Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 D 3 ÍÞRÓTTIR ÍÞR&mR FOLK ■ SONIA O’SuIIivan hlaupakona frá írlandi virðist vera að sækja í sig veðrið eftir mótbyr þann sem hún fékk á Ólympíuleikunum í sum- ar. Um sl. helgina sigraði hún í míluhlaupi á Hawaii, hljóp á 4.26,40 mínútum. í öðru sæti varð önnur þekkt hlaupakona Mary Slaney frá Bandaríkjunum á 4.28,50 mínút- um. ■ GRAHAM Hood frá Bandaríkj- unum kom fyrstur í mark í mílu- hlau'pi karla á sama móti, kom í mark á 3.59,00 mínútum. ■ THOMAS Strunz miðvallarleik- maður Bayern Munchen bættist í gær á langan lista leikmanna sem ekki geta tekið þátt í viðureign Þjóð- verja og Portúgala í undankeppni HM. Strunz er veikur og er af þeim orsökum útilokað að hann taki þátt í leiknum. ■ FYRIR voru á sjúkralista Berti Vogts þeir Mehmet Scholl, Thomas Hassler, Oliver Kahn, Thomas Helmer og Oliver Bierhoff. Á hinn bóginn er það þó jákvætt fyrir Vogts að Matthias Sammer, Christian Ziege og Mario Basler verða með í leiknum en tíma var talið að þeir yrðu einnig íjarverandi vegna meiðsla. ■ EMANUEL Amunike var í gær seldur frá Sporting í Lissabon til Barcelona á Spáni. Forráðamenn Barcelona þurftu að reiða fram um 260 milljónir króna fyrir nígeríska landsliðsmanninn. ■ LÆKNAR spænska liðsins höfðu í tvígang mælt gegn því að Amunike yrði keyptur því hann er meiddur á hné en fengu engum vörnum við komið. Nígeríumaðurinn á að fylla upp í skarð sem hefur myndast í lið- inu vegna meiðsla Hristos Stoic- hkovs. Reuter g Hill, leikmann Kansas, í leik í tvelmur deildum í NFL-deild- jk tveggja annarra liða í hvorri apnina. Joao Havelange, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, tilkynni á laugardag að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram eftir HM í Frakklandi 1998, en í liðnum mánuði var hann á annarri skoðun. „Þetta er ákvörðun mín og henni verður ekki breytt,“ sagði Havelange, sem er 80 ára og hefur verið forseti FIFA síðan 1974 - tók við af Stanley Rous. „Það sem skiptir mestu máli er ekki hvenær maður byijar heldur að vita hvenær á að hætta. Ég vil ekki vera elliær í þessu embætti." Havelange sagði að knattspyrnan væri mikilvægasta íþrótt heims hvað varðaði atvinnu, auglýsingar og skemmtun og hann gæti hætt með góðri samvisku. Hann sagðist fyrst hafa leitt hugann að því að hætta í boði sem FIFA hélt honum til heið- urs á afmæli sínu í maí sl. þegar Lennart Johansson, forseti Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði sagt í ræðu að samstaða væri fyrir öllu. Johansson, sem er líka varaforseti FIFA og hefur verið á öndverðum meiði við Havelange, tilkynnti fyrir nokkrum misserum að hann ætlaði að gefa kost á sér í embætti forseta FIFA, jafnvel þó Havelange yrði í kjöri. Þá er talið að Franz Beckenbau- er hafi áhuga á stöðunni en fyrir skömmu sagðist hann gera ráð fyrir að hætta sem forseti Bayern Miinc- hen sumarið 1998. Eins hefur Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, verið nefndur og gert er ráð fyrir að Issa Hayatou frá Kamerún, varafor- seti FIFA, gefi kost á sér. Orðrómur staðfestur FYRIR mánuði var greint frá því að FIFA hefði ákveðið að úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2002 yrði í Japan og Suður-Kóreu. FIFA staðfesti orðróminn fyrst um helgina en þetta verður í fyrsta sinn sem HM verður í tveimur löndum. 32 lið leika 64 leiki og verður þeim skipt jafnt á milli þjóð- anna. Úrslitaleikurinn verður í Japan en leikurinn um þriðja sætið í Suður-Kóreu. Ólafur bikarmeistari ÓLAFUR Sigurðsson varð bikarmeistari 1996 í pílukasti, er hann vann Ævar Má Finnsson í spennandi úrslitaleik, 5:3. Ólafur vann Jóhannes Harðarson í undanúrslitum 4:3 og Ævar Már vann Guðjón Hauksson, 5:3. Á myndinni fagnar Ólafur meistaratitlinum. Jóhann Haukur bætli sig veru- lega í stórsvigi Jóhann Haukur Hafstein, skíða- maðurinn ungi og efnilegi úr Ármanni, náði 16. sæti af 92 kepp- endum sem tóku þátt í alþjóðlegu stigamóti í stórsvigi í Geilo í Noregi á sunnudag. Hann fékk 41 FlS-stig og er það besti árangur hans til þessa. Hann keppti einnig í stór- svigi á sama stað á mánudag og hlaut þá 50,1 FlS-stig. Hann er því kominn með 45,7 FlS-stig á heims- listanum sem hlýtur að teljast gott hjá svo ungum skíðamanni, en Jó- hann er aðeins 17 ára. Hann keppti í svigi í Geilo á laug- ardag og hafnaði í 21. sæti af 90 keppendum og hlaut fyrir það 66 FlS-stig. Sigurvegari í sviginu var norski ólympíumeistarinn frá 1992, Finn Christian Jagge. Jóhann Haukur er á öðru ári í skíðamenntaskóla í Geilo, sama skóla og Kristinn Björnsson var í fyrir nokkrum árum. Morgunblaðið/Valur JÓHANN Haukur. Southampton selt á milljarð ENSKA knattspyrnufélagið Southampton sameinast bygg- ingafyrirtæki á næstunni og hyggur á flutning innan borg- arinnar en þetta er gert í þeim tilgangi að halda félaginu í fremstu röð. Fyrirtækið metur félagið á um 10 milljónir punda (um 1,1 milljarð kr.) og fær Southampton þegar þrjár milljónir punda til ráðstöfun- ar. Heimavöllur Southampton tekur um 15.000 áhorfendur en ráðgert er að byggja nýjan völl og er áætlaður kostnaður 15 til 20 milljónir punda en heildarkostnaður um 30 millj- ónir og er þá gert ráð fyrir frjálsíþróttaaðstöðu, verslun- um, félagsaðstöðu og ýmsu öðru. Umted mætir Tottenham lanchester United mætir Tott- enham á Old Trafford fyrstu vikuna í janúar í 3. umferð ensku bikarkeppninnar, en dregið var á mánudag. United er núverandi bik- armeistari eftir að hafa unnið Liv- erpool í úrslitaleik sl. vor og var það jafnframt níundi sigur liðsins í bikarkeppninni. Viðureign liðanna verður sú 13. í röðinni í bikarnum og sú fyrsta síðan 1980 er Totten- ham vann 1:0 í 3. umferð á Old Trafford með marki frá Ossie Ardil- es í framlengingu. Fimm sinnum hefur Tottenham farið með sigur af hólmi í viðureignum liðanna í HK og ÍBV reyna aftur í kvöld MÓTANEFND HSÍ hefur ákveðið að Ieikur HK og ÍBV í 1. deild karla, sem var flautað- ur af í Digranesi í fyrrakvöld, verði settur á í kvöld. Eyja- menn komust ekki til lands í tæka tíð fyrir leikinn og láðist að láta vita af þvi og þess vegna var leikurinn flautaður af. Eft- irlitsdómari leiksins í fyrra- kvöld, Ólafur Steingrímsson, ráðfærði sig við Jón Her- mannsson, formann móta- nefndar, um hvað ætti að gera í stöðunni þegar ljóst var að Eyjamenn voru ekki mættír. Jón vildi hins vegar ekki taka afstöðu og lét það alfarið í hendur eftirlitsdómarans og dómaranna að taka ákvörðun, sem þeir og gerðu með því að flauta leikinn af. „Okkur fannst rétt í stöðunni að flauta leikinn af, enda Eyja- menn ekkert látið í sér heyra,“ sagði Hafsteinn Ingibergsson, annar dómara leiksins. Leikurinn verður því í Digra- nesi kl. 20.00 í kvöld og HK missir þau tvö stig sem liðið fékk eftir að leikurinn var flautaður af í fyrrakvöld. keppninni, fimm sinnum hefur orðið jafntefli og tvisvar sinnum hefur United unnið. Liverpool, sem lék til úrslita í bikarnum á síðustu leiktíð, ætti að eiga greiða leið í 4. umferð því lið- ið fær heimaleik á móti annaðhvort Walsall eða Burnley. Efsta lið deild- arinnar, Arsenal, fær Sunderland í heimsókn á Highbury. Síðast þegar liðin mættust í bikarkeppninni fyrir sex árum sigraði Arsenal 2:1. Leikirnir eiga að fara fram helg- ina 4. og 5. janúar. Eftirtalin lið drógust saman: Stevenage Borough - Birmingham City Barnsley - Oldham Chesterfield - Bristol City Barnet / Wycombe - Bradford Wolves - Portsmouth Plymouth - Enfield / Peterborough Hednesford Town - York City Middlesbrough - Chester City Wrexham / Scunthorpe - West Ham Luton - Bolton Sheffield Wednesday - Grimsby Man. United - Tottenham Hotspur Stoke City - Stockport County QPR - Huddersfield Coventry City - Woking Notts County - Aston Villa Reading - Southampton Crystal Palace - Leeds United Everton - Swindon Town Gillingham - Derby County Cheisea - WBA Carlisle United - Tranmere Brentford - Manchester City Charlton Athletic - Newcastle United Blackburn Rovers - Port Vale Crewe - Wimbledon Norwich City - Sheffield United Liverpool - Walsall / Burnley Leicester City - Southend Arsenal - Sunderland Watford - Oxford United Nottingham Forest - Ipswich KNATTSPYRNA SKIÐI PILUKAST Joao Havelange ætlar sér að hætta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.