Morgunblaðið - 07.02.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 07.02.1997, Síða 4
 . HANDKNATTLEIKUR FOLK ■ NEWCASTLE hefur boðið Bobby Robson, þjálfara Barcel- ona, starf hjá félaginu, þegar hann hættir þjálfun. Starfíð fellst í því, að hann hafír yfírumsjón með knattspymuskóla Newcastle. ■ PAUL Kitson, 26 ára sóknar- leikmaður hjá Newcastle, gekk til liðs við West Ham í gær. Kaupverð var 2,3 millj. pund. ■ HARRY Redknapp, knatt- spymustjóri West Ham, vonast eft- ir öðmm sóknarleikmanni á næstu dögum - þar eru þeir Mike Sher- on, Stoke og Clive Mendonca, Grimsby, nefndir. ■ RAY Harford, fyrrum stjóri Biackburn, tók við starfí knatt- spymustjóra WBA í gær og sagði að takmarkið væri aðeins eitt; að koma Albion í úrvalsdeildina. ■ GLENN Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englands, hefur beðið Robbie Erle hjá Wimbledon, að vera tilbú- inn að svara kallinu - ef Robert Lee og Paul Ince verða ekki leik- hæfir fyrir leikinn gegn ítaliu á Wembley. ■ DAVW Seaman, markvörður Arsenal, sem var meiddur á hné, segir að verði tilbúinn í slaginn gegn Ítalíu. ■ ROBERTO Di Matteo, leik- maður með Chelsea og ítalska landsliðinu, segir að maðurinn sem ítalir óttast mest á Wembley, sé Paul Gascoigne. „Það yrði betra fyrir okkur, ef hann léki ekki.“ ■ GASCOIGNE hefur verið meiddur á ökkla. Hann lék með Di Matteo hjá Lazio. í gærkvöldi kallaði Hoddle á miðvallarspilar- ann Jamie Redknapp hjá Liver- pool, til æfínga með landsliðinu, vegna óvissunnar með Gascoigne. ■ SJÖ landsliðsmenn Englands eru á sjúkralista, David Seaman, Arsenal og Dominic Matteo, Li- verpool, meiddir á hné, Tony Ad- ams, Arsenal, og Gascoigne em meiddir á ökkla, Robert Lee, Newcastle, nára, Paul Ince, Inter Mílanó, læri og Ian Wright, Arse- nal, hásin. ■ GLENN Hoddle tilkynnti einn- ig, að Alan Shearer yrði fyrirliði, en ekki Tony Adams. ■ NEIL Lennon, miðvallarspilari Leicester, var í gær sektaður um 56 þús. ísl. kr. fyrir að hafa sýnt stuðningsmönnum Newcastle klámfengið látbragð f bikarleik lið- anna. ■ GRAEME Souness, knatt- spymustjóri Southampton, safhar að sér útíendingum. Nú er hollenski miðheijinn Romano Wouden, 26 ára, kominn til The Dell. Sout- hamptbn borgaði SC Heerenveen 150 þús. pund fyrir hann. ■ RYAN Giggs leikur ekki með Wales vináttuleik gegn írlandi í næstu viku, þar sem hann meiddist á kálfa í bikarleiknum gegn Wimbledon. ■ DENIS Irwing, félagi Giggs hjá Man. Utd., leikur ekki með írska liðinu vegna meiðsla á lærisvöðva. ■ ÞESS má til gamans geta að Giggs hefur ekki leikið vináttulands- leik með Wales sl. fímm ár, eða frá því að hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Þýskalandi í október 1991, þá 17 ára og 321 dags gamall. ■ TERRY Fleming, miðvallarspil- ari Lincoln á bann yfir höfði sér fyrir að hafa haft rangt við í leik gegn Wigan sjö mfn. fyrir leikslok. ■ ÞEGAR hann átti að sjá sitt annað gula spjald þjá dómara leiks- ins, Paul Taylor, gaf hann upp nafn og númer á samheija sínum , Tony Dennis. Dómarinn ætíað að horfa á myndbandsupptöku af atvikinu. KA-sigraði í hörðum slag Einar Gunnar frá í tvær vikur EINAR Gunnar Sigurðsson, handknattleiks- maður með Aftureldingu, lék ekki með félög- um sínum gegn KA á Akureyri í gærkvöldi og er ástæðan sú að hann meiddist á nára fyrir nokkrum dögum. Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar UMFA, sagði samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að reiknað væri með að Einar yrði úr leik að minnsta kosti næstu tvær vikur vegna þessa. Er það skarð fyrir skildi þjá Mosfell- ingum sem há nú harða baráttu við Hauka og KA um deOdarmeistaratitílinn. ' Morgunblaðið/Kristján JÓHANN G. Jóhannsson er komlnn f kunnuglega stelllngu f hornlnu og skorar eitt af étta mSrkum sfnum fyrir KA gegn Afturiendlng. „Færðum þeim stigið á silfurfati“ Selfyssingar jöfnuðu gegn Frám á elleftu stundu AFTURELDING tapaði þriðja leik sínum f röð í 1. deildinni þegar liðið mœtti grimmsterkum KA- mönnum á Akureyri í gær. Með sigri KA, 27:23, er háspenna á toppnum því iiðið er komið með 25 stig en Haukar og Afturelding hafa 26. Einar Þorvarðarson, þjáifari UMFA, var ekki kátur eftir leikinn. „Við vorum ekki með okkar sterkasta lið í dag en ég er sáttur við varnarleik- inn. Hins vegar gerðum við of marga feila í sókninni, eina 14 tæknifeila, og fengum á okkur of mörg hraðaupphlaup. Það er ekki hægt að vinna leik með slíku móti. KA-menn spiiuðu vel en þeir hafa fengið að komast upp með mikla hörku á heima- velli og á þessu verða dómar- arnir að taka,“ sagði Einar. Harkan var vissulega til staðar í þessum leik og leikmenn beggja liða spiluðu eins fast og þeir ggggggggg komust upp með. Stefán Þór Vöm KA varð smám Sæmundsson saman ógnvelqandi skrifarfrá iða þar sem ákefðin Akureyri var j fyrin-úmi. Gest- imir úr Mosfellsbæ byijuðu reyndar skínandi vel og skomðu þrjú fyrstu mörkin. Sebastian varði fyrstu skot KA-manna en eftir 7 mínútur braut Ziza ísinn og heimamenn jöfnuðu 4:4 eftir 11 mínútna leik. Afturelding saknaði Einars Gunnars, sem er meiddur, en liðið hélt samt frum- kvæðinu og náði þriggja marka for- ystu á ný. I stöðunni 7:9 urðu hvörf f leiknum. Vöm KA small saman, sóknir Aftureldingar gengu ekki upp og KA-menn skoraðu fjögur mörk í röð og höfðu 11:9 yfir í leikhléi. Gríðarleg stemmning var í KA- heimilinu og dyggilega studdir af .1200 áhorfendum héldu heimamenn gestunum f skrúfstykki í seinni hálf- leik. Jóhann G. fór á kostum í hrað- aupphlaupum og Duranona gladdi augað með þramuskotum. Helsta vopn Aftureldingar í fyrri hálfleik, Bjarki Sigurðsson, varð nú bitlaust og þegar um 14 mín. voru til leiks- loka höfðu KA-menn náð 5 marka forskoti, 21:16, og munurinn var sex mörk, 25:19, þegar 6 mfn. voru eft- ir. Lokakaflinn einkenndist af tauga- veiklun, sóknimar stuttar og ómark- vissar en niðurstaðan flögurra marka sigur KA. KA-liðið lék sennilega sinn besta Ieik í vetur og vöm liðsins ekki árennileg. Jóhann G. og Duranona skoraðu 8 mörk hvor og áttu stór- leik. Liðið skoraði 11 mörk úr hraða- upphlaupum, oftar eftir mistök S sókn Aftureldingar en góða markvörslu. Hjá Aftureldingu var Bjarki góður í fyrri hálfleik og Sebastian átti fína spretti í markinu en liðið átti ekki svar við leik andstæðinganna að þessu sinni. KA-menn voru hæst- ánægðir í leikslok og líta á þennan sigur og stemmninguna sem gott nesti í Evrópuleikinn gegn Fotex Vesprém nk. sunnudag. Jöfunarmark þegar átta sekúndur voru til leiksloka í Safamýrinni f gærkvöldi, 23:23, dugði Selfyss- ingum til að næla sér í eitt stig sem Stefánsson lyftir h*nu af botm skrifar deildarinnar. Fram- arar geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn. „Við færðum þeim stíg- ið á silfurfatí," sagði Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson, sem gerði 8 mörk fyrir Fram. „Þetta var grátlegt en slen lá yfir okkur til að byija með, við áttum að byija á fullu en virð- umst þurfa topplið til þess.“ Safamýradrengirnir áttu í mesta basli með að fínna leiðina framhjá stæðilegum Selfyssingum og hlupu á vegg í tíu mínútur. Liðið náði þá áttum og réð ferðinni fram f síðari hálfleik en þá var eins og það teldi stigin í höfíi og biði lokaflautsins. Það gerðu gestir þeirra ekki og komust yfír þó að Reynir Þór Reyn- isson í marki Fram verði þrfvegis úr opnum færum. Þegar tíu mfnút- ur voru til leiksloka vöknuðu heima- menn við vondan draum, tveimur mörkum undir. Þeir vöktu þar til tvær mínútur voru eftir og höfðu þá tvö mörk í forskot. Þá hófst bið- in eftir lokaflautinu á ný en sem fyrr biðu gestirnir ekki eftir því og Alexeiy Demidov skoraði jöfnunar- markið. Ungir og sprækir Framarar sýndu oft leikni en ekki er hægt að hrósa þeim fyrir að detta niður þess á milli. Reynir Þór f markinu varði oft vel, Sigurpáll Ámi var góður og ekki mátti líta af Oleg Titov. Nóg hafa Selfyssingar af þraut- seigju en eitthvað skortir á leikni hjá sumum leikmönnum, sem þeir bæta upp með baráttu og það skil- aði liðinu stigi í gærkvöldi. Sigfús Sigurðsson og Alexeiy voru bestír auk þess sem Gísli Rúnar Guð- mundsson var ágætur í markinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.