Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 4
/PROmR SKIÐI Von Grilnigen með yfirburði Svisslendingurinn Michael von Griinigen sigraði í stórsvigi karla sem fram fór í Alta Badia á Ítalíu á sunnudag og var það jafn- framt síðasta heimsbikarmótið fyrir jól. Hann hafði mikla yfirburði og náði besta tímanum í báðum um- ferðum og vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu. Landi hans, Steve Loch- er, varð annar. Von Griinigen, sem er heimsbikarhafi í stórsvigi, hefur nú forystu í stigakeppninni í stór- svigi, með 280 stig en Hans Knauss, Austurríki, kemur næstur með 240 stig en hann er efstur í heildarstiga- keppninni. „Þetta voru líklega bestu umferð- ir mínar í stórsvigi frá upphafi, því brautimar voru mjög erfiðar," sagði Von Griinigen sem hlaut rúmlega 500 þúsund krónur fyrir áttunda sigur sinn í heimsbikarmóti. „Ég held ég hafi tekið meiri áhættu en nokkru sinni áður. Þetta var einn stærsti sigur minn á ferlinum. Það er alltaf erfítt að vinna fyrsta mótið á hveiju tímabili og það skemmir ekki fyrir að það skuli hafa verið í Alta Badia," sagði svissneski sig- urvegarinn. „Að vera næstur á eftir Von Griinigen er jafnvel eins gott og að sigra,“ sagði Locher. ítalinn Nana varð þriðji og var þetta í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í heimsbikarmóti. Tomba ekki með Alberto Tomba tók ekki þátt í stórsviginu því hann ætlar að ein- beita sér að sviginu í vetur. Hann á góðar minningar frá Alta Badia því hann hefur verið á verðlauna- palli í stórsvigi á öllum heimsbikar- mótunum sem þar hafa farið fram frá því 1986. Reuter MICHAEL von Griinigen frá Sviss var með besta brautartím- ann í báðum umferðum stórsvigslns í Alta Badla á sunnudag. ítalinn Kristian Ghedina sigraði í bruni í Val Gardena á laugardag- inn. Hann jafnaði þar með met landa síns, Herberts Blanks, sem sigraði í þessari braut árið 1977 og er kom- inn á stall með honum sem besti brunmaður ítala. Luc Alphand frá Frakklandi, sem sigraði í bruninu á sama stað á föstudag, varð annar og Josef Strobl, Austurríki, þriðji. Alphand heldur forystunni í stiga- keppninni í bruni með 220 stig en Ghedina fylgir honum fast á eftir með 205 stig. Von Griinigen Aldur: 27 ára. Hæð og þyngd: 176 cm / 72 kg Heimsbikarsigrar: Veysonnaz 1993, Val d’Isere 1994, Tignes 1995, Vail 1995, Park City 1995, Adelboden 1996, Hinterstoder 1996, Atla Badia 1996. Annað: Hann er heimsbikarmeistari í stórsvigi og varð annar í svigi á HM sl. vetur. Hann er giftur og einn son. Hann þykir frekar hlédrægur. Systir hann tók hann að sér eftir að foreldrar hans létust þegar hann var bam. Claudia Riegler í jólaskapi Claudia Riegler frá Austurríki, sem keppir fyrir Nýja-Sjá- land, sigraði í svigi kvenna í Crans Montana í Sviss á laugardag. Þetta var annað svigið hjá konunum á tímabilinu og hefur Riegler unnið þau bæði. Pernilla Wiberg frá Sví- •þjóð, sem náði besta tímanum í fyrri umferð, varð önnur og Patric- ia Chauvet, Frakklandi, þriðja, rétt á undan löndu sinni, Leilu Piccard, sem náði besta brautartímanum í síðari umferð. „Ég átti ekki von á sigri því ég var ekki fullkomlega ánægð með mig, sérstaklega í fyrri umferð. En ég hef mikið sjálfstraust og það hjálpaði mér í síðari umferðinni," sagði Riegler eftir sigurinn. Eftir að Riegler, sem gerðist nýsjálenskur ríkisborgari fyrir nokkrum árum, vann fyrsta heims- bikarmót sitt í fyrra bað austurríska skíðasambandið hana að endurskoða afstöðu sína og keppa fyrir Austur- ríki. Hún neitaði því enda var hún sett út úr unglingalandsliði Austur- ríkismanna á sínum tíma. Eftir það tfé de siombía Reuter CLAUDIA Riegler setti upp jólasveinahúfuna áður en hún tók vió gullverðlaunum sínum. gerðist hún ríkisborgari Nýja-Sjá- lands og fékk það auðveldlega þar sem móðir hennar er nýsjálensk. Þýska stúlkan Katja Seizinger, sem hefur verið í forystu í stiga- keppni heimsbikarsins, keppti ekki vegna veikinda. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Malone með 10 þúsund fráköst Karl Malone varð í fyrrinótt 11. leikmaðurinn í NBA-deildinni til að skora yfir 20.000 stig og taka 10.000 fráköst á ferlinum. Það bar skugga á þennan áfanga Malones að liðið hans, Utah, tapaði fyrir Cle- veland Cavaliers 100:94. „Við töpuð- um og ég held að ég komi til með að minnast þessa áfanga þannig," sagði Malone. „Ég hefði heldur kosið að sigra en ná tíu þúsundasta frák- astinu.“ Terrell Brandon setti stiga- met er hann gerði 33 stig fyrir Cleve- land og var þetta fímmti sigur liðsins í röð. Malone var stigahæstur í liði Utah með 20 stig og tók 12 fráköst. Boston tapaði fímmta leiknum í röð er liðið mætti Charlotte Hornets, 98:102. Glen Rice gerði tíu af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta. Latrell Sprewell gerði átta af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta og þar af mikilvæga þriggja stiga körfu þegar 70 sekúndur voru eftir fyrir Golden State Warriors sem vann LA Clippers 97:91. Reggie Miller gerði 18 af 21 stigi sínu í fyrri hálfleik fyrir Indiana Pacers sem vann Toronto 111:92. Þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fímm leikjum. Gary Payton gerði 31 stig í stór- sigri Seattle á Dallas 93:79 og var þetta fjórði sigur liðsins í röð. George McCloud var með 23 stig fyrir Ma- vericks. Anthony Peeler var með 27 stig, sem er það mesta hjá honum í vet- ur, er Vancouver Grizzlies vann Washington 91:87. Rod Strickland var með 23 fyrir Washington. Chicago Bulls sigraði tvívegis um helgina. Ifyrst Charlotte, 93:72, og gerði Michael Jordan þá 22 af 35 stig- um sínum í fyrri hálfleik. Hann gerði síðan 31 stig fyrir Bulls í 111:105 sigri á Philadelphiu. Scottie Pippen var með 22 stig og Dennis Rodman 12 og tók auk þess 18 fráköst. Minnesota, sem hafði tapað þrem- ur leikjum í röð, vann LA Lakers 103:88 á laugardag. Kevin Gamett gerði 23 stig og Tom Gugliotta 17 fyrir Minnesota. Nick Van Exel og Shaquille O’Neal voru stigahæstir í liði Lakers með 22 og 21 stig. URSLIT Heimsbikarinn Crans Montana, Sviss: Svig kvenna 1. Claudia Riegler (N-Sjálandi).1:29.83 (44.83-45.00) 2. Pemilla Wiberg (Svíþjóð)....1:30.50 (44.60-45.90) 3. Patricia Chauvet (Frakkl.)..1:30:54 (45.24-45.30) 4. LeilaPiccard (Frakkl.)......1:30.97 (46.35-44.62) 5. Karin Roten (Sviss).........1:31.34 (45.41-45.93) Staðan í heildarstigakeppninni: 1. Katja Seizinger (Þýskal.).......494 2. Pemilla Wiberg (Svíþjóð).......462 3. Hilde Gerg (Þýskal.)...........391 4. Anita Wachter (Austurr.).......225 5. Isolde Kostner (fta.Hu)........217 Val Gardena, Ítalíu: Brun karla: 1. Kristian Ghedina (ftaliu)...2:00.28 2. Luc Alphand (Frakkl.).......2:00.51 3. Josef Strobl (Austurr.).....2:00.65 4. Atle Skaardal (Noregi)......2:01.05 5. Hans Knauss (Austurr.)......2:01.12 Alta Badia, Ítalíu: Stórsvig karla: 1. MichaelVonGriinigen (Sviss) ....2:32.66 (1:18.15/1:14.51) 2. Steve Locher (Sviss) ......2:33.43 (1:18.17/1:15.26) 3. Matteo Nana (Ítaiíu).......2:34.15 (1:19.29/1:14.86) 4. Hans Knauss (Austurr.).....2:34.58 (1:19.68/1:14.90) 5. Rainer Salzgeber (Austurr.).2:34.73 (1:19.48/1:15.25) 6. Siegfried Voglreiter (Austurr.) ...2:34.79 (1:19.38/1:15.41) 7. GuentherMader(Austurr.)....2:34.86 (1:19.70/1:15.16) 8. Urs Kaelin (Sviss).........2:34.90 (1:19.34/1:15.56) Staðan i heildarstigakeppninni 1. Knauss........................ 421 2. Von Griinigen...................331 3. Locher..........................295 4. Sykora..........................282 5. Aamodt..........................280 6. Luc Alphand (Frakkl.)..........252 7. J.Strobl.......................247 8. Kristian Ghedina (Ítalíu)......219 9. Mader..........................216 10. Mayer..........................207 Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfaranótt laugardags Atlanta - New Jersey.............109:95 Cleveland - Toronto...............91:82 Indiana - Detroit.................75:84 Philadelphia - New York.........103:110 Orlando - Utah....................93:98 Denver - Vancouver...............108:93 Portland - Dallas................107:77 Seattle - LA Clippers............102:86 Leikir aðfaranótt sunnudags: Charlotte - Atlanta...............98:93 New Jersey - Boston.............101:100 New York - Detroit................95:92 Philadelphia - Chicago..........105:111 Minnesota - LA Lakers............103:88 Houston - Miami...................66:86 San Antonio - Phoenix............101:88 Milwaukee - Orlando..............103:85 Sacramento - Portland............101:99 ■Eftir framlengingu. Leikir aðfaranótt mánudags: Cleveland - Utah.................100:94 Indiana - Toronto................111:92 Boston - Charlotte...............98:102 Golden State - LA Clippers........97:91 Seattle - Dallas..................93:79 Vancouver - Washington............91:87 Staðan (Sigrar, top, vinningshlutfall i %). Austurdeild Atiantshafsriðill Miami.................. New York............. Washington.......... Orlando.............. Philadelphia........ NewJersey........... Boston.............. Miðriðill Chicago............. Detroit............. Cleveland........... Atlanta............. Charlotte........... Milwaukee............ Indiana.............. Toronto............. Vesturdeild Miðvesturriðill Houston................ Utah................ Dallas.............. Minnesota........... Denver.............. San Antonio......... Vancouver........... Kyrrahafsriðill 19 7 73,1 18 7 72,0 12 13 48,0 9 13 40,9 7 18 28,0 6 16 27,3 5 19 20,8 23 3 88,5 20 5 80,0 17 8 68,0 15 9 62,5 15 11 57,7 14 11 56,0 12 12 50,0 18 33,3 5 80,8 20 5 80,0 16 36,0 17 34,6 7 19 26,9 6 17 26,1 6 22 21,4 20 9 69,0 19 9 67,9 14 13 51,9 10 17 37,0 10 17 37,0 10 17 37,0 8 17 32,0 ENGLAND: 1 11 X X 1 211 2X21 ITALIA: 2 1X 1X1 21X XXXX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.