Morgunblaðið - 11.01.1997, Qupperneq 3
2 C LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 C 3
URSLIT
KFI - Skallagr. 66:67
íþróttahúsið Torfunesi, 12. umferð úrvals-
deildarinnar í körfuknattleik, föstudaginn
10. janúar 1996.
Gangur leiksins: 0:2, 11:12, 16:16, 23:27,
26:32, 28:32, 30:41, 39:45, 55:55, 60:63,
66:67.
Stig KFÍ: Guðni Guðnason 19, Baldur Jón-
asson 18, Friðrik Stefánsson 18, Andrew
Vallejo 6, Hrafn Kristjánsson 3, Ingimar
Guðmundsson 2.
Fráköst: 17 í vörn - 14 í sókn.
Stig Skallgríms: Joe Rhett 33, Bragi
Magnússon 15, Tómas Holton 8, Jón Páll
Halldórsson 6, Jóhann Bjamason 3, Gunnar
Þorsteinsson 2.
Fráköst: 27 í vörn - 1 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögnvald-
ur Hreiðarsson. Ágætir.
Villur: KFÍ 14 - UMFS 18.
Áhorfendur: Um 500.
1.DEILD KVENNA
IR - KEFLAVIK.................46:106
IS- UMFN......................67:40
Fj. leikja U T Stig Stig
KEFLAVÍK 9 9 0 806: 438 18
KR 8 7 1 561: 387 14
ís 10 6 4 579: 462 12
UMFG 9 5 4 628: 575 10
UMFN 9 3 6 496: 631 6
ÍR 10 2 8 445: 833 4
BREIÐABLIK 9 0 9 429: 618 0
NBA-deildin
Toronto-Utah................110: 96
New Jersey - Minnesota......107:110
Orlando - Atlanta........... 92: 97
• Eftir framlengingu.
Vancouver-Golden State...... 86:102
KA-KR 25:21
KA-heimilið, 8-liða úrslit bikarkeppninnar,
föstudaginn 10. janúar 1997.
Gangur ieiksins: 3:0, 6:2, 10:4, 11:7, 13:9,
14:11, 17:12, 18:15, 21:17, 24:18, 24:21,
25;21.
Mörk KA: Sergei Ziza 5/1, Heiðmar Felix-
son 5, Jakob Jónsson 4, Jóhann Jóhannsson
3, Julian Duranona 2, Leó Örn Þorleifsson
2, Sævar Árnason 2, Björgvin Björgvinsson
1, Þorvaldur Þorvaldsson 1.
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 9/2, þar
af 1 til mótheija, Hermann Karlsson 1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk KR: Eiríkur Þorláksson 6, Ágúst
Jóhansson 4/1, Gylfí Gylfason 3, Anton
G. Pálsson 2, Geir Aðalsteinsson 2, Hörður
Gylfason 3, Kristján Þorsteinsson 1.
Varin skot: Eggert Sigmundsson 10, þar
af 2 til mótheija.
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Egill Már og Öm Markússynir.
Áhorfendur: 508
Knattspyrna
England
1. deild:
Stoke - Birmingham..............1:0
Tranmere - Swindon..............2:1
Badminton
Evrópumót b-þjóða
Island tapaði fyrir Frakklandi 0:5 í Stras-
borug í gær. íslenska landsliðið leikur um
5.-8. sæti um helgina og verður fyrst leikið
gegn Noregi í dag.
Íshokkí
NHL-deildin
Boston - Montreal..............5:4
Ottawa - Colorado..............0:2
Philadelphia - Tampa Bay.......1:3
Washington 2 Ny Rangers........2:0
Phoenix - Detroit..............4:5
• Eftir framlengingu.
Calgary - Hartford.............3:2
Los Angeles - Buffalo..........6:3
San Jose - St Louis............3:4
FELAGSLIF
Kynning á
Aikido
SÝNING og kynning á sjálfsvarnar-
íþróttinni Aikido verður í Laugar-
dalshöll í dag, laugardag, kl. 13 og
eru allir velkomnir. Gengið er inn
um suðurinngang hallarinnar, en
sýningin er haldin í tengslum við
námskeið sem hefst á mánudaginn.
KORFUKNATTLEIKUR
KORFUKNATTLEIKUR
Joe Rhett
byrjar vel
KFÍ og Skallagrímur mættust í
úrvalsdeildinni á ísafirið í gær-
kvöldi og höfðu Borgnesingar betur,
66:67. Leikurinn var
Þár í járnum framan af
Pétursson fyrri hálfleik en þeg-
skrifarfrá ar staðan var 16:16
Isafirði fékk Friðrik Stefáns-
son sína þriðju villu og var tekinn
útaf og það nýttu gestirnir sér og
höfðu 32:26 forystu í leikhléi.
í upphafi síðari hálfleiks héldu
Borgnesingar áfram að auka muninn
og komust mest í 11 stiga forystu,
30:41. Þá tóku heimamenn sig á og
komust 50:49 yfir er tæpar 8 mínút-
ur voru eftir. Eftir það var leikurinn
jafn og æsispennandi og er staðan
var 65:67 og 5 sekúndur eftir fékk
Tómas Holton, þjálfari Skallagríms,
tvö vítaskot sem hann misnotaði.
ísfirðingar náðu boltanum, brunuðu
fram og brotið var á Guðna Guðna-
syni, þjálfara KFÍ, um leið og leik-
tíminn rann út. Hann gat því jafnað
en misnotaði annað vítaskotið þann-
ig að Borgnesingar fögnuðu eins
stigs sigri.
Guðni og Friðrik voru bestir í liði
KFÍ en Rhett og Tómas hjá Skalla-
grími og einnig má minnast á Emil
Sigurðsson, fimmtán ára Borgnes-
ing, sem lék sinn fyrsta leik í úrvals-
deild. Hann var í byrjunarliði Skalla-
gríms og skilaði sínu mjög vel, sér-
lega sterkur í vörninni. Þess má
geta að Derrick Bryant var meiddur
og lék ekki með ísfirðingum, en
hann skorar mjög mikið. Borgnes-
ingar léku án þeirra sex leikmanna
sem settir voru í bann vegna aga-
brots.
Rhett er sterkur leikmaður sem
hitti svo til alltaf þegar hann skaut.
Borgnesingar þurftu því ekki að taka
mörg fráköst í sókninni, aðeins eitt.
Fj. leikja u T Stig Stig
KEFLAVÍK 12 10 2 1178: 1011 20
UMFG 12 10 2 1171: 1070 20
HAUKAR 12 8 4 1035: 993 16
ÍA 12 8 4 914: 893 16
UMFN 11 7 4 947: 895 14
KR 12 6 6 1068: 1008 12
ÍR 12 6 6 1046: 1013 12
SKALLAGR. 12 5 7 941: 1020 10
KFÍ 12 4 8 937: 1009 8
UMFT 12 4 8 982: 996 8
ÞÓR 12 3 9 934: 1034 6
BREIÐABLIK 11 0 11 810: 1021 0
TómasTómasson, umboðsmaður körfuknattleiksmanna, segist ekki hafa nægilega mikið vit á viðskiptum til að verða ríkur á að flytja inn erlenda leikmenn
Við erum á
láglaunasvæði
Talsvert hefur verið rætt að undanförnu um hin
öru skipti á erlendum leikmönnum í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik. Skúli Unnar Sveinsson
ræddi við Tómas Tómasson úr Keflavík, en hann
er annar tveggja íslendinga sem sjá um að útvega
liðunum erlenda leikmenn. Tómas segir meðal
annars að ísland sé láglaunasvæði hvað varðar
laun körfuknattleiksmanna, en hann hefur selt
leikmenn til nokkurra Evrópulanda, meðal annars
Júgóslavíu og Litháen.
Tómas er Keflvíkingur í húð og
hár, spilaði með yngri flokkum
ÍBK í körfu en var þó meira í fót-
boltanum. „Ég byijaði að fylgjast
með körfu af lífí og sál þegar liðin
fyrir sunnan fóru að geta eitthvað.
Ég hélt fyrst með Njarðvíkingum
en var fljótur að skipta yfir á Kefla-
vík þegar við fórum _að geta eitt-
hvað,“ segir Tómas. Áhugi hans á
körfuknattleik jókst stöðugt og ekki
hvað síst á háskólaboltanum í
Bandaríkjunum, sem hann segir
miklu skemmtilegri og skipulagðari
en NBA-deildina. Hann las allt sem
hann kom höndum yfir um körfu-
knattleik og fyrir fjórum til fimm
árum hófst umboðsmannsferill
hans.
Les körfubækur fyrir svefninn
„Ég komst yfir bækur með tölu-
legum upplýsingum um allflesta
leikmenn í háskólaboltanum og síð-
an þegar liðin hér voru að leita að
erlendum leikmönnum var leitað til
mín og ég benti á nokkra leikmenn
sem komu til greina. Þjálfari sem
ég þekki í Bandaríkjunum útvegaði
mér bækur þar sem allar upplýs-
ingar eru um alla sem leikið hafa
með fimmtíu bestu háskólaliðunum
og þarna má finna allar upplýs-
ingar. Bandaríkjamenn eru mikið
fyrir tölulegar uppýsingar og í þess-
um doðröntum finnur maður allt,
liggur við að tiltekið sé hvernig
nærfötum leikmenn klæðast. Þessar
bækur eru gerðar fyrir þjálfara og
hafa verið gefnar út allt frá árinu
1982 og ég á þær allar. Það varð
algjör bylting þegar ég fékk bæk-
urnar og ég les í þeim á hverjum
degi. Þær eru eins og Bíblían fyrir
mig, ég hef eina á náttborðinu og
les á hveiju kvöldi áður en ég fer
að sofa.
Síðan hefur þetta hlaðið utan á
sig og nú er ég kominn með leik-
menn í Finnlandi, Júgóslavíu, Lithá-
en, Svíþjóð og í Belgíu auk þess sem
ég er með nokkra hér á landi. Þeir
íslendingar sem hafa farið út að
leika, Guðmundur, Herbert og Teit-
ur, fóru einnig á mínum vegum og
raunar annarra umboðsmanna er-
lendis. Upplýsingarnar í bókunum
eru réttar, en því miður vill brenna
við að sumir umboðsmenn „lag-
færi“ tölurnar þannig að menn sem
eiga að vera mjög góðir geta ekk-
ert þegar á reynir. Svo getur það
einnig gerst að leikmenn sem voru
góðir í skóla hafa lítið verið í körfu
HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN
Greið leið hjá KA
Leið bikarmeistara KA var greið
í undanúrslit bikarkeppninnar.
Liðið mætti KR á Akureyri í gær-
■■■■■■ kvöldi og voru gest-
ReynirB. irnir ekki mikil
Eiríksson hindrun fyrir heima-
skrifarfrá menn sem fóru með
Akureyri .. . -
oruggan sigur af
hólmi, 25:21. Þrátt fyrir að mörkin
sem skildu liðin að í lokin væru
aðeins fjögur var getumunur þeirra
mun meiri og aldrei spurning hverra
yrði sigurinn.
KA byijaði leikinn af krafti og
um miðjan hálfleikinn höfðu þeir
gert 10 mörk gegn 4 mörkum gest-
anna og eftir það var sigurinn aldr-
ei í hættu. í upphafi síðari hálfleiks
náðu KR-ingar að minnka muninn
í tvö mörk en nær komust þeir
ekki og KA-menn skoruðu næstu
þijú mörk og juku muninn í 5 mörk
en það var sá markafjöldi sem skildi
liðin af lengstum í leiknum.
Hjá KA fengu allir leikmenn liðs-
ins að spila og að þessu sinni sátu
lykilmenn langtímum saman á
bekknum á meðan reynsluminni
^j^j^^Líkamsrækt^^^^ Listgrein R Sjálfsagi A
Byrjendaæfingar hjá Þórshamri
hefjast þriðjudag 14. janúar.
m Barna-, unglinga-, og fullorðinsflokkar.
Lipuró
leikmenn fengu að spreyta sig. Lið-
ið lék þokkalega og hefði sigur
þeirra getað orðið mun stærri. Leik-
menn KA voru jafnir í leiknum, en
vert er þó að minnast nýliðans
Harðar Flóka Ólafssonar sem kom
í markið í seinnihluta fyrri hálfleiks
og varði hann vel. KR-liðið var ekki
uppá marga fiska í leiknum og
greinilegt að þar fór lið sem vantar
talsvert til þess að eiga möguleika
gegn liði eins og KA. Ekki skal þó
af þeim tekið að þeir börðust vel
og sýndu KA enga virðingu.
T Sjálfsvörn £
tP Q
Karatefélagið Þórshamar
síðustu mánuðina og jafnvel lent í
einhvetju sem maður veit ekki um.“
En er ekki sniðugra fyrir íslensk
iið að fara til Bandaríkjanna og
skoða ieikmennina þegar þeir eru í
sérstökum búðum, eða á markaði,
tii að sýna sig? Þar geta menn séð
hvað leikmennirnir geta og komist
hjá því að kaupa köttinn í sekknum.
Var eins og blöðruselur
„Þessar búðir eru ekki eins al-
gengar og þær voru og þær eru
mun lakari en áður. Þarna koma
mestmegnis leikmenn úr neðri
deildunum í háskólaboltanum en
hinir, sem eitthvað geta, eru um-
setnir þannig að lið græða ekki svo
mikið á að fara á þessa „markaði".
Menn geta aldrei verið alveg örugg-
ir um að leikmenn, sem eru með
góðar tölur í skóla, geti eitthvað
þegar þeir koma hingað. Þeir hafa
ef til vill lagst í sukk og svínarí
áður en þeir koma og geta ekkert
þegar á hólminn er komið. Eddie
Collins, sem kom eitt sinn til Snæ-
fells, var mjög góður í háskólaliði
sínu en hafði ekki ieikið í eitt ár
þegar hann kom hingað og var eins
og blöðruselur þegar hann kom og
gat ekki neitt. Því miður er ekkert
skothelt í þessum málum frekar en
öðrurn."
Umboðsmenn taka 10% af kaup-
verði leikmanna. Ertu ekki orðinn
vel efnaður af þessu?
„Nei, langt frá því. Það er hálf-
gerð sveitamennska í þessu hér
ennþá og þó svo liðin eigi að greiða
10% þá gengur svona og svona að
fá það greitt. Ef maður væri nógu
harður í að rukka með aðstoð lög-
fræðinga gæti maður sjálfsagt haft
eitthvað upp í símreikningana, sem
eru rosalega háir, en ég nenni því
ekki, er trúlega ekki nógu harður
af mér í viðskiptum. Oftar en ekki
ýta menn því á undan sér að greiða
og ef það dregst á milli ára er oft
búið að skipta um stjórn og þá er
fjandinn laus, fyrrum formaður
kannski orðinn vörubílstjóri á Sel-
fossi eða eitthvað. Nokkur lið eru
þó traust og standa við sitt.
Það er talað um að við eigum
að fá 10% af því sem liðin greiða
Morgunblaðið/Július
KEFLVÍKINGURINN Tómas Tómasson hefur séö um að útvega mörgum körfuknattleiksfélögum erlenda
leikmenn og ætlar aö færa ennfrekar út kvíarnar á næstu árum.
fyrir leikmennina en ég hef það fyrir
reglu að ef leikmaður kemur aftur
næsta ár tek ég ekkert fyrir það. Er-
lendir umboðsmenn eru hins vegar
flestir harðir á því að hver samningur
sé aðeins til eins árs og því þarf að
greiða árlega til þeirra þó svo sami
leikmaðurinn spili í mörg ár með sama
liðinu.“
Góöir miðað við verð
Hvað fá erlendu leikmennirnir greitt
fyrir að leika hér á iandi?
„Við erum á láglaunasvæði hvað
þetta varðar, en ég held samt að mér
hafi tekist að fá hingað leikmenn sem
eru það góðir að þeir ættu ekki að leika
hér miðað við hvað þeir fá greitt. Ég
nefni sem dæmi Taft, sem var hjá
Val. Hann fór aldrei neðar en í áttunda
sæti í stigaskorun þau fjögur ár sem
hann var í háskóla og gerði 26 stig
að meðaltali í leik. Fleiri góðir leikmenn
hafa komið hingað og ekki sýnt það
sem búast hefði mátt við af þeim. Ein
ástæða fyrir því er að þeir fá ekki
greidd laun og þetta eru atvinnumenn
sem leggja sig ekki fram nema staðið
sé við samninginn. Því miður eiga flest
liðin hér alltaf í vandræðum með að
greiða það sem samið er um.
Það hefur verið lausn hjá sumum
félögum að skipta um erlendan leik-
mann, það er oftast auðveldasta lausn-
in ef illa gengur. Það hlýtur að vera
menningarsjokk fyrir þessa stráka að
koma til íslands. Þeir eru ungir og
margir að fara að heiman í fyrsta sinn
og þó svo þetta séu stórir og miklir
menn þá eru þeir í raun litlir margir
hveijir þegar betur er að gáð.
Hjá sumum liðum getur verið fjár-
hagslega hagkvæmt að skipta um er-
lendan leikmann því áhorfendum fjjölg-
ar þegar nýr leikmaður kemur og það
borgar kostnaðinn við að skipta, til
dæmis eins og hjá Grindvíkingum í
fyrra þegar Dobard kom. Menn eru
stundum lengi að komast inn í leikinn
hér og stundum eru félögin fullfljót að
láta þá fara. Dobard var til dæmis
hlægilegur í fyrstu leikjunum en svo
sannaði hann sig heldur betur. Ég var
búinn að vera með hann á lista hjá mér
í mörg ár, en hann vildi aldrei koma
til íslands, fyrr en í fýrra. Rondey var
trúlega einn lélegasti erlendi leikmað-
urinn sem ég hef séð, en hann sannaði
sig og stóð sig frábærlega.
Hvað kostar það fyrir félag að fá
erlendan leikmann? Er það eitthvað
meira en íslenskir leikmenn eru að fá?
„Ég veit það ekki nákvæmlega, en
þó gæti ég trúað að bestu íslensku leik-
mennirnir séu að fá svipuð laun og
flestir erlendu leikmennirnir. Það kost-
ar auðvitað dálítið að fá leikmenn frá
Bandaríkjunum. Flugið er eitthvað á
bilinu 50 til 80 þúsund, eftir því hvaðan
þeir koma. Síðan þarf að fá leyfi til
að leika og það kostar rúman átta þus-
und kall og síðan 28 þúsund fyrir Íeyfi
frá FIBA og gjald til KKÍ. Flestir leik-
mennirnir eru að fá eitthvað um 2.000
dollara (134.000) á mánuði og þetta
er það sem það kostar lið að fá erlend-
an leikmann.
Einn helsti kosturinn við að biðja
okkur um að útvega leikmann er að
við vitum hvað leikmenn kosta en sum-
ir erlendir umboðsmenn byija á að
spyija hvernig leikmenn þú viljir. Síðan
hversu miklu þú vilt kosta til og ef þú
ert svo einfaldur að segja t.d. 4.000
dollara sendir hann þér leikmann sem
ætti ekki að kosta nema rúma 2.000
dollara og hirðir síðan mismuninn sjálf-
ur. Eitt besta dæmið er Jeff Johnson
hjá Tindastóli sem mér skilst að hafi
verið með 4.000 dollara. Hann stóð
alls ekki undir því. Joe Rhett, sem var
að koma til Skallagríms, er mjög sterk-
ur leikmaður sem hefði verið valinn í
NBA í fyrstu umferð háskólavalsins ef
UM HELGINA
■ KENNET Andersson mun ekki leika
með Bologna gegn Parma á Ítalíu um
helgina, þar sem hann er í eins leiks
banni. Parma leikur án tveggja lykil-
manna, sem taka einnig út bann - það
eru sóknarleikmennirnir Enrico Chiesa
og Alessandro Melli. Þá leika Argent-
ínumennirnir Nestor Sensini og Hern-
an Crespo ekki með liðinu, þar sem
þeir eru að leika með landsliði Argent-
ínu.
■ JUVENTUS leikur einnig án tveggja
leikmanna, sem eru í banni - Zinedine
Zidane og Moreno Torricelli.
■ AC Milan leikur án lykilmanna gegn
Vicenza. George Weah, Christophe
Dugarry og Paolo Maldini eru allir
meiddir.
■ ARRIGO Sacchi, þjálfari AC Milan,
er ekki ánægður með lið sitt og ætlar
að gera miklar breytingar. Hann segir
marga leikmenn áhugalausa.
■ FYRSTA skref Sacchi í breytinguni
tók hann í vikunni er hann seldi bakvörð-
inn Christian Panucci til Real Madrid.
■ SACCHI er óhress með hvað þeir
Roberto Baggio miðvallarspilari og
varnarmaðurinn Alessandro Costac-
urta eru í lélegri æfingu. Hann hefur
sett þá báða út úr liði sínu fyrir leikinn
gegn Vicenza.
■ FRANSKI landsliðsmaðurinn Marcel
Desailly fer af miðjunni til að taka hlut-
ÍÞRÓMR
FOLK
verk Costacurta í vörninni og í
fremstu víglínu verða þeir Marco
Simone og Júgóslavinn Dejan
Savicevic
■ SACCHI mun líklega tefla fram
tveimur 19 ára ára leikmönnum,
miðvallarspilaranum Massimo
Ambrosini og varnarmanninum
Francesco Coco.
■ VICENZA mun tefla fram sínu
sterkasta liði, nema að bakvörðurinn
Gustavo Mendez getur ekki leikið,
þar sem hann er að leika með Ur-
uguay. Roberto Murgita og Marc-
elo Otero verða í fremstu víglinu
liðsins, þeir Fabio Viviani og Dom-
enico di Carlo stjóma varnarleikn-
um.
■ PAUL Ince leikur ekki með Int-
er gegn Napolí, þar sem hann tekur
út leikbann. Þá mun miðheijinn Ivan
Zamorano, ekki leika með liðinu, þar
sem hann er að ieika landsleik með Chile,
og Nicola Berti er meiddur.
■ UDINESE leikur án fjögurra útlend-
inga, er liðið mætir Piacenza. Þjóðverj-
inn Oliver Bierhoff, Egyptinn Hazem
Emam, Pólverjinn Marek Kozminski
og Daninn Thomas Helveg eru meiddir.
■ FIORENTINA leikur án fyrirliða
síns, Gabriel Batistuta, þegar liðið
mætir Reggiana. Hann leikur með
landsliði Argentínu um helgina.
■ SAMPDORIA teflir fram sínu sterk-
asta liði gegn Cagliari, Roberto Manc-
ini, Argentínumanninum Juan Veron,
Frökkunum Pierre Laigle og Christ-
ian Karembeu.
■ GIANLUCA Vialli varð ekki að ósk
sinni, að vera aftur valinn í landsjiðshóp
Ítalíu fýrir vináttuleik gegn N-írlandi
22. janúar.
■ VIALLI, sem hefur ekki leikið lands-
leik síðan í desember 1992, var ekki í
náðinni hjá Arrigo Sacchi, fyrrum
landsliðsþjálfara. Hann vonaði að nýi
þjálfarinn, Cesare Maldini, myndi velja
hann, þegar hann myndi velja sitt fyrsta
landsliðshóp.
■ MALDINI gerði það ekki, en aftur á
móti valdi hann tvo félaga Vialli hjá
Celsea, Gianfranco Zola og Roberto Di
Matteo, ásamt Fabrizio Ravanelli hjá
Middlesbrough.
hann hefði gengið heill til skógar
en hann lenti í því að vakna einn
daginn og geta ekki hreyft sig.
Hann var með hjartagalla og notar
nú gangráð. Annars held ég að það
borgi sig fyrir liðin hér að ræða við
okkur og fá ráðleggingar. Það kost-
ar ekkert og ég hef bara gaman
að því að finna upplýsingar um leik-
menn fyrir lið.“
Virtur þjálfari væntanlegur
Tómas hefur brennandi áhuga á
körfuknattleik og hefur því mörg
járn í eldinum. „Það eru miklar lík-
ur á að Tex Winter, sóknarþjálfari
Chicago, komi hingað næsta sum-
ar. Karlinn, sem er 72 ára gamall,
er goðsögn meðal þjálfara. Hann
þjálfaði lengi í háskólaboltanum og
gaf út bók um hina svokölluðu þrí-
hyrningasókn fyrir mörgum árum,
ég held árið 1966. Hugmyndir hans
þóttu bull fyrst þegar hann setti
þær fram en eru stöðugt að verða
vinsælli og Phoenix er að taka þetta
upp núna.
Tex er mjög fær þjálfari og virt-
ur og hugmyndir hans um sóknina
eru dálítið byltingarkenndar, sér-
staklega fyrir NBA þar sem sóknin
byggist mest á að bakvörður kemur
með boltann upp völlinn og sóknin
endar oftast á miðheijanum, sér-
staklega ef hann er stór. Tex gerir
hins vegar alla leikmennina virka í
sókninni með þessum hugmyndum
sínum. Menn eins og Jordan hafa
kallað þetta þriggja og hálfs leik-
hluta sókn, og á þá við að hann
spili þetta í þremur leikhlutum af
fjórum, en taki síðan til sinna ráða
og geri hlutina upp á eigin spýtur.
Karlinn hefur haldið fyrirlestra
um þetta í Bandaríkjunum og á
Filippseyjum en hvergi annars stað-
ar. Ég þekki hann vel og hann er
tilbúinn að koma næsta sumar og
halda fyrirlestur um þetta hér á
landi. Ég þarf að fara að vinna í
því að fá evrópska þjálfara til að
koma hingað á fyrirlesturinn, en
þetta er dýrt og verður að undirbúa
vel til að tapa ekki of miklu á svona
ævintýri."
Tómast segist hafa í hyggju að
færa út kvíarnar og telur miklar
líkur á að hann komi manni að í
NBA í haust. „Ég er með strák frá
Nígeríu sem ég er alveg viss um
að verður valinn í háskólavalinu í
haust. Ég þarf að vísu að hafa leyfi
til að mega vera með menn í NBA,
þannig að ég verð að útvega mér
einhvern lepp svona til að byija
með. En ég stefni á að auka þessa
starfsemi á næstu árum. Það er
búinn að fara óhemju tími og pen-
ingar í að stofna til kynna við þjálf-
ara og leikmenn og því ætla ég að
halda áfram.“
fatám
FOLK
■ ITALSKI landsliðsmaðurinn
Gianfranco Zola hjá Chelsea var
valinn leikmaður desembei-mánaðar
í ensku úrvalsdeildinni.
■ ENSKI landsliðsmarkvörðurinn
David Seaman verður með Arse-
nal á ný í dag, gegn Sunderland,
eftir langt hlé vegna meiðsla.
■ DENNIS Bergkamp, hollenski
landsliðsmiðheijinn hjá Arsenal,
verður hugsanlega með í dag gegn
Sunderland, en hann hefur legið
veikur.
■ NAT Lofthouse, fyrrum leik-
maður Bolton og miðheiji enska
landsliðsins, verður heiðraður með
því að ein stúkan á nýjum leikvangi
félagsins, verður nefnd eftir honum.
Þess má geta að Lofthouse, sem
er 71 árs, er nú stjórnarformaður
Bolton.
■ GUÐNI Bergsson og félagar í
Bolton byrja að leika á þessum
nýja og glæsilega leikvangi í haust,
þegar næsta keppnistímabil hefst.
■ NORSKI bakvörðurinn Björn
Tore Kvarne, 24 ára, gekk til liðs
við Liverpool í gær frá Rosen-
borg. Hann skrifaði undir
þriggja ára samning. Kvarne, er
metinn á 224 millj. ísl. kr. en Li-
verpool greiðir ekkert fyrir leik-
manninn þar sem samningur hans
við Rosenborg var runninn út.
■ DEAN Holdsworth, miðvallar-
spilari Wimbledon, mun ekki leika
með liðinu gegn Derby af persónu-
legum ástæðum.
■ ANTHONY Yeboah ætlar að
reyna að leika með Ghana gegn
Marokkó í undankeppni HM um
helgina, þrátt fyrir að hann hefur
lítið sem ekkert getað leikið með
Leeds vegna meiðsla - ekki leikið
heilan leik síðan í mars.
■ „ÉG skii ekki hvernig Yeboah
geti leikið landsleik, þar sem hann
hefur ekki verið klár í slaginn með
okkur," sagði Billl Fotherby,
stjórnarformaður hjá Leeds.
■ OTTO Konrad, 32 ára lands-
liðsmarkvörður Austurríkis, sem
hefur leikið með Casino Salzburg,
hefur gengið til liðs við Real
Zaragoza á Spáni. Hann skrifaði
undir samning til 1999.
■ MEDI BEN Rekhissa, landsl-
iðsmaður frá Túnis og einn besti
knattspyrnumaður S-Afríku, lést í
byijun vináttuleiks liðs hans,
Esperance og franska liðsins Ly-
on. Rekhissa var 26 ára.
Handknattleikur
Bikarkeppni HSÍ
8-liða úrslit karla
Laugardagur:
Ásgarður: Stjarnan - Haukar......16.30
Sunnudagur:
Hlíðarendi: Valur-FH................20
Seljaskóli: ÍR - Grótta.............20
8-liða úrslit kvenna
Laugardagur:
Ásgarður: Stjaman - FH..............14
Sunnudagur:
Strandgata: Haukar - Fram...........20
Seltjamames: KR - ÍBV...............17
Víkin: Víkingur - Valur.............17
Körfuknattleikur
Laugardagur:
Laugardalshöll: Stjömuleikur KKÍ....15
1. deild kvenna:
Hagaskóli: KR - Breiðablik.......13.30
1. deild karla;
Stykkish.: Snæfell - Selfoss.......230
Borðtennis
A. Karlsson mótið fer fram í TBR-húsinu
á sunnudaginn kl. 10.30.
Blak
Laugardagur.
1. deild karla;
Ásgarður: Stjarnan - Þróttur N......16
1. deild kvenna:
Víkin: Víkingur - Þróttur N......13.30
Fimleikar
Nýárssýning FSÍ verður í Ásgarði í
Garðabæ á morgun, sunnudag kl. 14.
Knattspyrna
Úrslit í 4. deildarkeppni karia í knattspyrnu
innanhúss verða leikin í Laugardalshöllinni
kl. 18.30 til 20.50 í dag.
Keppni í 3. deild karla fer fram í dag í
Iþróttahúsinu í Austurbergi. hefst keppnin
kl. 10, lok verða kl. 19.12.
Golfklúbbur Bakkakots (GOB)
Mosfellsdal (hjá Laxnesi)
A Bakkakotsvelli ciga kylfmgar kost á að spila golf í
fallcgu og grónu umhverfi. Miklar farmkvæmdir áttu
scr stað hjá klúbbnum á síðasta ári. Nýr skáli var tckin
í notkun og átak í uppbyggingu þcssa 9 holu golfVallar.
Við bjóðum nýja fclaga vclkomna í klúbbinn.
Félagsgjald 1997. Aðalfclagar kr 22.000
Makar 11.000
lóáraogyngri 6.000
17-24 ára “ 11.000
Ellilífcyrisþcgar 11.000
Félagsmenn í öðmm klúbbum
Suniarfclagar 1 1.000
Vallargjald 1997 kr. 1.200
hjón “ 1.600
Skráning í klúbbinn og upplýsingar
Magnús hs. 564-3536. vs. 565-3200
Hans hs. 561-2231. vs. 552-5450