Morgunblaðið - 24.01.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.01.1997, Qupperneq 2
2 B FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF •Eru íslensk börn vanrækt? *Er uppeldið sundurlaust? *Er agaleysi ástæða ofbeldishegðunar? »Er best að vera í leikskóla? «Er kostur að eiga útivinn- andi móður? #Hentar skólinn drengjum verr? •Gleymist að taka tillit til eðlisins? Ljósmynd/Úr safni Morgunblaðsins MARKMIÐ uppeldis er að gera böm að góðu fólki og til þess að það megi heppnast þarf að spyrja: Hvað er þeim fyrir bestu? Hvaða aðferðir eru bestar og hvernig get- um við brugðist rétt við ólíkum ein- staklingum til að þeir þroskist í samræmi við möguleika sína og getu? Hér verður reynt að grafast fyrír um hvort stutt samvera foreldra og bama valdi ístöðuleysi ogjafnvel kröftugri ofbeldishneigð. Gunnar Hersveinn kannaði líka ástæður agaleysis í samtali við Einar Inga Magnússon sálfræðing og áhrif skólakerfís á böm. Á liðnu ári urðu ofbeldisverk ungmenna áberandi í fréttum og efí læddist að mörgum um að ís- lenskum börnum væri nógu vel sinnt. Þarf að lengja fæðingarorlof- ið? Fara börn of snemma til dag- mæðra og í leikskóla? Stafar ístöðu- leysið meðal hóps ungmenna af því að báðir foreldrar eru útivinnandi? Uppeldið í tómagangi og agaleysi á börniun EINAR Ingi Magnússon sálfræðing- ur hjá Félagsstofnun Hafnarfjarðar hefur starfað mikið á uppeldissviði og gert rannsóknir meðal annars um „Áhrif leikskóladvalar og atvinnu- þátttöku mæðra á þroska leikskóla- barna,“ sem birtist í Sálfræðiritinu 1992. „Úthugsaður leikskóli getur stuðlað að ákveðnum þroskabreyt- ingum hjá börnurn," segir hann „eins og vitþroska, nám- og félagsþroska." Leikskóli er góður kostur fyrir börn að hans mati, en fráleitt að reikna með að hann geti komið í stað for- eldra, því tilfinningaþroskinn hvílir á heimilunum. „Leikskólinn er nám- skerfí sem á að örva ákveðna þætti með bömum,“ segir hann. Einar Ingi bar saman hefðbundna leikskóla og Montessori-leikskóladeildir í rannsókn sinni en fann engan mun á framförum bama á tilteknum sviðum. Einar bar einnig saman böm á leikskólum eftir því hvort mæður þeirra væra útivinnandi eða heima- vinnandi og fann marktæk- an mun á ákveðnum þroskaþáttum. „Starfs- ánægja mæðra virkar ör- vandi gagnvart börnun- um,“ segir hann, „það er sem rauður þráður í rann- sóknum um þetta efni.“ Útivinnandi móðir og leikskóladvöl virðast vera bömum tveir góðir kostir, miðað við að vera heima allan daginn hjá heimavinn- andi uppalenda. Bæði uppalandi og bam lifa nefnilega í íjölbreyttara andrúmslofti, hinsvegar skiptir tíminn hér veralegu máli, svo að ekki halli á heimilið vegna dvalar utan þess. Gæði leikskólans vega einnig þungt á vogarskálunum. Hvernig er börnum hjálpað að læra á umhverfl sitt? Blaðamaður lagði dæmin, sem birtast með greininni, og spurning- arnar fyrir Einar Inga, og sagði hann að aðstæðurnar sem birtast í dæmi eitt ættu að vera börnum langhag- stæðastar og væri í raun fullt hús eins og sagt er í spilum. Einar telur að það væri íslenskum börnum hag- stætt að bytja fyrr í kerfisbundnu skólanámi en nú er, námi til að búa þau undir lífið. „Eg tel brýnt að heppilegar aðferðir séu notaðar snemma, til að hjálpa börnum að læra á umhverfi sitt, bæði á heimilum og í leikskólum," segir hann. Einar telur að nota eigi það sem börnum er eðlilegt eins og sjálfsprott- inn og skipulagðan leik með ákveðin markmið í huga. Annað dæmi er að læra um dýrin og nota til þess sem flest skynfæri, sem felst í að skoða dýrin við sæmi- lega eðlilegar aðstæður og snerta, þefa, horfa og hlusta. Leikskólum má stýra eftir ýmsum kenningum, böm hafa nefnilega 100 mál en tapa 99 eins og sagt er, spumingin er aðeins: Hvaða þroskaþætti ber að efla með mark- vissum hætti? En flesta þeirra má þroska í gegnum leikinn. Einar víkur nú að spurningunni um hvort samband geti verið milli vaxandi ofbeldishneigðar ungmenna og minni samveru við foreldra og Starfsánsgja mæðra virkar örvandi gagn- vart börnunum ömmu og afa en var fyrr á öldinni. „Þetta samband er mjög erfitt rann- sóknarefni," segir hann. „Það er aukin tíðni ofbeldis en spumingin er hvort hneigðin hafi ekki alltaf verið fyrir hendi." Ofbeldl og agaleysi „Ég vil benda á aukið agaleysi íslenskra barna sem líklega ástæðu vaxandi ofbeldis, en það skapast meðal annars vegna langs vinnudags foreldra og að ömmu og afa nýtur ekki lengur við á heimilunum en þau voru ákveðin festa fyrir börn,“ segir Einar. „Útlendingar tala um feiknarlegt agaleysi hér á landi og það er eins og íslendingar séu hræddir við bæði aga og sjálfsaga. Ég verð var við vaxandi agaleysi í samfélaginu í gegnum mitt starf.“ Einar segir enga eina rót að aga- leysi _ barna en tína megi ýmislegt tiL „Islendingar virðast telja aga og sjálfstæði andstæður," segir hann. „Böm eiga að vera snemma sjálf- bjarga og treysta á sig sjálf. Klifað er á að ekki megi ofvemda börn, en er það ekki bara afsökun þeirra sem vernda þau of lítið? Hann telur agaleysið orsakast af litlum strúktur eða lífsskipulagi í lífi barna. „Barn sem hefur ekkert upp- byggilegt við að vera, er eins og í tómagangi," segir hann, „og það er gripið af spennu- og skyndilausna- myndum í sjónvarpinu." Afleiðingamar má meðal annars sjá í breyttum slagsmálum unglinga eftir gláp á „konfú“ fótasparka- myndir. Einar Ingi nefnir sjoppu- hangs sem lýsandi dæmi um skort á valkostum og umgjörð fyrir unglinga og rifjar upp sjónvarpsþátt sem snerist um að kenna lyklabörnum að bjarga sér og hleypa ekki ókunnum inn í hús. Þannig er hægt að benda á ýmis ytri atriði sem leiða agaleysið í ljós. Hann telur að vanræktum börnum sé stundum smeykt undir hugtök Skyndilausna uppeldi skap- ar agaleysi á unglingsárum eins og misþroski og ofvirkni. Ástæða vandans er samt sem áður falin í aga- og skipulagsleysi. Áhrlfln vegna skorts á verknáml Hvernig stendur á því að strákar í grunnskóla eru allflestir með hegð- unarvandamál? „Meðal annars af því að þeir trafla kennslu en til dæmis stúlka sem fellur saman við vegg- fóðrið er skilgreind sem stillt. Þetta tengist heildar- skipulaginu og í ljós kemur að y nemenda sem þurfa að leita hjálpar eru strák- ar. í stað þess að smíða í kringum það sem er eðli- legt er búið til nýtt kerfi sem til dæmis virðist henta stúlkum betur en drengjum og seinvirkum betur en fljótum. Dæmi eru til um að nemend- um hafí verið refsað fyrir að vera of mikið á undan," segir Einar Ingi og finnst aðferðin að raða nemendum í bekki án tillits til getu ganga á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.