Morgunblaðið - 24.01.1997, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 C 3
URSLIT
Breiðablik - KR 60:82
Smárinn, úrvalsdeildin í körfuknattleik -
14. umferð, fimmtudaginn 23. janúar 1997.
Gangur leiksins: 0:2, 9:2, 14:6, 16:13,
25:19, 25:28, 30:30, 32:33, 34:35, 34:42,
41:47, 49:58, 51:68, 59:77, 60:82.
Stig Breiðabliks: Clifton Bush 24, Erlingur
Snær Erlingsson 11, Óskar Pétursson 10,
Pálmi Sigurgeirsson 7, Einar Hannesson
4, Baldur Einarsson 4.
Fráköst: 14 í vörn - 4 í sókn.
Stig KR: Geoff Herman 33, Ingvar Ormars-
son 14, Björgvin Reynisson 11, Birgir Mika-
elsson 6, Hermann Hauksson 6, Hinrik
Gunnarsson 5, Hermann Birgisson 4, Óskar
Kristjánsson 3.
Fráköst: 18 í vöm - 4 í sókn.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Rögn-
valdur Hreiðarsson voru góðir lengst af.
Villur: Breiðablik 14 - KR 15.
Áhorfendur: 60.
UMFN - Haukar 78:88
íþróttahúsið í Njarðvík:
Gangur leiksins: 2:0, 2:5, 6:11, 15:15,
21:22, 21:29, 28:37, 32:41, 32:43, 36:52,
43:52, 54:64, 62:64, 72:68, 72:80, 78:88.
Stig UMFN: Torrey John 19, Rúnar Áma-
son 12, Friðrik Ragnarsson 12, Kristinn
Einarsson 9, Sverrir Sverrisson 8, Jóhannes
Kristbjömsson 7, Páll Kristinsson 5, Örvar
Kristjánsson 4, Jón Júlíus Árnason 2.
Fráköst: 17 í vöm - 14 i sókn.
Stig Hauka: Shawn Smith 32, Bergur
Eðvarðsson 14, Jón Arnar Ingvarsson 13,
Pétur Ingvarsson 10, Þór Haraldsson 8,
ívar Ásgrimsson 9, Daniel Ámason 2,
Björgvin Jónsson 2.
Fráköst: 23 i vöm - 11 í sókn.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristinn
Óskarsson. Dæmdu ágætlega.
Villur: UMFN 21 - Haukar 20
Áhorfendur: Um 200
Fj. leikja u T Stig Stig
KEFLAVÍK 13 11 2 1273: 1080 22
UMFG 13 10 3 1240: 1165 20
HAUKAR 14 9 5 1182: 1156 18
UMFN 14 9 5 1194: 1133 18
ÍA 13 9 4 999: 952 18
KR 14 7 7 1223: 1144 14
ÍR 12 6 6 1046: 1013 12
KFÍ 13 5 8 1029: 1072 10
SKALLAGR. 13 5 8 1014: 1094 10
UMFT 13 5 8 1056: 1069 10
ÞÓR 12 3 9 934: 1034 6
BREIÐABLIK 14 0 14 1010: 1288 0
Meistaradeild Evrópu
G-riðill:
Sevilla - Villaurbanne............91:68
Pau-Orthez - Panathinaikos........66:78
Lawrence Fundeburke 27, Frederic Fautho-
ux 14, Thierry Gadou 9 - Hugo Sconochini
24, Byron Dinkins 20, Nikos Ekonomou 13.
H-riðill:
Barcelona - Efes Pilsen...........91:67
IMBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Boston - Philadelphia.........125:127
• Eftir framlengingu.
Sacramento - Detroit.......... 97: 92
SanAntonio-NewJersey.......... 95:103
Denver-Vancouver............... 94: 84
Phoenix-Utah.................. 99:111
Seattle - Portland............ 98: 97
•Philadelphia 76ers vann loksins, eftir
þrettán leiki í röð án'Sigurs. Allen Iverson
skoraði 26 stig fyrir liði, þar af þrjár þriggja
stiga körfur á síðustu 30 sek. leiksins. Jerry
Stackhouse skoraði 38 stig og Rex Walters
27, tók níu fráköst og átti ellefu stoðsend-
ingar.
• Mitch Richmond náði þrennu fyrir Sacra-
mentgo Kings, skoraði 38 stig, tók tíu frá-
köst og átti tíu stoðsendingar.
• Grant Hill skoraði 33 stig og tók tíu frá-
köst og Otis Thorpe skoraði 24 stig og tók
13 fráköst fyrir Detroit Pistons.
• Karl Malone skoraði 41 stig fyrir Utah
Jazz, John Stockton skoraði 23 stig og átti
tólf stoðsendingar.
• Cedric Ceballos skoraði 20 stig og átti
tíu stoðsendingar fyrir Phoenix Suns.
• Mark Jackson skoraði 15 stig, átti 12
stoðsendingar og tók 16 fráköst, er hann
náði sinni elleftu þrennu fyrir Denver Nug-
gets.
• San Antonio náði ekki að skora yfir 100
stig í fimmtánda leiknum sínum í röð. Dom-
inique Wilkins lék á ný með liðinu, eftir að
hafa misst út tíu leiki vegna meiðsla i hné.
Hann skoraði 20 stig eins og Vernon Max-
well.
• Kendall Gill skoraði 32 stig og Kerry
Kittles 23 fyrir New Jersey, sem vann San
Antonio í fyrsta sinn á útivelli síðan í nóvem-
ber 1993. Þetta var aðeins þriðji sigur liðs-
ins í 26 leikjum í San Antonio.
Tennis
Opna ástralska i Melbourne.
Undanúrslit kvenna:
Mary Pierce (Frakklandi) vann 12-Amanda
Coetzer (S-Afríku) 7-5 6-1.
4-Martina Hingis (Sviss) vann 14-Mary Joe
Femandez (Bandarikjunum) 6-1, 6-3.
Undanúrslit karla:
Carlos Maya (Spáni) vann 2-Michael Chang
(Bandaríkjunum) 7-5, 6-2, 6-4.
Knattspyrna
Bandaríkjamótið
Bandaríkin - Danmörk............1:4
Joe-Max Moore (45.) - Per Pedersen 4
(16., 26., 45., 55.).
Mexíkó - Perú...................0:0
• Mexíkanar urðu sigurvegarar, fengu sjö
stig, Danir sex, Perúmenn fjögur og banda-
ríkjamenn ekkert.
Skotfimi
Landsmót STÍ
Stöðluð skammbyssa:
Jónas Hafsteinsson, SFK............537
HannesTómasson, SFK................529
Sigurbjörn Ásgeirsson, Leiftri.....518
Sveitakeppni:
SFK..............................1.582
Leiftur..........................1.498
SR...............................1.323
Loftskammbyssa:
Hannes Tómasson, SFK.............660,3
GunnarÞ. Hallbergsson, SR........633,3
Jónas Hafsteinsson, SFK..........628,8
Sveitakeppni:
SFK..............................1.654
SR...............................1.552
Leiftur..........................1.551
Riffilskotfimi:
Jónas Bjargmundsson, SFK...........592
Einar Steinarsson, SFK.............583
Gylfi Ægisson, SFK.................572
Fijáls skammbyssa:
Hannes Tómasson, SFK...............520
Gylfi Ægisson, SFK.................488
Jónas Hafsteinsson, SFK............483
í kvöld
Körfuknattleikur
Úrvalsdeildin:
Grindavík:UMFG-Þór............20
Seljaskólk ÍR - Skallagrímur..20
Akranes: ÍA - Keflavík........20
1. deild karla:
Sangerði: Reynir - Leiknir....20
Handknattleikur
2. deild karla:
Höllin Ak.: Þór - Keflavík....20
Sund
Stórmót Búnaðarbankans og VISA
hefst í Sundhöll Hafnarfjarðar kl.
19. Á mótinu, sem stendur fram á
sunnudag, keppa helstu afreksmenn
allra aldursflokka.
Blak
8-liða úrslit karla:
Neskaups.: Þróttur N. - ÍS....20
P —
FÉLAGSLÍF
Þorrablót KR
Þorrablót KR verður haldið í félags-
heimilinu við Frostaskjól á morgun,
laugardaginn 25. janúar. Húsið verð-
ur opnað kl. 19.30. Aðalræðumaður
verður séra Vigfús Þór Árnason og
veislustjóri Helgi Jóhannesson.
IMýársgleði Fram
Nýársgleði Fram verður í íþrótta-
húsi Fram við Safamýri á laugardag-
inn kl. 20.30. Herbert Guðmundsson
mun skemmta og einnig verða ýms-
ar aðrar uppákomur. Gleðin verður
fram eftir nóttu.
ÞORRABLOT
Hið árlega þorrablót KR verður haldið 25. janúar 1997 í
félagsmiðstöð KR við Frostaskjól. Mæting kl. 19.30.
KÖRFUKNATTLEIKUR
IÞROTTIR
USTHLAUP / EM
Svissneska stúlkan
Martina Hingis braut
blað í Melboume
KR stendur
núájöfnu
KR-INGAR áttu ekki íteljandi
vandræðum með að sigra
Breiðablik 60:82 í Smáranum í
gærkvöldi þegar liðin áttust við
114. umferð úrvalsdeildarinn-
ar. Vesturbæingar sigruðu þar
með í sjöunda sinn í vetur en
hafa tapað jafnmörgum leikjum
en Kópavogspiltum hefur aftur
á móti enn ekki tekist að vinna
leik. „Við höfum tapað mörgum
leikjum, sem gerir það enn erf-
iðara að vinna í fyrsta sinn,“
sagði Birgir Guðbjörnsson
þjálfari Blika eftir leikinn.
Blikar með Clifton Bush í farar-
broddi byrjuðu af krafti en
fljótlega þótti Vesturbæingnum
Geoff Herman nóg
komið og tók hann
til sinn ráða. Heima-
menn náðu þó að
halda forskotinu þar
til fimm mínútur voru til leiksloka
en þá tókst gestunum að ná forskot-
inu með þriggja stiga körfum Hin-
riks Gunnarssonar og Björgvins
Reynissonar og staðan í leikhléi var
32:33, KR í vil.
Syrpa Geoff á fyrstu mínútum
síðari hálfleiks kom KR í þægilega
átta stiga forystu, sem lið hans
smábætti stöðugt við. Blikar gáfust
þó aldrei upp en KR-ingar voru
Stefán
Stefánsson
skrifar
komnir á skrið eftir að hafa tekið
því fullrólega fyrir hlé.
Sem fyrr byijuðu Blikar ágætlega
en sem oftar tókst þeim ekki að
fylgja því eftir og verða fyrir vikið
að lúta enn einu sinni í grasið. Clif-
ton Bush, sem lék sinn þriðja leik
fyrir Breiðablik, var þeirra besti
maður. Hann spilar mun meira fyrir
liðið en forveri hans en betur má
ef duga skal. Erlingur Snær Erlings-
son, Oskar Pétursson og Pálmi Sig-
urgeirsson voru ágætir.
Geoff Herman var bestur hjá KR
þar sem hann hélt sínu striki næst-
um allan leikinn á meðan aðrir tóku
það rólega framan af. Þó áttu Ingv-
ar Ormarsson og Björgvin Reynisson
ágæta takta en aðrir gerðu það sem
til þurfti fyrir stigin. „Við vorum
frekar slakir fyrir hlé því við tókum
of létt á leiknum," sagði Hrannar
Hólm þjálfari KR eftir leikinn. „Blik-
ar spiluðu líka ágætlega í fyrri hálf-
leik en í þeim síðari náðum við tök-
unum. Liðin sem spila við Breiðablik
eiga það til að nota fyrri hálfleik til
að prófa sig áfram og vonast til að
eiga léttan leik en taka á í síðari
hálfleik. Annars er margt sem við
sjálfir þurfum að vinna í. Við þurfum
að aga sóknarleikinn meira og koma
boltanum betur undir körfuna á Jon-
athan Bow, sem verður tilbúinn í
bikarúrslitaleikinn í næstu viku.“
Morgunblaðið/Júlíus
BIRGIR Mikaelsson KR-lngur skoraði sex stig fyrir sitt lið í gærkvöldi. Hér berst hann við Blikana Pálma
Sigurgeirsson og Clifton Bush um boltann.
Það er mjög gott að byija með
sigri hér í Ljónagryfjunni.
Það er toppurinn,“sagði Einar
Einarsson þjálfari Hauka eftir að
mn bafa leitt lið sitt til
Frímann sigurs gegn Njarð-
Ólafsson víkingum í Njarð-
skrifar frá vík. „Allir þeir sem
Njarövik ég er búinn að tala
við voru búnir að segja að það
mundi ekki byrja glæsilega en leik-
menn sýndu frábæran anda og
þótt þeir fengju smá mótbyr í lok-
in stóðu þeir sig vel og unnu í
kvöld. Það mátti búast við því en
í stað þess að brotna hélt liðið
haus. Það var ekki hægt að byija
betur,“ sagði Einar.
Haukar, sem voru staðráðnir í
að sigra í leiknum frá fyrstu mín-
útu, slógu Njarðvíkinga út af lag-
inu með ákveðnum leik strax í
upphafi en leikurinn fór vægast
sagt rólega af stað. Um miðjan
hálfleikinn voru liðin aðeins búin
að skora 26 stig og heimamenn
áttu 11 þeirra sem þykir ekki mik-
ið á þeim bæ. Shawn Smith Hauka-
maður var í miklum ham og réði
Torrey John ekkert við hann,
hvorki í vörn né sókn. Fór svo að
hann fór á bekkinn um miðjan
hálfleikinn með 3 villur og 2 stig.
Haukar náðu hinsvegar hægt og
bítandi góðri forystu sem var mest
16 stig, 52:36 á 5. mínútu seinni
hálfleiks.
Um miðbik hálfleiksins vöknuðu
Njarðvíkingar loks af þyrnirósar-
svefni og fóru að bíta frá sér. Torrey
John fór að skora grimmt og á 6
mínútna kafla breyttu þeir stöðunni
úr 54:64 í 72:68. Haukarnir jöfnuðu
og voru í sókn þegar brotið var á
Shawn Smith undir körfunni. Eitt-
hvað var Ástþór Ingvason þjálfari
Njarðvíkinga ósáttur við dómgæsl-
una og svo fór að dæmt var tækni-
víti á Njarðvík. Smith hitti úr þrem-
ur vítaskotum og Þór Haraldsson
skoraði þriggja stiga körfu sem
gerði nánast út um leikinn því
Njarðvíkingar náðu ekki að brúa
bilið á þeim tveimur mínútum sem
eftir voru. Haukarnir fögnuðu því
kærkomnum sigri eftir tvo tapleiki
í röð og þjálfaraskipti.
Njarðvíkingar vilja sjálfsagt ekki
muna þennan leik lengi enda náðu
þeir sér ekki á strik í honum. Allan
hreyfanleika vantaði í sóknarleikinn
og leikmenn náðu ekki saman í
vörninni. Þeir náðu ágætum kafla
í seinni hálfleik en ekki að fylgja
honum eftir. Hjá Haukum var
Shawn Smith mjög góður, spilar
vel fyrir liðið. Jón Arnar Ingvarsson
var einnig dijúgur og skoraði mikil-
vægar körfur.
Stórskotaliðið mætir
vöm Skagamanna
Þrír leikir, sem var frestað í gær
vegna veðurs, verða í úrvals-
deildinni í kvöld og beinast flestra
augu eflaust að viðureign Skaga-
manna og Keflvíkinga á Akranesi.
Keflvíkingar eru í efsta sæti deild-
arinnar og Skgaginn í 3. til 4. sæti
og hefur verið á mikiili siglingu und-
anfarið.
Skaginn, sem hefur án efa komið
liða mest á óvart í vetur, tapaði
fyrstu þremur leikjum sínum í haust
en hefur sigrað í níu af síðustu tíu
leikjum sínum og þar af í fímm
heimaleikjum í röð. Samkvæmt töl-
fræðinni eru Skagamenn með bestu
vörnina enda hefur liðið aðeins feng-
ið á sig 73,2 stig að meðaltali í vet-
ur og er eina liðið sem hefur ekki
fengið meira en 80 stig á sig að
meðaltali. Heimavöllurinn vegur
þungt í árangri ÍA. Leikmenn þeirra
liða sem heimsótt hafa Akranes í
vetur hafa aðeins_38,l% skotnýtingu
þar og leikmenn ÍA verja að meðal-
tali fimm skot í leik á heimavelli og
eru auk þess með næstbesta hlut-
fall varnarfrákasta, 70,2%, næstir á
eftir leikmönnum KFI.
ÍA hefur fengið á sig 68,5 stig
að meðaltali á heimaveili og þar
kemur á móti að Skagamenn eru
með einstaklega góða vítanýtingu,
80,2%, í vetur og í síðustu sex leikj-
um hafa IA-menn verið með yfir 80%
skotnýtingu og á vítalínunni hafa
þeir verið með 89,3% nýtingu í síð-
ustu 6 leikjum, hafa hitt úr 100
skotum af 112.
Keflvíkingar eru engir aukvisar
heldur, enda einir í efsta sæti eftir
sigurinn á Grindavík á dögunum,
hafa nú sigrað í sjö leikjum í röð.
Keflvíkingar skora liða mest, hafa
gert 98,5 stig að meðaltali í deild-
inni það sem af er. Leikmenn liðsins
eru með 51,7% skotnýtingu sem er
það næstbesta í deildinni, aðeins
Grindvíkingar hafa nýtt skot sín
betur. Það kemur sjálfsagt fáum á
óvart að Keflvíkingar hafa skorað
mest allra liða úr þriggja stiga skot-
um, en stórskotaliðið gerir að með-
altali 10,3 slíkar körfur í leik og
fimm sinnum hefur liðið gert meira
en 100 stig í leik og aðeins einu
sinni gert færri en 80 stig. Keflvík-
ingar eru með næstbestu nýtingu í
þriggja stiga skotum, 41,6%, og
einnig í vítaskotum, 75,5%.
Mörgum leikjum frestað
VEÐRIÐ á landinu í gærkvöldi hafði talsverð áhrif á íþróttalífíð og var
fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað og undanúrslitaleik KAogÍR
í bikarkeppninni í handknattieik. KAogÍR munu mætast á sunnudags-
kvöldið en þrir leikir í úryalsdeildinni verða leiknir í kvöld, ÍA og Kefla-
vík, Grindavík - Þór og ÍR - Skallagrímur en óvíst er hvenær leikur
Tindastóls og KFÍ fer fram.
Rússarnir
fengu hæstu
einkunn hjá
sex dómurum
RÚSSNESKA skautaparið, Oksana Grit-
sjúk og Evgeny Platov, fengu 6,0 eða
hæstu einkunn hjá sex af níu dómurunum
fyrir grunnæfingar sínar á Evrópumeist-
aramótinu í ísdansi í gær. Þau eru með
nokkuð örugga forystu í keppninni en í
kvöld verður þriðji og síðasti hluti ís-
dansins, fijálsar æfingar. Þau Gritsjúk
og og Platov, sem eru heims- og ólympíu-
meistarar í ísdansi, jöfnuðu með þessu
evrópumetið því árið 1984 fékk breska
parið Jayne Torvill og Christopher Dean
6,0 í einkunn hjá sex dómurum á EM og
á Olympíuleikunum í Sarajevo síðar
sama ár fengu þau 6,0 hjá öllum 12 dóm-
UÞunum í fijálsu æfingunum, en þá döns-
núu þau hinn fræga dans Bolero.
Rússneska parið skipti um þjálfara
fyrir rúmum mánuði og eru mjög ánægð
með hina reyndu Tatianu Tarasovu.
„Þessar einkunnir komu okkur dálitið á
óvart því við vorum ekki að rembast við
að fá fullkomna einkunn, heldur einbeitt-
um við okkur að því að gera okkar
besta,“ sagði Gritsjúk.
Rússneska skautadrottningin þykur
minna dálítið á leikkonuna Madonnu í
hlutverki Evitu um þessar mundir enda
er hún kominn með ljóst hár, en var
áður dökkhærð. Hárgreiðsla hennar
minnir einnig nokkuð á Sharon Stone.
„Ég skipti venjulega um háralit á tveggja
ára fresti,“ sagði Gritsjúk.
~t~
MARTINA Hingis, hin sextán
ára tennisstjarna f rá Sviss,
braut blað á opna ástralska
tennismótinu í Melbourne, er
hún tryggði sér rétt til að leika
til úrslita gegn frönsku stúlk-
unni Mary Pierce. Hingis, sem
er fædd íTékklandi, á mögu-
leika til að verða yngsta tennis-
konan til að fagna sigri í
Melbourne.
Hingis gerði sér lítið fyrir og
lagði hina kunnu Mary Joe
Fernandez frá Bandaríkjunum í
undanúrslitum, 6-1, 6-3. Hún verð-
ur sextán ára, þriggja mánaða og
26 daga gömul er hún leikur úrslita-
leikinn og með sigri getur hún orð-
ið yngsta tenniskonan til að fagna
sigri í einu af fjórum stóru tennis-
mótunum síðan áhugamaðurinn
Lottie Dod vann sinn fyrsta sigur
í Wimbledon 1887, 15 ára og tíu
mánaða.
„Ég var taugaóstyrk, þrátt fyrir
það náði ég að leika vel. Þetta var
frekar auðveldur leikur, ég náði
mér vel á strik. Leikurinn þróaðist
í það að verða of hraður fyrir fyrir
Fermandez,“ sagði Hingis, sem er
aðeins 1,67 m og 53 kg. Hún lék
hratt og ákveðið. „Það er erfítt að
eiga við Hingis, sem er svo fljót í
snúningum," sagði Fernandez.
Hingis mætir Mary Pierce, sem
varð meistari í Melboume 1995 í
úrslitum á morgun, Pierce vann
Amanda Coetzer 7-5, 6-1. „Ég var
ákveðin að endurtaka leikinn frá
því fyrir tveimur árum. Ef einhver
hefði sagt við mig í fyrra heima í
París, að ég ætti eftir að leika til
úrslita hér i ár, hefði ég talið hann
vera að grínast," sagði Pierce, sem
Z m w m Reuter
Afanga nað
MARTINA Hingls fagnar sigrinum f undanúrslitunum f gær
og hefur sett markið ó að verða yngst tennlskvenna til að
slgra á elnu af stóru mótunum.
tók sér hvíld í þijá mánuði í fyrra
vegna meiðsla á öxl. „Það var erfið-
ur tími.“
Hingis hefur þrisvar sinnum leik-
ið gegn Mary Pierce, síðast í Ham-
borg í apríl í fyrra. Hún hefur ekki
náð að vinna lotu í þeim þremur
viðureignum, þannig Pierce á að
vera sigurstranglegri.
Moya óstöðvandi
Óvæntustu úrslitin á miðviku-
daginn voru þegar Spánveijinn
Carlos Moya, sem byijaði mótið
með stæl með því að slá út meistar-
ann Boris Becker, lagði Bandaríkja-
manninn Michael Chang, sem er í
öðru sæti á heimslistanum, 7-5,
6-2, 6-4. „Ég geri mér fyllilega
grein fyrir að ég var að vinna stór-
an sigur, ég lék ótrúlega," sagði
Moya. Chang hefur ekki náð að
fagna sigri í stóru mótunum síðan
hann fagnaði á opna franska meist-
aramótinu 1989, þá sautján ára.
„Ég vissi fyrir leikinn, að ég yrði
að taka áhættu til að leggja Chang
að velli - varð að vera á hreyfingu;
það tókst,“ sagði Moya, sem er í
24. sæti á heimslistanum. Hann
mætir Pete Sampras, sem er í efsta
sæti á listanum, eða Thomas Must-
er, sem er í fimmta sæti, í úrslita-
leiknum á sunnudaginn.
Gotl að vinna hér
TENNIS
x