Morgunblaðið - 17.01.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 B 7
DAGLEGT LÍF
I
Tuttugu sortuæxli
greind hér árlega
greinist húðkrabbameinið fyrr.
Þegar kúfurinn hafi verið tekinn
af þessum hóp eigi tíðni nýrra til-
fella eftir að minnka aftur.
Jónas Ragnarsson, ritstjóri Heil-
brigðismála, benti á það í fyrra að
sólbaðsstofum í Reykjavík hefði
fjölgao á siðustu árum og nú væri
hægt að fara í ljós á ríflega tutt-
ugu stöðum. Hann segir það
óheillavænlega þróun og nefnir
sem dæmi sænska rannsókn sem
sýni að fólk undir þrítugsaldri, sem
fari oftar í ljósalampa en tíu sinn-
um á ári, sé i sjö sinnum meiri
hættu en aðrir á að fá sortuæxli.
Þessar niðurstöður hafi þótt svo
athyglisverðar að bandaríska
læknafélagið hafi mælst til þess
að fólki yrði bannað að fara í Ljós,
nema að læknisráði. Jónas segir
ennfremur að „fátt eða ekkert
mælir með því að nota Ijósabekki
í þeim tilgangi að „líta betur út“.
Það er staðreynd að of mikið af
útfjólubláum geislum hefur slæm
áhrif á húðina, hún verður þykk
og skorpin og hætta á húðkrabba-
meini eykst.“
Sólbaðsstofa
og Dauðahaflð
Undir þetta tekur Jón Hjaltalín
Ólafsson, læknir, sem segir að
óhófleg ljósböð og sólböð valdi
sliti á húðinni, teygjanleiki hennar
minnki og hún verði hrukkóttari
en ella. Utfjólubláir geislar ljósa-
bekkja (UVA) á sólbaðsstofum
hafi lengri bylgjulengd en þeir
geislar sem brenni húðina í sólinni
(UVB). UVA-geislar nái dýpra nið-
ur í húðina en UVB-geislarnir, og
fari þeir t.d. gegnum rúðugler.
Hann segir lítið gagn í því að
búa sig undir að fara á sólarströnd
með því að ná „grunnbrúnku" í
(jósabekkjum. Ljósböð valdi ekki
þykknun á hornlagi húðarinnar
eins og sólböð geri. Best sé að
venja húðina smátt og smátt við
sólarljósið með því að vera úti í
byijun sumars.
Að lokum bendir hann á að þeir
sem liggi í ljósabekkjum í tuttugu
mínútur fái álika mikið af útfjólu-
bláum geislum og þeir sem liggi
í sólbaði við Dauðahafið í tvær til
fjórar klukkustundir um miðjan
dag, þegar sólin er hæst á lofti. ■
PB
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
SÓLBÖÐ geta verið varasöm og aukið líkur á húðkrabbameini ef ekki er farið að öllu með gát.
greinast að jafnaði mun fyrr auk
þess sem læknavísindum hefur
fleygt fram. Þess vegna eru líf-
slíkur orðnar miklu meiri og með
þeim bestu af krabbameinum.
Talið er að um 80% af þeim sem
greinast með sortuæxli lifi sjúk-
dóminn af.
Sortuæxli á upptök sín í litfrum-
um húðarinnar, sem framleiða lit-
kornin, og er dökkt að lit. Það
getur verið ljósbrúnt eða dekkra,
jafnvel svart. Fólk sem greinist
með sortuæxli er oftast ljóst á
hörund, ljóshært eða rauðhært
með blá, grá eða græn augu.
Sortuæxlum er eðlislægt að
dreifa sér eða mynda meinvörp og
þegar meinvörp setjast í mikilvæg
líffæri verður mun torveldara að
lækna krabbameinið. Æxli þessi
geta birst skyndilega á eðlilegri
húð eða í fæðingarblett. Þess
vegna er rík áhersla lögð á að
fólk fylgist með fæðingarblettum
og breytingum sem á þeim verða.
Sólargeislun í of miklum mæli
er talin geta orsakað sortuæxli.
Einnig_geta erfðaþættir komið við
sögu. Óreglulegir fæðingarblettir,
einkum ef þeir eru ættgengir, geta
verið til marks um aukin líkindi á
því að fólk fái sortuæxli. Fólk sem
hefur sólbrunnið illa undir sextán
ára aldri, oftar en einu sinni, er
talið í áhættuhópi.
Sjálfsskoðun mánaðarlega
Að sögn Jóns Hjaltalíns Ólafs-
sonar, húðlæknis, liggur ekki ljóst
fyrir hvort sólbruninn sjálfur er
krabbameinsvaldandi eða hvort það
að fólk brenni í sólinni þýði einfald-
lega að húð þess þoli illa geisla
sólarinnar og þess vegna sé það í
áhættuhópi.
Forvarnir eru besta vörnin gegn
húðkrabbameinum. Líkur á lækn-
ingu aukast þó ef húðin er skoðuð
reglulega, t.d. einu sinni í mán-
uði. „Til sjálfsskoðunar þarf lang-
an veggspegil og handspegil í vel
lýstu herbergi,“ segir Ellen Moon-
ey, læknir, í fræðsluriti Krabba-
meinsfélagsins. Síðan fer skoðunin
fram í nokkrum liðum eins og sjá
má á meðfylgjandi skýringar-
mynd.
Ókeypis blettaskoðun
Á sumardaginn fyrsta sameinast
Félag íslenskra húðlækna og
Krabbameinsfélag íslands um að
bjóða upp á ókeypis blettaskoðun.
Þeir sem hafa áhyggjur af blett-
um á húð geta haft samband við
Göngudeild húð- og kynsjúkdóma
í Þverholti 18 eða Leitarstöð
Krabbameinsfé-
lagsins í Skógar-
hlíð 8, fyrir sumar-
daginn fyrsta. Að
öðrum kosti geta
þeir leitað til
húðsjúkdóma-
lækna.
Húðsjúk-
dómalæknir
skoðar blett-
ina og metur
hvort ástæða
er til nánari
rannsókna.
Nauðsyn-
legt er að
panta tíma
og verða
frekari
upplýs-
ingar um
það veittar þegar nær
dregur.
Þetta er í sjöunda sinn sem þess-
ir aðilar sameinast um blettaskoð-
un í sumarbyijun. Sums staðar
erlendis er hliðstæð þjónusta orðin
árviss, enda er reynsla af henni
góð og dæmi eru um að varhuga-
verðar breytingar á húð hafi fund-
ist tímanlega. ■
Pétur Blöndal
ÞEGAR rannsóknir sýndu fram á
að Ástralíubúar, sem eru ættaðir
frá Englandi, fengu mun meira
af illkynjuðum húðkrabbameinum
en aðrar þjóðir, t.d. fimmtíu sinn-
um meira en Svíar, var ljóst að
mikil sólargeislun var eina hugs-
anlega orsök þessarar aukningar.
Var því gert átak í forvörnum
gegn miklum sólböðum þar í landi.
Aströlum hefur tekist að
minnka tíðni húðkrabbameina.
Þetta hefur tekist með öflugum
áróðri í dagblöðum, tímaritum og
sjónvarpi. Fólk er varað við sól-
böðum og bent á að nota öfluga
sólvörn. Þeim er bent á að forðast
löng sólböð, jafnvel þótt öflug sól-
vörn hafi verið notuð. Einnig að
nota hatta með breiðum börðum,
vegna þess að geislunin fari mest
á höfuðið og handabökin.
Aftur á móti hefur tiðnin aukist
mikið í Bandarikjunum og Norður-
Evrópu. Sem dæmi um þá aukn-
ingu má nefna að fjöldi nýrra til-
fella hérlendis af húð-
krabba-
mei-
num
hefur
fimm-
faldast
á síðastl-
iðnum
þijátíu
árum.
Meðaltal
áranna
1991 til
1995 er 20
sortuæxli og
27 önnur
krabbamein í
húð. Þáeru
basalfrumu-
krabbamein
ekki meðtalin.
Þykk og
skorpin húð
Skiptar skoðanir eru um
það hverju þessi aukning sæti. Til
eru þeir sem telja hana stafa af
auknum utanlandsferðum á sólar-
strendur og fjölgun sólbaðsstofa
hérlendis. Þá heyrast þær raddir
einnig að ástæðan sé þynning óson-
lagsins. Enn aðrir te(ja að sífellt
fleiri fari í læknisskoðun, fólk sem
fór aldrei áður, og þess vegna
útlínur varanna, slíkt fer einungis
vel á óperuprímadonnum á sviði eða
dragdrottningum. Skærrautt nagla-
lakk á löngum nöglum er löngu úr-
elt fyrirbrigði, jafnvel ódýrustu
vændiskonum er kunnugt um það.
Brögð og brellur
Horfðu ekki í kostnaðinn þegar
þú velur gleraugnaumgjarðir því
næst á eftir hárgreiðslunni skipta
gleraugun mestu máli fyrir heildar-
útlitið. Varðandi pilsasíddina eru
þrír möguleikar sagðir koma til
greina; stutt, hnésítt eða dragsítt.
Ef þú ert í síðbuxum veldu þá fínleg-
ar svartar og einfaldar í sniði eða
dökkar teygjubuxur. Gallabuxur
með venjulegu sniði eru alls ekki
forboðnar. Einu gildir hvort skórnir
eru með háum eða lágum hæl, bara
alls ekki miðlungshæl og vertu ein-
ungis í íþróttaskóm á æfíngum og
kúrekastígvélum, svörtum eða brún-
um, ef þú ert í Texas eða á hestbaki.
Stundum er betra að dekkja hárið
fremur en lýsa eftir því sem aldurinn
færist yfir. Kærðu þig kollótta þótt
mamma þín segði að sítt hár hæfði
bara ungum stúlkum, en farðu samt
í klippingu ef síða hárið er orðið
rytjur einar. Farðaðu þig ekki um
of, því þá er hætta á að hrukkurnar
verði meira áberandi. Með ljósum
farða virðist andlitið mun unglegra
og vel má gera vel við sig í varalit
og hafa hann skærrauðan eins og
Paloma Picasso eða Anjelica Huston
nota.
Til að reka af sér miðaldraslyðru-
orðið skiptir lífsstíll og viðhorf ekki
síður máli en fötin, hárið og förðun-
in. Gott ráð þykir að sökkva sér
niður í jass, auk þess sem líkams-
rækt af einhveiju tagi er flestra
meina bót. Meirihluti kvenna sem
þykir líta einstaklega vel út á efri
árum eru grannar og hafa trúlega
stundað æfíngar um árabil. Ef þú
hefur verið andvaralaus að þessu
leyti er ekki seinna vænna að spretta
úr spori. Samkvæmt bókinni Strong
Women Stay Young eða Sterkar
konur halda sér ungum eftir doktor
Miriam E. Nelson er jafnvel hægt
að draga úr hættu á beingisnun með
því einu að lyfta litlum lóðum tvisv-
ar í viku. Ákjósanlegast væri að
hefja æfingar á einhverri nýstár-
legri íþrótt, sem ekki þekktist fyrir
áratug. Slíkt styrkir ekki aðeins lík-
ama og sál heldur kann að líka að
vekja áhuga á „öðruvísi" ferðalögum
og eykur möguleikana á að eignast
nýja vini.
Lærðu eitthvað - hvað sem er!
ítölsku, frönsku, matreiðslu eða tré-
smíði. Rannsóknir sýna að hægt er
að hægja á eða jafnvel stöðva minn-
isleysi, sem oft fylgir hækkandi aldri,
með því að þjálfa heilann stöðugt.
Þannig getur þú líka orðið hrókur
alls fagnaðar í kvöldverðarboðum og
hættir að velta fyrir þér hvort hassið
sem þú reyktir á menntaskólaáhrif-
um sé ástæðan fyrir því að þú
gleymdir rétt sem snöggvast síma-
númerinu heima hjá þér.
Upphaf tíðahvarfa þýðir ekki að
Elli kerling hafi tekið völdin. Hor-
mónameðferð hentar ekki öllum, en
ýmislegt fleira er hægt að gera til
að beijast gegn þróttleysi, áhuga-
leysi um kynlíf, viðkvæmum beinum,
skorti á kollagen og öðrum kvillum
sem oft fylgja þessu tímabili ævinn-
ar. Spyijið bara lækninn.
Hrópandi miðaldra
Því miður - golf er dæmigerð
íþrótt fyrir miðaldra. Sama hvað
hver segir. Ekki hugsa meira um
það. Ef þú ert stödd í hljómplötu-
verslun varastu þá hrópa: Guð minn
góður - ég hef ekki aldrei heyrt
minnst á þessar hljómsveitir! Ef satt
er, haltu því út af fyrir þig og taktu
stefnuna á jassdeildina. Föt með
axlapúðum eru líka hræðilega mið-
aldra. Axlapúðar eru ekki í tísku og
eiga ekki afturkvæmt í bili. Auk
þess blekkir þú engan með axlapúð-
unum, því þótt þú hafír breiðar axlir
sýnast mjaðmirnar ekkert grennri
fyrir vikið.
Segðu aldrei að þú hreinlega hat-
ir tölvur eða kunnir ekki neitt á
svoleiðis tæki. Slíkt þykir miðaldra-
legt með afbrigðum og fólk bíður
ekki í ofvæni eftir gömlu tuggunni
um þá gömlu góðu daga þegar þú
varst ung. Kvartaðu heldur ekki
yfir að þetta eða hitt sé allt of seint
fyrir þig, því þú verðir að vera kom-
in í háttinn fyrir tiltekin tíma.
Mundu að á dánarbeðinu segist þú
áreiðanlega ekki vera þakklátust
fyrir að hafa fengið svona mikinn
svefn á fimmtugs- og sextugsaldrin-
um. ■
IJ I
ÍJTSAM
öðumv„
v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
Sími 561 1680.