Morgunblaðið - 03.01.1997, Qupperneq 6
6 C FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
<
i
j
i
Listahjón
í V estmannaeyjum
Heimili hjónanna Öldu
Björnsdóttur, listakonu
og Hilmars Högnason-
ar, hagyrðings og hag-
leiksmanns í Vest-
mannaeyjum er nokk-
urs konar listvinnu-
stofa, segir Grímur
Gíslason sem heimsótti
listahjónin ásamt
Sigurgeiri Jónassyni,
Ijósmyndara.
ALDA og Hilmar hafa í samein-
ingu unnið að gerð ýmissa list-
muna sem eru seldir í Gallerí Hei-
malist í Vestmannaeyjum, en það
er rekið af nokkrum aðilum sem
útbúa og selja minjagripi og ýmis-
legt annað handverk. Alda hefur
fengist við ýmiskonar list í gegn-
um árin og bóndi hennar hefur
létt undir með henni til að gera
henni mögulegt að stunda listina
sem mest. Hann er einnig lisfeng-
inn og smíðar ýmsa fallega muni
auk þess sem hann er hagmæltur
og hefur á síðari árum safnað ljóð-
um sínum saman og skráð þau.
Morgunblaðið heimsótti hjónin
á heimili sínu, sunnudagseftirmið-
dag fyrir skömmu, og tók Alda á
móti gestum með pijóna í hendi,
en við borðstofuborðið sat Hilmir
við að útbúa lundakarla. Á borðinu
stóðu þrír fullgerðir lundakarlar,
sem þau hjón útbúa og selja, auk
efniviðs í nokkra lundakarla til
viðbótar og Alda var einmitt með
geysu á einn slíkan á pijónunum.
Á borðinu lá einnig þykk bók sem
geymir ljóðagerð Hilmis.
Brennandi löngun
til aö mála
Alda hefur fengist við ýmis-
konar listsköpun frá unglings-
árum. „Ég hafði alltaf brenn-
andi löngun til að mál
aði ung að fikta við
man þegar ég var barn þá
voru listmálarar oft með trön-
rar sínar að mála niðri í bæ
og ég hafði ákaflega gaman
af að fylgjast með þeim,“
sagði Alda. „Ég byijaði síð-
an að fikta við að mála eitt-
hvað sem heitið getur þegar
ég var 18 ára. Þá ’
að passa börn hjá
Gránz, eldri, og var eitt-
hvað að dunda mér við að
teikna. Ólafur sá teikn-
ingar mínar og bauðst til
að taka mig í tíma og
kenna mér að mála, sem
thann og gerði,“ segir
Alda um upphaf þess
að hún fór að fást við
myndlistina. Hún seg-
ist síðar hafa farið á
tvö námskeið í myndlist
hjá Bjarna Jónssyni og á eitt nám-
skeið hjá Veturliða Gunnarssyni,
GESTABÓK sem Hilmir smíð-
aði og Alda myndskreytti.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
LUNDAKARLARNIR sem þau hjón Alda og Hilmir
útbúa í sameiningu.
þar með er upp talið
Öldu í listinni, því
henni fannst hún ekki
hafa tíma til að fara í
frekara listnám.
Meö trönurnar
vlö eldavéllna
Alda og Hilmir byijuðu
búskap er Alda var 18 ára
og eignuðust þau 8 börn.
„Við gáfum prestinum heiti
um það er við giftum okkar
að vera fijósöm og uppfylla
jörðina og ég held að við
höfum bara staðið þokkalega
við það loforð," segir Hilmir.
Alda eignaðist fyrsta barnið er
hún var 19 ára og eins og gefur
að skilja var nóg að gera á barn-
mörgu heimili. „Eg fór út af vinnu-
markaðnum 18 ára en hef samt
alla tíð verið í fullu starfi heima
fyrir og hef reynt að nýta allan
tíma sem mér hefur gefist til að
sinna listáhuga mínum. Það var
oft lítill tími aflögu, enda stórt
heimili en með aðstoð Hilmis tókst
mér alltaf að finna einhvern tíma.
Ég var oft með trönurnar við elda-
vélina eða í stofunni og greip í
þetta með heimilisstörfunum og
svo nýtti ég auðvitað tímann seint
á kvöldin þegar krakkarnir voru
farnir að sofa.“
„Ég fór upp með börnin og kom
þeim í rúmið og las síðan úr ein-
hverri sögu eftir Kiljan fyrir þau
því ég var búinn að finna það út
að þá voru þau fljót að sofna.
Þeim hefur trúlega þótt lesturinn
frekar leiðinlegur, enda varla
barnaefni, en þetta virkaði vel til
að svæfa þau og svo komst ég líka
yfir að lesa talsvert eftir nóbels-
skáldið með þessu móti,“ skýtur
Hilmir hlæjandi inní.
Málaðl
veggteppl
Alda hefur haldið nokkrar sýn-
ingar á málverkum sínum og síð-
ast sýndi hún er veitingastaðurinn
Gallerí Pizza var opnaður á Hvols-
velli í sumar. En Álda hefur ekki
bara fengist við að mála á hefð-
bundinn hátt. Hún er þekkt fyrir
að mála á flauel, bæði dúka og
veggteppi og segir sérstaka
ástæðu fyrir því. „Eg var 18 ára
þegar ég byijaði að mála á flau-
el. Hilmir hafði gefið mér fallega
hillu með því skilyrði að ég saum-
aði vejggtappi til að hafa við hill-
una. Eg vildi standa við að útbúa
veggteppi en eftir að hafa aðeins
velt þessu fyrir mér sá ég að ég
yrði mun fljótari að mála teppi
en að sauma það. Ég fór því niður
í bæ, keypti flauel og málaði
mynd af sveitabæ og hestum á
það og var því komin með fínasta
veggteppi. Þegar fólk sá þetta lík-
aði því svo vel að það var farið
að falast eftir að ég málaði svona
fyrir það og þannig vatt þetta upp
á sig.“
Alda segist alltaf hafa þurft
að fá útrás fyrir að skapa eitthvað
og oft hafi hún búið til ágætis
muni án þess að efnið í þá kost-
aði mikið. „Einu sinni datt mér í
hug að útbúa gólfvasa úr gömlum
blómapottum sem ég raðaði sam-
an og skreytti síðan með brotum
úr undirskálum og fleiru sem ég
muldi niður og límdi á. pottana.
Tveir kaupmenn sáu þessa vasa
hjá mér og urðu svo hrifnir af að
annar fékk þá til sölu í verslun
sinni og seldi marga," segir Alda.
Lundakarl í
jólasvelnabúnlngi
Alda og Hilmir tóku ásamt fleiri
áhugamönnum um handverk þátt
í að koma heimilisiðnaðargallerí-
inu Heimalist í Vestmannaeyjum
á fót fyrir nokkrum árum og hafa
selt verk sín þar. Lundakarlarnir
sem þau eru með á borðstofuborð-
inu eru meðal þess sem þau hafa
útbúið og selt í Galleríinu, en þau
byijuðu að útbúa þá þegar Hilmir
varð að láta af störfum sem ráðs-
maður á sjúkrahúsinu fyrir fjórum
árum þegar hann varð sjötugur.
Hilmir mótar lundakarlana úr vír
sem Alda vefur síðan með lopa.
Haus úr leir er mótaður og settur
á grindina en síðan pijónar Alda
peysu, húfu og vettlinga á karlana
og saumar á þá gallabuxur. Hilm-
ir útbýr lundaháfinn, lundann í
netið, finnur gijót úr Eldfells-
hrauni sem karlinn. situr á og býr
til plötu sem þetta festist á. Fyrstu
lundaháfana bjó Hilmir til úr
sköftum af gömlum málning-
arpenslum frá Öldu en síðar fór
hann að búa þá til úr bambus sem
hann klauf í litlar ræmur.
„Þessir karlar hafa fengið mjög
góðar viðtökur. Útlendingarnir
sem koma í Gallerí Heimalist, eru
mjög hrifnir af þeim og kaupa
gjarnan. Til dæmis keyptu útlend-
ingar tvo fyrstu karlana sem við
gerðum. Annar fór til Þýskalands
en hinn til Afríku. Fyrir nokkru
kom hérna bandarísk kona sem
keypti svona lundakarl og hafði
með sér vestur um haf. Hún hafði
svo samband við okkur eftir að
hún var komin heim og bað mig
um að útbúa annan lundakarl fyr-
ir sig en vildi að hann yrði hafður
í jólasveinabúningi, því hún ætlaði
að nota hann til að skreyta stofuna
hjá sér um jólin. Ég brást auðvitað
vel við þessu. Pijónaði jólasveina-
búning og klæddi lundakarlinn í,
þó að mér þætti hálf skrýtið að
il