Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1996, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 C LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 + Gamlársdagur Sjónvarpið ► 0.10 Óður George Lucas til æsku sinnar á sjöunda áratugnum og tón- listarinnar sem var undirleik- ur hennar jafnt sem áhrifa- valdur, Veggjakrot (Ameríc- an GrafBti, 1973) ætti að vera orðin sígildur. Myndin er miklu fremri en flestar þeirra óteljandi eftirlíkinga sem fyí- gt hafa í kjölfarið. Leikhópur- inn er afbragð enda átti hann eftir að gera garðinn enn frægari - Richard Dreyfuss, Ron Howard og margir fleiri. Fyndin og fjörug - og barmafull af yndislegum músíklummum. ★★★1/2 Stöð 2 ► 11.30 Gamli fýlu- pokinn Walter Matthau er það skemmtilegasta við nýj- ustu útgáfuna af Denna dæmalausa (Dennis The Menace, 1993), en auk hans koma við sögu Christopher Lloyd, Joan Plowright, Lea Thompson og Mason Gamble í hlutverki titilprakkarans. . Bærileg skemmtun fyrir unga áhorfendur en varla fleiri.** Stöð 2 ► 15.50 Danska fjöl- skyldumyndin Krummarnir (Krummerne, 1991) um uppá- komur í lífi þriggja barna og foreldra þeirra er ósköp vel meinandi og þar af leiðandi meinlaus. Verst hvað hún er stirðlega gerð. Leikstjóri Sven Methling. ★★ Stöð 2 ► 0.30 Robin Will- iams sýnir sinn venjubundna æðibunuleik í heldur skemmtilegri gamanmynd með ofurlitlum ádeilubroddi, þar sem er Góðan daginn, Víetnam (Good Morning Vietnam, 1987). Williams er hamslaus plötusnúður í her- útvarpsstöð í Saigon sem ögr- ar yfirboðurum og flestu öðru sem lífsanda dregur. Bygg- ingarlega er myndin í brot- um. Leikstjóri Barry Levin- son. 'k'ki/z Stöð 2 ► 2.30 Leitin (The Searchers, 1956) er sígildur vestri eftir John Ford og trú- lega ein af bestu myndum Johns Wayne sem leikur mann í fimm ára hefndarfór á eftir indíánum. Glæsileg myndataka og pottþétt frásagnartækni hjá Ford.**** Stöð 3 ► 11.25 Unglinga kómedían Glaumur og gleði (House Party, 1990) segir frá ungum rappara sem neytir allra bragða til að komast í forboðið partí. Nokkuð snaggaraleg og áreiðanlega hittin fyrir mark- hópinn - svarta ameríska stórborgarunglinga -en kannski fölir jafnaldrar þeirra hér í fámenninu geti líka skemmt sér. Leikstjóri Reginald Hudlin og rappar- inn Christopher Reid leikur STOÐ 2 sýnir á nýársnótt kvikmyndina Leitina í leik- stjórn Johns Ford með John sjálfan Wayne í aðalhlutverki. Myndin fjallar um fimm ára hefndarför hans á eftir indíánum. Nema hvað? STÖÐ 3 sýnir kvikmyndina Næturstund með Julie Delpy og Ethan Hawke nýársdagskvöld. SJONVARPIÐ sýnir kvikmynd ^ George Lucas, ■* Veggjakrot, eða K '\W;, 9 American Graff- " iti þeg ar tíu - mínútur eru ý liðnar af nýju —- UJ aðalhlutverkið. ★★1/2 Stöð 3 ► 13.05 Sú góða breska leikkona Juliet Stevenson (Eiginkona ráð- herrans m.a.) fer í Út yfir gröf og dauða (Truly, Mad- ly, Deeply, 1991) með hlut- verk konu sem syrgir látinn kærasta. En er hann kannski ekki dauður - úr öllum æðum? Höfundur þessarar myndar, Anthony Minghella, reikar dálítið í tóntegund en hún er á ýmsan hátt heillandi. Alan Rickman sýnir hnitmið- aðan leik sem elskhuginn aft- urgengni. ★★1/2 Stöð 3 ► 20.30 Peter Sell- ers er sem oftast óviðjafnan- lega fyndinn sem hrakfalla- bálkur allra hrakfallabálka Clouseau rannsóknarlögga í Bleiki pardusinn snýr aftur (The Return Of The Pink Panther, 1975). Herbert Lom og Christopher Plummer verða fyrir barðinu á honum - hvor sínum megin við lög og rétt. Leikstjóri Blake Edw- ards+*^ Stöð 3 ► 0.50 Togstreita sonar og fóður í námabæ í Pennsylvaníu er í brennidepli Sjóræningjar, bangsar og áramótaálfar HÓTEL Ósló nefnist nýr norskur myndaflokkur fýrir ungÚnga sem Sjónvarpið byrj- ar að sýna klukkan sjö að kvöldi sunnudagsins 29. des- ember. Þættimir eru fjórir og í þeim ségir af ævintýrum ungmenna frá Norðurlöndunum sem hitt- ast á gömlu gistihúsi í Ósló. Meðal leikenda er Alda Sig- urðardóttir sem lék meðal ann- ars í Hinum helgu véum Hrafhs Gunnlaugssonar. Að morgni gamlársdags kynnir Rannveig Jóhanns- dóttir morgunsjónvarpið og þar verður meðal efnis löng teiknimynd um sjóræningj- ann Sandokan og ævintýri hans. Paddington snýr aftur Eftir hádegið verður Jóla- stundin okkar endursýnd, þá verður mynd um Pappírs- Pésa og klukkan þrjú er á dagskrá teiknimynd um hringjarann í Frúarkirkju, krypplinginn Kvasímódó. I morgunsjónvarpinu á ný- ársdag mætir gamall góð- kunningi bamanna, sjálfur Paddington, til leiks og þar verður líka saga Heiðdísar Norðfjörð um Ai-amótaálfinn SJÓNVARP- Ið sýnlr telknlmynd um sjóræn- Ingjann Sandokan og félaga hans að morgnl gamlárs- og söngvamyndin Rokna Túli. Klukkan 18.30 verður sýnd ný íslensk bamamynd sem heitir Tréð og er eftir Jón Egil Bergþórsson og klukkan 19.00 er á dagskrá brúðumyndin Sólarbamið. Að kvöldi nýársdags verður sýnd upptaka frá sýningu kanadíska fjölleikaflokksins Cirque de soleil og er óhætt að segja að sú mynd sé mikil veis- la fyrir augu og eym bama jafht sem fullorðinna. Pennsylvaníuprinsins (The Prínce Of Pennsylvania, 1988), ekki allt of vel heppn- aðrar gamanmyndar með Keanu Reeves og Fred Ward. Leikstjóri Ron Nyswan- er.^* NYARSDAGUR Sjónvarpið ► 22.00 Ric- hard Attenborough forðast þann útbelgda, tilfinninga- bólgna leikstjómarstíl sem einkennt hefur „stórmyndir “ hans í vönduðu, bókmennta- legu ástardrama, Skugga- lendur (Shadowlands, 1993), þar sem úrvalsleikararnir Anthony Hopkins og Debra Winger túlka sannsögulegt samband rithöfundanna C.S. Lewis og Joy Grisham. Blæ- brigðarík og áhrifarík. ★★★iy2 Stöð 2 ► 13.20 Leyndar- dómar lífsins taka á sig fagur- lega teiknaða og táknræna mynd í heillandi æskusögu, Leynigarðinum (The Secret Garden, 1993), um ofdekrað- an munaðarleysingja sem er tekin í fóstur á dularfullum herragarði í Englandi. Pólski leikstjórinn Agnieszka Hol- land gerir sígildri sögu Frances Hodgson Bumett verðug skil. ★★★ Stöð 2 ► 15.00 ítalski meistarinn Bemardo Bert- olucci átti ekki sama erindi við Austurlandastórmynd í Litla Búdda (Little Buddah, 1993) og í Síðasta keisaran- um. Hér tvinnar hann heldur klaufalega saman tvær sögur tengdum Búdda - aðra úr fortíðinni og hina úr nútíman- um - og er sú fyrri skárri. En myndin gengur einfald- lega ekki upp. Keanu Reeves, Chris Isaak söngvari og Bridget Fonda em meðal leikara. ★★ Stöð 2 ► 20.00 Gamla góða fjölskyldutíkin Lassie lifir góðu lífi í Lassí (Lassie, 1994) , prýðilega heppnaðri og fallegri afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Leikstjóri Daniel Petrie.*** Stöð 2 ► 21.40 Breski leik- stjórinn Bernard Rose gerir athyglisverða en ófullnægj- andi leit að leyndardómi í lífi Beethovens, sem Gary Old- man túlkar á sinn flúraða en kraftmikla hátt, í Ódauðlegri ást (Immortal Beloved, 1994). Virðingarverð tilraun en fremur klunnaleg.**i/2 Stöð 2 ► 23.40 Kenneth Branagh, sá gáfaði en sjálf- umglaði listamaður, leikstýrir sjálfum sér og fyrrverandi eiginkonu, Emma Thompson, í gamanleik Shakespeares Ys og þys út af engu (Much AdoAbout Nothing, 1993). Yfirþyrmandi og þreytandi hundakæti einkennir leikinn í þessari mynd sem þó er fag- urlega tekin í sólríku um- hverfí.+*i/2 Stöð 3 ► 13.30 Engar um- sagnir liggja fyrir um Ástir og auðna (For Love And Glory), rómans um illa þokk- að ástarsamband í Virginíu- fylki á tímum borgarastríðs- ins í Bandaríkjunum. Daniel Markel, Zach Galligan og fleiri stórmenni leika. Stöð 3 ► 19.55 Richard Linklater þykir með frum- legri leikstjórum Bandaríkj- anna af yngri kynslóð en Næturstund (Before Sun- ríse, 1995) er full af lítilsigldu kjaftæði í stað dramatískra átaka, þar sem er ofurhvers- dagsleg saga af ungu pari - Ethan Hawke og Julie Delpy - sem hittast fyrir tilviljun á lestarferðalagi um Evrópu og eyða saman sólarhring. Delpy er góð og mynd hefur lág- markssjarma.** Stöð 3 ► 21.45 Einhver frægasta og vinsælasta mynd kvikmyndasögunnar er Ben- Húr (Ben-Hur, 1959), enda státar hún af 11 Óskars-verð- launum og Charlton Heston bítandi á jaxlinn sem aldrei fyrr. Hann leikur heldri mann á tímum Krists sem lendir upp á kant við æskuvin sinn en sá er jafnframt her- stjóri Rómverja og úr verður mikil hörmungasaga. Henni lýkur á frægum hestakerru- kappakstri. William Wyler leikstýrir af traustri fag- mennsku. ★★★ Sýn ► 20.00 Framhald enn og aftur: Aleinn heima var nokkuð kostuleg og kraftmik- il gamanmynd um dreng sem verður viðskila við foreldra sína og lendir í ýmsum ævin- týrum. Aleinn heima 2 (Home Alone 2,1992) fjallar um sama dreng sem verður viðskila við sömu foreldra og lendir í svipuðum ævintýrum, að þessu sinni í New York yfir jólin. Joe Pesci og Daniel Stern endurtaka sínar kát- legu rullur sem seinheppnir smákrimmar og Macaulay Culkin er sem fyrr fremur kostulegur. En voða er þetta allt mikil endurtekning, ha? ★★ Sýn ► 22.55 Sjö leikstjóra þurfti til að ljúka við Dýflissuna (TheDung- eonmaster, 1985). Síðan hef- ur lítið til þeirra spurst og bendir flest til að þeir hafi lokast inni í viðfangsefni sínu. Áhorfendur mega taka sömu áhættu ef þeir vilja. Það ætla ég ekki að gera en Maltin var nógu galinn til að horfa til enda og snúa aftur með einkunnina ★ iæ, á leið- inni hitti hann Martin og Potter sem gáfu núll. Þökk sé þeim fyrir fórnfýsina. Árni Þórarinsson „II Grande Cantante Á NÝÁRSDAG kiukkan 17 verður fluttur á Bylgjunni þátturinn II Grande Cantante og greint frá heimsókn Jóns Ársæls til Kristjáns Jóhannssonar óperusöngv- ara. Þátturinn er tveggja klukkustunda langur. Jr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.