Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðleg tónlist, kirkjuklukk ur og nýársgleði Jónasar ENGIN áramót eru á Rás eitt án þess að lagið góða hans Páls ísólfssonar Brennið þið vit- ar, úr Alþingishátíðarkant- ötunni, sé flutt á undan kveðju frá Ríkisútvarpinu. Nú er lagið sungið af karla- röddum óperukórsins og Karlakómum Fóstbræðr- um með Sinfóníuhljómsveit íslands, undir stjórn Garð- ars Cortes. Hljóðritunin var gerð í tilefni af lýðveldisaf- mælinu í fyrra. Strax eftir miðnætti verður boðið upp á nýársdansleik í umsjá Hermanns Ragnars Stef- ánssonar. Eins og mörg undanfarin ár verður maður ársins val- inn af hlustendum Rásar 2 í þættinum Á síðustu stundu, áramótaþætti dægurmála- útvarpsins sem sendur er út milli eitt og fjögur á gamlársdag. í þáttinn koma landsfeðurnir sem og aðrir sem gerðu árið eftirminni- legt. Hljómsveitin Ómiss- andi fólk, KK, Magnús Eir- íksson og fleiri skemmta með söng og hljóð- færaslætti. Sent verður út frá veitingastaðnum Astró í Reykjavík. Að morgni ný- ársdags, klukkan átta, hringja klukkur landsins í samnefndum dagskrárlið, þar sem Magnús Bjam- freðsson kynnir 34 kirkju- klukkur á landinu öllu. Að klukknaslætti loknum er Níunda sinfónía Beet- hovens leikin að vanda, og í ár era flytjendurnir ein- söngvararnir Charlotte Margiono, Birgit Remmert, Rudolf Schasching og Rob- ert Holl. Þau syngja með Amold Schönberg kórnum og Kammersveit Evrópu; Nikolaus Hamoncourt stjórnar flutningnum. Strandverðir Að loknu ávarpi forseta íslands klukkan 13.25 sér Jónas Jónasson um Nýárs- gleði Útvarpsins sem að þessu sinni er send út frá Vík í Mýrdal. Það eru þrír kórar, einsöngvari, héraðs- skáld og eftirherma sem skemmta hlustendum. Klukkan 16.03 er þáttur- inn Hamingjujól í Hnífsdal sem Finnbogi Hermanns- son á ísafirði sér um. Flétt- að er saman dagbókarbrot- um skoska hermannsins Samuels Ritchie og frásögn Huldu Valdimarsdóttur frá Heimabæ í Hnífsdal. Sam- uel var strandvörður í Hnífsdal í byrjun seinni heimsstyrjaldar. Góð kynni tókust með strandvörðum og heimamönnum og lýsir Samuel jólum sínum í Hnífsdal árið 1940 sem gleðilegustu jólum ævi sinnar. Um kvöldið verður brugðið á leik með nýjum söngstjörnum á Gala- tón- leikum Belvedere-óperu- söngvarakeppninnar. Verð- launahafar syngja atriði úr óperam og óperettum en Tónlistarkvöld Útvarpsins byrjar klukkan 19.40 nýárs- dagskvöld. ENGIN áramót eru á Rás eitt án þess að lag Páls ís- ólfssonar Brennið þið vit- ar, úr Alþingishátíðarkant- ötunni, sé flutt á undan kveðju frá Ríkisútvarpinu. Nú er lagið sungið af karlaröddum óperukórsins og Karlakórnum Fóst- bræðrum með Sinfóníu- hljómsveit íslands, undir stjórn Garðars Cortes. KLUKKAN níu á gamlárs- kvöld verður fluttur á Rás eitt þáttur með því óvenjulega heiti, Farðu í rass og rófu, en honum er lýst sem lítlum, Ijót- um barnatíma þar sem flutt er barnaefni sem er illa, tæplega eða alls ekki við hæfi barna. Þá má ekki gleyma árvissu áramótaskaupi Sjónvarpsins, sem verður á dagskrá klukkan hálfellefu. HELQA Guðrún Johnson fréttamaður er elnn um- sjónarmanna Kryddsildar á Stðð 2 á gamlársdag. un og meðal þeirra sem koma fram eru Tom Jones, Jackie Mason, Victor Borge og Joan Rivers. Fyrsti útsendingardagur næsta árs hefst klukkan níu á 2 með Afa gamla og að ioknum er þátturinn Geimjól á dagskrá. Að því búnu eru verða sögð sígild ævin- týri og þá koma Bíbí og félag- ar fyrir sjón- ir áhorfenda. Dr. Sigurbjöm Einarsson bisk- up flytur síðan ávarp klukkan 11.30 og ekki má gleyma ávarpi forseta Islands klukkan 13.00 Kryddsíld og konungleg skemmtun DAGSKRÁ Stöðvar 2 hefst á gamlársdag klukkan níu með þætt- inum Fyrstu jól Putta og þvínæst koma Bíbí og félagar á skjáinn. Klukkan 13.50 verður frétta- og þjóðmála- þátturinn Kryddsfld á dag- skrá og tveimur tímum síðar verður sýnd dönsk bíómynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna. Nefnist hún Krummarnir. Kryddsfldin stendur 1 tvær klukkustundir að þessu sinni því inn í þáttinn verður skotið stuttum annálsbrotum þar sem fréttamenn gera upp ákveðna málaflokka. Góðir gestir koma í heimsókn en í þeim hópi eru forystu- menn stjómmálaflokk- annaogþáverða skemmtiat- riðin líka á sínum stað. Þáttur- inn verður sendur út beint frá Hótel Borg og umsjónar- menn eru Páll Magnússon frétta- stjóri og Sigmundur Emir Rúnarsson varafrétta- stjóri ásamt Helgu Guðrúnu Johnson fréttamanni. Að ioknu ávarpi forsætis- ráðherra klukkan átta verður sýndur annar hluti dagskrár sem tekinn var upp í Háskóla- bíói í lok mars þar sem Sinf- óníuhljómsveit Islands heldur tónleika undir yfirskriftinni „uppáhaldslagið mitt“. Að þeim loknu tekur við þáttur að nafni Konungleg skemmt- BÖRNIN geta skemmt sér yflr Bíbf og fólögum á ný- ðrsdagsmorgun ð Stöö 2. Teiknimyndir og töfrar TSENDING Stöðvar 3 hefst á gamlársdag klukkan níu árdegis með teiknimyndum með ís- lensku tali. Þeirra á meðal er ævintýri Tobba trítils, Eim- vagninn Ivar, Búálfar sem fara á kreik þegar enginn sér til og Kossakríli, teiknimynd um bangsapabba og bangsa- strák sem strjúka úr fjölleika- húsi. Rétt fyrir hálftólf verður sýnd kvikmyndin Glaumur og gleði sem fjallar um við- burðaríkan dag í lífi tánings- ins Kid. Drengurinn reynir að plata pabba gamla sem mest hann má en lendir í stofufangelsi og missir af partýi hjá vini sínum. Eða hvað? Áramótaávarp og töfrabrögð Áramótaávarp forsætis- ráðherra verður á sínum stað klukkan 20 og þegar Clous- eau lögregluforingi hefur sýnt öll helstu tilbrigði klaufaskapar síns í Bleiki pardusinn snýr aftur er ver- öld sjónhverfinganna næst á dagskrá, klukkan 22.20. Margir af snjöllustu sjón- hverfingamönnum heims leika listir sínar og kynnir er leikarinn John Ritter með grínistann Ritu Rudner sér til fulltingis. Fram koma m.a. Brett Daniels, Greg Frewin, KOSSAKRÍLIN er telknl- mynd um bangsa sem strjúka úr qsilelkahúsl. Bob Arno og Pendragon- hjónin í Ceasars Palace í Las Vegas. Fyrsta dag ársins verða stjörnumar síðan í brenni- depli í þættinum Þau settu svip á árið (FYE! Entertainers 1996) þar sem litið er yfir nýliðið ár. Hverjir voru mest í sviösljósinu? Hvaða nýstimi áttu athygli almennings? Hvað hafa stjömumar fyrir stafni á nýja árinu? Þá er farið yfir það hel- sta sem gerðist í sjónvarps- og kvikmyndaheiminum árið 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.