Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Arrigo Sacchi, fyrrum landsliðsþjálfari ítala og nýráðinn AC Milan erirust TAP meistara AC Milan í Evrópukeppni meistaraliða gegn Nor- egsmeisturum Rosenborg er eitthvert mesta áfall sem ítölsk knattspyrna hefur orðið fyrir undanfarin ár. Öfugt við hrakfarirn- ar í Evrópukeppninni í sumar grét þó ekki öll þjóðin, enda Milan- liðið nú um stundir eitthvert óvinsælasta fyrirbærið í ítölsku þjóð- lífi. Tapið gegn Rosenborg var endapunkturinn á gffurlegu um- brotatímabili í velgengnisögu AC Milan eftir að kaupsýslumaður- inn Silvio Berlusconi festi kaup á liðinu fyrir réttum tíu árum og kom því í f remstu röð. URSLIT Körfuknattleikur KR- UMFIM 89:88 íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, bikarkeppni karla 8-liða úrslit, föstudaginn 13. desem- ber 1996. Gangur leiksins: 2:0, 8:10, 14:10, 25:17, 27:25, 36:29, 43:35, 46:45, 50:45, 56:51, 60:59, 70:66, 77:73, 79:77, 79:79, 83:81, 85:85, 85:86, 87:86, 87:88, 89:88. Stig KR: David Edwards 27, Jónatan Bow 23, Ingvar Ormarson 15, Hermann Hauks- son 12, Birgir Mikaelsson 6, Hinrik Gunn- arsson 4, Óskar Kristjánsson 2. Fráköst: 21 í vörn - 13 í sókn. Stig UMFN: Torrey John 41, Friðrik Ragn- arsson 19, Jóhannes Kristbjörnsson 12, Páll Kristinsson 9, Kristinn Einarsson 3, Guðjón Gylfason 2, Rúnar Árnason 2. Fráköst: 27 í vöm - 9 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Bender. Villur: KR 29 - UMFN 19. Áhorfendur: 100. ÍFK - Skallagrímur 78:59 íþróttahúsið á ísafírði: Gangur leiksins: 0:2, 12:11, 16:15, 28:17, 37:24. 49:24, 51:31, 60:42, 76:54, 78:59. Stig ÍFK: Derrick Bryant 30, Friðrik Stef- ánsson 16, Hrafn Kristjánsson 10, Ingimar Guðmundsson 8, Andrew Valleji 6, Baldur Jónasson 3, Finnur Þórðarson 3, Magnús Gíslason 2. Fráköst: 14 í sókn - 46 í vöm. Stig Skallagríms: Curtis Reymond 15, Grétar Guðlaugsson 9, Sigmar Egilsson 7, Tómas Holton 6, Bragi Magnússon 6, Ari Gunnarsson 6, Gordon Wood 5, Egill Egils- son 5. Fráköst: 7 í sókn - 22 í vörn. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason. yillur: ÍFK 14 - UMFS 25. Áhorfendur: 450. ■ ísfirðingar náðu fljótlega góðum tökum á leiknum, eins og tölurar sýna og lögðu áhugalitla leikmenn Sklallagríms ömgg- lega. Bryant og Friðrik vom bestir heima- manna. Þór Pétursson, ísafirði 1. deild karla: Reynir- Stjarnan..............68:71 NBA-deildin New York - Golden State........90:79 Houston - Detroit.............115:96 Milwaukee - Seattle...........100:97 Utah - Phoenix.................87:95 Portland - Vancouver...........99:78 LA Clippers - San Antonio......97:94 Sacramento - Dallas............93:86 Íshokkí NHL-deildin: Boston - New Jersey..............4:7 Detroit - Chicago................6:2 Philadelphia - Hartford..........3:2 Tampa Bay - Edmonton.............2:2 ■ Eftir framlengingu Los Angeles - Calgary............1:5 Handknattleikur 2. deild karla: Breiðablik - Hörður............42:19 EM kvenna í Danmörku Undanúrslit: Danmörk - Þýskaland............24:22 Noregur - Austurríki...........22:20 Keppni um sæti: 5. Rúmenía - króatía.........23:17 7. Rússland - Svíþjóð........32:28 9. Úkraína - Ungvetjaland.....27:22 11. Pólland - Litháen.........30:27 • Danir og Norðmenn leika til úrslita á sunnudaginn kl. 16, Austurríki og Þýska- land leika um þriðja sætið. UM HELGINA Körfuknattleikur LAUGARDAGUR: 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - KR..............16 Keflavík: Keflavík - ÍS...........16 Smárinn: Breiðablik - ÍR..........16 1. deild karla: Austurberg: LeiknirR. - ÍS........20 Egilsstaðir: Höttur- Snæfell......14 Selfoss: Self. - Stafholtst.......16 Þorlákshöfn: Þór -Valur...........17 SUNNUDAGUR: Úrvalsdeildin: Akranes: fA - UMFN................20 Borgames: UMFS - Breiðablik.......20 Grindavík: UMGF - KR..............20 ísafjörður: KFÍ - Þór.............20 Sauðárkrókur: UMFT - Keflavík.....20 Seljaskóli: ÍR - Haukar...........20 Handknattleikur LAUGARDAGUR: 2. deild karla: Seltjarnames: KR-Hörður...........14 Bikarkeppni karla: Siglufj. :KS - Stjarnan...........14 Júdó íslandsmeistaramótið í sveitakeppni í júdó verður haldið í dag í íþróttahúsinu við Aust- urberg og stendur frá kl. 14 til kl. 17. Keila Jólamót Lærlinga verður haldið í Keilu í Mjódd í ag, og það hófst reyndar í gær- kvöldi. Keppt er I fimm styrkleikaflokkum og verður keppt í dag kl. 10, 12.30, 15 og 18.30. Verðlaunaafhending strax að lokinni keppni í síðasta flokknum. Badminton Ljúflingamót TBR verður haldið í TBR-hús- inu í dag og hefst kl. 13. Mótið er fyrir börn sem fædd em 1986 eða síðar. Skrán- ing á staðnum. Oll ítalska þjóðin og stór hluti Evrópu dáðist að hinu sigur- sæla liði Milan með þríeykið hol- ■■■HH lenska Ruud Gullit, EinarLogi Frank Rikjaard og Vignisson Marco Van Basten skrifarfrá sem leiðandi afl og l,allu eftir að þeir hættu að spila virtust Dejan Savicevic, Zvonimir Boban og George Weah ætla að halda merkinu á lofti. En þrátt fyrir fjölda sigra eftir brotthvarf Hollendinganna var ljóm- inn að einhveiju leyti horfinn og þátttaka Berlusconis í stjórnmálum gerði liðið að tákngervingi ringulreið- arinnar sem ríkti, og ríkir enn, eftir hrun mafíunnar og Kristilega demó- krataflokksins og þess nýríka flott- ræfilsháttar sem einkennir ítalska athafnamenn af yngri kynslóðinni. Því er hrun Milan ekki grátur allra en vekur þó undrun flestra enda sigr- aði liðið örugglega í deildinni síðasta vor og hefur styrkt liðið með kaupum á gæðaleikmönnum. Lærisveinn gerir uppreisn Tvennt þykir aðdáendum Milan mestu máli skipta í sögu Milan síð- asta aldarfiórðunginn: Kaup Berlus- conis á liðinu og tilkoma Arrigo Sacchi sem þjálfara liðsins en hann tók við af Svíanum ástsæla Nils Lied- holm 1987. Er Sacchi gerðist lands- liðþjálfari 1991 hafði hann unnið tvo meistaratitla og tvo Evrópumeistar- atitla auk þess að hafa haft gífurleg áhrif á leikstíl annarra liða með svæðisfótbolta sínum, „Zona Sacchi" eins og það nefnist á ítölsku. Fabio Capello gerði aldrei ráð fyr- ir að verða þjálfari AC Milan. Þrátt fyrir að hafa unnið hjá félaginu í mörg ár átti hann von á því að þurfa að blóðga sig hjá öðru félagi áður en að hann fengi tækifæri til að stjórna liðinu. Er Arrigo Sacchi lét af stjórn áttu flestir von á því að Berlusconi leitaði að stóru nafni en hann hafði trú á Capello og gerði hann að þjálfara. Capello átti eftir að viðhalda sigurgöngu Milan og margir, þ.ám. Ruud Gullitt vilja meina að liðið hafi leikið betur undir hans stjórn en stjóm Sacchi og Cap- ello hafi um of verið tengdur stíl Sacchis. Capello átti erfitt með að þola það að blaðamenn héldu því fram að hvaða þjátfari sem væri gæti gert lið Milan að meisturum og þrátt fyrir hrikalegar upphæðir sem Berlusconi bauð honum ákvað hann síðasta vor að hleypa heimdraganum og gerast þjálfari Real Madrid. Þar hefur hann náð góðum árangri, Madrid-liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar sem stendur og Bobby Robson, þjálf- ari Barcelona, lofaði Capello eftir að Real hafði sigrað lið hans örugglega um síðustu helgi. „Capello er gífur- lega skipulagður þjálfari og Real ber glögg merki hans, sameinar aga og flæði,“ sagði Robson. Landsliðið og Milan: „Takk Sacchi" Uruguymaðurinn Oscar Washing- ton Taberez var ekki ofarlega á lista eftirmanna Capello að mati blaða- manna. Þótt enginn efaðist um hæfni hans sem þjálfara, og væri reyndar alveg sérlega vel við hann, áttu margir von á því að hann gæti átt í erfiðleikum í þeirri ljónagryiju sem Milan-stórveldið er. „Hvernig mun séntilmanni eins og Tabarez reynast að láta gamla hunda eins og Baresi hlíta stjórn sinni?" spurði hinn virti breski blaðamaður The Times, Brian Glanville, í haust. Illa, svaraði sagan, í það minnsta gekk liðinu skelfilega á sigursælan mælikvarða þess í haust og náði reyndar að innbyrða fleiri sigra en gæði leiks þess sögðu til um. Eftir slæmt tap gegn nágrönnun- um í Piacenza, 3:2, fyrir tæpum hálfum mánuði blés Berlusconi til neyðarfundar og ákvað um miðja nótt eftir leikinn að reka Tabarez og leita til félaga síns Sacchis um að taka við liðinu á ný. Vikum sam- an höfðu menn átt von á því að Tabarez yrði rekinn og þótt nafn Sacchis sem eftirmanns væri jafnan nefnt voru nöfn Johans Cruyffs og Nevios Scalas iðulega framar í fylk- ingu getspekinga. I ljósi þijósku Sacchis þótti víst að hann myndi ekki gefa eftir lands- liðsþjálfarasætið fyrr en eftir að hafa náð að koma liðinu í heimsmeistara- keppnina í Frakklandi 1998. Þó voru ýmsir sem sögðu sem svo að endur- ráðning Sacchis sem þjálfara Milan væri besta lausnin fyrir alla, tími hans sem landsliðsþjálfara væri lið- inn en jafnframt væri hann besti maðurinn til að rífa Milan-liðið upp á mettíma. „Nazionale e Milan: „Grazie, Sacchi!“, sagði ítlaska blaðið La Gazzetta dello Sport eftir að Sacc- hi tók boði Milan og þarf víst engrar þýðingar við. Smáspark í rassinn Sacchi þekkir vel til hjá Milan og að auki er hann öfugt við Tabarez með stærra egó en stjörnuleikmenn- irnir. Fyrir honum eru Franco Baresi og Paolo Maldini bara venjulegir leik- menn og Sacchi er sennilega eini þjálfarinn sem þessir tveir eru hræddir við, hann hefur eitthvað undarlegt tak á þeim sem gerir þá að feimnum skólapiltum i stað yfir- lýsingaglaðra stjórstjarna. í þessu liggur kjaminn í þeirri ákvörðun Berlusconis að leita til Sacchis því að mati hans (og flestra reyndar) hefur meginvandamál liðs- ins í haust verið slæmur leikur hinn- ar annars traustu varnar liðsins. Maldini og Alessandro Costacurta hafa ekki leikið eins illa í manna minnum og Baresi hefur verið meidd- ur. Varnarhluti miðjunnar, Demetrio Albertini og Marcel Desailly hefur ekki verið sannfærandi heldur og Sebastiano Rossi markvörður hefur gert afdrifarík mistök. Allt þetta hefur leitt til þess að liðið hefur ver- ið að fá á sig fleiri mörk að meðaltali í leik en þekkst hefur í 10 ár þar á bæ. Þessu á Saechi að kippa í liðinn, njörva liðið niður í skipulag sem Berlusconi veit að leikmennirnir þekkja en ekki leggja út í miklar breytingar þar sem að forsetinn treystir þessum gömiu leikmönnum sínum og telur þá ennþá í fremstu röð, þeir þurfi bara smáspark í rass- inn. Herforingi af gamla skólanum En er Sacchi ekki búinn að vera? Sýndi gengið með landsliðið ekki að hann er ekki sá mikli snillingur sem menn héldu áður? Sacchi er gífurlega umdeildur maður en samt er vand- fundinn sá maður sem ekki ber mikla virðingu fyrir honum. Hann er senni- lega áhrifamesti þjálfari Evrópu síð- asta áratuginn, nánast öll lið á Ítalíu og mörg í Þýskalandi, Portúgal, Frakklandi og á Spáni leika einhvers konar útgáfu af þeim svæðisfótbolta sem áður hefur verið nefndur og við hann er kenndur, „Zona Sacchi". En í því liggur hundurinn grafinn. Sacchi er maður sem trúir á kerfi en ekki einstaka leikmenn og það er eins og með landsliðinu hafi hann fengið víð- áttubijálæði. Á fimm árum reyndi hann hátt í 100 leikmenn og frægt varð í Evr- ópukeppninni í sumar hvernig hann breytti liðinu stöðugt milli leikja til að láta það spila eftir ákveðnu kerfi eftir því sem hentaði gegn andstæð- ingunum hveiju sinni. Flestir telja að hann megi einfaldlega ekki hafa úr fleiri leikmönnum að velja en svosem eins og 25, semsé hann eigi að stjórna félagsliði! „Fyrir mér er Sacchi fyrst og fremst afbragðs þjálfari sem nær að ná ótrúlega miklu út úr leikmönnum sínum. En hann er kannski ekki mikill meistari ARRIGO Sacchi þekkir vel til Tabarez með meira sjálfsálit e Franco Baresi og Paolo í að velja leikmenn," sagði varnar- maður landsliðsins og Milan, Costac- urta í haust og hélt áfram „hann ÍÞRÚmR FOLK ■ LIVERPOOL mætir liði Midd- lesboro í sjónvarpsleiknum í ensku knattspyrnunni í dag og hefst leik- urinn klukkan 15. ■ EMERSON verður að öllum lík- induim í byijunarliði „Boro“ í dag gegn Liverpool. Ólíklegt er að landi hans Juninho verði með vegna meiðsla í hné og tekur þá Norðmaðurinn Jan-Aage Fjortoft sæti hans í sókninni við hlið Fabrizio Ravanelli. Daninn Mikk- el Beck er veikur og leikur ekki með. ■ CHRIS Sutton hefur gert fjögur mörk í fimm leikjum með Black- burn og gerir sér vonir um að geta haldið áfram að leggja inn á marka- reikninginn sinn í dag er Black- burn mætir Wimbledon. Miðvall- arleikmaðurinn Garry Flitcroft verður hins vegar ekki með vegna ökklameiðsla og ólíklegt er talið að hann verði með næstu tvær vikurn- ar. ■ JOHN Scales fer með leikmönn- um Tottenham til Leeds um helg- ina en ekki er reiknað með því að hann verði þáttakandi í leiknum. Sem kunnugt er stóð til að hann gengi til liðs við Leeds um síðustu helgi en á elleftu stundu tók hann ákvörðun um að fara heldur í raðir Tottenham. ■ DARREN Anderton er enn úr leik vegna meiðsla og mun leik- mönnum Leeds ekki stafa nein hætta af honum að þessu sinni. ■ KRÓATINN Robert Pros- inecki, sem hefur verið í herbúðum Barcelona, gekk til liðs við Sevilla í gær - kaupverð er 89,7 millj. ísl. kr. ■ VITOR Baia, ladsliðsmarkvörð- ur Portúgals, sem leikur með Barcelona, mun að öllum líkindum missa af HM-leik gegn Þýskalandi í dag, þar sem hann er veikur. Ronaldo bestur hjá Woiid Soccer BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo, ieikmaður Barcelona, var útnefnd- ur Knattspyrnumaður ársins 1996 hjá enska knattspyrnutimaritinu World Soccer. Berti Vogts, þjálfari þýska landsliðsins, var útnefndur þjálfari ársins og þýska landsliðið lið ársins. Tíu efstu knattspyrnu- mennirnir á listanum voru: Ronaldo (Barcelona/Brasilía), Alan Shear- er (Newcastle/England), George Weah (AC Milan/Líbería), Matthias Sammer (Dortmund/Þýskaland), Jtírgen Klinsmann (Bayern Mtínc- hen/Þýskaland), Gabriel Batistuta (Fiorentina/Argentína), Eric Can- tona (Manchester United/Frakkland), Nwankwo Kanu (Inter Milan/Nígería), Jari Litmanen (Ajax/Finnland) og Gianluca Vialli (Chelsea/Italía).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.