Morgunblaðið - 31.01.1997, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 31.01.1997, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 B 3 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ásdís ÓLI H. Garðarsson, kaupmaður í Plútó. Misjafnir árgangar eins og í annarri víngerð ÓLIH. Garðarsson opnaði verslun- ina Plútó í Keflavík fyrir tæpum tveimur árum, þar eru fyrst og fremst seld efni til bjór- og vín- gerðar. Síðan opnaði hann sams konar verslanir í Reykjavík og á Akureyri. Hann segir þróun í vín- gerð í heimahúsum hafa orðið nyög mikla á síðustu árum og lík- ir henni við öra þróun í tölvuheim- inum. „Ég gerði fyrst léttvín fyrir tíu árum, en var ekki ánægður með árangurinn. Nú eru vín- gerðarefni orðin svo góð að ég fékk áhuga á viðskiptum með þau og þess vegna opnaði þessar versl- anir.“ Vfnþrúgur gera gæfumunlnn Viðskiptavini segir hann flesta vera yfir þrítugt. „Yngra fólk er þó smám saman að átta sig á þessum möguleika og viðskipta- vinum upp úr tvítugu fjölgar því smám saman.“ Óli segir að þróun í víngerð í heimahúsum felist aðal- lega í hráefninu. „Nú eru notaðar þrúgur úr vínbetjum sem eru sér- staklega ræktuð fyrir svona vín- gerð og því er nú hægt_ að gera eðalvín í heimahúsum. Árgangar eru misjafnir, alveg eins og í hefð- bundinni víngerð." Flestir byija að brugga ódýrari gerðir af svokölluðum pakkavín- um, segir Óli. „Þau eru tilbúin á nokkrum dögum og eru afar ein- föld í lögun. Síðan fara flestir út í betri tegundir, nota þrúgur og vanda sig við víngerðina. Zinfand- el- og Cabernet Sauvignon-þrúgur eru mjög vinsælar, en einnig hafa þrúgur frá Rioja á Spáni og Pinot Noir frá Frakklandi náð auknum vinsældum." óli segir bjórgerðarefni vinsælli nú en áður, enda aukinn áhugi á ógerilsneyddum bjór. „Engri kol- sýru er bætt í hann, eins og í bjór- verksmiðjum, heldur verður gos til við eftirgeijun sem náð er fram undir þrýstingi." Löggjöfin or ólögleg - Nú er bannað, samkvæmt áfengislöggjöf, að brugga drykki sem eru áfengari en 2,25%. Finnst þér ekki ósiðlegt að selja efni sem menn nota siðan til að bijóta lög? „Áfengislöggjöfin er ólögleg, því við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. í Evrópu má láta allt geijast sem getur geijast og litið er á bjór og vín sem matvæli. Engum í Evrópu er bannað að búa til eigin matvæli og þessi áfengislöggiöf stangast á við samninga sem Islendingar eiga aðild að. Hins vegar er rétt að benda á að alls staðar þar sem ég þekki til er bannað að eima áfenga vökva. Þessi bjór- og léttvíngerð snýst ekki um það, heldur að fólk geti leyft sér að fá sér vínglas eða bjór án þess að buddan þurfi að tæmast í hvert sinn.“ Óli segist ekki verða var við áhuga á spíragerð hjá viðskiptavin- um sínum. Margir kaupi samt bragðefni til að bæta út í vodka, sem keypt er í ríkinu og geri þann- ig eins konar lílq'öra. ■ VERSLUNIN PLUTO GUÐMUNDINA RAGNARSDOTTIR Byrjaði á víngerð því ég hafði ekki efni á að kaupa mér léttvín í Ríkinu „ÉG byrjaði að gera eigið vín fyrir um 15 árum og hef gert það nokkuð reglulega síðan,“ segir Guðmundína Ragnars- dóttir, tæplega fertugur lög- fræðingur. „Eg á nánast alltaf léttvínsflösku, enda finnst mér ómögulegt að hafa víngeymsl- una tóma.“ Hún segist í fyrstu aðallega hafa gert hvítvín. „Ég reyndi einnig fyrir mér í bjór- bruggi áður en farið var að selja bjór hér á landi, en nú geri ég aðallega rauðvín. Ég byrjaði á víngerð því mig lang- aði að geta fengið mér vín með mat, en hafði ekki alltaf efni á að kaupa léttvín hjá ÁTVR. Nú lít ég á víngerðina eins og hvert annað hagsýnt heimilisverk, eins og til dæmis kökubakstur, sem að auki er skemmtileg tóm- stundaiðja." Hugsar vel um vfnlð sltt Guðmundína segir lykilatriði að fylgja öllum leiðbeiningum nákvæmlega, gæta fyllsta hrein- lætis við víngerð og nostra við vínið. „Maður þarf að hugsa vel um vínið sitt til að það verði gott,“ segir hún sannfærð. Þær rauðvínsþrúgur sem eru í mestu uppáhaldi hjá henni eru Merlot, Cabernet Sauvignon, blanda af þessum tveimur tegundum og Medoc. „Ég geri líka hvítvín af og til og nota þá helst Char- donnay- og Chianti-þrúgur." - Hvað finnstþér erfiðast í víngerðinni? „Áður lenti ég helst í vand- ræðum með að ná kolsýru úr víninu, en ef það tekst ekki nógu vel er hætt við að bruggbragð komi af víninu. Það finnst mér óásættanlegt og þess vegna gæti ég þess sérstaklega vel að ganga úr skugga um að öll kol- sýra sé örugglega farin úr vín- inu áður en ég set það á flösk- ur.“ Guðmundína segist orðin mun kröfuharðari á heimagert vín nú en áður. „Maður er hættur að sætta sig við hvað sem er og nú kaupi ég bara góðar þrúgur til víngerðar. Þegar upp er stað- ið kostar hver vínflaska mig um 230 krónur, en i upphafi þarf að kaupa kúta, sykurflotvog, tappa og jafnvel flöskur og þvi Ljósmynd/Jón Svavarsson GUÐMUNDÍNA Ragnarsdóttir: „Hver vínflaska kostár mig um 230 krónur.“ er kostnaðurinn ívið hærri þeg- ar menn byrja að gera eigið vín.“ - Færðu aldrei leið á heima- gerðu víni ogfreistast tilað kaupa gæðavín þjá ÁTVR? „ Jú, ég kaupi mér stundum vín, til tilbreytingar, en ég vil gjarnan hafa mikið beijabragð af rauðvíni og vinin mín eru einmitt þannig, svo ég drekk þau oftast. Heimagert vín er ólíkt gömlum vínum, sem geymd hafa verið árum saman á eikar- tunnum, því það er miklu fersk- ara. Ég geymi vín yfirleitt ekki mjög lengi á flöskum, i mesta lagi í átta mánuði og ég held að ekki sé rétt að geyma það mikið lengur, án þess að bæta rotvarnarefnum í það.“ - Finnst þér allt í lagi að gera eigið vín, þótt lagabókstaf- urinn segi aðþú megir það ekki? „Ég segi nú bara eins og amma mín sagði alltaf og hafði, að mínu mati, mikið til síns máls: Til hvers lét Guð fögur vínber vaxa? Til að gleðja dapr- an heim.“ Morgunblaðið/Golli STEINGRÍMUR Wernersson, einn af eigendum Ámunnar. bruggaður er úr malti og humli og er ir\jög einfaldur í lögun. Efni í eina lögun kostar um 1.500 krónur og úr henni koma um 20 lítrar af bjór.“ - Hver er galdurinn við góðan árangur í bjór- eða víngerð? „Hreinlæti er númer eitt, tvö og þijú, því þess þarf að gæta að ekki komist aðrir gerlar í löginn, en þeir sem eiga heima þar. Síðan þarf al- úð, enda nauðsynlegt að fylgjast vel með bjór eða víni meðan það er að þroskast og geijast. Þegar geijun víns er lokið er nauðsynlegt að hrista vínkútinn oft og vel, til að ná kol- sýru úr víninu og einnig skiptir máli að fylgjast með sykurmagni með þar til gerðri sykurflotvog. Ekki má gleyma því að vín- og bjórkútar þurfa að vera við ákveðið hitastig til að geijun verði sem best. í stuttu máli má segja að þeir sem fylgja leiðbeiningum nákvæmlega, eru þolinmóðir og sinna vín- eða bjórgerðinni af alúð, hafa tryggt sér góðan árangur." ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.