Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 2
2 C FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997
ILLUGI Björnsson afgreiðslumaður segir að margir nýti sér
GSM-símann við jólainnkaupin.
BRYNJÚLFUR Guðmunds- GUNNAR Möller talar í GSM-símann í Austurstrætinu.
son með farsímann sinn.
^ EKKERTIáterá
vinsældum
qfi gallabuxna og
ýmiss konar
fatnaði úr
gallaefni ef
marka má nýjustu
tískublöðin þetta
árið. Gallaföt
virðast sígild
við flest tæki-
færi og
þykja tösk
ur, skór
og hattai
úr galla-
efni
ómissandi fylgihlutir. Oft eru
slíkir hlutir prýddir leður-
bryddingum og öðru
skrauti.
Þær sem fjárfest
hafa í fatnaði úr
efni með mynstri
áþekku dýrafeld-
um á undanförn-
um árum ættu
líka að kætast
því slíkar flík-
ur virðast
vera orðnar
sígildar í
alls konar
útfærsl-
um eins
og sjá má
á þessum myndum.
Gallaefni og mynstur
eins og dýrafeldir
„SÆLL vertu, ég er í Kringlunni,
að leita að jólagjöfum. Vildi bara
vita hvort þú værir búinn að kaupa
hangilærið... jú, jú, ég skal sjá um
gjöfina handa mömmu. Sjáumst."
Samtalinu er slitið og unga konan
í leðuijakkanum stingur GSM-far-
símanum í töskuna, heldur för sinni
áfram um verslunarmiðstöðina og
hverfur inn í eina búðina.
Ofangreint samtal er reyndar
hugarsmíð blaðamanns, en ef til vill
ekki svo ijarri lagi. Blaðamaður og
ljósmyndari Morgunblaðsins fóru
nefnilega, eins og svo margir aðrir,
í bæinn á Þorláksmessudag og kom-
ust að því að ótrúlega margir voru
að tala í GSM-farsímann sinn, mitt
í jólaösinni. Umræðuefnin voru ekki
alltaf brýn viðskiptaerindi, eins og
í fyrstu mætti ætla, heldur voru
margir að spjalla við vini og vanda-
menn og sumir jafnvel að skipu-
leggja jólainnkaupin. Þetta kom
meðal annars fram í samtali við af-
greiðslumenn nokkurra verslana í
Reykjavík. Ein afgreiðslustúlkan
sagði til dæmis frá því að hún hefði
verið að afgreiða tvo pilta um dag-
inn, á_ aldrinum sextán til sautján
ára. „Á meðan ég afgreiddi þá, tóku
þeir báðir upp GSM-símann og
ræddu um partíið sem átti sér stað
kvöldið áður. Ég gerði ítarlegar til-
raunir til að segja þeim hvað varn-
ingurinn kostaði, en þeir virtust ekki
hafa neinn tíma til að tala við mig,“
sagði hún.
GSM-síminn nauðsynlegur
Illugi Björnsson, afgreiðslumaður
í versluninni Habitat í Kringlunni,
tók undir það að nokkuð margir
hefðu nýtt sér GSM-símann við jóla-
innkaupin. „Það eru áberandi marg-
ir með farsímann á sér í verslunar-
leiðangrinum. Þegar þeir sjá eitthvað
sem þeir gætu hugsað sér að kaupa
taka þeir gjarnan upp símann og
hringja heim til að fá samþykki,"
sagði Illugi. „Margir eru þannig í
beinu símasambandi við fjölskylduna
á meðan á jólainnkaupunum stend-
ur; hringja kannski heim til að lýsa
í Austurstræti var Gunnar Möller,
hljóðmaður, að tala við kunningja
sinn. Það er náttúrlega ekki í frásög-
ur færandi, nema hvað hann þurfti
að svara öðru hvoru í GSM-farsím-
ann sinn. Gunnar svalaði forvitpi
blaðamanns og sagðist nota farsírrff
ann bæði í vinnunni og tii einkáS-
nota. „Ég hef notað farsíma í rúm
þijú ár og finnst hann ómissandii
Vinnan mín snýst mikið um það að
hafa samskipti við annað fólk og því
er þó nokkuð hringt í mig, en einnif
hringi ég mikið úr símanum," sagði
hann. Gunnar játaði þó að honuriív
fyndist stressandi að vera með sím-'
ann stöðugt á sér. Hann hafði varla
sleppt orðinu þegar hinn umtalaði
GSM-sími hringdi. Gunnar kíkti á
símann sem sýndi númer þess sem
hringdi og sagði við blaðamann að
hann myndi hringja í viðkomandi á
eftir, svo hægt væri að halda samtal-
inu áfram. „Ég slekk þó stundum á
símanum þegar ég er í miklu fjöl-
menni. Til dæmis þegar ég er í bíó
eða í kirkju,“ sagði hann afsakandi.
Gunnar viðurkenndi að GSM-sím-
inn hefði komið sér vel í jólainnkaup-
unum. „Það er mjög gott að geta
hringt heim úr bænum til að athuga
hvernig gjafir ég á að kaupa. Áðan
hringdi ég til að mynda í mömmu
til að athuga hvað systir mín vildi í
jólagjöf," sagði hann.
Dýrt að hringja úr
GSM-símanum
Á kaffihúsum borgarinnar var ekki
minna um GSM-farsíma og algengt
að sjá menn rabba í símann á meðan
þeir supu á kaffinu. Gísli Jóhannes-
son, þjónustustjóri, var einn þeirra
sem var með GSM-símann sér við
hlið er hann snæddi hádegisverð á
Sólon Islandus ásamt vini sínum.
Hann sagði að GSM-síminn væri í
eigu fyrirtækisins og eingöngu ætl-
aður til þess að auðvelda viðskipta-
mönnum að ná í sig þegar hann
þyrfti að bregða sér frá. „Mér finnst
alls ekki stressandi að vera með
GSM-símann á mér,“ sagði Gísli.
„Það er þvert á móti afar þægi-
F arsíminn
ómissandi við jólainnkaupin?
hugsanlegri gjöf og athuga hvort
þeir eigi að kaupa hana,“ sagði hann.
Brynjúlfur Guðmundsson verslunar-
maður var einn þeirra sem var að
gera jólainnkaupin í Kringlunni á
Þorláksmessu þegar blaðamann og
ljósmyndara bar að. Brynjúlfur var
með GSM-símann við hönd, að sjálf-
sögðu ... eða hvað? „Jú, ég tek
hann alltaf með mér hvert sem ég
fer. Það er mjög þægilegt ef eitt-
hvað skyldi koma upp á í vinnunni,"
sagði Brynjúlfur, en áréttaði að hann
noti GSM-símann annars mjög lítið
til einkanota. „Þeir sem hafa númer-
ið að honum eru aðeins nánustu
samstarfsmenn og vinir,“ sagði
hann, og bætti því við að honum
fyndist það engan veginn stressandi
að vera með farsímann hvert sem
hann færi.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
ALGENGT er að sjá menn spjalla í GSM-símann sinn á kaffihúsum í dag og stundum jafnvel tvo
við sama borð að tala í sitthvorn símann.