Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 1
iBRANPARARJj [þrautir! Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 (N ÞAÐ bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ág- ústusi keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin, er gjörð var, þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borginni Nazaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, því að hann var af húsi og kynþætti Davíðs, til þess að láta skrá- setja sig, ásamt Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöldust þar kom að því að hún skyldi verða léttari Fæddi hún þá son sinn frum- getinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu. Og í þeirri byggð voru fjár- hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og eng- ill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svip- an var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir vel- þóknun á. Og er englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirð- arnir hver við annan: Vér skul- um fara rakleiðis til Betlehem og sjá þennan atburð, sem orð- inn er og Drottinn hefír kunn- gjört oss. Og þeir fóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósef, og ungbarnið liggjandi í jötunni. En þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er talað hafði verið við þá um barn þetta. Og allir, sem heyrðu það, undr- uðust það, sem hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi öll þessi orð og hugleiddi þau með sjáVfri sér. Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu og lofuðu Guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð, eins og sagt hafði verið við þá. (Lúkasar guðspjall, 2. kafli, 1.-20. vers.) Barnablað Morgunblaðsins, Myndasögur Moggans, óskar lesendum sínum og öllum öðr- um gleð'úegrar jólahátíðar. Megi ljósið ná til okkar allra. Stúfur IÐUNN Garðarsdóttir, 7 ára, teiknaði mynd af Stúfi, blessuðum karlanganum. Jóíahátíð höldum við Jólasveinn GUÐRÚN Steinþórsdóttir, Fálka- götu 34, 107 Reykjavík, teiknaði þessa fallegu jólasveinamynd. VIRÐULEGU Myndasög- ur Moggans! Leyfíst mér að senda yður þetta litla jólalag, sem er eftir mig og text- inn. Það hefur aldrei birst áður, en nokkuð langt síð- an ég gerði það ásamt öðrum óskyldum lögum, sem flutt haf a verið gegn- um tíðina. Ekki er ungum aldri mínum til að dreifa, því ég verð 75 ára á næsta ári. En kannski verður gamall maður tvisvar sinnum barn, mér til bóta. Ég skal ekki tefja yður meira um þetta lítilræði,\ enda skriftin skjálfhent- um nokkur raun. Ég skal skjóta því hér að; barna- barnabörnin mín hafa aldrei séð eða heyrt þetta lag og ljóð mitt, en þau eru fjögur í barnaskóla áLpítií iö jJiaíci^ 1«) rj Klíti I j p J i p p J' p 1 íii fyl-a. - fe-tíft Jitfííf-um M' hir ó, Uná'i ál. ftí'riHrt $ md'hjá-u-kÚ biwi-u m-ú. -jrn)U. feg r, | J' r-ULj'tp l i 6nnmájp| -a-^eín-a i\í Mim-a ítfi' oq h&r. $ J'J»F p J'J'r 11 i p ip j jJ$tty MrH viíj-a|á, kuMii-yfii Iö'ikj-u uw -3\löji|-in.ja ^att'Jilojijiut?! nutl. ^'Uiti^n^e£>Uu>dcirtSw/r cÍótt, og eru í músíktímum í skðl- leikur á píanó, klarinett, anum og gengur frábærlega trompet og horn. vel við námið - hvert um sig P.S. Gleðileg jól! Með virðingu og kveðju, Kristinn Gísli Magnússon, Keilugranda 2, Reykjavík. Myndasögum Moggans er sönn ánægja og heiður að fá að birta lag og ljóð um jólahátíðina eftir Krist- in Gísla. Kunnum við hon- um bestu þakkír fyrir og megið þið njóta vel, kæru lesendur. Lítið jólalag (Lag og Ijóð; Krist.inn G. Magnússon.) Jólahitíð Ipldum við hérji landi öll. Börnin góð með bjSlluklið burtu reka-tröll. Enn má jólasveina sji sveima hérogþar. Kjöt og kerti vBja fi, kunnugt löngu var. Klöppum kitt, klöppum hítt. Kríngum tréð n'ð dömum ditt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.