Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 1
- B L A Ð ALLRA LANDSMANNA 1996 SKIÐi Ghed- inaá fullri ferð ÍTALINN Krist- ian Ghedina sigr- aði í bruni karla sem fram fór í Val Gardena á ítalíu um helg- ina. Hann vann þar með fimmta heimsbikarsigur sinn. Ghedina, sem er 27 ára, lenti í umferðar- slysi fyrir fimm árum sem kost- aði hann næstum lífið. Hann hefur nú náð sér full- komlega og sýndi það eftir- minnilega í brun- inu um helgina. Næsta heimsbik- armót verður 29. desember. tM*tgiMM$toto ÞRIÐJUDAGUR24. DESEMBER BLAÐ Reuter KNATTSPYRNA Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson með Birmingham til 1. febrúar A möguleika á að mæta öllum „Islendingaliðuniim if Gamall draumur Birkis Krist- inssonar, landsliðsmarkvarðar í knattspyrnu, varð að veruleika um helgina, þegar Brann í Noregi, sem hann er samningsbundinn fram í október á næsta ári, sam- þykkti að leigja hann til Birming- ham til og með 1. febrúar á næsta ári. „Mig hefur oft langað til að leika með ensku liði og það er mikið mál að komast til Eng- lands," sagði Birkir við Morgun- blaðið. „Allir fylgjast með ensku knattspyrnunni og þetta er ákveðið tækifæri sem byggist á mér sjálf- um - ef ég stend mig er líklegt að einhver taki eftir því." Eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag kom tilboð Birm- ingham City skyndilega upp en lið- ið er í toppbaráttunni í 1. deild. Markvörður þess verður frá næstu vikurnar vegna fingurmeiðsla og var haft samband við Brann um miðja liðna viku til að falast eftir íslenska markverðinum. Þá var Birkir á námskeiði í Ósló en þegar hann kom til íslands sl. fimmtudag fékk hann skilaboð um að hafa samband við félag sitt. „Við fjöl- skyldan ætluðum að vera hjá ætt- ingjum um jólin en sennilega hefði ég ekki komið til íslands ef ég hefði vitað af þessum möguleika," sagði Birkir. Samningar tókust seint á laugardagskvöld og fór Birkir út morguninn eftir en hann vonast til að fá eiginkonuna og þriggja ára son þeirra til sín á milli jóla og nýárs. Birmingham sækir Þorvald Ör- lygsson og samherja í Oldham heim á annan í jólum en á heimaleik við Tranmere 28. desember og við BIRKIR Kristinsson Manchester City 1. janúar. Síðan er bikarleikur en 11. janúar leikur Birmingham við Lárus Orra Sig- urðsson og félaga í Stoke, 18. jan- úar er heimaleikur við Reading, 29. janúar útileikur við Birmingham og 1. febrúar útileikur við Guðna Bergsson og leikbræður hans í Bol- ton. „Þetta eru allt mjög spennandi leikir og ekki er amalegt að vita til þess að ég eigi möguleika á að mæta öllum íslensku kempunum," sagði Birkir. „Mér líst svo sannar- lega vel á þetta." Birkir hittir félaga sína í Brann í Frankfurt í Þýskalandi 2. febrúar og þaðan fer norska liðið í æfinga- ferð til Suður-Afríku og Spánar en mikil áhersla var lögð á að Birkir færi með. W? h . ¦,-.•.-.'.- . .:- ©© © Vinningar Fjðldl vlnninga Vlnnings-upphæð *| . 5 af 5 2 6.597.080 2.VSHW s 179.640 3.4"5 173 8.950 4.3"*5 5.466 660 bffWiaBBM.-f;gM 19.248.270 Vlnningar FJðldl vinninga Vinnings-upphœð "| p 6af6 1 44.110.000 Q Sfif 6 0 1.071.781 3. 5a!6 4 63.710 4, 4af6 250 1.620 r- 3af6 O. + bónus 961 180 mmmmmmmm 46.014.601 1.904.601 KÍN*í ¦17.12.- 23.12. '96| ö/5MEk@ A.Ö.GÆ OÆÆ ö.öffi.íí) UPPLÝSINGAR - Mlðarnir með 1. vinníngi i Lottc c ^r vonj keyptir i Soluturnínum Lerfsgötu i Reykjavik og Abæ á Sauðerkroki. en bonusvinningunum í Esjuskálanum vvd : Vallargrund a Kialarnesi Otli Langatanga i Mosfellsbæ. Happa^ businu í Kringlunni og Noat~ • -' Rofabæ í Rvk. og Horninu a Serfoss). Dregið verður i Vikingatottomu a fimmtudag og geta tottospiísrs 'ke-ypt miða til hadagis i dag, Bðfangertaffl og milli 12 og 1T 3 fimmtudag. imnm ^\ míkíis ad ví^°a 1. vinningur er áætlaöur 40 miíljónir kr. KNATTSPYRÍMA: SPENNA Á ENGLANDI / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.