Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Ákvörðun dómara kærð ÍTALSKI knattspyrnudómarinn Marcello Nicchi er í sviðsijósinu á ítaliu eftir að hafa vísað sænska iandsliðsmanninum Ken- net Andersson, ieikmanni Bol- ogna, af velli í Vicenza þar sem Bologna tapaði 2:0 um helgina. Andersson var bókaður fyrir mótmæli en þegar liann bað þjáifara sinn um skiptingu á 35. mínútu fékk hann aftur gult spjald og þar með rautt. „Þú mátt aðeins taia við mig,“ var sagt í dagblaði að dómarinn hefði sagt við leikmanninn. Aganefnd italska knatt- spyrnusambandsins á eftir að fá skýrslu frá dömaranum en And- ersson á að minnsta kosti eins ieiks bann yfir hðfði sér. ítaiskir fjölmiðiar sögðu að ástæðulaust hafi verið að visa honum af velli og Corriere dello Sport sagði að Nicchi gæti átt að minnsta kosti tveggja mánaða bann fyrir hönd- um kæmi i Ijós að hann hefði haft rangt fyrir sér. „Fólk á að biða með að dæma þar til það sér skýrsluna,“ var haft eftir dómaranum í blaðinu. Verið getur að atvikið verði tekið fyrir á itaiska þinginu. Filippo Berselli, þingmaður frá Bologna, bað Romano Prodi, for- sætisráðherra, að skerast í mái- ið, sagði í bréfi að dómarinn hefði haft áhrif á úrslit leiksins með ákvörðun sinni og skaðað Andersson, Boiogna og áhang- endur liðsins. Reuter NORÐMAÐURINN Steffan Iverson fagnar hér öðru marki sínu fyrir Tottenham, sem hann skor- aði í fyrsta ielk sínum gegn Southampton 26. desember, 3:1. Gerry Francis, knattspymustjóriTottenham Vid ætlum okkur í Evrópukeppni Tottenham keypti í gær Raymond Vege frá Cagliari Clarke áað bjarga City að er mikill heiður fyrir mig, að ég hef verið valinn til að koma Manchester City á réttan kjöl — á þann stað sem þetta fomfræga félag á heima, í úrvalsdeildina," sagði Frank Clarke, nýráðinn knattspyrnu- stjóri City. „ Clarke, sem var látinn fara frá Nottingham Forest á dögunum, er fímmti „stjórinn“ á Maine Road í vetur. Hann mun stjórna liðinu á laug- ardaginn, þegar það fær Crystal Palace í heimsókn. Clarke mun fá 1,4 milljarða ísl. kr. til að kaupa nýja leikmenn til liðsins og koma því út úr þeim vandræðum sem það er í - liðið er í einu af botnsætunum í 1. deild. Clarke vill fá norska landsliðs- manninn Erland Johnsen, sem leikur með Chelsea. Hann er til sölu á 44,8 millj. ísl. kr. Þá hefur hann einnig hug á að kaupa miðvallarspilarann Lee Clark frá Newcastle og sóknar- leikmanninn Paul Warhurst frá Blackburn. Clarke hefur lokkað til sín Alan *Hill frá Forest, til að verða aðstoð- armaður sinn hjá City. Hill, sem er fyrrverandi markvörður Forest, var aðstoðarmaður Clark hjá Forest, en hjá liðinu hafði hann verið síðan 1969. Frank Clarke Gerry Francis, knattspyrnu- stjóri Tottenham, er ekki bú- inn að missa trúna á sínum mönn- um. „Það eru margir sem vilja halda því fram að við séum búnir að vera. Þó að við séum ekki leng- ur með í bikarkeppni, ætlum við okkur ofar í úrvalsdeildinni - ætl- um að tryggja okkur rétt til að leika í Evrópukeppni," sagði Francis, sem ætlar sér að vera í toppbaráttu eins og Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea. Tottenham hefur fengið liðstyrk að undanförnu - keypt Steffen Iversen, 20 ára miðheija, frá Rosen- borg á 224 millj. ísl. kr. og John Scales frá Liverpool á 300 millj. ísi. kr. Alan Sugar, eigandi Totten- ham, sagði við leikmenn liðsins í jólaveislu, að það kæmu nýir menn til White Hart Lane. í gær keypti liðið svissneska varnarmanninn Raymond Vege frá Cagliari á Ítalíu fyrir 400 millj. ísl. kr. Tottenham vann kapphlaupið um Vege, sem liðið háði við Leeds og Real Madrid. Vege skrifaði í gær undir þriggja og hálfs árs samning. „Á liðnu ári hefur England breyst í eins konar Bosmanhótel, verið aðdráttarafl fyrir mjög góða leikmenn og ég vil taka þátt í þessu,“ sagði Vege. „Kaup okkar á leikmönnum að undanförnu sýna að við stefnum hátt,“ sagði Gerry Francis. Tottenham fær Man. United í heimsókn á White Hart Lane á sunnudaginn í deildarkeppninni. ■ SHEFFIELD Wed. fékk í gær til liðs við sig Spánveijann Moises Garcia frá Leganes. Hann er markahæstur í 2. deildarkeppninni á Spáni, hefur skorað fjórtán mörk í sextán leikjum. ■ BIRMINGHAM, sem fékk Birki Kristinsson lánaðan frá Brann, vildi einnig fá sænska landsliðs- manninn Anders Limpar lánaðan frá Everton. Svarið sem forráða- menn Birmingham fengu frá Goo- dison Park, var: Ef þið hafið áhuga á honum, gerið þá tilboð — Limpar er til sölu. ■ WREXHAM er nú að kanna hvort Portúgalinn Hugo Porfirio, sem skoraði jöfnunarmark, 1:1, West Ham gegn Wrexham í bikar- keppninni, sé löglegur í bikarkeppn- inni. Forráðamenn West Ham, sem fengu leikmanninn frá Sporting Lissabon, segja að hann sé lögleg- ur. ■ IAN Culverhouse, fyrrum leik- maður Tottenham, sem leikur nú með Swindon, komst í sögubókina er hann var rekinn af leikvelli eftir 52 sek. í leik gegn Everton. Þetta er bikarmet, en aftur á móti á Mark Smith, markvörður hjá Crewe Englandsmetið, var rekinn af leikvelli eftir aðeins 19 sek. í leik gegn Darlington í 3. deild í mars 1994. ■ TONY Woodcock, fyrrum leik- maður Nott. Forest og Arsenal, sem lék með þýska liðinu Köln og er nú búsettur í Þýskalandi, segir að Englendingar verði að taka upp vetrarfrí eins gert er í Þýskalandi. „Það er ekki hægt að bjóða leik- mönnum að æfa og leika knatt- spyrnu í vetrarríki, eins og hefur verið í Englandi að undanförnu," sagði Woodcock. ■ RUUD GuIIit, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði að það væri munað- ur ef hann gæti teflt Mark Hug- hes, Zola og Vialli saman í einu í sókninni. Vialli kom inná fyrir Hughes þegar 12 mín. voru til leiksloka í bikarleik iiðsins gegn WBA. ■ ANTHONY Yeboah segist vilja fara frá Leeds, eftir að hann hefur átt í útistöðum við knattspymu- stjórann George Graham. Yeboah hefur hug á að leika í Frakklandi, á Spáni eða Italíu. ■ STEVE Agnew, leikmaður hjá Sunderland, ristarbrotnaði í bik- arleik gegn Arsenal og verður frá keppni í sex vikur. ■ PETER Reid, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur keypt sænska landsliðsmanninn Jan Eriksson frá Helsingborg á 250 þús. pund. ■ RAY Wilkins er kominn á ný til London. Þessi 40 ára fyrrum knattspyrnustjóri QPR, sem var í herbúðum Hibs í Skotlandi, hefur verið lánaður til Millwall. ■ LEEDS hefur áhuga á Sasa Curcic hjá Aston Villa, sem Villa keypti frá Bolton á fjórar millj. punda. Brian Little, knattspyrnu- stjóri Villa, segir að hann hafi gert mistök er hann keypti Curcic, sem hefur ekki leikið átta síðustu leiki liðsins. ■ IAN Rush, fyrrum markvarða- hrellir hjá Liverpool, segist vera tilbínn að víkja fyrir öðrum leik- manni, ef það kemur Leeds vel. Rush hefur ekki fundið sig hjá lið- inu, aðeins skorað eitt mark í 22 leikjum. ■ STUART Pearce, leikmaður og knattspyrnustjóri Nottingham Forest, hefur hug á að fá Nigel Clough sem aðstoðarmann sinn. Clough er hjá Forest í láni frá Man. City. ■ NIGEL er sonur Brian Clough, sem var knattspyrnustjóri Forest 1975 til 1993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.