Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 B 7 DAGLEGT LIF Margrét Sigurðardóttir Sumir vilja ólmir fá mig í sjómann ÞÓTT Margrét Sigurðardóttir hafi fengist við ýmisiegt óvenju- legt um dagana hikaði hún ögn þegar hjónin Þórhallur Sig- urðsson (Laddi) og Sigríður Rut Thorarensen buðu henni dyravarðarstarf á Sir Oliver. „Þau sögðust ekki vilja karl- hlunk í vattúlpu, heldur fiotta konu . . .“ segir Margrét, sexfaldur íslandsmeistari í vaxtarrækt, einkaþjálfari í líkams- rækt í Gym 80, skúringakona á nóttunni og núna dyravörður á skemmtistað, sem opnaður var í desember síðastliðnum. Og Margrét lætur ekki þar við sitja því hún tekur jafnan góðfúslega í að hnykla vöðvana með viðeigandi tilburðum í einkasamkvæmum, hoppa upp úr risastórum tertum í kyn- þokkafullum klæðnaði og taka þátt í ýmsu sprelli í afmælum, steggjapartíum og ýmsum boðum. „Ég gerði mér í hugarlund að sem dyravörður stæði ég, vel dúðuð, í gættinni fram eft- ir nóttu og varnaði drukknu fólki inngöngu. Slíkt fannst mér lítið spennandi, en lét þó tilleiðast eftir að Laddi tilkynnti í opnunarteitinu að Sir Oliver státaði af flottasta dyraverði iandsins." „Samkvæmisdama" Starfið kom Margréti á óvart því í rauninni segist hún fremur vera „samkvæmisdama" en dyravörður og sem betur fer þurfi hún ekki að skrýðast vattúlpu í vinnunni. „Ég mæti uppábúin og fín klukkan tíu á föstudags- og laugardags- kvöldum, býð gesti velkomna, vísa til sætis, þríf af borðum, fylgist með að allir séu ánægðir og rabba við fólk ef tæki- færi gefst til. Yfírleitt losna ég ekki fyrr en um fjögurleytið og fer þá að skúra í Grillhúsinu." Margrét segist ekki hafa þurft að láta mikið til sín taka sem útkastari, enda séu gestir á Sir Oliver einkar prútt og pent fólk. Samkvæmisdaman Margrét, sem sumir kalla hina hrikalegu, er þó jafnan kölluð til ef inna þarf eitthvert starf af hendi sem reynir á, enda konan kunn fyrir að hafa krafta í kögglum. Hún segist ekki hafa þurft að beita þeim nema til að færa þunga bjórkúta og þess háttar, en þá þyki samstarfs- fólki hennar gott að hafa vöðvastæltustu konu landsins innan seilingar. Karlarnir sýna mér vöðvana Það hnussar í Margréti þegar hún er spurð út í kynferðis- lega áreitni karlpeningsins á staðnum. Henni finnst ekkert tiltökumál þótt karlar klípi í sig endrum og sinnum og viður- kennir að oft hafi hún bara gaman af, enda sjaldan orðið fyrir ruddalegri framkomu af þeirra hálfu. „Blessuð vertu, þetta er allt í gríni, sumir biðja mig meira að segja um að henda sér út til þess að ég komi svolítið við þá. Mér dettur ekki í hug að snúa upp á mig og móðgast. Mörgum körlum finnst voðalega gaman að hnykla vöðvana og sýna mér hversu stæltir þeir eru og sumir vilja ólmir fá mig í sjómann," seg- ir Margrét sem, af einskærri tillitssemi við þá, hafnar slíkum boðum. Var kýld og klóruð Margrét segir að stöku sinnum komi fyrir að einhverjir séu með uppsteit og leiðindi, en yfírleitt takist með lagni og tiltali að koma þeim úr húsi án teljandi vandræða. „Eg hef aðeins einu sinni lent í smápústrum við sauðdrukkinn og dólgslegan kvenmann, sem ég vísaði út. Konan varð öskuill, kýldi mig og klóraði í andlitið og sagði að ég hefði beitt sig ofbeldi. Ég tók varla á henni en þar sem hún lét öllum illum látum, hrækti og hárreytti mig, neyddist ég til að beita ákveðnu taki til að koma henni í leigubíl. Það tókst að lokum en hótun um lögreglukæru var það síðasta sem ég heyrði frá henni Áþekkum atvikum segir Margrét að dyraverðir á skemmti- stöðum megi alltaf búast við og þá sé aðalatriðið að halda ró sinni og hafa þá grundvallarreglu að meiða ekki ólátasegg- ina. „Þótt hér séu afar sjaldan læti fínnst mér áberandi hversu fólk drekkur meira og verður fremur ölvað og ört á föstudags- kvöldum en laugardagskvöldum. Annars er andrúmsloftið hér afar rólegt og skemmtilegt. Starfsmenn eru eins og ein stór fjölskylda og telja ekki eftir sér að hlaupa í tilfallandi verk. Laddí treður upp á laugardagskvöldum og ég hef stundum verið beðin um að taka smásyrpu í vöðvahnykli. Skemmtilegast finnst mér að fylgj- ast með gestunum; hverjir para sig saman og hvernig þeir bera sig að. Sumir vilja endilega segja mér allt um ástamál sín og biðja mig jafnvel um að hlera hvort þessi eða hinn eða hin sé í sambandi." Eins og ein af þeim Margrét fer sér hægt í slíkri paramiðlun, enda nóg að gera í móttökunni. Hún getur ekki hugsað sér að vera dyravörður annars staðar en á Sir Oliver. Þar segist hún geta gantast við gestina og skemmt sér eins og hún væri ein af þeim. Leiðinleg- ast fínnst henni að þurfa að vísa fólki á dyr vegna ölvunar. „Virka daga byijar vinnu- vikan klukkan sjö á morgnana í Gym 80 og lýkur um hálfníu um kvöldið, en þá eru meðtaldir þrír tímar sem ég tek í vöðvaþjálfun. Ef ég væri ekki svona vel á mig komin líkamlega hefði ég áreiðanlega ekki líka orku í skúringar fimm nætur vikunn- ar,“ segir Margrét, sem enn um sinn ætlar að vera dyravörður og „samkvæmis- dama“ hjá Ladda og frú. ■ Jón Benoní Reynis^ (jíiukur Morgunblaðið/Jón Svavarsson MARGRÉT Sigurðardóttir sem stundum tekur smásyrpu í vöðvahnykli fyrir gestina. Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓN Benóný Reynisson tekur ekki vandamál gesta inn á sig og sefur rólegur eftir helgarvaktirnar. Ruddar endast ekki í starfinu JÓN Benóný Reynisson, eða Benni eins og hann er jafnan kallaður, hefur staðið í dyragættinni á Gauk á Stöng nánast á hveiju kvöldi í hartnær níu ár. Ekki segir hann dyravörsluna draumastarfið en hann megi vel við una enda kraftlyftingar hans ær og kýr, með slíkri vinnu geti hann æft fimm daga vikunnar. „Ætli ég snúi mér ekki aftur að jámsmíðinni þegar ég hætti að æfa og keppa,“ segir Jón Benóný, margfaldur íslandsmeistari, sem um síðustu helgi sló eigið íslandsmet í bekkpressu. Um helgar em gestir á Gauk á Stöng um tví- tugt, en öllu eldri virka daga. Jóni Benóný fínnst drykkjusiðir landans lítt hafa breyst undanfarin ár, en segir áhyggjuefni hve fíkniefnaneysla ungs fólks hefur færst í vöxt. „Smám saman fer maður að sjá hveijir em undir slíkum áhrifum og hveijir era 4 bara kenndir. Hins vegar geta dyraverðir ekkert að gert nema einhver sé staðinn að verki innan- dyra.“ Sjálfur segir Jón Benóný dyravarðarstarfíð trúlega eiga stóran þátt í því að hann er sífellt að verða meira afhuga því að fá sér í glas. Vinir á þröskuldinum „Þótt þorri manna kunni með áfengi að fara, hef ég séð alltof marga verða sjálfum sér og öðrum til skammar undir áhrifum. Annars er ég ekki einn af þeim sem tek vandamál annarra mikið inn á mig, ég sef alveg rólegur eftir helgarvaktirnar." Jón Benóný segir að sumum finnist dyraverðir ágætis blórabögglar til að skeyta skapi sínu á<v Hann lætur slíkt þó ekki á sig fá, segist seinþreytt- ur til vandræða, en finnst með ólíkindum að fólk skuli fá útrás fyrir reiði sína á hreinlætistækjum og innanstokksmunum eins og stundum komi fyr- ir. Hann kann vel að meta þegar fólk kemur til hans jþegar það er orðið allsgáð og biðst afsökun- ar. „I starfi mínu hef ég eignast marga vini og kunningja - sumir eru reyndar bara vinir rétt á meðan þeir standa á þröskuldinum, en það er líka allt í lagi.“ Þegar grænlenskir togarar liggja við landfestar segir Jón Benóný að salan á barnum sé með ein- dæmum góð, skipveijar drekki svo lengi sem þeir standi í báða fætur og yfirleitt komi til kasta dyra- varða að aðstoða þá út. „Þeir njóta ekki mikillar hylli hjá kvenþjóðinni. Danskir og norskir sjómenn em ofar á vinsældalista íslenskra kvenna, en allra glaðbeittastar og skrafhreifnastar em þær þó við- þá engilsaxnesku." Erfiðar aðstæður Ur gættinni fylgist Jón Benóný vel með því sem fram fer innandyra og utan og kann frá ýmsu að segja. Minnisstæðust er honum þó konan, sem hann var nýbúinn að hleypa inn og taldi sig ekki þurfa að gefa frekari gaum. „Ég uggði ekki að mér fyrr en hún var komin úr hverri spjör og sat klofvega ofan á karlmanni, sem hafði hreiðrað um sig í sófa í anddyrinu. Karlinn var nokkuð kenndur og lét sér vel líka, raunar fannst mér hann á svip- inn eins og hann hefði fengið happdrættisvinning. Gestir fylgdust áhugasamir með tilþrifunum og þegar ég, ásamt öðmm dyraverði, skarst i leikinn urðu þeir afar kátir, enda vomm við hinir vandræða- legustu. Það hlýtur að hafa verið hlægilegt að sjá tvo fíleflda karlmenn reyna að klæða konuna í föt-~' in, en hún var ekkert á þeim buxunum og við máttum hafa okkur alla við.“ Stóísk ró Dyraveröir eru sammála um aö gestir séu yfir- leitt kin mestu prúömenni en oft finnast misjafnir sauöir í mörgu fé og þá reynir á hæfileika þeirra aö miöla málum. Jón Benóný segist forðast í lengstu lög að taka á uppivöðslusömu fólki. Hann telur líklegt að krafta- Ieg lfkamsbygging sín eigi stóran þátt í að fáir abbist upp á sig, en dauðadrukkið kvenfólk leyfí sér þó stundum að vera með alls konar dónaskap. „Við slíku er lítið að gera. Maður verður bara að halda stóískri ró sinni og láta ýmiss konar svívirðingar yfir sig ganga. Sem betur fer er ég rólyndismaður að eðlisfari og veitist slíkt létt verk og löðurmannlegt." Jón Benóný telur að ýmsum eigendum skemmtistaða þyki efalítið feng- ur í að hafa kraftlyftingamann í dyragættinni. Hæfnin til að greiða úr vandamálum, sem upp kunna að koma, með friðsamlegum hætti fínnst honum þó skipta meira máli en kraftarnir. „Góð sjálfsstjórn og yfirveguð framkoma er helsti kostur dyravarðar. Ruddalegir menn endast áreiðan- lega ekki lengi í starfinu, enda jafnan fljótir að koma sér í vandræði. Líklega eru kraftlyftingamenn fjölmennir í stéttinni vegna þess að vinnu- tíminn gefur þeim svigrúm til æfinga á daginn,“ segir Jón Benóný, sem varla tekur sér fríhelgi nema þegar hann keppir í kraftlyftingamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.