Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 4
+
UtíMR
KNATTSPYRNA
PAUL Merson hefur leikíð
mjög vel á miðjunnl
hjá Arsenal.
Áður en hann kom til Arsenal var
það venja okkar að hlaupa þrjá kíló-
metra í kringum æfingasvæði okk-
ar. Þau hlaup þekkjast ekki lengur
því að æfingarnar fara fram inni á
svæðinu. Allar æfingar eru byggðar
upp á að leika með knöttinn, hvem-
ig best er að láta hann ganga á
milli manna. Wenger kom til Hig-
hbury á réttum tíma, með stórkost-
legt andrúmsloft,“ sagði Merson.
Bertin til Arsenal?
ARSENE Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, hefur
alltaf sagt að hann kaupi ekki
aðeins leikmenn til að kaupa.
„Ef ég kaupi leikmenn verða
það leikmenn sem falla vel inn
í umgjörðina á Highbury og inn
í framtíðarmynd okkar.“
Wenger er þegar byrjaður
að leita eftir leikmönnum sem
geta komið í stað vamarmann-
anna Steve Bould, Nigel Wint-
erburn og Lee Dixson, sem
þyngjast með aldrinum. Einn
af þeim leikmönnum sem koma
til greina er hinn 27 ára Terry
Bertin, sem leikur sem aftasti
varnarmaður hjá Le Havre í
Frakklandi. Lazio á Ítalíu og
franska liðið Bordeaux hafa
einnig áhuga á þessum sterka
leikmanni, sem er metinn á
tvær miiy. punda nú, er kostar
ekkert eftir þetta keppnistíma-
bil, þegar samningur hans er
úti þjá Le Havre.
Styrkur Bartin er hvað hann
les leikinn vel, er sterkur per-
sónuleiki, skotharður og fylg-
inn sér. Hann er leikmaður sem
fellur vel inn í framtíðarlið
Arsenal, sem Wenger ætlar að
byggja upp.
„Arsenal er eitt af frægustu
knattspyrnuliðum heims. Það
er ekki aðeins spennandi að
fara leika með liðinu vegna
þess að Wenger stjórnar því,
heldur leika menn eins og Ian
Wright, David Platt og Dennis
Bergkamp með liðinu. Ég er
ekki á leið til Arsenal, við sjáum
hvað setur eftir þetta keppnis-
tímabil," sagði Bertin.
Wenger vill
taka hart á
leikaraskap
„LEIKARAR eins og Jerkan
setja svartan blett á knatt-
spyrnuna í Englandi," sagði
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, sem var afar
óhress með að hafa misst
markahrók sinn, lan Wright, í
þriggja leikja bann eftir að hon-
um hafði lent saman við Króat-
ann Nikolas Jerkan hjá Notting-
ham Forest.
Ian Wright var sendur af velli, í
fyrsta skipti sem leikmaður Ars-
enal, fyrir að stíga á fætur Jerkans,
sem setti upp „leikþátt.“ Dómarinn
David Lodge sá ekki atvikið, þannig
að hann ræddi við línuvörðinn Terry
Halbrook. Eftir þær viðræður sýndi
hann Wright rauða spjaldið. Dómar-
inn vildi ekki breyta dómi sínum,
eftir að hafa séð atvikið á mynd-
bandi. „Það var öllum ljóst að Jerk-
an oflék, sýndi ódrengilegan leik til
að koma mótheija sínum í vand-
ræði. Það kom fram á myndband-
inu. Það sem hann [Jerkan] gerði,
er því miður það sem margir erlend-
ir leikmenn eru að stunda. Það
myndi enginn enskur leikmaður
leggjast svo lágt að reyna svona
óþokkaskap, til að klekkja á and-
stæðingnum. Það verður að koma í
veg fyrir að útlendingar fari að
stunda leikaraskap sem þennan í
ríkum mæli. Það má ekki láta leik-
menn með hugarfar eins og Jerkan
skemma. Það verður að skera upp
herör gegn óíþróttamannslegri
framkomu. Forráðamenn liða og
enska knattspyrnusambandið verða
að taka i taumana. Ég myndi aldrei
þola þannig framkomu hjá mínum
mönnum,“ sagði Wenger.
Missir þrjá leiki
gegn Sunderland
Þar sem Arsenal þarf að leika á
ný gegn Sunderland í bikarkeppn-
inni í næstu viku, tekur Wright út
’ þriggja leikja bann sitt í þremur
viðureignum við Sunderland.
Arsenal leikur gegn Sunderland í
deildarkeppninni í dag. Annar bi-
karleikur þýðir það að Wright getur
leikið gegn Everton á Highbury 18.
janúar. Menn í herbúðum Arsenal
fagna því, því að Wright skorar
alltaf í leikjum gegn Everton á Hig-
hbury, fyrir fjórum árum skoraði
hann fjögur mörk, 4:2.
Paul Merson hefur leikið vel með
Arsenal í vetur og er næstmarka-
hæstur, hefur skorað níu mörk.
„Við söknum Ians, hann er okkar
mesti markaskorari - getur skorað
mark úr engu, er leikmaður sem
sérhvert meistaralið þarf að hafa.“
Wenger hefur sagt sínum mönn-
um að þeir geti unnið meistaratitil-
inn. „Við getum gert betur en við
ARSENE Wenger, knattspyrnustjórl
Arsenal, er að gera frábæra hlutl meö
LundúnarliAlð.
höfum sýnt og því má ekki gleyma að við
eigum eftir að heyja okkar hörðustu baráttur
heima á Highbury. Það hefur mikið að segja.
Þó að við leikum án Ians er leikgleðin og kraft-
urinn fyrir hendi hjá strákunum. Andinn og
stemmningin er stórkostleg í hópnum,“ sagði
Wenger.
Ekki lengur langhlaup
„Wenger hefur komið til Highbury með
nýjar hugsanir. Hann hefur gefið okkur sjálfs-
traust, aukið trú okkar á að við getum unnið
meistaratitilinn. Ég á varla orð til að lýsa
aðdáun minni á honum. Kraftur hans er svo
mikill að hann hefur fengið mig til að hugsa
um að það yrði gaman að vera knattspymu-
stjóri eins og hann.
Það kemur mér nú ekki á óvart að Glenn
Hoddle landsliðsþjálfari sneri sér að þjálfun
eftir hafa leikið undir stjórn Wengers hjá
Mónakó í Frakklandi. Wenger er stórkostleg-
ur, fær menn til að gera hlutina auðveldari.
■ GORDON Strachan hjá Cov-
entry hefur verið útnefndur knatt-
spymustjóri desembermánaðar í
ensku úrvalsdeildinni. Það er í fyrsta
skipti í þijú ár að „stjóri" sem einn-
ig er leikmaður verður fyrir valinu.
■ GARETH Southgate, vamar-
leikmaður Aston Villa, sem hefur
verið meiddur á ökkla, leikur með
liðinu gegn Newcastle í dag.
■ FA USTINO Asprílla hjá Newc-
astle er meiddur á lærvöðva. David
Ginola kemur á ný inn eftir meiðsli
á kálfa og Keith Gillespie kemur
á ný, eftir að hafa legið í flensu.
■ BILLY McKinlay, miðvallar-
leikmaður Blackburn, er kominn í
tveggja leikja bann og leikur ekki
með liðinu gegn Coventry. Þá er
óvíst hvort Tim Sherwood getur
leikið vegna meiðsla á hné.
■ NOEL Whelan, miðheiji Cov-
entry, leikur ekki þar sem hann
tekur út eins leiks bann. Dion Du-
blin leikur aftur á móti sinn síðasta
leik áður en hann tekur út þriggja
leikja bann.
■ LEE Sharpe leikur á miðjunni
hjá Leeds á ný eftir meiðsli. Aftur
á móti leikur liðið án varnarmann-
anna Gunnars Halle og Carltons
Palmers, sem em í banni. Hollend-
ingurinn Robert Molenaar leikur
sinn fyrsta leik með Leeds.
■ ROB Jones leikur í dag í vöm-
inni hjá Liverpool, fyrsta deildar-
leikinn síðan hann meiddist gegn
Man. Utd. í maí sl., er West Ham
kemur í heimsókn á Anfield Road.
Hann var reyndar með í tapinu gegn
Middlesbrough í deildarbik-
arkeppninni í vikunni.
■ MIKIÐ er um meiðsli í herbúð-
um Liverpool og óvíst hvort að
nokkrir leikmenn geti leikið. Stan
Collymore er með flensu, Neil
Ruddock og John Barnes eru
meiddir á læri og Jamie Redknapp
á ökkla.
■ STAN Lazaridis, landsliðsmað-
ur Ástralíu, leikur á ný á miðjunni
hjá West Ham, eftir að hafa verið
frá keppni í átta vikur vegna meiðsla
á nára.
■ NIGEL Pearson getur ekki leik-
ið með Middlesbrough gegn Sout-
hampton vegna meiðsla á hálsi.
Bryan Robson, knattspyrnustjóri
„Boro“ vonar að Alan Moore og
Phil Whelan verði klárir í slaginn.
■ GRAEME Souness, knatt-
spymustjóri Southampton, getur
ekki teflt fram Richard Dyden,
Jason Dodd, og þá heldur ekki
Barry Venison, sem hefur verið
lengi frá vegna bakmeiðsla.
■ GIANLUCA ViaHi mun verma
bekkinn hjá Chelsea og horfa á þá
Zola og Mark Hughes í fremstu
víglínu. í leik gegn Nott. Forest
Norðmaðurinn Erland Johnsen
kemur inn í liðið fyrir Steve Clakre,
sem er kominn í tveggja leikja bann.
■ ÍTALSKI landsliðsmaðurinn
Benito Carbone mun ekki leika
með Sheff. Wed. í fjórar vikur
vegna meiðsla í nára og þá er ekki
ljóst hvort Hollendingurinn Regi
Blinker getur leikið gegn Everton.
■ EVERTON leikur án miðvallar-
spilaranna Johns Ebbrells, Joe
Parkinsons og Tony Grants, sem
eru meiddir, en aftur á móti koma
varnarmennirnir David Unsworth
og Terry Phelan á ný inn í liðið.
■ ALLTAF lengist sjúkralisti
Sunderland, sem fær Arsenal í
heimsókn. Markvörðurinn Tony
Coton, miðheijinn Niall Quinn og
varnarmaðurinn Lee Howey leika
ekki meira með í vetur. Þá eru þeir
Martin Scott, Kevin Ball, Paul
Stewart, Steve Agnew og Martin
Smith meiddir. Alex Rae tekur út
fyrri leik sinn í tveggja leikja banni.
4