Morgunblaðið - 23.01.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.01.1997, Qupperneq 4
4 C FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 C 5 URSLIT 1. deild kvenna Fram - Stjarnan 15:20 íþróttahús Fram, íslandsmótið í handknatt- leik - 1. deild kvenna, miðvikudaginn 22. janúar 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:4, 2:6, 6:6, 6:9, 6:11, 8:11, 9:16,10:18, 13:18,15:19,15:20. Mörk Fram: Svanhildur Þengilsdóttir 5, Guðríður Guðjónsdóttir 5/5, Hekia Daða- dóttir 2, Hrafnhildur Sævarsdóttir 2, Stein- unn Tómasdóttir 1. Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 14 (þar af eitt til mótheija), Þóra Jónsdóttir 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Sfjörnunnar: Ragnheiður Stephen- sen 6/2, Björg Gilsdóttir 3, Nína K. Björns- dóttir 3, Sigrún Másdóttir 3, Ásta Sölvadótt- ir 2, Margrét Theódórsdóttir 1, Rut Stein- sen 1, Inga S. Björgvinsdóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 10 (þar af fjögur til mótheija), Sóley Halldórsdóttir 6 (þar af eitt til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Aðalsteinn Ömólfsson og Marinó G. Njálsson voru jafn slakir og leikmenn. Áhorfendur: 64. FH - Víkingur 18:24 Kaplakriki: Mörk FH: Hrafnhildur Skúladóttir 10, Þór- dís Brynjólfsdóttir 4, Björk Ægisdóttir 3, Dagný Skúladóttir 1. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Víkings: Heiða Erlingsdóttir 10, Guðmunda Kristjánsdóttir 6, Kristín Guð- mundsdóttir 4, Elísabet Þorgeirsdóttir 2, Sigríður Snorradóttir 1, Helga Brynjólfs- dóttir 1. Utan vallar: 2 mínútur. Dómaran Anton Pálsson og Hlynur Leifs- son. ÍBV-Valur 22:26 íþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum: Gangur leiksins: 2:3, 5:4, 10:9, 11:10, 13:12, 14:16, 15:18, 16:20, 19:23, 22:26. Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 7/4, Stef- anía Guðjónsdóttir 5, Sara Guðjónsdóttir 3/2, María Rós Friðriksdóttir 3, Eyrún Sig- uijónsdóttir 2, Elísa Sigurðardóttir 1, Guð- björg Guðmannsdóttir 1. Varin skot: Laufey Jörgensdóttir 9 (þar af 1 til mótheija). Utan vallar: 0 mín. Mörk Vals: Sigurlaug Rúnarsdóttir 11/6, Gerður Jóhannsdóttir 5, Lilja Valdimars- dóttir 3, Eivor Pála Blöndal 2, Sonja Jóns- dóttir 2, Dagný Pétursdóttir 1, Júlíana Þórð- ardóttir 1, Eva Þórðardóttir 1. Varin skot: Vaiva Drilingaite 12/1. Sigríð- ur Gunnarsdóttir 2/2. Utan vallar: 6 mín. (Haukur Geirmunds- son, þjálfari, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að mótmæla dómi). Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Amar Kristinsson. Áhorfendur: 50. Lotto Cup Lotto-keppnin í handknattleik karla hófst í Noregi í gærkvöldi: Danmörk - Króatía................30:15 Nicola Jakobson og Ian Marco Fog skoruðu sín hvor sex mörkin fyrir Dani, Veppe Sig- fússon skoraði Qögur mörk. Noregur - Spánn....................26:28 Ogrvan skoraði sjö mörk fyrir Spánveija. Þýskaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Grosswallstadt - Essen...........27:22 Dutenhofen - Eisenach............20:19 Bad Schwartau - Melsungen........26:22 Pfullingen - Lemgo...............27:30 Knattspyrna England Deildarbikarkeppnin, 8-liða úrslit: Stockport- Southampton.............2:2 Alun Ármstrong (25.), Louie Cavaco (26.) - Egil Ostenstad 2 (16., 85.). ■ Liðni þurfa að leika á ný á The Dell í næstu viku, það sem fer með sigur af hólmi mætir Middlesbrough í tveimur leikjum í undanúrslitum. Bikarkeppnin, þriðja umferð: Aston Villa - Notts County.........3:0 D. Yorke 2 (24., 53.), Ugo Ehiogu (67.). ■Aston Viila mætir Derby úti í fjórðu umferð. 2. deild: Stoke - Norwich......................1:2 Leikmenn Stoke fengu tvö mörk á sig í byijun leiksins, eftir að vöm þeirra var leik- in grátt. Vináttuleikir Jerusalem, Israel: ísrael - Grikkland.................1:1 Itzik Zohar (57.) - Christos Kostis (9.). Palermo, Ítalíu:. Ítalía - Norður-írland.............2:0 Zoia (10.), Del Piero (90.). 38.000. Braga, Portúgal: Portúgal - Frakkland...............0:2 - Didier Deschamps (10.), Ibrahima Ba (60.). 40.000. Rallakstur Monte Carlo raliið. 1. Piero Liatti (ítal.) S. Impreza.4:26.58 2. Carlos Sainz (Spáni) F. Escort ...4:27.53 3. T. Makinen (Finnl.) M. Lancer ...4:29.29 4. A. Schwarz (Þýskal.) F. Escort ..4:32.03 5. U. Nittel (Þýskal.) M. Lancer.4:42.42 6. H. Lundgárd (Danm.) T. Celica ..4:45.26 HM á skautum París, parakeppni á listhlaupi á skautum. 1. M. Eltsova/A. Bushkov (Rússl.). 1.5 2. Mandy Wötzel/I. Steuer (Þýskal.). 3.0 3. Berezhnaya/Sikharulidze (Rússl.) .... 5.0 4. S. Abitbol/S. Bemadis (Frakkl.) . 5.5 5. E. Shishkova/V. Naumov (Rússl.) .... 7.5 6. P. Schwarz/M. Múller(Þýskal.)..10.0 7. D. Zagorska/M. Siudek (Póliandi) ....10.0 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Glæsilegt sigurmark Jón Freyr Egilsson tryggði Haukum sigur með sirkusmarki HAUKAR höfðu betur í ná- grannaslagnum í Hafnarfiði í gærkvöldi, lögðu FH-inga, 23:22, í æsispennandi undan- úrslitaleik í bikarkeppni karla í handknattleik. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúnd- unum þegar Aron Kristjánsson henti boltanum inn í vítateig FH þar sem Jón Freyr Egilsson greip hann á lofti og skoraði. Sannarlega glæsilegur endir á spennandi og skemmtilegum leik og Haukar þar með komn- ir í úrslit bikarkeppninnar. FH-ingar voru eiginlega hálf- gerðir klaufar að sigra ekki í gærkvöldi því þeir voru 21:19 yfir er 8 mínútur voru Skúli Unnar eftir- Á þeim tíma Sveinsson gerðu Haukar fjög- skrifar ur mörk gegn einu marki FH og voru þessar mínútur nær óþolandi spenn- andi. Bjami Frostason varði í þrí- gang skot FH-inga úr dauðafæri og hinum megin varði Lee einnig vel. Bæði lið misstu einn leikmann útaf, fyrst FH-ingar og það nýttu Haukar og síðan FH. Heimamenn komust 22:21 yfir er 1,34 mín. var eftir en FH-ingar jöfnuðu er 1,08 mín. var eftir. Haukar héldu boltan- um þann tíma sem eftir var og síð- asta markið, sem áður er lýst, kom þegar tvær sekúndur voru eftir og því enginn tími fyrir FH að hefja leikinn á ný. „Ég bjóst við að FH-ingar teldu að ég myndi reyna að ljúka sókn- inni eins og ég hef gert í nokkrum leikjum að undanförnu og ákvað því að gera það ekki að þessu sinni,“ sagði Aron Kristjánsson alsæll eftir leikinn, en hann hefur gert þýðing- armikil mörk fyrir Hauka á lokasek- úndum síðustu leikja liðsins í deild- inni. Hann kom þó svo sannarlega við sögu í sigurmarkinu í gær því hann átti sendinguna á Jón Frey. Sendingin var heldur há en Jón Freyr náði henni og það dugði. FH-ingar byijuðu betur, léku mjög góða flata vörn og komust í 3:1. Haukar voru með sama byijun- arlið og gegn Aftureldingu á dögun- um en skiptu fljótlega þeim Baumruk og Rúnari inná í sóknina og gafst sú uppstilling mun betur því þeir tveir ógnuðu vel. Annað mark heimamanna lét standa á sér og kom ekki fyrr en eftir tæplega sjö mínútna leik. Bæði lið gerðu mikið af mistökum, töpuðu boltan- um allt of oft klaufalega og svo virtist sem þau réðu ekki alveg við þann hraða sem þau ætluðu að reyna að leika á. Haukar komust í 4:3 en FH komst aftur einu marki yfir, 5:4. Haukar höfðu síðan undirtökin allt þar til 16,42 mín. voru til leiksloka að FH-ingar komust yfir á ný, 17:18. Haukar náðu tvívegis þriggja marka forystu, 13:10 í upp- Haukar-FH hafi síðari hálf- leiks og svo 16:13 skömmu síðar. Þegar staðan var 17:16, og FH-ing- ar nýbúnir að ná fullskipuðu liði eftir brottvísun, misstu Haukar tvo leikmenn útaf með fjögurra sek- úndna millibili og það nýttu gestirn- ir sér og gerðu þijú mörk, 17:19. Haukar jöfnuðu en FH komst aft- ur yfir, 21:19, og lokamínútunum er lýst hér að framan. Haukar eru með jafnara lið en FH og sést það til dæmis á því að í gær voru fjórir Haukar sem gerðu 12 mörk, fjögur hver, en tveir FH-ingar gerðu samtals 12 mörk. Oskar Sigurðusson lék vel í vinstra horninu og hinum megin lét Jón Freyr til sín taka undir lok leiksins og gerði þá tvö mörk. Aron, Baumruk og Gústaf léku allir ágæt- lega og Bjarni varði vel i markinu, lokaði því til dæmis á lokakaflanum þegar mest á reið. Hjá FH átti Hálfdán góðan dag, Iþróttahúsið við Strandgötu, 4-liða úrslit bikar- keppni HSÍ í karlaflokki, miðvikudaginn 22. jan- úar 1997. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 4:3, 4:5, 6:6, 9:6, 9:8, 10:10, 11:10, 13:10, 14:13, 16:13, 16:16, 17:16, 17:19, 19:19, 19:21, 22:21, 22:22, 23:22. Mörk Hauka: Aron Kristjánsson 4, Gústaf Bjarnason 4, Petr Baumruk 4, Óskar Sigurðsson 4, Jón Freyr Egilsson 2, Rúnar Sigtyggsson 2, Þorkell Magnússon 2, Sigurður Þórðarson 1. Varin skot: Bjarni Frostason 18 (þaraf 5 tii mótheija). Utan vaílar: 10 mínútur. Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 6, Guðmundur Pedersen 6/3, Knútur Sigurðsson 3, Guðjón Árnason 2, Hálfdán Þórðarson 2, Sigurgeir Ægisson 2, Valur Arnarson 1. Varin skot: Suk Hyung Lee 10 (þaraf 4 til mótheija), Jónas Stefánsson 1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arn- arldsson. Komust ágætlega frá erfiðum leik. Áhorfendur: 1.300. sérstaklega í vörninni en hann fékk ekki úr miklu að moða á línunni. Hann lét það ekki á sig fá pilturinn heldur vann eins og hestur fyrir félaga sína. Gunnar átti góða spretti og í markinu varði Lee ágæt- lega á köflum en lítið þess á milli. Stefán Guðmundsson lék um tíma sem leikstjórnandi í fyrri hálfleikn- um og stóð sig vel en fékk ekkert að leika eftir hlé. Hafa ÍR-ingar trú á að þeir geti lagt KA? Við fyrstu sýn ætti að vera ör- uggt, að KA vinni ÍR á heima- velli, því annað liðið er í efri hluta deildarinnar en hitt í botnbaráttu. Annað kom þó á daginn um helg- ina, er þessi lið mættust í Reykja- vík, og leikurinn á morgun gæti orðið meira spennandi en menn hafa haldið. Segja má að hið unga lið ÍR hafí verið í stöðugri framför í allan vetur og það er merkilegt að liðið hefur ekki tapað leik með meira en fjögurra marka mun. Oft hefur því ekki mikið vantað upp á að úrslitin verði liðinu hagstæðari en raun varð á. LYFTINGAR Silfur og brons í Danmörku "Pveir íslendingar, Ingvar Ing- ■ varsson og Gísli Kristjánsson sem báðir eru í ÍR, tóku þátt í móti í ólympískum lyftingum sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. Ingvar varð í öðru sæti, lyfti 135 kg í snörun og 172,5 kílóum í jafn- höttun eða samtals 307,5 kílóum. Gísli varð í þriðja sæti, snaraði 135 kílóum ogjafnhattaði 167,5 kíló eða samtals 302,5 kíló. Það sem greinilega hefur vantað, að mínu mati, er að ÍR-ingar trúi því innst inni að þeir geti betur - og það mun skipta sköpum nú hvort þeir trúi því sjálfir að þeir geti virki- lega sigrað KA á útivelli. IR-ingar sýndu um helgina að þeir hafa getu og snerpu til þess. ÍR-liðið er skemmtileg blanda af mjög ungum leikmönnum og öðrum eldri. Það verður að segjast eins og er að þótt þeir ungu séu ekki háir í loftinu hafa þeir yfir mjög góðri tækni að ráða og hafa mikinn keppnisvilja. Auk þess hefur Hrafn Margeirsson markvörður sem flestir ef ekki allir voru búnir að afskrifa, verið að finna taktinn aftur. Síðan má ekki gleyma „gömlum refum“ eins og Hans Guðmundssyni sem virðist vera að komast í sitt gamla form eftir meiðsli, en hann virtist einmitt kunna afskaplega vel við sig gegn KA í síðasta leik. Það gefur augaleið að KA-menn ætla sér í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð. Liðið hefur ekki tapað bikarleik í þijú ár og norðanmenn ætla sér auðvitað ekki að breyta þeirri venju. Ég sá KA-liðið síðast spila á Akureyri gegn Gróttu fyrir viku og fannst liðið leika töluvert undir getu; ef til vill vegna þess að leikmenn þess hafa vanmetið andstæðinginn. Eins fannst mér sú Bikarmeistarar KA taka á móti IR-ingum í und- anúrslitum bikarkeppni HSÍ í kvöld. Jóhann Ingi Gunnarsson fyrr- um landsliðsþjálfari telur heimaliðið sigurstrang- legra, en allt geti þó gerst í bikarkeppninni. mikla stemmning sem oft hefur verið í KA-húsinu ekki til staðar og hinir fyrrverandi frábæru áhorf- endur Akureyringa minntu mig á dæmigerða „leikhús-áhorfendur"; fólkið sat og klappaði annað slagið en hafði sig annars ekki mikið í frammi. KA-liðið hefur ef til vill ekki al- mennilega náð að sýna sitt rétta andlit í vetur, þrátt fyrir að hafa unnið meirihluta leikja. Sérstaklega finnst mér Julian Duranona ekki sami maður innan vallar og á síð- asta keppnistímabili; nú virðist vanta leikgleðina sem einkenndi hann svo mikið í fyrra. Ég hef stundum á tilfinningunni að hann sé orðin hundleiður á handbolta. Þess á milli sýnir hann gamla takta og vonandi, handboltans og KA vegna, kemst hann aftur í gang. IR-liðið er mjög jafnt, leikmenn þess eru tiltölulega fljótir fram á völlinn en hafa verið í vandræðum með að ná skotum yfir mjög háar varnir, vegna þess hve smávaxnar skytturnar eru. Það ætti hins vegar að breytast með tilkomu Hans. Rússinn Sergej Ziza hefur sífellt verið að koma betur inn í leik KA- liðsins en alltof margir af þeim leik- mönnum sem voru mjög góðir á síðasta keppnistímabili hafa ekki náð sér á strik. Duranona hef ég þegar nefnt en vil líka minnast á Jóhann G. Jóhannsson og Leó Örn Þorleifsson. Þeir hafa alls ekki leik- ið eins og þeir geta. Það býr miklu meira í KA-liðinu en komið hefur í ljós í vetur. Ég hef á tilfinningunni að liðsmenn séu jafnvel að spara sig fyrir leikina sem skipta máli. Spurningin er sú hvort þeir séu svona klókir eða hvort þeir séu svona taugaóstyrkir að þurfa að standa í toppbaráttu. Því trúi ég þó varla, en að minnsta kosti er Ijóst að þeir hafa ekki eins gam- an af hlutunum og á síðasta vetri. Leikgleðin, sem einkenndi liðið mjög þá, vantar nú. Morgunblaðið/Ásdís ARON Kristjánsson lék vel fyrlr Hauka í gœr. Hér reynlr hann aö brjót- ast framhjá FH-ingunum Knúti Sigurðssyni og Val Arnarsyni. Jón Freyr Egilsson sem skoraði „sirkusmarkið" „Þetta var ekkert mál“ Við höfum stundum reynt þetta í leikjum, með misjöfnum árangri. Aron ákvað að gera tilraun til að gera sigurmarkið með þess- um hætti tíu sekúndum fyrír jvar leikslok og sem betur fer gekk Benediktsson allt eins og í sögu. Þetta var skrifar ekkert mál,“ sagði Jón Freyr Egilsson hornamaður, sigri hrósandi, eftir að hafa skorað hið glæsilega sigurmark Hauka örfáum andartökum áður en leikurinn var úti. „Ég var orðinn talsvert spenntur þegar fimm mínútur voru eftir og við vorum undir. Við sýndum hins vegar á lokakaflanum að það er mikill persónuleiki í Haukaliðinu að ná að jafna og komast yfir á hárréttum tíma,“ sagði Jón ennfremur. Hann sagði leikinn hafa verið í stór- um dráttum eins og búist hafði verið við, hníf- jafn og æsispennandi fram á lokasekúndur. „Þetta var draumaleikur.“ Ekkert annað í stöðunnl „I stöðunni var ekki annað til ráða en að taka áhættuna og ljúka leiknum með þessum hætti, vörn FH kom langt út á móti okkur og gaf engin færi á skotum,“ sagði Aron Kristjáns- son, „höfundurinn" að sigurmarki Hauka. „Ég fékk aukakast þegar fimmtán sekúndur voru eftir og er við stilltum upp í það gaf ég á Petr Baurnruk og gaf Jóni merki með fingrunum um leið hvað skyldi gera. Þegar knötturinn kom frá Baumruk sendi ég inn í hornið og Jón var mættur á sinn stað og skilaði boltanum í netið þrátt fyrir að sendingin væri aðeins of há,“ bætti hann við. Hann sagði að fátt annað hefði verið hægt að gera. „Annað hvort þetta eða framlenging.“ Aron, eins og fleiri leikmenn Hauka, hefur aldrei leikið í úrslitum bikarkeppninnar og hann segir að hjá liðinu hafi ekki komist önnur hugs- un að en að fara alla leið þrátt fyrir að útlitið skömmu fyrir leikslok hafí ekki verið bjart. „Við höfum farið svo erfiða leið í úrslitin að það var ekki annað hægt en að gefa sig allan í leikinn á lokakaflanum. Löngunin í úrslitaleik- inn var svo sterk.“ Ákvörðun Aron var klók „Enn einu sinni sannaðist það að leikurinn er ekki úti fyrr en flautað hefur verið af,“ sagði Gústaf Bjarnason línumaður Hauka, en hann barðist eins og ljón allan tímann og skoraði fjögur mörk. „Annan leikinn í röð lendum við í basli á lokamínútunum og enn á ný tekst okkur að hafa betur. Þetta var baráttuleikur og sigurinn hafnaði réttu meginn.“ Gústaf sagði ennfremur að eflaust hefðu Haukar oft leikið bet- ur á leiktíðinni og hefði eflaust spil- að þar inn í að meira álag var á þeim en FH, sem hefur ekki leikið eins vel hingað til. „Sigurmarkið var einstakt og frábærlega vel að því staðið hjá Aroni og Jóni Frey. Ákvörðun Ar- ons var mjög klókindaleg, andstæð- ingarnir áttu ekki von á þessu.“ FOLX ■ SIGURÐUR Gunnarsson þjálf- ari Hauka var leikmaður Víkings árið 1980 þegar Haukar komust síðast í úrslit í bikarkeppninni, en þá lögðu Hafnfirðingar einmitt Sigurð og félaga í Víkingi í undan- úrslitum. ■ SIGURJÓN Sigurðsson skytta úr FH missteig sig illa um miðjan fyrri hálfleik og lék ekkert það sem eftir var leiks. ■ ÞAÐ vakti óneitanlega athygli í leiknum í gær að hvorugt liðið nýtti sér rétt sinn til að taka leikhlé. ■ GUÐJÓN Árnason, fyrirliði FH, gerði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 26 sekúndur. Fyrsta mark síðari hálfleiks gerði hins vegar Aron Kristjánsson eftir 14 sek- úndna leik. Þeir leika báðir í peysu númer 13! ■ ÁHORFENDUR troðfylltu íþróttahúsið við Strandgötu í gær- kvöldi og voru mættir tímanlega. Allt var fullt hálfri klukkustundu fyrir leik. Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka Ákvörðunin var Arons Við komum okkur sjálfir í vand- ræði í þessum leik með því að vera of bráðir þegar við höfðum náð tveggja til þriggja marka for- skoti í byijun síðari hálfleiks. En með miklum viljastyrk tókst okkur að vinna okkur út úr vandanum og tryggja okkur sigur,“ sagði Sigurð- ur Gunnarsson, þjálfari Hauka, sem skiljanlega var glaður með að vera búinn að leiða lið sitt í úrslit bikar- keppninnar í fyrsta sinn í 17 ár. „Leikurinn var alls ekki gallalaus en við erum eigi að síður í skýjunum enda ástæða til eftir þessi úrslit.“ Sigurður segir að það hafi ekkert farið um sig þó nokkuð hafi hallað á Hauka þegar skammt var til leiks: loka og einum leikmanni færri. „í þessari stöðu tókst okkur að sýna þá grimmd sem oft vantaði þegar við vorum með fullskipað lið.“ Sigurður sagði ennfremur að hann hefði ekkert verið með Aroni í ráðum þegar ákveðið var að freista þess að innsigla sigurinn með „sirk- usmarki". „Þetta var alfarið ákvörðun Arons, hann átti bara að Ijúka leiknum og það tókst honum. Aroni er sifellt að fara fram sem leikstjórnandi og þetta dæmi undir- strikar það.“ „Nú hef ég reynt allt“ „Við vorum með leikinn í höndum okkar þegar stutt var eftir, tveimur mörkum yfir, en lékum ekki nógu vel úr stöðunni. Kannski má segja að við höfum verið of ákafir að fara inn úr hornunum í lokin, en svona erþetta,“ sagði Gunnar Bein- teinsson, þjálfari FH og var að von- um vonsvikinn með niðurstöðuna. Hann segir einnig að hraðaupp- hlaup hafi farið forgörðum og ýmis- legt annað í lokin. „Hins vegar er það jákvætt þegar á heildina er lit- ið að okkur er að fara fram og við leikum betur nú en fyrr á leiktíð- inni.“ Það var mat Gunnars að þessi leikur væri sá besti sem leikinn hafi verið á þessu keppnistimabili. Gunnar segir það alltaf vera sárt að tapa fyrir Haukum, ekki hvað síst þegar svo mikið er undir eins og nú var. „Það er skelfilegt, nú hef ég reynt allt i handknattleik og þetta er því miður bitur reynsla.“ Mörg mistök í Framhúsinu Stefán Stefánsson skrifar STJARNAN lagði Fram auð- veldlega að velli í Safamýrinni ígærkvöldi, 20:15, íleik sem ekki verður lengi í minnum hafður fyrir gæði. Meira fór fyrir mistökum, sem voru fjöl- mörg. í Kaplakrika sigruðu Vík- ingsstúlkur FH 18:24 og íVest- mannaeyjum töpuðu Eyjastúlk- urfyrir Val 22:26. ISafamýrinni skoraði Fram fyrsta mark leiksins eftir nokkurt þóf beggja liða en Garðbæingar tóku þá strax við sér og náðu í 2:6. Fram jafnaði 6:6 á seigl- unni einni saman og létu sér það duga en Stjörnustúlkur létu ekki þar við sitja, náðu öruggri forystu með fimm næstu mörkum og ekki varð aftur snúið. í stöðunni 10:18 tóku Framstúlkur viðbragð og söxuðu á forskotið en bilið var of mikið til að brúa og úrslit ráðin. Framstúlkum voru ákaflega mis- lagðar hendur í þessum leik og mistökin mýmörg. Vörnin var oft og tíðum góð en sóknarleikurinn var hvorki fugl né fiskur, atlögur að marki mótheijanna voru flestar fálmkenndar og ef mistökin hefðu verið helmingi færri, hefði verið von um stig. Svanhildur Þengilsdóttir og markvörðurinn Hugrún Þor- steinsdóttir voru bestar. Stjarnan verðskuldaði sigurinn - hefur oft leikið betur en gerði það sem til þurfti. Vörnin var sterk og réð vel við sóknartilburði heimaliðs- ins. Ragnheiður Stephensen, Herdís Sigurbergsdóttir og Sigrún Más- dóttir voru bestar en aðrar stóðu þeim lítt að baki. Valsstúlkur grimmari í Eyjum Eyjastúlkur tóku á móti Val í gærkvöldi, voru þar á ferð neðstu lið deildarinnar svo að von var á baráttuleik. Spennan hélst þó að- eins fyrir hlé þar sem jafnt var á flestum tölum og ÍBV oftar með forskot en eitt mark skildi liðin að í leikhléi, 13:12, ÍBV í vil. í upphafi síðari hálfleiks var greinilegt hvort liðið ætlaði sér sig- ur þvi Valsstúlkur komu grimmar til leiks, bættu vörnina sem bætti um leið sóknarleikinn og færði þeim gott forskot og það tókst Eyjastúlk- um aldrei að vinna upp. Þrátt fyrir að Valsstúlkur misstu Eivor Pálu Blöndal útaf vegna meiðsla um miðjan hálfleikinn, bitu þær jaxlinn og kláruðu leikinn. Hjá Val átti Sigurlaug Rúnars- dóttir fínan leik sem og markvörð- urinn Vaiva Drilingaite en liðið barðist vel í heildina. ÍBV verður hinsvegar margt að bæta ætli liðið sér ekki að sitja eitt eftir á botnin- um. Öruggt hjá Víkingi Víkingar sóttu FH-inga heim í Kaplakrika og unnu öruggan sigur í baráttuleik. Gestirnir náðu strax forystu og héldu henni fyrir utan að Hafnfirðingar náðu einu sinni að jafna leikinn. Fj. leikja u J T Mörk Stig HAUKAR 10 8 2 0 250: 176 18 STJARNAN 10 8 0 2 233: 175 16 VÍKINGUR 11 6 2 3 196: 190 14 FH 11 5 2 4 221: 211 12 FRAM 11 4 3 4 203: 203 11 KR 10 4 1 5 177: 197 9 VALUR 11 2 2 7 175: 207 6 ÍBA 11 2 2 7 207: 256 6 IBV 11 2 0 9 197: 244 4 Dregið í Meist- aradeildinni BÚIÐ er að draga um hvaða lið leika í 8-Iiða úrslitum í Meistara- deild Evrópu í handknattleik karla. Braga, Portúgal - Badel Zagreb, Króatíu, Pick Szeged, Ungverjalandi - Barcelona, Spáni, Pfadi Winterthur, Sviss - Celje, Slóveníu, Santander, Spáni - Kiel, Þýskalandi. Leikirnir fara fram 8.-9. og 15.-16. febrúar. ÍÞRÓTTIR FOLK ■ TÓMAS Dvorak frá Tékklandi verður ekki með í þríþrautakeppn- inni á alþjóðlega afmælismóti ÍR um helgina. ÍR-ingar höfðu sam- band við Dvorak, sem varð þriðji í tugþraut á Ólympíuleikunum í Atlanta, en hann svaraði of seint. Robert Zmeiik, landi hans, verður hins vegar með. SIGFÚS Gizurarson, leikmaður Hauka í körfuknattleik, verður frá keppni um langt skeið vegna meiðsla á hné. Liðþófinn mun vera að angra kappann. ■ ANDY Linighan, varnarmaður hjá Arsenal, gekk í gær til liðs við Crystal Palace, sem borgaði 500 þús. pund fyrir hann. ■ STOKE hafnaði í gær boði frá QPR, sem bauð 2,1 millj. punda í markaskorarann Mike Sheron, sem hefur skorað 21 mark í vetur. ■ KEVIN Scott, varnarmaður hjá Tottenham, hefur verið lánaður til Norwich. ■ KENNY Dalgish, knattspymu- stjóri Newcastle, hefur áhuga á að fá til sín Frakkann Marcel Desailly frá AC Milan, en hann er metinn á 7 millj. punda. Dalgish er tilbúinn að láta Faustino Asp- rilla í skiptum. ■ ANTHONY Yeboah hefur ekki náð sér að fullu af meiðslum og mun ekki leika með Leeds gegn Crystal Palace í bikarkeppninni. ■ ZIMBABWEMENN hafa valið Bruce Grobbelaar til að leika í marki sínu í HM-leik gegn Ghana á sunnudaginn. Grobbelíiar stend- ur í ströngu þessa dagana, stendur í réttarhöldum vegna mútumáls. ■ WALTER Zenga, markvörður Sampdoría, var krýndur markvörð- ur ársins 1996 af alþjóðlegum sam- tökum íþróttafréttamanna, sem halda saman sögu knattspyrnunnar og tölulegum upplýsingum. Peter Schmeichel, Man. Utd. varð nr. tvö og Michel Praudhomme, Benfica, nr. þijú. ■ PETER Mikkelsen frá Dan- mörku var útnefndur dómari ársins af samtökunum. ■ ALAN Buckley, knattspyrnu- stjóri WBA, var látinn taka pokann sinn í gær, eftir slæmt gengi liðs- ins, sem er í sautjánda sæti í 1. deild. Buckley var stjóri hjá Grimsby í sex ár áður en hann tók við WBA 1994. ■ ARTHUR Mann, aðstoðarmað- ur Buckleys, mun stjórna liðinu til að byija með. ■ GILLES De Bilde, leikmaður Anderlecht, sem lamdi Aalst-leik- manninn Krist Porte í andlitið í leik í 21. desember, var í gær dæmd- ur í leikbann til þar til í 31. mars. ■ DE Bilde var settur í fangelsi eftir atvikið, en Porte nefbrotnaði, eftir vinstri handar sveifluhögg De Bilde. ■ PSV Eindhoven í Hollandi var búið að ákveða að kaupa De Bilde, hver sem dómurinn yrði. ■ FERNANDO Redondo, mið- vallarleikmaður Real Madrid, til- kynnti í gær að hann myndi ekki leika með landsliði Argentínu und- ir stjórn Daniel Passarella. ■ REDONDO hefur ekki leikið með landsliðinu í tvö ár, eða eftir að Passarella sagðist ekki velja leikmenn sem væru með sítt hár eða hring í eyra. Redondo var lykil- maður Argentínu í HM í Banda- ríkjunum 1994. ■ FORRÁÐAMENN Blackburn óskaði eftir því við pólska liðið Widzew Lodz í gær, að fá Marek Citko lánaðan út keppnistímabilið. Svarið frá Póllandi, var nei! „Við viljum peninga á borðið!“ ■ JUVENTUS hefur boðið 462 millj. kr. ísl. í Sean Dundee, mið- heija Karlsruhe, sem er marka- hæstur í Þýskalandi. Sean, sem er fæddur í S-Afríku, fékk þýskan rikisborgararétt á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.