Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR Ekki standa á öndinni Sigurður bætir metið með karla- kúlunni SIGURÐUR Sigurðsson kúlu- varpari úr ÚÍA, sem á dögun- um setti sveinamet í kúlu- varpi, gerir það ekki enda- sleppt því á innanfélagsmóti Tindastóls á Sauðárkróki á þriðjudaginn varpaði hann karlakúlunni, sem er 7 kg, 13,25 m. Þetta er íslandsmet I sveinaflokki með karlakúlu en gamla metið átti Þráinn Hafsteinsson fyrrum íslands- methafí í tugþraut, 12 m sléttir. „Þetta er ótrúlegur strák- ur,“ sagði Gfsli Sigurðsson, þjálfari Sigurðar, í samtali við Morgunblaðið, en Sigurð- ur er aðeins 16 ára gamall. Þess má geta að á sama móti varpaði Jón Arnar Magnús- son tugþrautarmaður kúl- unni 15,35 m, stökk 4,25 m i stangarstökki auk þess að stökkva 3,14 m í langstökki án atrennu. „Jón er að kom- ast á skrið á ný,“ bætti Gísli við. Reuter PATRICK Ewing átti góðan ieik með félögum sínum gegn Washington í fyrrakvöld. Hér sækir hann að Gheorghe Mur- esan og Chrls Webber er vlð öllu búlnn. ir Heat og Alonzo Mourning var með 14. Chris Mills skoraði 17 stig og Tyrone Hill var með 15 stig auk þess að taka 13 fráköst fyrir Cleve- land. Chris Gatling var með 30 stig og tók 7 fráköst i þriðja sigurleik Los Angeles Clippers í röð, en að þessu sinni voru leikmenn Dallas andstæðingar þeirra, lokatölur 100:95. Gatling fór á kostum í þriðja leikhluta og gerði þá 14 stig. New York lagði Washington Bul- lets á heimavelli, 85:73, í leik sem var jafn framan af. í þriðja leik- hluta tóku heimamenn völdin undir stjóm Allans Houstons og Patricks Ewings sem hittu mjög vel og lögðu grunninn að 15:4 frumkvæði á þess- um kafla. Ekki skánaði gengi San Antonio þó þeir létu þjálfarann, Bob Hill, fara í fyrradag. Að þessu tap- aði liðið fyrir Phoenix, 93:76, og hafði það lítið að segja þó David Robinson léku nú með í fyrsta skipti á leiktíðinni. „Vömin hjá okkur var góð, þar munaði mestu á liðunum," sagði Danny Ainge, þjálfari Phoen- ix. Liðsmenn Utah Jazz slá ekki slöku við þessa daga og hafa farið með sigur af hólmi í 15 leikjum í röð. Nú voru það liðsmenn Indiana sem lutu í lægra haldi fyrir Karli Malone og félögum, 110:86. Malone fór fyrir sínum mönnum, gerði 22 stig og Greg Ostertag var 21 stig auk þess sem hann tók 15 fráköst. John Stockton fylgdi í kjölfarið með 11 stig og 9 stoðsendingar. Shaqu- ille O’Neal gerði 27 stig og tók 13 fráköst í 92:90 sigri Los Angeles Lakers á Sacramento Kings. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers í röð. CHARLES Barkley sló fyrrum félaga sinn Chirs Carr út af lag- inu þegar mest á reið í viðureign Houston og Minnesota ífyrra- kvöld. Báðir léku þeir með Pho- enix sl. vetur, en fóru hvor í sína áttina i sumar. Þeir mættust í fyrsta skipti í fyrrakvöld og þá hafði Barkley betur. Houston sigraði í leiknum 96:94 og Carr sem átti þess kost að jafna leikinn 0,2 sekúndum fyrir leiksloka úr tveimur vrtakotum misheppnaðist. „Ekki standa á önd- inni,“ sagði Barkley við mig áður en ég tók skotin,“ sagði Carr. „Á æfingum hjá Phoenix var það daglegt brauð að rnenn væru að stríða hver öðrum á vítapunktinum." Bark- ley tókst svo sannarlega ætlunarverk sitt að þessu sinni. Annars var það Clyde Drexler sem skoraði flest stig Houst- on í leiknum, 36 talsins, sem er það mesta sem hann hefur gert á þess- ari leiktíð. Þar á meðal var sig- urkarfan 1,5 sekúndum fyrir leiks- lok sem tryggði félaginu 12. sigur- inn í 13 leikjum. Houston hefur nú besta vinningshlutfallið í NBA. Steve Smith innsiglaði sjöunda sigur Atlanta í röð með langskoti þegar 3,9 sekúndur voru eftir, en muninn gat ekki verið minni því lokatölur voru 89:88 og andstæð- ingarnir voru Denver. Atlanta hafði leikinn í hendi sér framan af og var með fjórtán stiga forystu, 70:56, áður en gestirnir hrukku í gang og gerðu 16 stig gegn 6 og minnkuðu muninn í 4 stig þegar hálf sjötta mínúta var eftirlifandi leiks. Eftir það var barist um hvert stig og leikurinn æsispennandi allt til loka. Christian Laettner gerði 22 stig fyrir Atlanta og Mookie Blaylock fylgdi fast á eftir með 21. Leikmenn Miami Heat halda áfram á sigurbraut og hafa þeir nú unnið níu leiki í röð. Að þessu sinni voru það leikmenn Cleveland sem urðu að játa sig sigraða í jöfn- um leik þar sem vamarieikur var hafður í hávegum, lokatölur 76:74. Tim Hardaway skoraði 25 stig fyr- KNATTSPYRNA Vogts vill fá Klins- mann sem þjálfara Berti Vogts, Iandsliðsþjálfari Þýskalands, hefur boðið Jurgen Klinsmann að feta í fót- spor sín og gerast þjálfari hjá þýska knattspyrnusambandinu, þegar hann leggur skóna á hill- una. Klinsmann segir að það sé of snemmt að segja nokkuð um málið. „Ég hef hugsað mér að taka frí í ár frá knattspymu, eft- ir að ég legg skóna á hilluna. Eftir það ár sé ég hvort ég get lifað án knattspymunnar," sagði Klinsmann. Ef Klinsmann gerist þjálfari hjá þýska knattspyrnusamband- inu mun hann feta í fótspor Vogts, sem gerðist þjálfari hjá sambandinu eftir að hann hætti að leika með Borussia Mönc- hengladbach 1979. Hann byrjaði sem unglingaþjálfari og vann sig síðan upp, tók við landsliðsþjálfa- rastarfínu af Franz Beckenbauer eftir Evrópukeppni landsliða í Svíþjóð 1992. Vogts hefur einnig á prjónun- um að fá Thomas Helmer, félaga Klinsmann hjá Bayem Munchen, til að gerast þjálfari hjá samband- inu. „Hann er tilvalinn til að taka við stjóminni á unglingaliðum okkar," sagði Vogts. Þess má geta að Þjóðverjar telja að best sé fyrir landsliðið, að fyrr- verandi leikmenn liðsins, leik- menn með reyslu, séu þjálfarar liðsins. Vogts hefur greinilega fundið eftirmann sinn - Júrgen Klinsmann, sem er fyrirliði lands- liðsins, eins og Vogts og Becken- bauer voru. ■ BRIGHTON, sem er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, réð í gær nýjan knattspymustjóra í stað Jimmy Case sem var rekinn. Það verður Steve Gritt sem tekur við en hann hefur verið aðstoðarmaður í herbúðum Charlton um tíma en hefur ekkert komið nálægt knatt- spymuþjálfun í tæpt eitt og hálft ár. ■ SOUTHAMPTON hefur ákveð- ið að félagið verði skráð á hluta- bréfamarkaði. Lawrie McMenemy fyrmrn stjóri og núverandi yfírmað- ur þjálfaramála félagsins, segir að þetta sé það merkilegasta sem gerst hafi hjá félaginu síðan Kevin Keeg- an var keyptur þangað á sínum tíma. ■ RADOMIR Antic þjálfari At- letico Madrid má ekki stjóma liði sínu í næsta leik. Þetta var úrskurð- ur aganefndar spænska knatt- spymusambandsins í gær, en Antic hrópaði ókvæðisorð að dómara leiks Atletico og Athletic Biibao um síðustu helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Antic fær samskonar refs- ingu en í fyrra fékk hann einnig eins leiks bann fyrir móðgandi um- mæli í garð dómara í viðureign við Real Sociedad. ■ EN það em líka góðar fréttir úr herbúðum spænsku meistaranna. Aganefndin ákvað einnig að draga til baka gult spjald sem Tékkinn Radek Bejbl fékk um síðustu helgi og kostaði hann brottrekstur af leik- velli. ■ ROBERT Prosinekci var í gær seldur frá Barcelona til Sevilla en hann hefur verið á flakki á milli liða á Spáni síðan hann kom þangað árið 1991, en það ár varð hann Evrópumeistari með Rauðu Stjörn- unni frá Belgrad. Þá gekk hann í raðir Real Madrid en fór fljótlega til Ovideo og þaðan til Barcelona sem nú hefur selt hann. ■ BJÖRN Tore Kvarde verður líklega næsti norski knattspyrnu- maðurinn sem gengur til liðs við enskt félagslið. Liverpool hefur mikinn áhuga að fá þenna sóknar- mann Rósenborgar til liðs við sig eftir áramót þegar samningur hans við félagið rennur út. ■ RANGERS hefur einnig rennt til hans hým auga án árangurs. „Við höfum rætt við pilt og mér sýnist við eiga góða möguleika á tryggja okkur hann snemma á nýju ári,“ sagði Roy Evans knattspymu- stjóri Liverpool í gær. Rosenborg hefur sett upp 2,5 milljónir punda fyrir Kvarde en verði af samningum eftir áramót fær félagið ekkert fyr- ir hann sökum þess að þá verður hann samningslaus. ■ FORRÁÐAMENN þýska knatt- spyrnuliðsins Köln hafa framlengt samning við þjálfara liðsins, Peter Neururer, til júníloka árið 1998. Neururer hefur fengið lof fyrir að hafa tekist að bjarga félaginu frá falli á síðasta keppnistímabili, en hann kom til liðsins þegar nokkuð var á það liðið. Köln er nú í 7. sæti 1. deildar og á möguleika á sæti í Evrópukeppni félagsliða að ári, haldi Neururer og leikmenn hans rétt á spöðunum. ■ CHRIS Armstrong dýrasti leik- maður Tottenham verður að fara í uppskurð á ökkla vegna meiðsla sem hafa hijáð hann síðan í ágúst. Síðan hefur árangurslaust verið reynt að lagfæra það sem miður fór með æfíngum en nú þykir sýnt að það mun ekkert hjálpa og uppskurð- ur er óumflýjanlegur. Reiknað er með að Armstrong verði frá keppni í sex vikur vegna uppskurðarins. ■ MIKE Newell, miðheiji Birm- ingham, hefur hafnað tilboði frá Bolton, sem vildi greiða 600 þús. pund fyrir hann. Newell átti að fá 264 þús. ísl. kr. í laun á viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.