Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA IMmgmiHiifeife 1996 STYRKVEITINGAR LAUGARDAGUR21. DESEMBER BLAÐ B NYI ILMURINN FRA GIORGIO ARMANI ACQl&VEtt aQRGlOAKMANI FOUH HOMME Langtímasamningar ÍSÍ við FRÍ vegna íþróttamanna með afrek á stórmóti í huga Guðrún og Jón Arnar fá 160 þús. kr. á mánuði til aldamóta Fyrir skömmu samþykkti stjórn íþróttasambands Islands nýjar starfsreglur fyrir afreksmannasjóð ÍSÍ en samkvæmt þeim er stjórn sjóðsins m.a. heimilt að gera sér- staka langtímasamninga við afreks- íþróttamenn ef líkur eru á því að þeir verði á meðal átta bestu á næstu Ólympíuleikum eða í næstu heimsmeistarakeppni. Styrkupphæð skal vera tvöfaldur mánaðarstyrkur til afreksmanna í A-flokki eins og hann er á hverjum tíma. I kjölfarið samþykkti fram- kvæmdastjórn ÍSÍ tillögu stjórnar afreksmannasjóðs um að gera lang- tímasamninga við Frjálsíþróttasam- band Islands til ársins 2000 vegna frjálsíþróttamannanna Jóns Arnars Magnússonar og Guðrúnar Arnar- dóttur og voru þessir tímamóta- samningar kynntir fjölmiðlum í gær en gert er ráð fyrir undirritun á næstu dögum. Afreksíþróttamaður A telst sá vera sem er á meðal 20 fremstu í heiminum í sinni íþróttagrein og skal sjóðsstjórn ákvarða styrki til 95 pðtj KiJh/.^ffii . : •w^S^B GUÐRÚN Arnardóttir viö afgrelðslu Morgunblaðið/Halldór Skóverslun Stelnars Waage í Kringlunni í gær. 12 mánaða á fyrsta fundi ár hvert. Afreksíþróttamaður B er sá sem er á meðal 40 fremstu í heiminum í sinni grein og er sjóðsstjórn heim- ilt að ákveða styrki í allt að 12 mánuði en þó ekki skemur en til sex mánaða. Styrkur til íþrótta- manns í B-flokki er nú 40.000 kr. á mánuði en 80.000 kr. til íþrótta- manns í A-flokki. Samkvæmt fyrr- nefndum langtímasamningi tekur afreksmannasjóður ÍSÍ að sér að styrkja fyrrnefnda íþróttamenn og fær hvor þeirra 160.000 kr. á mán- uði. Tekið er fram að af fyrrnefndri upphæð skal greiða íþróttamannin- um sjálfu'm mánaðarlega sambæri- leg laun og stórmeistara í skák eru greidd eða um 120.000 kr. en mis- muninum, um 40.000 kr., skal var- ið til þjálfunar, ferðakostnaðar og annars undirbúnings íþróttamanns- ins. Skulu um það höfð samráð milli viðkomandi sérsambands og stjórnar afreksmannasjóðs. Fögnum/B4 j j METSOLUBOKIN Meistarar í akstursíþróttum verður árituð í Kringlunni sunnudaginn 22. desember af meisturum akstursíþrótta, m.a. af tor- færuköppunum Árna Kópssyni og Halla Pé og rall feðgunum Rúnari Jónssyni og Jóni Ragnarssyni. Áritun verður íverslunum; Eymundsson, suður Krínglunni kl. 14.00-15.00 Pennanum, Krínglunni kl. 15.00-16.00 Eymundsson, Krínglunni kl. 16.00-17.00 Meistarar fæst á bensínstöðvum og í bókabúðum um land allt og í póstkröfu frá Bflabúð Benna. 200 litmyndir og 25frískleg viðlöí!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.