Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 B 3 % X Q Höfnin \ 7 Ss, . / 'SW ^ g 'ZQat* K £? °fyó, £ *°s, i T I r ^ <■" | ■ THORVALDSENS- \^T/ .» >««* vu-i f * ^rtdPx ? / I *" f\ £■ Jy Jc $? KOPTTn c.'m.v fö ^oroHGs«ö. ý -Upphaflega Austurstræti var kallað Langastétt eða Langeforto vegna þess að þar var fyrsta ræsið og gangstétt meðfram því. Götur voru líka nefndar dönskum nöfnum en nefndarmenn tóku þann pól í hæðina að kalla þær íslenskum nöfnum ef þau fyndust í heimildum. Vallarstræti er undantekningin frá þeirri reglu og verður merkt að undirheiti Kæmnergade, sem merkir fjárhirsla, en þar bjó bæjargjaldkerinn. Gömlu nöfnin voru aldrei út í loftið heldur í höfuðið á einhveijum eða einhveiju. HvaA haltlr stígurlnn þar sem menn sneru relpi f kaðla? Ætli margir kannist við Reipslagarabraut? Leiðin til Reykjavíkur að austan lá í öndverðu eftir sjávarkambi. Farið var yfir læk við ós og þaðan var stígur eftir kambinum til vesturs, að norðurenda Austurstrætis. Fálkahúsið reis árið 1762 en hjá því stóð lítið hús sem tilheyrði kaðlagerðarverksmiðju Sérstök stemmning vaknar innra meó þeim sem þræða gamla stígi innan um gömul hús ó kaupstaðarlóöinni, ef sagan blundar í vitund þeirra. MorgunDiaoio/Ami öæoerg SÝNISHORN af götuskilti Hafnarstrætis. Einnig verður ritað Reipslagarastræti og Strandgata. Horft noður Lækjargötu árið 1906 sem áður hét Heilagsandagata. Innréttinganna og var kallað kaðla- eða reipslagarahúsið á samnefndri braut. Eftir kaupstaðarréttindin hét þessi gata Strandgata en að lokum skráð sem Hafnarstræti. Stæði Kaðlarahúsið enn væri það á Hafnarstræti 19. Fyrsti vísirinn að strætinu var braut manna sem sneru reipi í kaðal, kölluð Reipslagarabraut. Nikulás segir að ennfremur verði búin til númer á öll hús á gömlu Kaupstaðarlóðinni og verða þau í samræmi við götunafnaskiltin. Húseigendur munu sjálfir sjá um uppsetningu á númerunum, en borgin á götunafnaskiltunum. Hann segir að borgarráð hafi svo samþykkt tvö skilti á Lækjartorgi og Ingólfstorgi með upplýsingum um gömlu kaupstaðarlóðina og helstu kennileiti. Nikulás segir merkingarnar fyrsta stig að því að auðkenna kaupstaðarlóðina. En sennilega er fátítt að höfuðborg eigi jafngóða lýsingu á upphafi sínu og Reykjavík. Á hvaða götu bjó blskuplnn? Hinn 18. ágúst 1786 lauk verslunareinokun Dana og öllum var leyfílegt að versla á íslandi. Kaupstaðarlóðin var svo ákveðin 12. febrúar næsta ár. Sjötíu og sjö íslendingar bjuggu á kaupstaðarlóðinni og 26 útlendingar þegar saga höfuðborgarinnar hófst. Elsta gatan í borginni telst vera Austurstræti. Fyrsta steinhúsið reis á Amarhólstúni 1764 og var tukthús. Innlend stjórn bjó um sig í því með skrifstofur sínar árið 1904 og hefur húsið verið kallað Stjórnarráðið. Fyrsti íslenski kaupmaðurinn i Reykjavík var Páll Brekkmann. Hús hans var á homi Veltusunds og Hafnarstrætis. Fyrsti biskupinn í Reykjavík var Geir Jónsson Vídalín og bjó hann í húsinu Aðalstræti 10. Fyrsti landlæknirinn sem búsettur var í Reykjavík, Thomas Klog, bjó í Löngustétt eða Austurstræti í húsi sem nú kallast Hressingarskálinn ... ■ AKOYA-perlur eru klassískar og hafa verið ræktaðar frá síð- ustu aldamótum. Þær eru hvít- ar, rósrauðar, jjósar, grænar, hvítar og gráar. Perlumar eru hnöttóttar og 2-11 mm á breidd, en erfitt er að rækta þær stærri en 9 mm og eru slíkar perlur því nýög dýrar. Perlurækt er upprunnin í Kína, en Japanir hafa á síðasta árhundraði þróað aðferðir við hana. A því sviði ber hæst nafn Japanans Kokichi Mikimoto, sem komst að því árið 1893 að með því að setja litla perlu, svokallaða perlumóður, í skelina næðist bestur árangur. Hann var fyrstur til að setja ræktaðar perlur á markað við misjafnar undirtektar þeirra sem áður höfðu selt náttúru- legar perlur. Haft var eftir honum að hann vildi sjá perlufesti um háls allra kvenna í heiminum og eina leið- Kína-perlur eru ræktaðar í Kina. Þær eru kjarna- lausar og ræktaðar í ferskvatni. Kína-perlur eru likar Biwa-perlum i lögun og lit, enda er ræktun þeirra svipuö. Yf- irborð ó Kina-perlum er þó ekki jafn óreglulegt. þær í Tiff- any. Perlu- kóngurinn, eins og Miki- moto er jafn- an nefndur, dó ári áður, en fyrirtæki hans er enn talið leiðandi í fram- leiðslu á perlu- skarti í heimin- um. Perlur eru við- kvæmar og risp- ast auðveldlega. Er það ástæða þess að þær eru oftast notaðar í skartgripi þar sem þær eru vel varð: ar, til dæmis í festar og hringa. í bæklingi Félags íslenskra gullsmiða kemur fram að nauðsynlegt er að hreinsa perlur eftir notkun því ilm- vatn og hárlakk geta skemmt gljáa þeirra. Ráðlegt er að þurrka af perl- um með mjúkum klút eða vaska- skinni, en varað er við notkun hreinsiefna og bursta. ■ Brynja Tomer BIWA-perlur eru kjarnalausar ferskvatnsperlur. Perluvefur er græddur í ostruna og eru perlurnar- bleikar, laxa- bleikar, gulbrún- ar og gráar. in til þess væri að rækta perlur í náttúrulegu umhverfi þeirra. Tískudrottningin Coco Chanel kom Mikimoto til aðstoðar, því hún var afar heilluð af þessu hlutlausa og fagra skarti og notaði perlufestar mikið sem fylgihluti við hinar víð- frægu Chanel-dragtir sínar. ímynd heimskonunnar á fjórða áratugnum var því snyrtileg kona í Chanel-dragt með perlufesti um hálsinn. Segja má að ræktaðar perlur hafi hlotið viðurkenningu í heimi skarts ogtísku árið 1955 þegar farið var að selja :ild RKÍ ið 1997 1. Barnfóstrunámskeið fyrir böm fædd 1983, 1984 og 1985. Kennsluefni: Umönnun ungbama og skyndihjálp. 1. 5., 6., 10. og 11. mars. 2. 12., 13., 17. og 18. mars. 3. 2., 3., 7. og 8. apríl. 4. 9., 10., 14. og 15. apríl. 5. 21., 22., 28. og 29. apríl. 6. 26., 27., 28. og 29. maí. 7. 2., 3., 4. og 5. júní. 8. 9., 10., 11. og 12. júní. 2. Slys á börnum, forvarnir og skyndihjálp Námskeið 17. febr. 8 kennslust. Umhverfið innan og utan heimilisins. Orsakir slysa á bömum og skyndihjálp vegna bamaslysa. 3. Önnur námskeið vorið 1997 Skyndihjálpamámskeið 16 kennslust. „Móttaka þyrlu á slysstað" 6 kennslust. * Afallahjálp og stórslysasálfræði 8 kennslust. Upplýsingar og skráning í síma 568 8188 á skrifstofutíma kl. 8-16 mánud.-föstud. Reykjavíkurd Námskeið voi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.