Morgunblaðið - 03.01.1997, Page 5
- 4-
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 C 5
DAGLEGT LÍF
SAGAN í konfektkössum.
að valda dætrum sínum óham-
ingju. Onnur er að hugsa mik-
ið og vel um dótturina, hin að
hugsa lítið eða ekki um hana,“
segir hún vegna tilhneigingu
dætra til að rekja óhamingju
sína til móður sinnar.
Sjálfsævisögurnar sem
Ragnhildur fjallaði um eru frá
þriðja áratug aldarinnar og
eru eftir Ólafíu Jóhannsdóttur
(1863-1924), Ingunni Jónsdótt-
ur frá Kornsá(1855-1947)og
Guðbjörgu Jónsdóttur frá
Broddanesi (1871-1952).
„Það fyrsta sem vekur at-
hygli er að konurnar lýsa sam-
bandi við mæður sínar, og að
þær tvær sem eignuðustu dæt-
ur hafa engan áhuga á að lýsa
sambandinu við dætur sínar,“
segir hún.
Hér verður vitnað í texta
Ragnhildar um Guðbjörgu
Jónsdóttur: „Langar og miklar
samvistir við móðurina, bæði
andlegar og líkamlegar, koma
í veg fyrir að dóttirin geti
notið sín ein þótt hún þrái það.
Yfirþyrmandi nálægð móður-
innar hefur þannig veikt
jálfsmynd dótturinnar.
Eins og Ingunn og Ólafía
notar Guðbjörg rúm til að
tákna þrá eftir Hkamlegri ná-
lægð móður sinnar. Rúmið
minnir á móðurlífið, fyrstu
hvílu barnsins og algjört sam-
líf móður og barns. Þrá eftir
þessu samlífi lýsa allar kon-
urnar. Þrá þeirra Ingunnar og
Ólafíu sprettur af fjarveru
móðurinnar en þrá Guðbjargar
af yfirþyrmandi nærveru móð-
ur.
Sameiginlegt konunum
þremur er að þær lýsa flókn
tengslum sem þær reyna að
vinna úr og skilja með því að
skrifa um þau í sjálfsævisögui
sínum og það held ég að allar
konur sem skrifa um líf sitt
eigi sameiginlegt," sagði
Ragnhildur að lokum. ■
Flókið
samband
móður og
dóttur
NÝLEGA var kvöldvaka á veg-
um Kvennasögusafns íslands
með erindum, söng og ljóðum.
Ragnhildur Richter cand. mag
flutti erindi um mæður og
dætur í sjálfsævisögum
kvenna, en hún er að búa texta
um efnið í bók. Um er að ræða
fyrstu sjálfsævisögurnar sem
konur rituðu og eru þær
frá þessari öld.
„Samband móður og di
er flóknasta sambandið í
mannlegum samskiþtum sem
ég þekki,“ segir hún. „Það má
vera að kona sem hefur upplif-
að óvanalega flókið samband
við móður sína sé líklegri til
að skrifa um líf sitt en aðrar
konur og þess vegna birti sjálf-
sævisögur kvenna okkur óeðli-
lega flókna mynd af samband-
inu. Ég held þó að svo sé ekki.
Ég held að mæðgnasambandið
reynist öllum dætrum flókið
og að í sjálfsævisögunni reyni
dóttirin að greiða úr flækj-
unni.“
Ragnhildur fjallaði í erindi
sínu um hvernig þrjár íslensk-
ar konur lýsa sambandi móður
og dóttur í sjálfsævisögum sín-
um. „Af sjálfsævisögum
kvenna að dæma virðast mæð-
ur einkum hafa tvær Ieiðir til
K'
Morgunblaðið/Golli
1. SKRIFBORÐ og stóll Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og ritvél Laufeyjar dóttur hennar. SAUMAVÉL Guðnýjar Guðmundsdóttur var með þeim fyrstu sem komu til landsins.
2. Briet Bjarnhéðinsdóttir.
sér grein fyrir mikilvægi þess. Það
sem virðist gildislaust feli oft í sér
gagnlegar upplýsingar. Hún hvetur
því fólk til að gefa Kvennasögu-
safninu gömul bréf og dagbækur
í stað þess að henda þeim. Hún
bendir á að hægt sé að setja inn-
sigli á þau með skilyrði um að þau
verði ekki opnuð til dæmis fyrr en
eftir 30 ár.
Saga kvenna
tll hliðar og bak við
Helvi Sipila, framkvæmdastjóri
Alþjóða kvennaárs Sameinuðu
þjóðanna, hvatti til stofnunar
kvennasögusafna í sem flestum
löndum. Hér var áskoruninni tekið
af dr. Önnu Sigurðardóttur, Elsu
Miu Einarsdóttur og Svanlaugu
Baldursdóttur, 1. janúar 1975.
Bókaeign safnsins er nú innan
um aðrar bækur á Landsbókasafn-
inu, en sérmerkt. Á skrifstofunni
eru öskjur með ýmsum pappírum,
greinum, fundagerðarbækur, bréf
og handrit.
Erla Hulda segir að þegar saga
alþýðunnar sé rannsökuð þurfi að
skoða dagbækur, bréf og aðrar
perónulegar heimildir og það gera
þeir sem stunda kvennarannsóknir.
Heimildirnar eru á víð og dreif um
landið, bæði skráðar og óskráðar á
héraðskjalasöfnum og í heimahús-
um, en það er einmitt verk Erlu
að safna í sarpinn og gera Kvenna-
sögusafnið að miðstöð þeirra sem
leggja stund á kvennasögurann-
sóknir. „Sagnfræðingurinn þarf að
T
leita til hliðar við og bak við stofn-
anasöguna, sem er saga karlaveld-
is, embættismanna, til að finna
sögu konunnar."
Kvehnasögusöfn eins og í Sví-
þjóð, Finnlandi og Danmörku era
öll á vegum ríkisins. Hér á landi
er það sjálfstæð stofnun sem stend-
ur og fellur með áhuga kvenna og
karla um að safnið ræki hlutverk
sitt, að safna, skrá og varðveita
og miðla þekkingu um sögu
kvenna. En þess má geta að fjár-
laganefnd Alþingis veitti nú rétt
fyrir jól einni milljón króna til rekst-
urs Kvennasögusafns íslands árið
1997.
Kvennasögusafnið á ekkert
stöðugildi við Landsbókasafnið, en
stjóm Kvennasögusafnsins greiðir
forstöðumanninum laun af styrkj-
um sem hún aflar sér. í stjórninni
eru Sigríður Th. Erlendsdóttir,
Stefanía Pétursdóttir og Erna
Sverrisdóttir.
Sýníng úr sögu kvenna
Sýning á vegum Kvennasögu-
safnsins stendur fram í miðjan jan-
úar og er á 2. hæðinni í Þjóðarbók-
hlöðunni. Elsa Ævarsdóttir arki-
tekt hjálpaði til við að setja hana
upp.
Þar er meðal annars að finna
dæmi um hvernig konur geyma
ritaðar heimildir um líf sitt, í dósum
og jafnvel innan í klósettpappírs-
og eldhúsrúllum. Dr. Anna Sigurð-
ardóttir sagðist ekki hafa safnað
heldur bara ekki hent neinu.
Á sýningunni er meðal annarra
muna handsnúin saumavél Guðnýj-
ar Guðmundsdóttur, 1859-1948, en
fyrsta vélin kom til landsins uppúr
1860.
Sýnishom af tímaritum kvenna:
Framsókn sem kom fyrst út 1895
á Seyðisfirði. Það var kvenréttinda-
og bindindisblað og beitti sér með-
al annars fyrir að konur misstu
ekki fjárráð sín við giftingu, en
fjárráð fengu þær 25 ára gamlar.
Bríet Bjamhéðinsdóttir ritstýrði
hinu blaðinu, sem nefndist Kvenna-
blaðið og varð það mest selda tíma-
ritið á landinu.
Á sýningunni er einmitt að finna
skrifborð og stól Bríetar ásamt rit-
vél dóttur hennar, Laufeyjar Valdi-
marsdóttur. ■',