Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 1

Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA I | Hefur átt árs- miða Í76 ár GIOVANNI Faenza, knattspyrnuáhugamaður frá Bologna á Ítalíu, er svo sannarlega kominn í heimsmetabókina. Hann hefur verið ársmiða- hafi Bologna í 76 ár. Faenza, sem er 96 ára, er eini maðurinn sem hefur séð með berum augum þegar Bologna hefur orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. '•'sW-i SKÍÐI JltofgtntÞIiifeifr 1997 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR BLAD Rauter Páfinn hefur vinninginn PÓLVERJAR eru að hugleiða að fresta síð- ustu umferðinni í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu, sem á að fara fram i í júni. Ástæðan fyrir þvi er heimsókn Jóhannes Páls páfa til heima- lands sins — á sama tíma. „Gullmörk" í HM1998 MIKLAR líkur eru á að reglan um „gull- mörk“ verði tekin upp i HM f Frakklandi 1998. Það er að segja, að það lið sem verður á undan að skora i framlenginu fagnar sigri. Það fyrirkomu- lag var i EM í Eng- landi. Joao Havelange, forseti FIFA, mun ræða um þessa breyt- ingu við Michel Plat- ini. Hidalgo fór eftir skipun- um Tapis MICHEL Hidalgo, fyrrum landsliðs- þjálfri Frakklands, sem tók þátt í mútu- málinum í Marseille, sagði í gær að hann hafi skrifað undir pen- ingatékka i sambandi við málið, þar sem eig- andi félagsins, Bern- ard Tapie, hafí skipað honum svo fyrir. Ámodt með gull NORÐMAÐURINN Kjetil-Andre Amodt, sem hér brunar niður brautína á Ítalíu, kræktí sér í fjórðu gullverðlaunin og ell- eftu medalíuna á ferlinum i gærkvöldi er hann sigraði í alpatvíkeppni á heims- meistaramótinu, en kapparnir keppa i svigi og bruni. Amodt hlaut tímann 3 minútur og 10,40 sekúndur en Svisslend- ingurinn Bruno Kernen varð annar á 3.10,68 og Mario Reiter frá Austurríki þriðji á 3.11,69. Þetta var annar sigur Norðmanna á heimsmeistarmótínu og er óhætt að segja að þeir byiji vel, þvi karl- arnir hafa aðeins keppt f tveimur grein- um. Amodt var í þriðja sæti eftir fyrri umferðina í sviginu. „Ég var nýög fúll eftír fyrrí ferðina þannig að ég ákvað að keyra eins hratt og ég gætí í þeirri siðari. Loksins tóks mér að ná i þessi gul!verðlaun,“ sagði Norðmaðurinn án- æður eftír sigurinn. Landi hans, Lasse Kjus, sem sigraði í alpatvfkeppninni á Ólympfuleikunum 1994 og heimsmeist- aramótinu árið áður, var annar eftir fyrri ferðina en brást bogalistín í þeirri siðari og varð fímmtí. Amodt nálgast nú árang- ur Marc Giradellis hvað verðlaunapen- inga varðar, vantar aðeins tvo til aðjafna við kappann frá Lúxemborg. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN Rússneskur blær á mót- heijum Stjömunnar Stjarnan leikur á laugardaginn við spænska liðið Pilotes Posada Octavio frá borginni Vigo í Evrópukeppni félagsliða í As- garði á morgun. Spánverjar eru með öflugt lið og segja Stjörnu- menn að þeir þurfi að eiga góðan leik ætli þeir sér áfram. Um þess- ar mundir er félagið í fjórða sæti spænsku deildarinnar eo varð f því sjötta í fyrra, auk þess sem það lék til úrslita í bikamum við Teka. Brynjar Kvaran, aðstoðarþjálf- ari Stjömunnar, hefur kynnt sér leik Vigo eins og kostur er, en frek- ar erfiðlega gekk að fá upplýsingar um liðið. „Liðið leikur fímm einn vöm, með manninn talsvert langt úti, ekki ósvipað og Rússar. Mikið mseðir á sömu mönnunum og allir geta lokið sóknum þannig að liðið er mjög jafnt og öflugir menn í hverri stöðu. Það er held ég ljóst að við verðum að eiga tvo mjög góða leiki til að komast áfram,“ segir Brynjar. KA leikur gegn ungverska liðinu Fotex Veszprém á Akureyri í Evr- ópukeppni bikarhafa á sunnudag- inn. Ungverska liðið er sterkt og eru tólf landsliðsmenn í herbúðum þess. Leikmenn Brann léttast í S-Afríku BIRKIR Kristinsson, Ágúst Gylfason og samheijar þeirra þjá Brann eru I æfingabúðum f Suður-Afriku þar sem þeir taka einnig þátt f knattspyrnumóti í Sun City. Leikmenn hafa æft f þunnu loftí f 1.700 m hæð f þijátíu stíga hita. Þeir hafa ekki náð að vinna á vökvatapinu og hafa misst eitt og hálft kg á dag, einn þeirra var tveimur kg léttari - Per-Ove Ludvigsen. Annað vandamál er að leikmennirnir hafa misst mikið salt úr iíkamanum þar sem þeir hafa svitnað mikið. „Okkar vandamál hefur verið að við höfum ekki drukkið nægilega mikið af vatni,“ sagði Ludvigsen. HANDBOLTI: SELFYSSINGAR JÖFNUÐU GEGN FRAM Á ELLEFTU STUNDU / C2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.