Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 1
7T H 0' Pwjan^laíii^ 1997 MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR BLAD B KORFUKNATTLEIKUR Erlendir leikmenn koma og fara, umboðsmennirnir hagnast vel Kristinn í hóp milliríkjadómara KRISTINN Jakobsson, knattspyrnudómari úr KR, hefur verið útnefndur millirikjadómari, FIFA- dómari, frá 1. janúar. Kristinn tekur sæti Guð- mundar Stefáns Maríassonar, sem lætur af störf- um sem FIFA-dómari. Alþjóða knattspyrnusam- bandið hefur einnig staðfest að Bragi Bergmann, Eyjólfur Ólafsson og Gylfi Orrason verði áfram á dómaralista FIFA 1997. Einar Guðmundsson hefur bæst í hóf aðstoðar- dómara FIFA, verður £ hópnum ásamt Ara Þórð- arsyni, Gísla Björgvinssyni, Kára Gunnlaugssyni, Ólafi Ragnarssyni, Pjetri Sigurðssyni og Sæ- mundi Víglundssyni. Egill Már Markússon óskaði eftir því að hverfa af FIFA-listanum yfir aðstoðar- dómara. Egill Már og Guðmundur Stefán verða áfram í A-hópi dómara hér á landi, í hópi dóm- ara sem dæma leiki í nýstofnaðri núlltu deild og bikarkeppni KSÍ. Herman með KR gegn ÍA Tvær milljonir kr. í fargjöld MIKIÐ hefur verið um breytingar hjá íslensku körfuboltaliðunum á erlendum leikmönnum það sem af er leiktíðinni. Nú hafa 33 erlendir leikmenn skipt um félag. Félagaskipti erlendu leikmann- anna fara í gegnum skrifstofu Körfuknattleikssambandsins og þurfa félögin að greiða 28 þúsund krónur vegna félagaskipta hvers leikmanns, af þvf renna 18 þúsund krónurtil Alþjóða Körfu- knattleikssambandsins, FIBA, og 10 þúsund til KKÍ. Það sem af er tímabilinu hafa íslensku félögin eytt rúmlega hálfri milljón króna ífélagaskiptagjald fyrir erlendu leikmennina. Það vekur athygli hve félögin skipta ört um leikmenn og kostnaðurinn vegna þess er orðinn mikill. Ekki nóg með að það þurfi að greiða félagaskiptagjaldið því fé- lögin þurfa einnig að greiða farseðla fyrir leikmenn sem hingað koma. Það má því reikna með að körfuboltafé- m Félagaskipti eiiendra leikmanna Eftirtaldir erlendir leikmenn hafa skipt yfir í íslensk lið á leiktíðinni: ÚRVALSDEILD Skallagrímur: Curtis Raymond, Wa- yne Mulgrave, Gordon Wood, Joe Rhett Tindastóll: Cesarc Marco Piccini, Jef- frey J. Johnson, Joseph Ogums, Morick Parke KR: Clarence Wrencher, David Edw- ards, Geoffray Herman KFÍ: Andrew Vallejo, Euan Roberts, Derrick Bryant Grindavíkilohn Jackson, Hermann Myers ÍA: Andrei Bondarenko, Ronald Bay- less UMFN: William Isaac John, Torrey John KeflavíkiDamon Johnson Þór Akureyri: Fred Williams. Haukar: Shawn Smith ÍR: Toriano Baker Breiðablik: Andre Bovain 1. DEILD Reynir: Bradley Baker Snæfell: Brian A. Kopf Stjarnan:Christopher Lentz Selfoss: Malcolm Montgomery Leiknir: Monter Glasper Þór Þorl.: Raymond Hardin Höttur: Shahid Perkins Hamar: Oleg Krijanovsky lögin hafi greitt um tvær milljónir í fargjöld á þessu tímabili. Bandaríkjamennirnir sem leika hér á landi hafa samkvæmt áreiðan- legum heimildum frá 1.800 (120 þúsund krónur) til 4.000 dollara (270 þúsund krónur) í mánaðarlaun, auk þess sem félögin greiða húsaleigu leikmanna. Einnig þurfa þau að greiða umboðsmönnum leikmann- anna 1.000 (67.000 kr.) til 1.500 dollara (100.000 kr.) fyrir hvern leik- mann sem hingað kemur. Umboðs- mennimir hafa því hagnast nokkuð vel þetta tímabilið sem reyndar er enn ekki hálfnað. Þeir hafa fengið um 2,7 milljónir króna frá íslensku félögunum. Þegar dæmið er skoðað hlýtur að vera eitthvað athugavert við það hvernig kaupin á erlendu leikmönn- unum eru framkvæmd. Oftar en ekki eru félögin að kaupa köttinn í sekkn- um. Vita ekki hvaða „vöru“ þau eru að fá því þau hafa ekki séð hana áður. Nýjustu dæmin um þessa hringa- vitleysu áttu sér stað í síðustu viku og um helgina. Grindvíkingar, sem léku undanúrslitaleikinn í bikarnum á móti KR á sunnudag, fengu Banda- ríkjamanninn Dervin Collins í síðustu viku og átti hann að taka stöðu Hermans Myers, sem ekkert hafði heyrst frá ög Grindvíkingar óttuðust að æltaði ekki að koma úr jólafríi. Grindvíkingar voru ekki ánægðir með frammistöðu Collins á æfingum fyrir helgina, létu hann fara og hefðu leikið án erlends leikmanns gegn KR hefði Myers ekki komið. Curtis Raymond, sem lék með Skalla- grími í Borgarnesi fyrr i vetur, kom til landsins fyrir síðustu helgi og hélt sig vera enn á samningi hjá félaginu. Þegar hann mætti upp í Borgarnes var honum tjáð að liðið hefði fengið sér annan útlending, Joe Rhett, til að taka við stöðu hans! Það heyrir nánast til undantekninga ef sami erlendi leikmaðurinn er hjá sama liði heilt keppnistímabil í úr- valsdeildinni. Hvers vegna fara forráðamenn félaganna ekki sjálfir til Bandaríkjanna fyrir keppnistímabilið til að leita sér að leikmanni? Ef dæmið er skoðað yrðu farseðlarnir til Ameríku líklega mun færri sem hvert félag þyrfti að greiða og eins vissu stjórnarmenn líka hvað þeir væru að kaupa. B AND ARÍK JAM AÐURINN Geoff Herman leikur með KR-ingum á móti f A í úrvalsdeildinni annað kvöld. KR-ingar hafa ákveðið að gefa honum fleiri tækifæri með liðinu en þennan eina leik í bikarn- um á móti Grindavík. Herman tók stöðu David Edwards, sem var í leikbanni á móti Grindavík, og þótti standa sig það vel að hann verður eitt- hvað áfram. Gísli Georgsson, formaður körfuknattleiks- deildar KR, sagði að enn væri ekki ákveðið hvort Herman yrði áfram. „Við látum hann alla vega spila á móti í A og síðan sjáum við til hvort við köUum aftur í Edwards frá Bandarikjunum eða látum Herman vera áfram,“ sagði Gísli. Guðni ekki með gegn Wimbledon GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, getur ekki leik- ið með liðinu gegn Wimbledon í 8-Iiða úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í kvöld. Middl- esbrough leikur gegn Liverpool. Tveir leikir áttu að fara fram í gærkvöldi, þeim var festað vegna vetrarríkis. Viðureignirnar voru Ipswich - Leic- ester og Stockport - Southampton. GEOFF HERMAN Bandaríkjamaðurinn Geoff Herman leikur nú með KR-ingum. Morgunblaðið/Golli KNATTSPYRIMA: ÁKVÖRÐUN DÓMARA KÆRÐ TIL FORSÆTISRÁÐHERRA / B4

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (08.01.1997)
https://timarit.is/issue/129157

Tengja á þessa síðu: B 1
https://timarit.is/page/1870138

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (08.01.1997)

Aðgerðir: