Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF „Þá var maður hrifínn af sínum skáldum,“ segir Eiríkur Hreinn Finnbogason í samtali við Pétur Blöndal þegar hann minnist listamannaþings árið 1942, þar sem Halldór Laxness og Tómas Guðmundsson voru meðal þeirra sem tróðu upp. Þegar litið er til baka virðist vissulega hafa verið meiri ljómi yfir skáldum á fyrri hluta aldarinnar en nú á dögum. Enda hefur samkeppnin um að- dáun almennings aukist til muna. Núna rísa þær stjörnur hæst sem láta ljós sitt skína í sjónvarpi, hvaða boðskap sem þær hafa svo sem fram að færa. Það sýnir glöggt hversu mikillar hylli ljóð- skáldin nutu áður fyrr að fyrsta útgáfa ljóðabókar Tómasar Guðmundssonar, Fagra veröld, seldist upp á örfáum dögum og hún var endurprentuð tvisvar sinnum á einu ári. Samt kom bókin út í miðri kreppu, árið 1933, þegar fólk átti varla til hnífs og skeiðar. Sýnir það vel mátt ljóðsins. Fólk dreymdi um bjartari tíma, fagra veröld og Tómas gerði sitt besta til að láta drauminn rætast. Það tókst! En hvaða mann höfðu skáldin að geyma sem voru dægurstjörnur almenningsálitsins í þá daga? Þegar ljóðaupplestrar voru í aug- um unga fólksins eins „meirihátt- ar“ og tónleikar með erlendum rokkstjörnum á MTV. Þegar næstu ljóðabókar var beðið með sömu eftirvæntingu og næsta „Símskeytis“ frá Björk. Bestu heimildir um það er að finna í samtíma skáldanna. Hildur Þorsteinsdóttir um Matthías Jochumsson Bamið með augun ANDLITIÐ ljómar á Hildi Þorsteins- dóttur þegar hún minnist afa síns, séra Matthíasar Jochumssonar. „Við tilbáðum hann,“ segir hún. „Hann kallaði mig barnið með augun vegna þess hve ég var eftirtektarsöm. Ég fann allt sem hann týndi, gleraugun og tóbaksdósirnar. Valgerði systur mína kallaði hann bamið með hann bokka. Hún söng hann nefnilega í svefn á hverjum eftirmiðdegi þegar | hann lagði sig í sófanum j með því að syngja fyrir hann „Bokki sat í brunni“.“ „Hvar er mamma?" Hildur var þriggja ára þegar hún missti föður sinn og flutti til afa síns með móður sinni, Þóru Matthías- dóttur, og tveim systrum, Guðrúnu, sem var fimm ára, og Valgerði, sem var tveggja ára. Hildur rifjar upp að þegar móðir hennar stóð ein uppi með þtjár ung- ar dætur sagði Matthías: „Þú ert velkomin hvort sem börnin eru þijú eða þijátíu." Við komuna til Akureyrar sá Hildur afa sinn í fyrsta skipti. „Við komum með fyrstu siglingu Goðafoss frá Seyðisfirði. Afí beið á bryggjunni. Hann hafði komið á bíl til að sækja okkur sem taldist til tíðinda í þá daga.“ Fjölskyldan dvaldist svo á Sigurhæðum hjá Matthíasi og eiginkonu hans, Guðrúnu Runólfsdóttur. Um hana segir Hildur: „Amma var mikil móðir og uppalandi. Fyrir utan okkur systurnar voru tvö börn á heimil- inu, Guðrún Sveinsdóttir og Matthías Sveins- son, þannig að þetta var ekki lítið heimili. Amma hélt utan um heimilishaldið, auk þess sem hún vann mikið, pijónaði og seldi. Hún var stórkostlega mikil manneskja og afí mátti aldrei af henni sjá. Þá kom hann til okkar og sagði: „Hvar er mamma? Hvar er marntna?" Gekk systrunum í föðurstað Þótt afi hafi ekki tekið beinan þátt í upp- eldinu var hann mikið ljúfmenni og dásam- lega góður við okkur. Hann gekk okkur systrunum í föðurstað." Matthías var ekki aðeins dáður af afkom- endum sínum heldur var hann einnig vel lið- inn hjá sóknarbörnum sínum á Akureyri. „Hann var alls staðar velkominn, inn á hvert heimili," segir Hildur og bætir við: „Okkur fannst það náttúrlega sjálfsagt. Hann var einstakur í okkar huga.“ Hildur segist muna ákaflega vel eftir því þegar Matthías dó. Þá var hún sjö ára. PRESTURINN og skáldið Matthías Jochumsson. Móðir mín vakti yfir afa síðustu næturnar. Einu sinni sagði afi við hana: „Mér er svo voðalega kalt á höfðinu. Af hveiju varstu að klippa á mér hárið?“ „Ég var að klippa það svo ég gæti sent börnunum hárlokk af þér,“ svaraði móði'- mín. „Jæja, þá hlýnar mér aft- ur,“ sagði afi. Hildur verð- ur annars hugar augna- blik, brosir svo blíðlega og bætir við: „Ég á hárlokk- inn enn.“ Orti innan um börnin Ennfremur man Hildur vel eftir viðbrögðunum á Akureyri við andlátsfregn Matthíasar, „... húskveðj- unni, jarðarförinni, öllum prestunum sem komu og marséruðu, skrúð- göngunni og fánum við hvert einasta hús. Við fór- um allar systurnarí jarðar- förina. Enda held ég að varla hafi nokkur maður setið heima hjá Eiríkur Hreinn Finnbogason um Tómas Guðmundsson Tók vondar fréttir nærri sér „MÉR ER það ógleymanlegt þegar ég sá Tómas Guðmundsson fyrst,“ segir Eiríkur Hreinn Finnboga- son. „Það var á listamannaþingi árið 1942 þegar háskólastúd- entar fengu að fylgjast með af svölum í hátíðarsal skól- ans. Fyrst las Halldór Lax- ness, sem þá var fertugur, fyrsta kafla íslandsklukk- unnar. Svo tók við Tómas Guðmundsson, sem var 41 árs, hár, grannur og spengilegur. Hann flutti kvæðið „Heimsókn". Kvæðið fjaHar um óþægilega heimsókn. Hvað annað er veruleikinn í miðju stríði? Ég varð mjög hrifinn enda var þetta býsna magnaður tími. Ég Iærði strax við þennan lest- ur þijár ljóðlínur: Því meðan til er böl, sem bætt þú gazt, og barizt var á meðan hjá þú sazt, er ólán heimsins einnig þér að kenna. bókmenntaráðs Almenna bóka- félagsins. Eiríkur var þá útgáfustjóri bókafélagsins. „Við hittumst næstum daglega eftir það meðan hann lifði,“ segir Eiríkur. „í daglegu tali og umgengni var Tómas frekar alvarlegur maður og ekki alltaf með gamanyrði á vörum. Hann var hægur og tók sér nærri vondar fréttir eins og kúgun og morð sem er orðið svo algengt núna. Heldur var hann heilsulítill síðustu árin og þá oft frekar dapur. Eitt af síðustu ljóðum hans er um dauðann: Vér skelfumst það stríð, sem öllum ber hinzt að heyja. En hvað er við því að segja, ef dauðinn einn læknar ótta manns við að deyja. sér þennan dag.“ Að síðustu minnist Hild- ur þess að Matthías hafi verið síyrkjandi og sí- skrifandi. „Hann vildi helst vera í stofunni þar sem krakkarnir voru að leika sér, í miðju barna- skvaldrinu. Þar stóð hann og skrifaði við skatt- holið. Við börnin vorum aldrei fyr- ir honum.“ Vinátta Matt- híasar og Stein- gríms Thor- steinssonar var mikil og átti m.a. rætur sínar í skáldskapnum. „Steingrímur og afi voru mjög góðir vinir,“ segir Hildur. „Það lýsir vel hversu sam- rýndir þeir voru að afi fór stund- um fram til ömmu, hafði eftir kvæði og spurði: „Hvort er þetta eftir Steingrím eða mig?““ Morgunblaðið/Vigfús Sigurgeirsson REYKJAVÍKURSKALDIÐ Tómas Guðmundsson Þá var mað- ur hrifinn af sínum skáld- um,“ heldur Eiríkur áfram. „Ég kynntist Tómasi ekkert að ráði fyrr en árið 1956 þeg- ar uppreisnin í Ung- veijalandi stóð sem hæst. Tómas var einna skeleggastur að þruma gegn þeirri kúgun sem þar fór fram. Við megum ekki gleyma að þá var hér á landi öflug- ur hópur manna sem varði fram- ferði Rússa í Ungveijalandi." Lítið vit í að kvíða dauðanum Eftir þessa umbrotatíma „SYSTURNAR fengu kíghósta og mislinga samtímis. Ljósmyndin var tekin af fjölskyld- unni vegna þess að allir héldu að veikindin drægju Valgerði til dauða,“ segir Hildur. Val- gerður lifir enn þann dag í dag, en Þorsteinn Skaftason lést skömmu síðar úr krabbameini. hélst samband Tómasar Eiríks, styrktist frekar Tómas gott milli og sem enn þegar tók við formennsku Einhvern tíma spurði ég Tómas hvort hann kviði dauðanum. „Það væri nú lítið vit í slíku," svaraði hann. „Það hafa svo margir lent í þessu á undan mér.““ Trúmaður síðustu árin Eiríkur heimsótti Tómas á spítalann tveimur dögum áður en Tómas dó. Þá vissi Tómas að hann ætti ekki langt eftir ólifað og sagði: „Jæja, þessu er alveg að verða lokið. Nú fer ég að verða forvitinn!" „Tómas var trúaður síðustu árin en alltaf mikill efasemdamaður," segir Eiríkur. „í kvæðinu „Heim til þín ísland" segir: Já, þökk sé Guði, er geymdi oss þetta land og unni oss þeirrar gæfu, er ekki gleymist: Vér tókum ekki ættland vort frá neinum. úr hendi Drottins sjálfs vér þágum það. Tómas hafði gaman af því að segja sögu af vini sínum Morten Ottesen, sem neitaði alveg að það gæti verið líf eftir þetta líf. Tómas maldaði í móinn. Nú deyr Morten, birtist Tómasi skömmu síðar í draumi og segir: „Tommi, það var eins og ég sagði - það er ekkert líf eftir dauðann.“ Þegar Eiríkur kveður brosir hann enn að þessari sögu vinar síns. Hann stenst ekki mátið og bætir að síðustu við: „Þegar Davíð Stefánsson kom til höfuðstaðarins frá Akureyri gisti hann ævinlega á Hótel Borg. Hann gekk út á daginn fram og aftur eftir Pósthússtræti en sneri alltaf við er hann kom að Reykjavíkurapóteki. Hann gekk aldrei út á Austurstræti. - Tómas átti það.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.