Morgunblaðið - 17.01.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.01.1997, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Matselja og matmaður bera saman bækur sínar Æ fleiri borða grænmetisrétti og heilsufæði í hvert mál og öðrum fínnst gott að fá slík- an kost af og til. Valgerður Þ. Jónsdóttir spjallaði við Guðjón Sigmundsson og Sólveigu Eiríksdóttur, sem nú eru að leggja lokahönd á útgáfu bókarinnar Mataræði. Á HEIMILI Sollu litlu voru græn- metisréttir í hávegum hafðir og fjöl- skyldan óvenju meðvituð um heilsu og hollustu miðað við tíðarandann. Mataræðið á heimili Gaua litla var hins vegar ofur venjulegt; fískur fímm daga vikunnar og einstaka sinnum kjötfars í kálbögglum. Mat- ur, matargerð og megrun var ekki efst í huga þeirra þegar þau léku sér í hópi annarra bama á Ásvalla- götunni á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Af ólíkum ástæðum fengu þó bæði mikinn áhuga á mat þegar þau uxu úr grasi. Guðjón Sigmunds- son, eða Gaui litli eins og hann er kallaður og flestir landsmenn þekkja úr Dagsijósi í Sjónvarpinu, fannst mest gaman að borða og Sólveigu Eiríksdóttur að matreiða. Eins og gengur skildu leiðir krakkanna í götunni. Sólveig fór í myndlistarskóla og Guðjón lærði leikmyndagerð. Þau hittust af og til á fömum vegi í áranna rás, tóku tal saman en umræðan snerist aldr- ei um mat fyrr en Guðjón ákvað, í hundraðasta skipti að eigin sögn, að fara í megrun. Frammi fyrir al- þjóð hvorki meira né minna þannig að engrar undankomu var auðið. Áður en fyrsti þátturinn fór í loftið í bytjun október ráðfærði Guðjón sig við ýmsa, þar á meðal gömlu -kunningjakonuna sína úr Vestur- bænum, sem þá var búin að geta sér gott orð sem meistarakokkur í heilsufæði. Sólveig er grænmetis- æta, annar eigandi veitingastaðar- ins Græns kosts og setti aldrei óhollustu af nokkru tagi inn fyrir sínar varir - vitaskuld tággrönn, en Guðjón var 170 kg (hann var komin niður í 159 kg þegar hann fór opinberlega í megrun), heilsu- tæpur og stressaður. 14dagar- 14mðltíðir Síðastliðna mánuði hafa Sólveig og Guðjón setið á rökstólum um mat, matargerð og megrun, heilsu og hollustu. Eftir því sem kílóin hrundu af Guðjóni batnaði heilsufarið og hann gerðist æ áhuga- samari um mat á borð við þann sem Sólveig hefur að lifibrauði sínu. Smám saman vaknaði sú Heilsufæði er margra meina bót og matreiðslan ekki flókin hugmynd hjá þeim að gefa út mat- reiðslubók með uppskriftum að grænmetisréttum og tilheyrandi meðlæti, enda fólk alltaf að biðja þau um uppskriftir. „Textavarpið er ekki á öllum heimilum og því var ég oft beðinn um að ljósrita upp- skriftirnar hennar Sollu, sem birt- ust í tengslum við Dagsljós, og senda fólki. Slíkt var alltof tíma- frekt og því fórum við Solla að velta fyrir okkur hvernig best væri að koma til móts við vaxandi áhuga manna á heilsufæði. Heimasíða á alnetinu hefði ekki náð til allra sem vildu og því fannst okkur besti kost- urinn að ráðast í bókaútgáfu,“ seg- ir Guðjón. Guðjón og Sólveig eru nú í óða önn að leggja síðustu hönd á verkið og búast við að afraksturinn líti dagsins ljós í lok mánaðarins. Mat- aræði á bókin að heita og segja þau að þar kenni margra grasa; upp- skriftir að fjórtán aðalréttum, ol- íum, sósum, salötum, kökum og sykurlausum ábætisréttum. „Við miðum við mataræði í tvær vikur. í bókinni verða tveir innkaupalist- ar, sinn fyrir hvora vikuna, ásamt upplýsingum um hvar hráefnið fæst og aftast eru orðaskýringar, því við göngum ekki út frá því sem vísu að fólk viti deili á öllu hráefni. Við notum ekki ger, hvítt hveiti eða sykur í eina ein- ustu upp- skrift og því henta réttirnir líka sykur- sjúkum og þeim sem eru með ger- sveppaof- næmi,“ segja Sólveig og Guð- jón og bæta við að réttirnir séu afar fitu- snauðir. Ekki einu sinni bjúgu Grænmetisréttir voru Guðjóni ekki framandi, því eiginkona hans og dætur eru grænmetisætur, og slíkir réttir því ævinlega á borðum heima hjá honum. Sjálfur neytti Guðjón ekki kjöts og fisks í fimmt- án ár. Hann rifjar upp að ömmu sinni heitinni hafi þótt uppátækið hið furðulegasta. „Blessunin þrá- spurði mig hvort ég mætti ekki einu sinni borða bjúgu. Slíkt þótti henni greinilega hámark sjálfsafneitunar- --------- innar. Annars er mikill misskilningur að allar grænmetisætur borði bara hollan mat. Ég var ekki ein af þeim, enda jókst umfang mitt stöð- ugt. ^leilsufarið var líka orðið afar bágborið, því ég borðaði osta, rjóma, sætindi og sælgæti í miklu óhófi. Fyrir þremur árum gerðist ég aftur kjötæta og ekki batnaði líkamlegt ástand mitt. Ég var stressaður í vinnunni, alltaf á ferð og flugi og fór oft út að borða með viðskiptavinum hér heima og erlendis. Smám saman nennti ég ekki að vera með sérþarf- ir á veitingastöðunum og ekki leið á löngu þar til ég fór að fá mér pylsu hér og hamborgara þar í tíma og ótíma,“ segir Guðjón. Fór næstum að skæla Sólveigu hryllir við slíkum lýsing- um, en hún er sannfærð um að hollt mataræði sé flestra meina bót. Sjálf þjáðist hún lengi af ftjó- Heilhveitipasta l dl AB-mjólk eða hrein soja jógúrt (mó sleppa) 2 msk olía til steikingar 4 laukar, í þunnum sneiðum 'li sellerírót, rifin milligróft l spergilkólshaus l lítil dós tómatmauk (2 ef þið viljið mikið tómatbragð) 'li tsk kóríander 'li jera cumin l tsk pastakrydd (fró Pottagöldrum) ’/stsk kanill 'h-1 tsk salt (eftir smekk) 100 g frosnar grænar baunir Pestósósa 25 g ferskt basil 2-3 hvítlauksrif 'A-l tsk salt 'h b vatn 2 msk ólífuolía, græn 100 g ristaðar pine-hnetur 1. Hneturnar þurrristaðar á pönnu eða í ofni 200° í 5-7 mín. Þær látnar kólna og síðan settar í mat- vinnsluvél og malaðar fínt. Basilinu bætt út í ásamt hvítiauk, salti og vatni. Olían sett út í síðast. 2. Ef þið viljið mýkri sósu er meiri olíu bætt út í. 1. AB-mjólkin er sett í kaffifílter látin standa í 1 klst. eða lengur á eldhúsborðinu. 2. Olían hituð á pönnu og laukurinn mýktur þar í um 10 mín. Sellerírótinni bætt út á og látið malla í 5 mín. Þá er stilkurinn skorinn af spergilkálinu og hann rifinn í milligrófu rifjámi og bætt út í. 3. Tómatmauki er bætt út í og hrært vel saman við réttinn, því næst er kryddað og þetta látið malla í 2-3 mín. 4. Nú eru spergilkálsblómin skorin í mátulega munnbita og þeim bætt út á pönnuna ásamt grænu baununum. 5. Að lokum er AB-mjólkinni hrært saman við og rétturinn tilbúinn. Það má alveg sleppa AB-nyólk- inni en hún gerir matinn mýkri. 6. Borið fram með pestósósu og fersku grænu salati. Ferskt grænt salat 'h salaf haus (höfuðsalat), rifið í höndunum 'lt lceberg haus, rifinn. 4 grænkólsblöð, stöngullinn skorinn fró en blöðin eru fínt söxuð 'h agúrka, skorin í sneiðar og síðan í fernt 1 græn paprika, skorin í þunnar sneiðar 'h pk baunaspírur 'h búnt steinselja, fínt söxuð 3 msk fersk mynta, klippt yfir Smó graslaukur 1. Grænmetið er rifið og skorið niður og blandað saman í skál. Kryddjurtunum er blandað saman við. Hægt er að nota ýmsar kryddjurtir. ■ Morgunblaðið/Ásdls SÓLVEIG Eiríksdóttir og Guðjón Sigmundsson matreiða gómsæta grænmetisrétti. kornaofnæmi, ofnæmi fyrir dýra- hárum og gersveppaóþoli. „Þegar ég var við nám í Kaupmannahöfn leitaði ég til skottulæknis, sem setti mig á mjög strangan matarkúr. Ég mátti ekki drekka mjólk, ekki borða kökur með sykri og ekki neyta matar, sem innihélt ger. Í fyrstu fannst mér þetta skelfilegt, fór næstum að skæla, en ekki leið á löngu þar til ég fann mikinn mun á mér og fékk áhuga á að prófa mig áfram í matreiðslu fæðis sem hentaði mér.“ Síðan hefur Sólveig farið á ótal námskeið í matreiðslu heilsufæðis. Hún saknar ekki sykursins og gers- ins, enda segir hún að ýmiskonar hráefni geti komið í stað hvors tveggja. Heilsufæði segir hún ljúf- fengan kost sé notað gott hráefni og vandað til matreiðslunnar, sem sé alls ekki eins flókin og margir ætli. Sólveig segist ekki vera fanatísk grænmetisæta. Henni fínnst að hver og einn verði að finna hvað henti sér best. „Þótt fólk borði kjöt og fisk getur því líka þótt gott að fá sér grænmetisrétti af og til. Sem betur fer bjóða veitingahús I aukn- um mæli upp á slíka rétti. Fyrir áratug áttu grænmetisætur ekki um margt að velja. Mér fannst til dæmis hámark hugmyndaleysis kokkanna þegar ég fékk einu sinni niðursoðið Ora-grænmeti ásamt nokkrum appelsínusneiðum á einum fínasta veitingastaðnum í bænum." Fellur stundum í frelstni Þótt Guðjón sé að öllu leyti sam- mála Sólveigu og óðum að tileinka sér hollara mataræði segist hann enn falla í freistni endrum og sinn- um. „Einkaþjálfarinn minn segir að af kjöti megi ég bara borða innra læri af nauti og kjúklingabringur, dýrasta kjötið á markaðnum þannig að þess vegna verð ég líka að stilla kjötneyslunni í hóf. Eg fæ mér því bara kjúklingabringur á laugardög- um og dett núna afar sjaldan í nammi, fæ mér fremur ís á nammi- dögunum. Ég er orðinn eins og nýr maður, laus við flesta fylgikvilla offitunnar. Hnén voru að gefa sig og líklega þarf ég ekki að fara í uppskurð eins og til stóð, verkir í baki, öxlum, höfði og herðum hafa horfíð, meltingin er orðin góð og ég er meira að segja laus við exemið." í Mataræði, sem Bókaforlagið Una gefur út, er meðal annars upp- skrift að meðfylgjandi grænmetis- rétti og meðlæti. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.