Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 5
T“
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1997 B 5
DAGLEGT LÍF
„MAÐUR sagði mér sögu, sem
hafði engan hagnað af því að segja
mér hana, eða nokkrum öðrum.
En ég hlýt að játa, að gamalt vín
hafði í fyrstu haft áhrif á sögu-
manninn, og sjálfur tortryggði ég
ýmislegt í þessari sögu.“ Saga
Tarzans á íslandi hófst með þess-
um orðum í Alþýðublað-
inu 21. janúar 1922 eða
fyrir 75 árum. Höfund-
urinn var Edgar Rice
Burroughs (1875-1950) __________
og þýðandinn Ingólfur
Jónsson.
Tarzan apabróðir var þriðja bók
höfundar og birtist Bandaríkja-
mönnum fyrst í tímaritinu All-
Story í október 1912 og hlaut
feikilega góðar viðtökur. Burr-
oughs var á grænni grein eftir
basl áranna á undan. Sagan kom
svo út á bók árið 1914 og varð
Móðir mín var
api og...
stökk á svo skömmu færi, en Tarz-
an var enginn hversdagsmaður.
Frá barnæsku höfðu vöðvar hans
æfst í því að gefa snögg viðbrögð.
Þó ljónið væri skjótt var Tarzan
skjótari og dýrið skall á tré í stað
þess að læsa klónum í mannakjöt
en Tarzan dembdi annarri kúlu í
haus þess, svo það valt
grenjandi á hliðina.“
Hvílík spenna og
hröð atburðarás! Og
Tarzan gleymdi mennt-
un sinni og sté fæti á
ljónin sem biðu í lægra haldi,
horfði beint í tunglið og rak upp
hið ógurlega siguröskur.
Burroughs skrifaði ekki fyrir
börn heldur handa lesendum á öll-
um aldri. Tarzan hefur orðið vin-
sæll í nær öllum miðlum. Fyrsta
kvikmyndin var gerð árið 1916 og
var ein af sex fyrstu kvikmyndun-
T arzan
hinn ógurlegi
mundar enn kutann
TARZAN og sonur hans í
samnefndri kvikmynd.
gefnar út 72 bækur eftir Burr-
oughs á ensku.
„Síðan hafði Tarzan apabróð-
ir fundið heitan mjúkan iíkama
þrýstast að sér. Heitur, unaðs-
legur andi er leikið hafði um
andlit hans og varir hafði fært
nýtt líf í bijóst hans. Varir höfðu
snortið varir hans í brennandi
kossum og kveikt í hjarta hans
bál — bál, sem skóp nýjan Tarz-
an.“ Jane var komin til sögunnar.
„Lesendur blaðsins ættu að
fylgjast með sögunni frá upphafi
og er lítill vafi á, að hún mun
falla þeim vel í geð,“ skrifaði rit-
stjóri Alþýðublaðsins 21. janúar
1922 og sagan féll þeim vel í
geð. Löngu síðar féll dreng-
urinn Richard Korn fyrir
henni. „Þegar ég var sjö ára
gamall erfði ég eftir föðurafa
minn dálítið safn af bókum eftir
Edgar Rice Burroughs,“ segir
Richard. „Þar með kviknaði áhugi
minn á verkum þessa áhrifamikla
höfundar.“
Byrjaði sjö ára að safna -
Tarzansýning
Richard Korn er fæddur 1956
og alinn upp í Connecticut í Banda-
ríkjunum, hann leikur á
kontrabassa í Sinfóníu-
hljómsveit íslands,
safnar fyrstu útgáfum
af verkum Burroughs
og hvaðeina öðru sem
heyrir til sögu Tarzans á íslandi
eins og bókum, bíóskrám, mynda-
sögum. Sýning hans í Þjóðarbók-
hlöðinni verður opnuð almenningi
miðvikudaginn 22. janúar. „Á sýn-
ingunni verður efni sem ég hef
safnað saman um verk Burroughs
á ensku, íslensku og ýmsum öðrum
málum,“ segir hann.
send frá aðdáendum og var þekkt-
ur fyrir að svara þeim fljótt og
vel. Hann stóð m.a. í bréfaskriftum
við að minnsta kosti einn íslend-
ing. Helga Fjeturs, jarðfræðing og
nýaldarsinna. Helgi hafði áhuga á
vísindaskáldskap Burroughs og
sendi honum spurningar vegna
bókarinnar Prinsessan
af Mars um hvort hann
hefði verið undir áhrif-
um frá einhveijum frá
reikistjörninni Mars og
hvort þetta væru alvöru
sögur.
Burroughs segir síðar á öðrum
vettvangi frá þessum bréfum og
svarar að um skáldskap sé að
ræða og að hann trúi að hann
hafi skrifað sögur sínar sjálfur.
Svarbréf rithöfundarins * verða á
sýningunni.
Skömmu eftir heimstyijöldina
... got því ekki
sagt mér mikiö
Morgunblaðið/Golli
RICHARD Korn með fyrstu frumútgáfuna af Burroughs bók
sem hann eignaðist Back to the stoneage.
Eftir að sögurnar um Tarzan
höfðu birst í Alþýðublaðinu gaf
Ingólfur Jónsson þær út í bókar-
formi árin 1922-1925. Snemma á
fimmta áratugnum fékk Siguijón
Sæmundsson í Siglufjarðarprent-
smiðjunni útgáfuréttinn og gaf út
19 Tarzanbækur og einnig teikni-
myndasögur um Tarzan og son
hans alveg fram á níunda áratug-
inn.
Myndasagan um Tarzan hefur
birst í Vísi og síðar DV síðan á
fjórða áratugnum. Margar Tarz-
an-myndir hafa verið sýndar hér
í kvikmyndahúsunum, fyrst árið
1925 í Nýja Bíói og sú síðasta
Greystoke; the Legend of Tarzan,
Lord ofthe Apes, árið 1984. Rich-
ard Korn segir að Burroughs hafi
aldrei verið sáttur við hvernig
draumaverksmiða Hollywoods
birti Tarzan.
Burroughs fékk óteljandi bréf
síðari settist Burrouhgs í helgan
stein og las yfír allar bækurnar
sínar „til þess að rifja upp það sem
ég sagði og hvernig ég sagði það,“
sagði Burroughs. Hann langaði til
að skrifa nýjan sagnaflokk með
Júpíter að sögusviði, en lést á
heimili sínu 19. mars 1950.
Árið 1967 kom út bók eftir
hann sem fannst í handriti í dánar-
búinu, það var I Am A Barbarian
og gerist í Róm á dögum Calígúla
keisara.
Spakmæli Tarzans
Tarzan hefur síðasta orðið.
Hann er spurður: „Hvernig kom-
ust þér í fjárans frumskóginn og
hvernig stóð á yður þar?“ Tarzan
svaraði með stillingu: „Ég fæddist
þar, móðir mín var api og gat því
ekki sagt mér mikið. En hver fað-
ir minn var, veit ég ekki.“ ■
Gunnar Hersveinn
metsölubók í Banda-
ríkjunum.
Tarzan var sonur
ungs aðalsmanns,
Johns Claytons, lá-
varðs af Greystoke
og konu hans, lafði
Alice. Aðalsmaður-
inn ungi var sendur
til að grafast fyrir
um ástandið í ný-
lendu Breta á
vesturströnd Afríku.
Hann lætur lífið í
Afríku ásamt konu
sinni, þegar Tarzan
er eins árs og apynj-
an Kala, sem misst
hafði unga, elur
hann upp sem eigið afkvæmi.
Tarzan snýr nú aftur enn á ný.
Walt-Disney keppist við að búa til
teiknimynd um ævintýri hans og
á síðasta ári hófst framleiðsla á
nýrri sjónvarpsþáttaröð um kapp-
ann og á íslandi byijar sýning um
Tarzan á Islandi í 75 ár á annarri
hæð í Þjóðarbókhlöðunni sem
Richard Korn heldur.
Tarzan vlnsœll
í öllum miðlum
„Enginn algengur maður hefði
sloppið undan klóm Núma, er hann
um sem fengu meira en
milljón dali í aðgangs-
eyri. Johnny Weissmull-
er, ólympímeistari í
sundi, og Maureen O’S-
ullivan leikari urðu svo
talmyndastjörnur í hlut-
verki apabróðurins og
Jane.
Fyrstu útvarpsþætt-
irnir um Tarzan voru
gerðir árið 1932 og voru
þeir fyrstu sem voru
teknir upp áður en þeim
var útvarpað víða um
heim. Árið 1966 voru
gerðir sjónvarpsþættir
um Tarzan með Ron Ely
í aðalhlutverki. Tarzan
varð svo einnig vinsæll sem
myndasöguhetja í tímaritum og
dagblöðum.
Burroughs skrifaði 26 Tarz-
anbækur en hann var líka vin-
sæll vísindaskáldsagnahöfundur.
Hann gaf út ellefu bækur sem
gerðust á reikistjörnunni Mars,
sjö sem gerðust í iðrum jarðar og
fimm Venusarsögur, og lýsir þar
fyrirbærum sem síðar uppgötvuð-
ust svo sem ratsjá, hljóðsjá, sjón-
varp, fjarriti, sjálfsstýribúnaður,
tundurdufl, miðunarbúnaður og
margt annað. Alls hafa verið
WEISSMULLER og
O'Sullivan sem
Tarzan og Jane.
hugsaðu um heilsuna!