Morgunblaðið - 24.12.1996, Side 1

Morgunblaðið - 24.12.1996, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA omunlifcitriti 1996 SKÍÐi Ghed- inaá fullri ferð ÍTALINN Krist- ian Ghedina sigr- aði í bruni karla sem fram fór í Val Gardena á Italíu um helg- ina. Hann vann þar með fimmta heimsbikarsigur sinn. Ghedina, sem er 27 ára, lenti í umferðar- slysi fyrir fimm árum sem kost- aði hann næstum lífið. Hann hefur nú náð sér full- komlega og sýndi það eftir- minnilega í brun- inu um helgina. Næsta heimsbik- armót verður 29. desember. ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER BLAD B Reuter KNATTSPYRNA Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson með Birmingham til 1. febrúar Á möguleika á að mæta öllum „Islendingaliðunum" Gamail draumur Birkis Krist- inssonar, landsliðsmarkvarðar í knattspyrnu, varð að veruleika um helgina, þegar Brann í Noregi, sem hann er samningsbundinn fram í október á næsta ári, sam- þykkti að leigja hann til Birming- ham til og með 1. febrúar á næsta ári. „Mig hefur oft langað til að leika með ensku liði og það er mikið mál að komast til Eng- lands,“ sagði Birkir við Morgun- blaðið. „Allir fylgjast með ensku knattspyrnunni og þetta er ákveðið tækifæri sem byggist á mér sjálf- um - ef ég stend mig er líklegt að einhver taki eftir því.“ Eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag kom tilboð Birm- ingham City skyndilega upp en lið- ið er í toppbaráttunni í 1. deild. Markvörður þess verður frá næstu vikurnar vegna fingurmeiðsla og var haft samband við Brann um miðja liðna viku til að falast eftir íslenska markverðinum. Þá var Birkir á námskeiði í Ósló en þegar hann kom til íslands sl. fimmtudag fékk hann skilaboð um að hafa samband við félag sitt. „Við fjöl- skyldan ætluðum að vera hjá ætt- ingjum um jólin en sennilega hefði ég ekki komið til Islands ef ég hefði vitað af þessum möguleika," sagði Birkir. Samningar tókust seint á laugardagskvöld og fór Birkir út morguninn eftir en hann vonast til að fá eiginkonuna og þriggja ára son þeirra til sín á milli jóla og nýárs. Birmingham sækir Þorvald Ör- lygsson og samhetja í Oldham heim á annan í jólum en á heimaleik við Tranmere 28. desember og við BIRKIR Kristinsson Manchester City 1. janúar. Síðan er bikarleikur en 11. janúar leikur Birmingham við Lárus Orra Sig- urðsson og félaga í Stoke, 18. jan- úar er heimaleikur við Reading, 29. janúar útileikur við Birmingham og 1. febrúar útileikur við Guðna Bergsson og leikbræður hans í Bol- ton. „Þetta eru allt mjög spennandi leikir og ekki er amalegt að vita til þess að ég eigi möguleika á að mæta öllum íslensku kempunum," sagði Birkir. „Mér líst svo sannar- lega vel á þetta.“ Birkir hittir félaga sína í Brann í Frankfurt í Þýskalandi 2. febrúar og þaðan fer norska liðið í æfinga- ferð til Suður-Afríku og Spánar en mikil áhersla var lögð á að Birkir færi með. ViNNINGSTOLUFt MiÐViKUDAGIN'N AÐALTOLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð “f . 6 af 6 1 44.110.000 o S af 6 0 1.071.781 3. 58,6 4 63.710 4. 4 af 6 250 1.620 r- 3 af 6 O. + bónus 961 180 Samtais; 1.261 46.014.601 '117.12.- 23.12. '96 121/ UPPLYSINGAR • Mtdarnir meö 1. vinnmgi « Lottcs 5/38 voru keyptsr í Soiuturnínum Lerfsgötu i Reykjavik og Ábæ á SauöerkrokL en bónusvinningunum i Esjuskáianum vió Vallargrund á Kjatarnesí. Olis Langatanga i MosfeUsbæ, Happa-^ húsinu i Kringlunni og Nöatúni viö Rofabæ i Rvk. og Hornínu a Seffossi. Dregld verður i Vikingalottoinu a fímmtudag og geta lottóspilsrs keypt miöa til hádagis i dag, aöfangadag og milli 12 og 17 á fimmtudag. t m ^ að vino3 1, vinningur er áætlaður 40 milljónir kr. KNATTSPYRNA: SPENNAÁ ENGLANDI / B3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.