- ustu er viðkomandi tegund flett upp, hvaða vélarstærð og gerð er um að ræða og þá sýnir tölvan nákvæm- lega hvaða búnaður er í viðkomandi vél. í tölvunni eru síðan geymdai- upplýsingar um hvað gert er við við- komandi bfl og næst þegar hann kemur í þjónustu er flett upp og frekari viðhald byggt á þeirri sögu sem tölvan geymfr. Metur rafkerfi og rafeinda- búnað Tölvan gefur síðan upp hvaða við- miðanir skal nota við stillingu á öllu sem viðkemur gangi vélarinnar og útblæstri en um næstu áramót taka einmitt gildi ný ákvæði um hvað mæla skal í útblæstri bfla og þessi tölva geifr það mjög nákvæmlega. Með tölvunni er einnig hægt að meta ástand skynjara í hemlalæsi- vörn og líknarbelg, hver þjöppun í vélinni er, hvemig rafgeymir,- kveikja og stai’tari eru á sig komnir og þannig mætti lengi telja. Á skjá kemur fram myndræn framsetning á því sem verið er að athuga hverju sinni og segir Ásmundur að bifvéla- vh’kinn sé í raun leiddur skref fyrir skref í vinnu sinni með tölvunni. Ef eitthvað vefðist fyrir mönnum væri hægt að fletta upp í sérstöku leið- beiningarkerfi í tölvunni. Danskur þjónustustjóri frá BOSCH, Henrik Rörbye, kenndi starfsmönnum verkstæðisins á tölv- una og sagði hann að upplýsingar í tölvunni væru uppfærðar tvisvar á ári, um leið og nýjar vélar og breytt- ar kæmu til sögunnar. Fengju not- endur stillingartölvunnar þessar upplýsingar jafnharðan. Bræðurnir Ormsson hafa jafnframt umboð fyr- ir stillingartölvuna. Eldri gerð af slíkri tölvu er í notkun hjá Bifreiða- skoðun Islands og Ásmundur segist gera ráð fyrir að tölvan verði notuð til námskeiðahalds í framtíðinni. Ásamt tölvunni býður BOSCH uppá ýmsar smærri bilanagreiningar- og stillingartölvur, til dæmis KTS 300 sem les bilanakóda á verkstæði eða í akstri. Einnig PMS 100 vélastillitæki með skjá sem nota má í- akstri til að leita bilana sem eingöngu koma fram þegar bfll er í akstri. , Morgunblaðið/jt NYJA tölvan reynd á verkstæðinu hjá Bræðrunum Ormsson: Asmundur Guðnason deildarstjóri, Guðni Gunnarsson söluntaður, Henrik Rörbye og bifvélavirkjarnir Theódór Barðason og Kristján Geir Jóhannesson. Bensínsía Rafknúin bensíndæla ^■JCSi1, Þrýstingsstillir fyrir bensín Startventill (startspíss) \_______________________ >/ Innsprautunarspíss Viðbótar- \ "ta loftsstillir \ | Loftspjaldsrofi PjJJjH (spjaldstoöurofi) HJa Raunþrýstingsskynjari (vaktimskynjari) ( , Hita- tímarofi ■i* — Hitaskynjari i V ist þetta ekki vel. Eyðslan var of mikil og tilhneiging var til útþynn- ingai’ á smurolíunni við óhagstæð skilyrði. Nú er hinsvegar til lýsing á bensínvél með beinni innsprautun frá Mitsubishi (Bflar 10. des. 1995 og 24. nóvember 1996) og hærra þjapphlutfalli en hingað til hefur þekkst í bensínvél (12 á móti 1). Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari vél en reynslan ein ákvarðar framtíð hennar. Það var í september 1966 að hafin var framleiðsla á bíl með rafeinda- stýi’ða bensíninnsprautun sem var fyrirrennari þeirra kerfa sem al- gengust eru í dag, bflgerðin var Volkswagen 1600 E og kerfið var í byrjun kallað Bosch Jetronic en seinna D-hetronic. Bókstafurinn „D“ táknar að kerfið grundvallast á raunþrýstingnum í soggreininni (Drack á þýsku). Þetta kerfi skammtaði bensínið með slitróttum hætti inn í soggreinina, sérstaklega fyrir hvern strokk (slitrótt fjöl- spíssainnsprautun). Seinna, þ.e. árið 1973, setti Bosch á markaðinn vélrænt innsprautun- arkerfi kallað K-jetronic. „K“ tákn- ar Konstant eða sífellt, en það sprautar stöðugt eða sífellt inn í sog- göngin sérstaklega fyrir hvern strokk (Fjölspíssa sísprautun). Inn- sprautunarmagnið grundvallast á mælingu á loftflæðinu til vélarinnar. Seinna var þetta kerfi endurbætt og fékk merkið KE, en þetta vélræna kerfi gat ekki stjórnað bensínblönd- unni með þeim nákvæmni sem er nauðsynleg til þess að hægt sé að nota efnahvata (hvarfakút) í útblást- urskerfinu. Þai’na var semsagt kom- Rafeinda- stjórntæki ið kerfi með vélrænni og einnig raf- eindastuddri stýringu. L-jetronic Þróunin hélt áfram og árið 1974 setti Bosch á markaðinn rafeinda- stýrt kerfi kallað L-jetronie (á ensku EFI-L). Innsprautunar- magnið er þar ákvarðað með tilliti til loftflæðisins í gegnum loft- flæðiskynjai’a, en hann sendfr boð til stjórntölvu sem skammtar bensín- magnið til strokka. L-jetronic kerfið vinnur að mörgu leyti líkt og D- jetronic. Meginmunurinn liggur í því við hvað er miðað áður en bens- ínmagnið er ákvarðað, þ.e. við vakúmstöðuna í soggreininni í fyrra dæminu, en loftflæðið í því seinna. Núorðið eru mörg innsprautunar- kerfi orðin háþróuð, með stafrænni tölvustýringu og gnindvallast á loft- flæðinu, sem stjórnar fleiru en beinsínhlutfallinu, þ.á.m. kveikj- unni. Fyrsta kerfið af því tagi sem ég veit um kom frá Bosch upp úr ár- inu 1983 og var kallað Bosch Motronic. Það er of langt mál að lýsa því nánar hér. Það nýjasta frá Bosch er kerfi sem þefr kalla Bosch LH. Það grundvallast á loftmassanum og lík- ist L-jetronic eða Motronic að mörgu leyti, en munurinn liggur að- allega í því að í stað loft- flæðiskynjara er nú kominn loftmassaskynjari sem metur loft- magnið af mikilli nákvæmni. Skynj- arinn er hitavír sem liggur inni í loftinntakinu. Þessum vír er haldið heitum með rafstraumi við ákveðið hitastig, mjög nákvæmlega. Þegar loftflæðið er mikið þarf mikinn Afhleypisnertur straum til þess að viðhalda hitastig- inu en minni þegar það er lítið, og stjórntölvan metui’ með tilliti til straumsins hve miklu bensíni skuli sprautað inn í vélina. Á meðan þessi þróun fór fram í Evrópu voru bandarísku risarnir Ford og General Motors önnum kafnir við að þróa sína framleiðslu og lögðu krafta sína í að endurbæta stýrikerfi sinna véla. Þefr tóku þá í notkun tölvustýi-ingu á bensínblönd- unni, kveikjunni og fleiru, en blönd- ungurinn var áfram notaður og að- lagaður stýrikerfinu. í framhaldi af þessu þróaðist síðan innsprautun í spjaldhús (TBI, SPI eða DPI). Þetta var vitanlega tfl mikilla bóta en sum- ir ókostir blöndungsins voru áfram til staðar, m.a. útfelling bensínsins úr blöndunni við ákveðnar aðstæður. Bílar sem eru boðnir til sölu þessa dagana eru mjög margir útbúnir innsprautunarkerfum frá Boseh sem eru af gerðunum L-jetronic og Motronic og ég veit að margir fram- leiðendur sem eru með kerfi undir öðrum nöfnum eru komnir jafnlangt á leið í þessari þróun. Ég hefi ekki fundið að Bosch LH væri mikið not- að þó að það sé talið eitt háþróað- asta kerfið. Ég hefi aðeins fundið fá dæmi um notkun þess í evrópskum bflum en það eru Peugeot, Rover (með Locas LH), Saab og Volvo. Mér er hinsvegar kunnugt um að sambærileg kerfi eru notuð í japöönskum bílum svo sem Nissan Almera, Micra og Primera, en eru þar undir nafninu ECCS MPi. Heimildir: Autodata, handbók um innspraut- unarkerfí, Bosch-gögn, bflahandbækur, ýmsar fræðibækur bandarískar og þýskar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.