Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Líf og dauði
á tunglinu
FÍNAR og dýrar brúðkaups-
ferðir eru í miklu uppáhaldi hjá
Japönum, þ.e.a.s. þeim sem hafa
efni á slíkum herlegheitum. Nú
stefna þeir á tunglið. Það er
stærsta byggingarfélag Japans,
Shimizu, sem áætlar að byggja
þar hótel fyrir vellauðuga Jap-
ani.
Hjá Shimizu segja menn
reyndar að töluvert sé í að
fyrstu brúðarsvíturnar verði til-
búnar, þar sé um að ræða fram-
tíðaráætlun. Hins vegar ætla
þeir innan 35 ára að koma upp
aðstöðu fyrir þau nýgiftu í
geimstöð sem ferðast umhverfis
jörðina í ca 375 km radius frá
henni. Brúðkaupsferðir út í
geim eru sem sagt ekki svo
mjög fjarlægur möguleiki,
gangi þessar áætlanir eftir.
Talsmaður Shimizu segir
þessar hugmyndir hafa vakið
mikinn áhuga fólks. Fjögurra
daga dvöl i geimhótelinu mun
kosta 560 þúsund krónur dansk-
_ ar, sem svarar til um 6 milljóna
íslenskra. Eða eins ogtalsmað-
urinn segir: „Aðeins helmingi
meira en lúxusferð umhverfis
jörðina fyrir tvo með skemmti-
ferðaskipinu Queen Elizabeth
n.“
I»ess má geta að ferð með
geimskipinu mun standa öðrum
til boða en brúðhjónum. Skipu-
lagðar verða fleiri ferðir þar
sem eina skilyrðið er að menn
séu nógu fjáðir til þess að geta
_ greitt reikninginn. Samkvæmt
upplýsingum frá Shimizu verða
64 tveggja manna herbergi í
geimskipinu og alls munu eitt
hundrað manns geta hafst þar
við í einu úti í geimnum.
Jarðneskar leifar á tunglinu
í bígerð mun einnig vera að
koma upp kirkjugarði á tungl-
inu. Þar stendur að baki annað
japanskt fyrirtæki sem hyggst
bjóða vel efnuðum Japönum að
leggja þar tilhvíldar jarðneskar
leifar sínar. Áætlanir gera ráð
fyrir að kirkugarður á tunglinu
geti orðið að veruleika í kring-
um árið 2024. ■
eHeimild: Vi Rejser
■; : 4; - • • - ^ É-:-' í
u : mbtímSm!
.
nasta
í heimi!
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
„ÍSLAND sem orkuver" er þvert á þá ímynd sem kynnt hefur verið erlendis
til fjölda ára með miklum tilkostnaði.
FERÐAPISTiLL
UMRÆÐAN um fyrirhugaða byggingu álvers á
Grundartanga er um margt mjög athyglis-
verð. Fyrir það fyrsta er greinilegt að umhverfís-
hyggja og staða umhverfismála á íslandi skipar æ
mikilvægari sess í hugum Islendinga. En auk þess
er merkjanleg aukin krafa almennings um þátttöku
við mikilvægar ákvarðatökur er snerta land og
þjóð. „ísland - hreinasta land í heimi“ hefur oft
borið á góma í umræðunni, mikilvægi ferðaþjón-
ustu og landbúnaðar einnig og fyrirsjáanlegir
árekstrar þessara atvinnugreina við stóriðju. Það
er mjög gott að að andstæðingar álversins tengi
umrseðuna við uppbyggingu annarra atvinnu-
greina, en á sama tíma undarlegt hvað lítið heyr-
ist frá fulltrúum þessara sömu atvinnugreina s.s.
ferðaþjónustu og landbúnaðar.
Einangrun atvinnugreina
Spyrja má hvort ferðaþjónustan
eigi að skipta sér að málefnum ann-
arra atvinnugreina svo sem stóriðju?
Og á móti, á landbúnaður að skipta
sér af stóriðju, á landbúnaður að
hafa skoðanir á uppbyggingu ferða-
þjónustu, á ferðaþjónusta að stefna
að því að starfa með landbúnaði, sjáv-
arútvegi eða jafnvel stóriðju? Svarið
við öllum þessum spurningum hlýtur
að vera já. í litlu landi eins og ís-
landi skiptir það að sjálfsögðu máli
að uppbygging atvinnulífsins sé
heildstæð og að hver höndin sé ekki
upp á móti annarri. En sú hefur oft
verið raunin og á það hefur verið
bent í fjölmörgum skýrslum, athuga-
semdum forsvarsmanna atvinnugreina og stjóm-
málamanna.
Þegar rætt hefur verið um frábær tækifæri land-
búnaðar á sviði lífrænnar ræktunar er bent á já-
kvæð tengsl við ferðaþjónustu og settar fram háleit-
ar hugmyndir um lífrænt ísland. Í stefnumótun
samgönguráðherra í ferðamálum sem kynnt var
fyrir nokkrum misserum var stefnan enn sett á
umhverfísmál, vemdun íslands og sjálfbæra nýt-
ingu auðlinda landsins í þágu ferðaþjónustu. Það
virðist hinsvegar, þegar kemur að orkuvinnslu,
virkjunum og stóriðju sem þessi háleitu markmið
gleymist sem og mikilvægi góðra tengsla milli at-
vinnugreina. Skammtímasjónarmið stjómmála-
manna ráða þá ríkjum og forsvarsmenn hinna
ýmsu atvinnugreina landsins fylgja þeim eftir. Það
sama er uppi á teningnum þegar rætt er um að
heija hvalveiðar að nýju. Möguleg áhrif þess á
ferðaþjónustu eru lítillega rædd af fréttamönnum
fjölmiðla og stjómmálamönnum en
skoðun ferðaþjónustunnar vantar, bæði
frá forsvarsmönnum og flestum í at-
vinnugreininni. Það er sem atvinnu-
greinar einangrist þegar ein hefur nei-
kvæð áhrif á aðrar, en umræðan sé
mun vlðsýnni og þverfaglegri þegar
áhrifín eru talin jákvæð.
Óvæntur IIAsaukl
Ágætt dæmi um kröfu almennings
um þátttöku í mikilvægum ákvarðana-
tökum era mótmæli Kjósveija við bygg-
ingu álvers á Grandartanga. Aukin
almenningsþátttaka og mikilvægi
góðrar samvinnu við íbúa er mjög í
anda hugmyndafræði sjálfbærrar þró-
unar en á slíkt er m.a. lögð rík áherslu
í fyrmefndri ferðamálastefnu sam-
gönguráðherra. Þar er átt við að
ákvarðanir sem snerta uppbyggingu ferðaþjónustu
í sveitum landsins séu ekki teknar ofanfrá heldur
í samvinnu við heimamenn. Í Kjósinni hefur dæm-
ið hinsvegar snúist við og um leið hefur ferðaþjón-
ustunni borist óvæntur liðsauki. Með því að láta í
ljós áhyggjur af fyrirhuguðu álveri freista íbúar
svæðisins þess að hafa áhrif á að ákvarðanir séu
teknar í samræmi við vilja og í samvinnu við íbúa
svæðisins, svo og með tilliti til hagsmuna atvinnu-
greina s.s. ferðaþjónustu.
Skammvinn sæla
Enn er ekki séð fyrir endann á umræðunum um
fyrirhugað álver á Grandartanga og áhrif mót-
mæla íbúanna ekki fyrirsjáanleg. Umræða um kosti
og galla slíkra framkvæmda og víðtæk áhrif s.s.
á aðrar atvinnugreinar verður að eiga sér stað.
Vera má að starfsmenn og forsvarsmenn í ferða-
þjónustu séu alls ekkert sammála um áhrif upp-
byggingar stóriðju á ferðaþjónustu, en ber þeim
þó ekki skylda til að taka afstöðu? Ef ekki í samein-
ingu, þá hver í sínu lagi.
Þegar þetta er skrifað hafa Bændasamtök Is-
lands látið í ljós, nokkuð hlutlausa en þó ákveðna
skoðun á málinu og telja fleiri rök gegn heldur en
með byggingu álversins. Bændasamtökin telja að
fyrst og fremst beri að tryggja rétt íbúanna og að
sú ákvörðun sem verði tekin falli sem best að ímynd
íslands um hreint og ómengað land. Ferðaþjónust-
an hlýtur að vera þessu sammála, því það er ljóst
að „ísland sem orkuver" er þvert á þá ímynd sem
kynnt hefur verið erlendis til fjölda ára með miklum
tilkostnaði. En það er á ábyrgð ferðaþjónustunnar
að sýna fram á hagkvæmni atvinnugreinarinnar í
þeim tilgangi að beina sjónum stjómvalda frá
skammtímamarkmiðum um atvinnu og bættan
efnahag sem grafið geta undan öðram atvinnu-
greinum. Með markvissum og reglulegum rann-
sóknum og upplýsingaöfiun um umfang ferðaþjón-
ustunnar mun slíkt takast og er sá þáttur í ferða-
þjónustu vissulega að aukast. Landvinningar í
ferðaþjónustu gerast jú ekki á einni nóttu og að
því leytinu til má að mörgu leyti skilja sjónarmið
stjómvalda um aðgerðir sem sýna hagkvæmni á
styttri tíma. En spytja má hvort slík sæla sé ekki
skammvinn? Hvað gerum við þegar verksmiðjur
úreldast og byggja þarf nýjar? Eða þá þegar bæta
þarf við álveram? Hvaða hluti landsins verður þá
tekin iðnaði til handargagns? Og hvert föram við
þá til að sýna ósnortna náttúra, kraftmikla fossa
og óbyggðir. Munum við velja á milli þess að sýna
rústir torfbæja og gamlar minjar eða úreldar verk-
smiðjur? Munu fallvötn verða virkjuð og hálendið
þrautskipulagt? Hlutaðeigandi aðilar eiga að láta
skoðun sína í ljós því það er ekki ferðaþjónustu til
hagsbóta ef stórvirkur iðnaður byggist upp á ís-
landi. Stóriðja samræmist alls ekki stefnunni um
umhverfisvænt ísland og sjálfbær ferðamál. ■
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Höfundur er ferðamáiafræðingur.
Sigríður Þrúður
Stefánsdóttir
Ferðamenn í f ótækra-
hverf um Ríó de Janeiro
COPACABANA strönd og stóra Kristslíkneskið á Corcovado hafa lengi
verið ofarlega á lista yfir hefðbundna ferðamannastaði í Ríó de Janeiro
í Brasilíu. Þá hafa ferðamenn gjaman lagt leið sína til borgarinnar í febr-
úar til þess að vera viðstaddir hina heimsþekktu kjötkveðjuhátíð. En nú
stækkar sífellt sá hópur ferðamanna sem bætir illræmdum fátækrahverf-
um Ríó de Janeiro á listann yfir áfangastaði sína.
Fangelsid
heillar
SUÐUR-afrísk yfirvöld hafa
opnað fangaklefa Nelsons
Mandela á hinni illræmdu Rob-
ben eyju fyrir ferðamönnum.
Að meðaltali fara um þijú
hundruð ferðamenn á dag,
með feiju frá Cape Town til
eyjarinnar þar sem pólitískir
fangar voru áður sendir í út-
legð. Þar var Mandela haldið
í 18 ár af þeim 27 sem hann
var fangi stjómvalda. ■
Til skamms tíma gátu ferðamenn
sem hættu sér inn í favelas, eins
og fátækrahverfin era kölluð, næsta
örugglega gengið út frá því að vera
rændir. Ferðalangar sem eru einir
á ferð, geta enn búist við slíkum
móttökum, en leiðangrar með farar-
stjórum eru nú í boði.
Það eru rúmlega 600 favelas í
kringum Ríó. Fyrstu hverfín mynd-
uðust í upphafi aldarinnar, þau
hafa ekkert vatnskerfi, engar lagð-
ar götur eða gangstéttir og er
stjórnað af vel vopnuðum eiturlyfja-
sölum. í hverfunum hafa sprottið
upp skólar, heilsugæslustöðvar og
kirkjur.
Stærsta hverfíð er kallað Rocin-
ha, heimili rúmlega þijú hundruð
þúsund manna. Fólkið býr þar í
hreysum sem hanga utan í klettum,
bak við eitt af dýrustu hótelum
borgarinnar, Intercontinental á Sao
Conrado strönd. Hótelgestir fara
gjarnan í skoðunarferð um Rocinha
með leiðsögumanni.
Skoðunarferðirnar, sem eru
sagðar öruggar sem lengi sem leið-
sögumennimir séu vel kynntir í
hverfinu, fela í sér heimsóknir í
skóla, á heilsugæslustöðvar og inná
heimili fólks. Ibúamir hagnast þó
ekki á ferðamönnunum, leiðsögu-
mennirnir fá greitt og hótelið tekur
sinn hlut fyrir að koma ferðinni á.
Við og við færa leiðsögumennimir
fólki poka af hveiti eða sykri í þakk-
lætisskyni fyrir að opna heimili sín
og veita innsýn í lífið í hreysunuum
í favelas.
Sue Wheat, starfsmaður þrýsti-
hóps um ábyrgð ferðamanna, segir
að áhugasamir um lífið í fátækra-
hverfunum ættu að ganga úr
skugga um að það væru heimamenn
sem skipulegðu skoðunarferðirnar,
þannig færi greiðslan á réttan stað.
Ibúamir væru jákvæðir gagnvart
ferðamönnum og vildu gjaman sýna
FERÐAMENN ættu að tryggja að skoðunarferðir þeirra í fátækra-
hverfum Ríó færðu íbúunum eitthvað í aðra hönd.
hve heimur þeirra væri vel skipu-
lagður og virðulegur. Það væri hins
vegar ótækt að láta aðra mata krók-
inn á þessum ferðum. Ferðamenn
ættu líka að forðast að líta á þetta
sem „dýragarðsferðir" og skyggn-
ast þess í stað undir yfirborðið. ■
Heimild: New York Times
I