Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 8
Draumur hvers Keppnisáætlun 1997 HELSTU mótin sem Jón Arnar Magnússon tekur þátt í á þessu ári: Dags. Keppni og staður 26.janúar.......þríþraut í Reykjavík 15. febrúar......._....MI innanhúss 22. febrúar.......MÍ einstaklingsgr. 7. mars...HM innanhúss í (París) 31.maí....Keppni í Austurr. (Götzis) 2. júní...Smáþjóðaleikar (Reykjav.) 28. júní.........Evrópubikarkeppni 3. júlí...........Landsmót UMFÍ 19. júlí..........Meistaramót ísl. l.ágúst......HM utanhúss (Aþenu) 15. ágúst.........Bikarkeppni FRI 18. ágúst.....Reykjavíkurleikarnir 13. sept..Keppni í Frakkl. (Talence) * íþróttamanns „ÞAÐ hlýtur að vera draumur hvers íþróttamanns að gera slíkan samning," sagði Jón Arnar Magnússon, sem fær rúmar sex milljón- ir á ári næstu fjögur árin eða rúmar 25 milljónir króna samtals til að standa straum af kosnaði við undirbúning sinn fyrir næstu Ólympíuleika. „Þetta er eins og vinnusamningur. Ég vinn við að æfa mig og fæ greitt fyrir það eins og hverja aðra vinnu. Það getur ekki verið betra.“ Jón Arnar segir að auðvitað fylgi þessum styrk töluverð ábyrgð. „Kröfumar um árangur verða eflaust meiri en áð- ValurB. ur. Ég mun æfa af Jónatansson samviskusemi og svo skrifar frá verður bara að koma Sauðárkróki ; ij5s þVe langt það dugar. Þessi samningur er búinn að vera nokkuð lengi í farvatninu og því ánægjulegt að hann skuli nú vera í höfn.“ Er æfmgaaðstaðan nógu góð á Sauðárkróki? „Já, það tel ég. Sauðárkrókur hefur eitt fram yfir alla aðra staði — fjöruna góðu. Það er einnig verið að stækka íþróttahúsið hér og það er til bóta. Ég get ekki kvartað, það er allt gert fyrir mig hér. Ég mun einnig fara utan í æfingabúðir nokkrum sinnum _á þessum ijórum árum fram að Ólympíuleikum til frekari undirbúnings." Eru markmiðin ekki of háfleyg fyrir Ólympíuleikana. Er raunhæft að ætla að þú verðir á meðal fimm bestu í Sydney? „Já, ef ég verð heill þá getur það alveg staðist. Við trúum því. Mér hefur gengið _vel og verið að bæta mig stöðugt. Ég er ekki langt á eftir þessum körlum þannig að það er alls ekki óraunhæft að setja stefnuna hátt. Ef aliar aðstæður eru góðar og mér líður vel þá er ýmislegt hægt.“ Morgunblaðið/Golli JÓN Arnar Magnússon og Gísli Sigurðsson voru ánægðlr með að samnlngurlnn væri í höfn. Nú geta þelr farið að ein- beita sér að undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana í Sydney. Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Amars Magnússonar Haminajudagur Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Amars, var að vonum ánægð- ur eftir að samningar höfðu verið undirritaðir á Sauðárkróki í gær. Hann hefur verið launalaus þjálfari Jóns Amars frá því í september og var því orðinn langeygur eftir því að frá samningum yrði gengið. „Þetta er mikill hamingjudagur fyrir mig persónulega og eins fyrir Jón Amar ojg fjölskyldu hans,“ sagði Gísli. „Eg vona að þetta reynist okkur vel þannig að við getum unn- ið vel og farsællega úr þessari áætl- un sem liggur fyrir. Sauðárkróksbær og fyrirtækin sem að samningnum standa verður seint full þakkað. Það er gleðilegt að finna fyrir skilningi og framsýni þessarra aðila.“ „Við erum búnir að gera fjögurra ára áætlun og fömm nú að vinna eftir henni af fullum krafti. Hún miðast öll að hámarksárangri á Ólympíuleikunum í Sydney. Upp- setning æfinga frá ári til árs miðast við að geta stigaukið álagsþættina í þjálfuninni svo að síðasta árið verði öruggt. Það er að segja að það verði ekki hætta á meiðslum, búið að ná fullum liðleika og styrk í þeim þátt- um sem enn vantar uppá.“ Hann sagðist bjartsýnn á að Jón Arnar geti bætt sig töluvert næstu fjögur árin. „Ég geri mjög miklar kröfur til Jóns Arnars um skilning og samvinnu. Við höfum náð rosa- lega vel saman og það er gaman að vinna með honum. Ég veit að hann á enn mikið inni,“ sagði Gísli. Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri Sauðárkróks, sagðist fagna þessum tímamótasamningi. „Það er okkur mikil ánægja að fá að taka þátt í þessu verkefni. Jón Arn- ar hefur sýnt og sannað að hann er verðugur fulltrúi íþróttaæskunn- ar í landinu. Við erum stolt af því hér á Sauðárkróki að hann skuli hafa valið að búa og æfa hér. Við höfum lagt mikla peninga til íþróttamannavirkja og íþrótta- starfsins hér í bænum og við mun- um halda því áfram. Bjarstjórnin telur þeim peningum vel varið. Sauðárkrókur er íþróttabær. Það er skemmtilegt til þess að vita, að á 90 ára afmælisári Tindastóls skuli þessi samningur verða að veru- leika,“ sagði bæjarstjórinn. Tímamótasamningur Viggó Jónsson, formaður frjáls- íþróttadeildar Tindastóls, sagði að menn hefðu lagt ofur kapp á að ganga frá samingi þessum sem fyrst svo hægt væri að hefjast handa. „Við settum upp áætlun í haust. Þetta verkefni kostar mikla peninga og ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því í upp- hafi hve dýrt þetta dæmi er. Við erum stolt af því að eiga þátt í gerð fyrsta samningsins sem gerður er til svona langs tíma við íslenskan íþróttamann,“ sagði Viggó. Tímamótasamn- ingur undirritadur FRÁ undirrltun styrktar- samningsins í gær. Frá vinstri: Viggó Jónsson, for- maöur frjálsíþróttadeildar Tindastóls, Jón Arnar Magn- ússon og Jónas Egilsson, varaformaður FRÍ. Kostnaðaráætlun Kostnaðaráætlun Jóns Arnars hljóðar upp á rúmar sex milljónir króna. í ár er yfirlitið þannig: kr. Ferðir og gistikostnaður..1.205.000 Þjálfari og íþróttamaður..2.820.000 Skrifstofa og stjómun.......565.000 Ýmis kostnaður............1.660.000 Samtals: 6.250.000 Annars er kostnaðaráætlun fyrir hvert ár þannig: 1997 .....................6.250.000 1998 ....................6.250.000 1999 ....................6.350.000 2000 .....................6.450.000 Samtals:..........25.300.000 Markmið - áætlun Markmið Jóns Arnars Magnússonar á næstu fjórum árum eru þessi: Viðburður ár grein sæti HMinnanhúss.1997 sjöþraut 5.-8. HMutanhúss..1997 tugþraut 6.-10. EMinnanhúss.1998 sjöþraut 1.-4. EMutanhúss..1998 tugþraut 2. - 6. HMinnanhúss.1999 sjöþraut 2. - 6. HMutanhúss..1999 tugþraut 1.-5. ÓLíSydney...2000 tugþraut 1. - 5. Styrktar- klúbburinn Sydney 2000 í GÆR var stofnaður styrktarklúbbur sem ber nafnið „Sydney 2000“ hjá Landsbanka íslands á Sauð- árkróki. Klúbburinn er stofn- aður til stuðnings verkefni U.M.F. Tindastóls vegna Jóns Arnars Magnússonar. Aðild að klúbbnum felur í sér að félagar leggja reglu- lega sparifé inn á reikninga bankans og geta þeir valið um þrjár mismunandi leiðir. Spamaðurinn varir til ársins 2000, en þá verður öll upp- hæðin laus til útborgunar. í upphafi ársins 2000 verður dreginn út einn ferðavinn- ingur, farmiði til Sydney, og hlýtur hann einn úr hópi klúbbfélaga. Landsbankinn mun styrkja verkefni Sydney 2000 hjá Tindastóli um sem nemur ákveðnu hlutfalli af spamaði klúbbfélaga á hveijum tíma. Fólki gefst þannig kostur á að spara fyrir sig og styrkja Jón Amar í leiðinni. EM í frjálsum í Búdapest EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ í frjálsum íþróttum utanhúss verður í Búdapest í Ungveija- landi 1998. Þijár borgir hafa sóst eftir að halda EM 2002, Miinchen í Þýskalandi, Amst- erdam í Hollandi og Lausanne í Sviss. Fleiri borgir geta sótt um keppnina, þar sem um- sóknarfrestur rennur út 30. júní. VIKINGALOTTO: 2 3 14 15 36 37 / 10 35 48

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.