Morgunblaðið - 17.01.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 17.01.1997, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF F orvarnir eru besta vörnin gegn húðkrabbameini HÚÐKRABBAMEIN eru al- gengust krabbameina og oft einna læknanlegust ef þau greinast nógu snemma. Undir samheitið húðkrabbamein flokkast margar misalvarleg- ar tegundir. Algengust eru basalfrumukrabbamein, sortuæxli og flöguþekju- krabbamein. Sjaldgæfari teg- undir eru þó til. Orsakir fyrir myndun sortu- æxla, sem eru hættulegast húðkrabbameina, eru oftast taldar mikið magn útíjólu- blárrar geislunar í einu eða jöfn og stöðugri minni geislun. Geislunin veldur skemmdum sem safnast saman yfir ævi- skeið hvers og eins. Forvarnir geta falist í að vara sig á geislunaráhrifum sólar og útfjólublárra geisla- gjafa eins og ljósabekkja. í sólskini er ráðlagt að nota sólvörn nr. 15 eða meira, bera hatt eða skyggni og vera ekki lengi úti í sólinni, einkum þeg- ar hún er hæst á lofti. Algengast hjá hvítu fólkl Basalfrumukrabbamein er algengast hjá hvítu fólki. Stundum birtist það sem upp- hleyptur húðlitur blettur á höfði, hálsi eða höndum. Einn- ig getur það komið fram á búk og þá oft sem flatir blettir. Algengast er að basalfrumu- krabbamein greinist hjá eldra fólki. Þessi æxli dreifa sér lítið og getur tekið þau marga mánuði eða ár að verða einn sentí- metri í þvermál. Sé æxlinu leyft 1. SKOÐIÐ húðina framan og aftan á líkamanum og síðan til hliðanna með handleggina upp. Beygið síðan olnbogana og skoðið framhandleggi innanverða, upphandlegjgi og lófa. 2. Skoðið því næst fótleggina aftanverða og fætuma, iljarn- ar og milli tánna. 3. Skoðið hálsinn aftan- verðan og hársvörðinn með handspegli. Skiptið hárinu eða notið hárþurrku til að lyfta þvi. 4. Skoðið loks bak og þjó- hnappa með handspegli. að vaxa blæðir oft úr því og það hrúðrar á víxl. Þótt það myndi ekki meinvörp, þ.e. dreifi sér í önnur líffæri, getur það vax- ið í gegnum húðina og inn í bein. Við húðkrabbameinum koma nokkrar meðferðir til greina og fer eftir atvikum hvaða aðferð er beitt. Algeng- ar aðferðir eru t.d. frysting með fljótandi köfnunarefni og ef krabbameinið liggur utar- lega í húðinni, eins og basal- frumukrabbamein, eru þau iðulega skröpuð burt með skarpri sleif eða brennd. Teg- und, stærð og staðsetning æxlis ákvarðar meðferðina. I mörgum tilvikum er notuð skurðaðgerð. Flöguþekjukrabbamein kemur stundum fram sem upp- hleypt svæði eða hreistraðir blettir. Andlit, varir, munnur og eyru utanverð eru dæmi- gerð svæði líkamans fyrir flöguþekjukrabbamein. Þetta krabbamein getur orðið að stórum hrauk, auk þess sem það getur myndað meinvörp. Basalfrumukrabbamein og flöguþekjukrabbamein eru auðlæknanlegust húðkrabba- meina. Lækningatíðni fyrir þessar tvær tegundir er 95% þegar rétt er farið að. Þá ligg- ur mikið við að þau séu greind nógu snemma. Þess vegna er úrslitaatriði að fara til læknis komi fram breytingar á húð eins og blettir sem stækka, eru óreglulega litir eða breyt- ast og sár sem ekki gróa. Sortuæxli hættulegust Sortuæxli eru hættulegast allra ÞESSI eldrí sjúklingur var lagður á spítala vegna veikinda. Var þá ákveðið að taka sýni úr blettinum á kinninni og kom í ljós að hann var með sortuæxli. FYRRUM bandarískur her- maður úr fyrri heimsstyij- öld kvartaði undan þessu öri á kvið þegar hann var um nirætt. Kom í Jjós að um flöguþekjukrabba- mein var að ræða. Hann neitaði að fara í að- gerð, sagði að það hefði verið þarna í langan tima og ekki verið til vandræða. EKKI láta sortuæxli alltaf mikið yfír sér. Hér er það byijað að myndast undir nögl. húðkrabbameina og voru áður fyrr talin með hættulegustu æxlum. VIÐ SÝNATÖKU úr örinu við neðri vör mannsins kom í Ijós að um basalfrumukrabbamein var að ræða. Læknisaðferðin fólst í skurðaðgerð sem stjórnað var gegnum smásjá. Þá létust um 80% innan tíu ára frá greiningu. Nú virðast þau Miðaldra - hugarástand eða óumflýjanleg staðreynd? HILARY Clinton, forsetafrú Banda- rílqanna, sagði einu sinni að af öllu þvt sem hún hafði lesið um sjálfa sig hefði sér sámað mest að vera kölluð miðaldra. Trúlega skilja margar kon- ur á svipuðum aldri nákvæmlega hvað forsetafrúin átti við. Miðaldra kona er í hugum margra kona sem aldrei losnar við aukakílóin sem hún hefur bætt á sig síðastliðin tuttugu ár eða svo. Konan sem tekur þæg- indi fram yfír tísku, segir að sjón- varpsdagskráin, tónlistin og bílarnir hafi verið miklu betri á árunum áður og bíður eftir að nýjustu kvikmynd- imar komi út á myndböndum, sem hún síðan leigir aldrei. Dæmigerð miðaldra kona hefur heldur ekki breytt um hárgreiðslu eða förðun í tvo áratugi. Hún man varia eftir að hafa verið á fótum lengur en til klukkan ellefu, nema hún hafi óvart orðið andvaka og annaðhvort hlær að eða býsnast yfir unglingunum tónlist þeirra og tísku. Sú sem einu sinnl var . . . Miðaldra er sú sem einu sinni var - ung og ef til vill víðsýn, uppreisn- argjöm, athafnasöm, full af ævin- týraþrá og treysti engum yfir þrí- tugt, - en er búin að steingleyma hvemig það var. Framangreind lýsing er tekin úr janúarhefti Harper’s Bazaar og sam- kvæmt henni er þetta skelfílegt tíma- bil, jafnvel verra en að vera bara gömul. En fátt er svo með öllu illt að ekki megi gott úr gera. {tímarit- inu segir að til séu nokkrar leiðir til að yfirstíga þetta fyrirkvíðanlega aldursskeið með reisn. Miðaldra sé miklu fremur orð yfír hugarástand en aldur, enda sé aldur afstæður, sé rétt á spöðunum haldið. Þótt árin skipi konum í hóp miðaldra, segir að hvorki sé ástæða til að þær líti þannig út né hegði sér og hljómi eins og miðaldra matrónur. Boð og bönn Og tímaritið tekur dæmi af nokkr- um þokkadísum, sem fáum dytti fyrst í hug að lýsa sem miðaldra. Goldie Hawn, Anjelica Huston, Laur- en Hutton, Bianca Jagger, Ali MacGraw og Sigoumey Weaver eru til dæmis sagðar vita nákvæmlega hvernig bera skuli sig að og hvað eigi að forðast til að falla ekki undir matrónulýsinguna. Ef til vill gagnast einhverjum sem vilja rífa sig upp úr miðaldraöldudalnum eftirfarandi til- lögur í Harper’s Bazaar: Ekki taka Sophiu Loren til fyrir- myndar við val á gleraugnaumgjörð- um, stór og áberandi gleraugu fara sárafáum vel. Pils eða kjólar sem ná niður á miðja kálfa þykja einungis henta kennurum í sunnudagaskólum eða við viss tækifæri eins og ef farið er í heimsókn í fangelsi. Svokallaðar húðlitar nærbuxur ætti að forðast, enda eru þær aldrei í líkingu við raunverulegan lit húðarinnar. Ekki leggja ofuráherslu á „skyn- samlegan" skóbúnað, því þá er hætta á að fólki fínnist tilhlýðilegast að ræða við þig um mikilvægt hlutverk páfans og annað álíka. Mundu að eftir þrítugt er ekki skylda að láta klippa sig að hætti prins Valíants og hafðu í huga að hárgreiðslan skiptir meira máli en augnskugginn og kinnaliturinn, ef þú vilt ekki sýn- ast kringluleit. Eindregið er mælt gegn permanenti í stutt hár og gegn notkun varalitablýants til að afmarka MIÐALDRA? - Goldie Hawn 51 árs, Sigourney Weaver 47 ára, Ali MacGraw 57 ára og Bianca Jagger 51 árs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.