Morgunblaðið - 26.01.1997, Page 2

Morgunblaðið - 26.01.1997, Page 2
2 C SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 FERÐALOG MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 C 3 + FERÐALÖG Lake Louise V Bantf Calgary Bahff - ..., fijóÓgarðurinn Panorama Invermere Fainnont Hot O'- Springs Fernie Snow Valley Stækkað svæði neðst við skíðasvæðið og kostaði hver tími fyrir barnagæsluna um tvö hundruð íslenskar krónur. VIÐ skíðabrekkurnar í Lake Louise. skíðasvæði Kimberley B Kimberley Cranbrook LITLI og notalegi skíðabærinn Banff, sem ber sama nafn og þjóðgarðurinn sem hann er í, kúrir í tignarlegum fjallasal um 130 km vestan við Calgary í Alberta. Bærinn er Mekka þeirra sem leggja leið sína til kana- dísku Klettaijallanna, ekki síst þeirra sem koma í þeim erindagjörð- um að njóta skíðasvæðanna sem finna má í nágrenninu, en tilgangur okkar var einmitt sá að prófa skíð- in í einum vinsælustu skíðabrekkum Kanadabúa. Ferðin var farin í lok febrúar á síðasta ári, en á þeim árstíma átti veður og færi að vera hið besta í fjöllunum. Eftir tæpa tveggja tíma keyrslu frá Calgary komum við að bænum Banff sem svo margir kana- dískir vinir okkar höfðu dásamað. Við urðum heldur ekki fyrir von- brigðum; falleg lítil hús, svolítið í evrópskum stíl, og ekkert þeirra hærra en þriggja hæða til að byrgja ekki útsýni til tilkomumikilla fjalla. Við ókum eins og leið lá í gegnum aðalgötu bæjarins þar sem búðir stóðu nokkuð þétt og greinilegt af útstillingargluggunum að þar var hægt að kaupa allt sem hugurinn girntist; skemmtilega minjagripi, skíðagræjur og hátískufatnað, svo eitthvað sé nefnt. Hótelið okkar var lítið og látlaust skammt frá mið- bænum, herbergið þrifalegt og mun stærra en við höfðum búist við. Til að gefa einhveijar verðhugmyndir er hægt að nefna að þriggja nátta gisting kostaði þar með morgun- verði og þriggja daga skíðapassa í lyfturnar, um ellefu þúsund íslensk- ar krónur á manninn. Það hefur sennilega verið með því ódýrasta sem gerðist. Mun fleiri hótel eru í Banff og fer verð á gistingu á þeim eftir staðsetningu, þjónustu og íburði. Þá má benda á þann mögu- Á skíðum í Klettafjöllum í þjóðgarðinum Banff í Klettafjöllunum eru stærstu og elstu skíðastaðir Kanadabúa. Arna Schram var þar í þrjá daga ásamt fjölskyldu sinni og segir hér frá þessum heillandi og vinsæla áfangastað. leika að gista á hótelum utan við bæinn eða alveg við skíðasvæðin. Elglr og villikettlr á vappi Banff er, eins og fyrr var tæpt á, ekki aðeins fyrir skíðaiðkendur. í bænum sjálfum er nóg um að vera fyrir þá sem vilja vera í nám- unda við villta náttúru en njóta um leið nútíma þæginda. Þar er ógrynni veitingastaða; mexíkóskir, grískir eða ítalskir svo eitthvað sé nefnt, fjölbreyttar verslanir og all mörg söfn og listhús sem eru tileinkuð sögu og villtri náttúru þjóðgarðsins. í gegnum bæinn rennur áin Bow og skammt undan er fallegur foss sem vert er að sjá. Þar geta menn líka orðið áþreifanlega varir við hið villta lífríki, því af og til má sjá til elgja og risakatta (lynx). Vissara er þó að láta þessi dýr óáreitt og er stranglega bannað að gefa þeim Morgunblaðið/Ama svæði sem liggur hæst, en það er í 2.160 metra hæð yfir sjávarmáli og er hæsti tindurinn 2.730 metr- ar. Hæðin gerir það að verkum að þar er alltaf mikill snjór um vetur- inn og ágætt skíðafæri, en í desem- ber og janúar getur verið nokkuð kalt. Við fórum þangað fyrsta dag- inn og líkaði mjög vel, enda hægt að velja um 89 merktar skíðaleiðir. Neðst við skíðabrekkurnar er barnagæsla, þar sem yngsti fjöl- skyldumeðlimurinn fékk að mála og föndra á meðan við hin rifjuðum upp skíðataktana. Það skíðasvæði sem okkur líkaði þó best við var Lake Louise, en það er jafnframt lengst frá bænum Banff, eða um hálftíma akstursleið þaðan. Lake Louise er fjölbreytt skíðasvæði þar sem hægt er að velja um 105 merktar skíðabrekk- ur, miserfiðar og langar, en allar ákaflega skemmtilegar. Eins og í Sunshine Villacre var harnaheimili Mataræði á ferðalögum Góð hótel og snyrti- legir veit- ingastaðir eru engin trygging LÍKUR á því sem kallað er ferða- niðurgangur aukast ef ferðast er til lands þar sem loftslag er mjög ólíkt loftslagi í heimahögunum og einnig ef mikill munur er á hrein- læti og féiagslegum aðstæðum. í Mayo Clinic Health Letter var nýlega fjallað um þennan hvimleiða sjúkdóm og kom þar fram að drykkjarvatn eða matvæli, sem inni- halda bakteríur, vír- usa eða sníkjudýr, valda oftast niður- gangi hjá ferðamönn- um. Lúxushótel og skipulagðar hópferðir á framandi slóðir draga úr líkum á ferðaniðurgangi og öðrum sjúkdómum, meðan lík- uraar aukast ef ferðast er á eigin vegum, búið innan um innfædda og ferðast utan alfaraleiða. f blað- inu er þó ítrekað að góð hótel og snyrtilegir veitingastaðir séu eng- in trygging gegn sjúkdómum af þessum toga. Yflrleitt ekki alvarlegt Niðurgangur hjá ferðamönnum er að öllu jöfnu ekki alvarlegs eðlis, segir í ritinu. „Hann gengur yfírleitt yfir á þremur til fjórum dögum. Einkenni eru tíðar hægð- ir, krampaverkir í kviði og stund- um hiti, ógleði eða uppköst. í um 10% tilvika kemur blóð með hægð- um og álíka oft eru uppköst nyög mikil og hiti mjög hár.“ Er þá mælt með því að leitað sé til lækn- is og sömuleiðis ef niðurgangur gengim ekki yfír á nokkrum dög- um. Ef ferðast er til landa, þar sem vitað er að hætta er á niðurgangi er mælt með grundvallarreglunni að sjóða mat og drykk, elda mat- væli vandlega, afhýða þau, eða sleppa þeim. „Mataræði ætti að einskorðast við það sem talið er öruggrt. Aldrei ætti að kaupa mat- væli af götusölum. Þess ætti ætíð að gæta að diskar, hnífapör og glös séu hrein áður en matvæla er neytt og ef kranavatn er drukk- ið ætti að sjóða það í tiu mínútur.“ Lyf gegn niðurgangi Ekki eru til bóluefni gegn nið- urgangi og ekki er mælt með því að fúkalyf séu tekin í forvarnar- skyni, enda geti þau haft óæski- legar aukaverkanir. Sagt er frá tveimur lyfjum, sem einn- ig eru seld hér á landi. Annað heitir Mixtúra bismuthi, sem bæði er hægt að fá fljótandi og í töflum, og hitt Imodium, sem selt er í töfluformi. Fyrra lyfíð hefur verið selt áratuguum saman, en Imodium er yngra lyf. Bæði lyfin eru seld I lausasölu og eru auka- verkanir sagðar óveru- legar. Ekki er mælt með notkun lyfjanna í meira en 3-4 daga, enda þykir ástæða til að leita læknis ef niðurgangur gengur ekki yfir á þeim tíma. Öruggt í blaðinu er listi yfir það sem talið er öruggt að borða og drekka. • Eldaður matur, sem borinn er fram sjóðandi heitur. • Þurrmatur, t.d. brauð. • Mjög sæt matvæli, t.d. sulta og síróp. • Ávextir sem ferðamaður afhýð- ir sjálfur. • DrykJkjarföng í ílátum, sem framleiðandi hefur innsiglað, t.d. sódavatn í flösku, bjór eða vín. • Kaffi og te, sé það borið fram sjóðandi heitt. Ekki öruggt Ennfremur er birtur listi yfir drykki og matvæli, sem æskilegt er talið að forðast á ferðalögum á framandi slóðum. • Stofuheitur matur, t.d. pylsur, salat eða hlaðborð. • Hrár eða lítið eldaður matur, t.d. fískur og skelfiskur. • Hrátt grænmeti og ávextir, sem ekki eru afhýddir, t.d. vínber og önnur ber. • Allar mjólkurvörur. • Kranavatn. • ísmolar. Danir hafq óhugq á gömlum hlutum, bæði þeim verðmætu og eins bara því sem er skrýtið og skemmtilegt. Áhugamenn um slíkt geta því víða leitað fanga. Sigrún Pqvídsdéttir bendir hér á hvar hægt sé að bera niður í Kaupmannahöfn í leit að alvöru antík eða bara skrýtnu dóti. IKAUPMANNAHÖFN er um auðugan garð að gresja hvað markaði og fornmunabúðir varðar. Með vaxandi áhuga undahfar- in ár á notuðu og nýtilegu hefur verðið líka hækkað. Alvöru fornmunir er í háu verði hér eins og annars stað- ar. Fyrir áratug eða svo leit enginn við munum í „art deco“-stíl frá því um aldamót og fram á þriðja áratuginn, en nú er það tímabil í tísku. Síðast er það svo sjötti og sjöundi áratugurinn sem hef- ur verið litinn náðaraugum af söfnurum og um leið hefur verðið hækkað. í búðum sem sérhæfa sig í tímabilum og stílum er verðið eðlilega hátt, því þar kunna menn að skilja hismið frá kjarnanum og verðleggja eftir því. Öllu æglr saman A mörkuðum og í svoköll- uðum „marskandiserforretn- inger“ ægir öllu saman og glöggir kaupendur geta með heppni dottið niður á merka hluti. Úti á Sjálandi og reynd- ar víða um landið eru svokall- aðar antíkbúðir. Oftast eru þetta hálfgerðir ruslamarkað- ir, bæði gömlu og nýlegu ægir saman og þarna er enn hægt að gera góð kaup og detta niður á merka hluti ef lánið leikur við mann eða ef maður hefur úthald til að heimsækja búðirnar reglu- lega. Morgunblaðið/Jón Svavarsson UNDANFARIN ár hefur hver búðin á fætur annarri skotið upp kollinum á Ravnsborggade, hliðargötu frá Norrebrogade. anum á næst síðastnefndu götunni eru nokkrar búðir með fjölbreyttu úrvali, meðal annars ein sem sérhæfir sig í hlutum frá 6. og 7. áratugn- um. Niðri á Classensgade, skammt frá horninu við Aust- urbrúgötu eru nokkrar ágæt- ar búðir, meðal annars Nost- algoteket á Classensgade 14. Þar er ótrúlegt úrval af alis kyns furðuhlutum eins og gín- um, skiltum og öðru frá und- anförnum áratugum. Þetta er engin antík, heldur heill heim- ur af skrýtnum hlutum. Markaðlr af ýmsu tagi Flóamarkaðir af ýmsum gerðum eru hér og þar um borgina, en síst að vetri til. Á sumrin og fram á haust er Israels Plads markaður á laugardögum, þar sem ýmsir eigendur antíkbúða koma og selja vörur sínar. Verðið er ekki lengur lágt, því þetta eru sumsé búðarhlutir og seljend- urnir vita oftast hvað þeir hafa í höndunum. Á torginu bak við ráðhúsið á Friðriks- bergi er líka markaður á laug- ardögum. Þar er meira af drasli, en líka tækifæri til að ná í sniðuga hluti á lágu verði. Undir vegg Assistens-kirkju- garðsins við Norrebrogade er líka útimarkaður og enn óskipulegri og draslaralegri en þeir fyrri, en um leið eru líka góðar líkur á því að glöggur kaupandi geti verið heppinn. í leit að f ornmunum oq skrýtnum hlutum EFTIR erfiðan dag í brekkunum var gott að hvíla lúin bein í heita pottinum. að borða samkvæmt reglum þjóð- garðsins. Rétt fyrir sunnan bæinn eru heit- ar uppsprettulindir. Þar er hægt að slaka á í ylvolgum pottum um- kringdum hvítri snjóbreiðu, háum birkitijám og snævi þökktum fjalla- toppum í fjarska. Þar er einnig í boði almennilegt nudd, ekki ama- legt eftir erfiðan dag á skíðum. Skíðasvæðin þrjú í þjóðgarðinum Banff eru þijú stór skíðasvæði og fara áætlunar- bifreiðar þangað reglulega frá bæn- um Banff. Skíðasvæðið næst bæn- um er í um tíu mínútna fjarlægð og heitir Mount Norquay. Þetta er reyndar minnsta skíðasvæðið, því þar eru ekki eins margar skíðalyft- ur og brekkur og á hinum svæðun- um. Sunshine Village er það skíða- Við skíðasvæðin þijú er boðið upp á alla þá þjónustu sem skíðamenn geta hugsað sér, til dæmis almenna skíðakennslu fýrir unga jafnt sem aldna, byijendur og lengra komna. Veðrið þessa þrjá daga sem við undum okkur í Banff var eins og best verður á kosið og skíðafærið fullkomið; léttur og fínn púður- snjór. Við skíðuðum síðustu tvo dagana í Lake Louis, renndum okk- ur snilldarlega, að sjálfsögðu, niður brekkurnar og fengum okkur þess á fnilli hressingu í notalegum skála sem var neðst við eina brekkuna. Þegar heim á hótel var komið eftir erfiðan en ánægjulegan dag var unaðslegt að hvíla lúin bein í heita pottinum fyrir utan hótelið og njóta þess að horfa á sólina setj- ast á bak við snævi þakinn fjalla- hring. NOKKUÐ algengt er að hæglst á blóðrási á ferðalögum, sérstaklega f flugi. I Mayo Clinic llealth letter var nýlega fjallað um þennan ferðakvilla og kom þar fram að bjúgur í fótum og kálfum er tnjög algengur fylgifiskur flugferða. „Afleiðing hans getur verið öllu alvarlegri, því honum fylgir aukin hætta á blóðtappamyndun. Blóð- tappi getur verið hættulegur, sér- staklega ef hann fer af stað og kemst á Iungnasvæði,“ segir í rit- inu. Gefín eru nokkur ráð til að halda blóðrás í réttu horfí og draga úr likum á bjúg- eða blóð- tappamyndun á ferðalagi. Mælt. er með því að farþegar standi upp á um klukkustundar fresti og gangi um vélina eftir því sem kost- ur er. A bílferðalagi er ráðlagt að taka hlé á akstri ððru hvoru, um klukkutíma fresti, standa upp, teygja úr sér og ganga um svo- litla stund. Einnig er hægt að teygja úr fótunum öðru hvoru, svo framai’lega sem nægilegt bil er milli sætaraða og er þá sagt gott að snúa fótum í nokkra hringi um öklann. Sokkar og sokkabuxur sem halda vel við fótleggi, svokallaðar sjúkrasokkabuxur, þykja ipjög hentugar á ferðalögum og í Mayo Clinic Health Letterer mælt með þeim, þar sem þær hjálpa líkaman- um að viðhaida eðlilegri blóðrás. Er það sagt sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem hafa tilhneigingu til að fá bjúg eða hafa fengið blóð- tappa. Sömuleiðis er þeim ráðlagt að sleppa öllum sjússum, f það minnsta þar til þeir eru komnir á áfangastað. Margar hinna fínni antík- búða eru í Kompanistræde, göngugötu sem liggur sam- hliða Strikinu milli þess og Kanalsins. Bæði í þessari götu og nærliggjandi götum eru margar búðir, sem selja silf- ur- og postulín, málverk og koparstungur, auk húsgagna af ýmsu tagi. Þama er varla nokkur jarðlegur möguleiki að gera góð kaup, því kaup- mennimir _eru vel að sér um vöru sína. I Silfurkjallaranum þarna er silfurdót í haugum og hægt að finna allt sem hugurinn girnist af þeirri vöru og verðið er oft þokkalegt. Þeir sem hafa áhuga á dönsku postulíni ættu að huga að því að kaupa það fremur notað en nýtt, til dæmis ef ykkur vantar inn í sett. Úrval- ið er mikið og það sér iðulega ekki á því. Eitt sinn leitaði ég að mokkabollum úr danskri seríu, sem lengi hefur verið framleidd. Bollana mátti fá nýja í postulínsbúð, en ég rakst einnig á þá í fornmuna- búð í Kompagnistræde. Þeir gömlu voru mun fallegri, því postulínið var þynnra, þeir voru stráheilir og auk þess ódýrari. Jólaplattarnir gamal- FLÓAMARKAÐIR af ýmsum stærðum og gerðum eru hér og þar um Kaupmannahöfn. góðu fást alls staðar fyrir þá sem vantar inn í safnið eða vilja ná í ákveðin ár. Af svipuðu tagi eru búðirn- ar við sem liggja upp frá Kóngsins nýja torgi. Þarna eru nokkrar, sem sérhæfa sig í gömlu málverkum og kop- arstungum, auk listmuna. Ófínnl búðir og ný klassík Frá finu búðunum er hægt að feta sig að hinum ófínni. Undanfarin ár hefur hver búðin eftir aðra skotið upp kollinum í Ravnsborggade, sem er hliðargata frá Norrebrogade. Þarna ægir öllu saman, en verðið er samt sem áður ekki endilega lágt. Búðirnar halda áfram í Ry- esgade, sem er nálæg gata og eins uppi á Norrebrogade á móts við Assistens-kirkju- garðinn, þar sem Jónas Hall- grímsson lá forðum (og liggur kannski enn, ef það voru ekki hans bein sem flutt voru til ísland) ásamt heimspekingn- um Seren Kirkegaard, skáld- inu Dan Turell sem lést fyrir nokkrum árum og öðrum dönskum andans mönnum. Þarna fást víða skemmtilegir lampar, en lampar eru í miklu uppáhaldi þeirra sem leita skrýtinna og skemmtilegra hluta og því ekki ódýrir. Undanfarin ár hafa búðir, sem sérhæfa sig í nútíma hönnun undanfarinna ára- tuga verið opnaðar. Mest er þetta dönsk hönnun, sem hef- ur fengið á sig klassískt orð og er heitt elskuð af innfædd- um á öllum aldri. Ein slík búð er Klassik á Christian IX’s gade nr. 5, skammt frá Kóngsins nýja torgi og úrval- ið þar er mjög gott. Á Austurbrú er einnig orð- ið töluvert af áhugaverðum búðum. Nordre Fri- havnsgade er verslunargata, sem liggur milli 0sterbrogade og Strandboulevarden. í end- Úti á Amager er stórt markaðshús, Det Blá. Pakhus á Holmbladsgade 113, þar sem fólk getur leigt pláss og selt það sem því dettur í hug. ‘ Þar ægir öllu saman, notuðu af öllu tagi, hvort sem er teppi eða sjónvörp, en líka alls kyns smáhlutum. Strætisvagnar nr. 5 og 37 stoppa alveg við húsið. Það kostar fimmkall danskar að beija dýrðina aug- um, en það er vel þess virði fyrir þá sem hafa gaman af upplifun af þessu tagi. Einstaka sinnum má finna íslenskt dót á flóamörkuðum. Einu sinni rakst ég á leirdúfu eftir Guðmund frá Miðdal. Það var ungur strákur að selja hana og þegar hann sá að ég þekkti gripinn fór hann að spyija um hana. í einfeldni t minni sagði ég að listamaður- inn hefði verið einn sá fyrsti, sem tók að stunda leirmuna- gerð á Islandi og þá ályktaði strákkjáninn sem svo að dúf- an væri óskaplega mikils virði og vildi alls ekki selja hana, svo einhver staðar stendur hún nú og safnar ryki meðan eigandinn bíður rétta kaup- andans. Kjarvalsmálverk eða önnur málverk þekktra mál- ara hef ég aldrei rekist á á flóamarkaði fyrir gjafverð, en, hins vegar fann ég einu sinni gullfallegt málverk af Esjunni eftir Arreboe Clausen í forn- munabúð nokkurri og risa- stóra gamla ljósmynd frá Siglufirði hef ég einnig séð, svo það leynast líka íslenskir munir hér, ef vel er að gáð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.