Morgunblaðið - 11.02.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 B 5
TENNIS
Morgunblaðið/Golli
ikmaður Stjörnunnar, var markahæstur slnna manna á laugardaginn
endingu inná Magnús A. Magnússon en rússinn Oleg Lvov er til varnar.
i verða að
aftaverk
jamir réðu sem sagt lítið við hann og
þá nýtti hann öll sjö vítaköstin sem
KA fékk. Aðrir voru ekki nægilega
ógnandi nógu lengi; bæði homamenn-
irnir Jóhann G. og Björgvin gerðu
prýðilega hluti en týndust þess á milli.
Jóhann gerði tvö af þremur mörkum
sínum úr horninu og Björgvin þrjú af
fimm og það er ljóst að Jóhann þarf
að nýtast betur í leiknum úti. Hann
byijaði af miklum krafti, gerði reyndar
aðeins eitt mark í fyrri hálfleik, með
skoti eftir uppstökk fyrir utan vörnina,
en barðist fádæma vel.
Mikill kraftur var í Leó Emi á lín-
unni í fyrri hálfleik en þá gerði hann
öll þrjú mörk sín og fékk að auki þijú
vítaköst. Hann mátti sín hins vegar lít-
ils eftir hlé. Hvorki Ziza né Jakob virt-
ist hafa afl og þor til að taka af skarið
þegar með þurfti en þó er vert að geta
að Jakob fékk tvö vítaköst og Ziza eitt.
Fyrir síðari leikinn verða KA-menn
að hafa hugfast að engin vettlingatök
duga í vörninni og markvörðunum
verður með einhveijum ráðum að koma
í ham. Liðsmenn verða einnig að vera
skynsamari í sóknaraðgerðunum en á
sunnudag, Jóhann þarf að nýtast betur
og enn meiri áherslu þarf að leggja á
að koma Duranona í skotfæri. Og svo
verða KA-menn vitaskuld að trúa að
tími kraftaverka sé ekki liðinn.
Sterkir andstæðingar
Enginn vafi leikur á því að lið
Vezsprém er gott. í liðinu eru mjög
góðir einstaklingar, til að mynda frá-
bær vinstri hornamaður og sá hægra
megin er einnig rúmlega frambærileg-
ur, öflugur línumaður og útileikmenn-
irnir eru heldur ekkert slor. Sá þekkt-
asti þeirra, József Éles hafði sig reynd-
ar óvenju lítið í frammi við markaskor-
un - skoraði fjórum sinnum, þar af
aðeins einu sinni með langskoti en tvö
mörk gerði hann eftir hraðaupphlaup
og eitt af vítalínunni. Hann var hins
vegar iðinn við að koma knettinum til
samheija í góðu færi og ekki fer á
milli mála að þarna er á ferðinni mjög
snjall leikmaður. Leikstjórnandinn
Laszló Sótonyi var besti maður liðsins
að þessu sinni, fór á kostum í sóknar-
leiknum - bæði sem ieikstjórnandi og
eins eftir að hann leysti Éles af í
skyttustöðunni vinstra megin; gerði
níu mörk, flest gullfalleg.
ir eins marks sigur á Veszprém
ta bjartsýnn
heimavelli og leikurinn úti verður erfið-
ur - ég er satt að segja ekkert yfir-
máta bjartsýnn," sagði Alfreð.
Mjög góð urslit
„Ég tel þessi úrslit mjög góð fyrir
okkur vegna þess að lið KA er afar
sterkt. Ég vona að við leikum betur á
heimavelli því í dag fengum við allt of
mikið af mörkum á okkur. Vöm okkar
er venjulega miklu sterkari og mark-
verðir okkar voru, ja - þeir virkuðu
hálf þreyttir!" sagði Laszló Sótonyi,
besti maður ungverska liðsins, við
Morgunblaðið að leikslokum. „I dag
áttum við í miklum erfiðleikum með að
stöðva Kúbumanninn JDuranona, sem
vitaskuld er orðinn Islendingur þótt
Ungverjinn hafi ekki vitað það] en það
það gengur vonandi betur næst. Ég er
að sjálfsögðu mjög bjartsýnn fyrir seinni
leikinn. Þá mæta örugglega 3.000
áhorfendur sem styðja vel við bakið á
okkur,“ sagði Sótonyi.
Norræn samvinna
í tvíliðaleiknum
Uf-slitaleikurinn í tvíliðaleik
varð þriggja setta og stóð í
94 mínútur. Sigurvegarar urðu
Linda Jansson frá Finnladi og
Annica Lindstedt frá Svíþjóð, en
þær unnu ungversku stúlkurnar
Adrian Hegedus, sem sigraði í
einliðaleiknum skömmu áður, og
Noru Koves, 4:6, 6:1 og 6:2.
Fyrsta settið var nokkuð glopp-
ótt og virtist sem verra væri fyrir
stúlkurnar að gefa upp, því sjö
lotur af tíu enduðu með sigri
þeirra sem tóku á móti. Ung-
versku stúlkurnar sigruðu 6:4 en
áttu sér ekki viðreisnarvon í
næstu lotu, þar sem norræn sam-
vinna naut sín til fulls og Jansson
og Lindstedt komust í 4-0 áður
en Ungveijarnir unnu eina settið
í lotunni. Uppgjafir sænsku stúlk-
unnar voru fastar og réðu þær
ungversku ekkert við þær.
Þriðja settið varð jafnt þó það
endaði 6:2. Ungveijar komust í
2-1 en töpuðu næstu tveimur lot-
um. Sjötta lotan varð löng og
spennandi og þar unnu Jansson
og Lindstedt mikilvægan sigur og
næstu tvær lotur urðu tiltölulega
auðveldar.
Það var sérstaklega gaman að
fylgjast með Jansson frá Finn-
landi. Hún er fremur lágvaxinn
en gríðarlega mikil baráttukona
sem hefur mjög gaman af því að
leika, alltaf brosandi en keppnis-
skapið skín samt í gegn. Auk
þess er hún nett við netið og
áhorfendur fengu oft tækifæri til
að klappa fyrir henni. „Ég fann
mig vel í dag og stoppboltarnir
sem ég náði voru margir hveijir
ansi góðir. Þetta kemur sjálfkrafa
hjá mér, ég þarf í rauninni ekkert
að hugsa um það,“ sagði Jansson
ánægð eftir sigurinn. „Ég spilaði
ekkert sérlega vel, en Linda gerði
það hins vegar,“ sagði sænska
stúlkan Annica Lindstedt um fé-
laga sinn.
Þær stöllur hafa aðeins einu
sinni áður leikið saman í tvíliða-
leik, á móti í Danmörku fyrir
hálfum mánuði. „Við höfum ekki
tapað leik síðan við hófum sam-
vinnu,“ segir finnska stúlkan
brosandi og sú sænska bætir við,
að líklega þyrftu þær að halda
áfram að leika saman. „Við byij-
um alltaf illa og töpum venjulega
fyrsta settinu, meira að segja í
fyrstu umferð hérna. Vegna þess
hversu illa við byijum þá höfðum
við ekki miklar áhyggjur eftir
fyrsta settið í úrslitaleiknum,"
segir sænska stúlkan, en sú
finnska sagðist hafa verið dálítið
bangin.
Jansson býr í Stokkhólmi og
sagðist halda beint þangað og
halda áfram að æfa en hún færi
ekki á annað mót fyrr en eftir
hálfan mánuð. Lindstedt þarf hins
vegar að fara í skólann og getur
því ekki tekið þátt í fleiri mótum
alveg á næstunni.
Lindstedt tapaði í undanúrslit-
um í einliðaleik fyrir ungversku
stúlkunni Hegedus og var því
ánægð með að hafa betur í tvíliða-
leiknum gegn henni. „Jú, þetta
var smá hefnd, en ég var ánægð
með að hún skyldi vinna í einliða-
leiknum," sagði Lindstedt.
Hegedus sagðist mjög ánægð
með árangurinn á mótinu enda
væri fínt að sigra í einliðaleik og
verða í 2. sæti í tvíliðaleik. „Við
spiluðum ágætlega í dag en þær
voru einfaldlega betri og við því
er lítið að segja. Ég fer ángæð
heim og nú er bara að æfa meira
áður en ég fer á næsta mót,“
sagði Hegedus hin ungverska sem
býr í Þýskalandi.
Hegedus sigraði örugglega
Ungverska stúlkan Adrian He-
gedus sigraði hina 16 ára
gömlu Marylene Losey frá Sviss
nokkuð örugglega í úrslitum í ein-
liðaleik á alþjóðlega tennismótinu
sem lauk í Tennishöllinni í Kópa-
vogi á laugardaginn. Sú ung-
verska sigraði eftir 75 mínútna
leik, 6:2 og 6:4, og fékk fyrir vik-
ið 107 þúsund krónur. Hegedus
var sterkari að þessu sinni og sig-
ur hennar aldrei í hættu þó svo
Losey kæmist í 4-3 í öðru setti.
Sú ungverska gerði sér lítið fyrir
og sigraði í þremur síðustu lotun-
um og tryggði sér þar með sigur
í mótinu.
Hegedus réð gangi leiksins og
allt virtist svo auðvelt hjá henni.
Hún hélt sig að mestu við endalín-
una, enda er hún mjög góð að leika
þaðan og hefur gott vald á boltan-
um. Sendingar hennar yfir netið
voru fastar og hnitmiðaðar og
þegar sá gállinn var á henni gat
hún gefið lausa bolta, svokallaða
stoppbolta, sem Losey átti erfitt
með að ná.
Svissneska stúlkan reyndi hins
vegar talsvert að komast að netinu
og tókst það stundum ágætlega
en henni voru mjög mislagðar
hendur við að koma boltanum
laust yfir. Uppgjafir hennar fóru
líka margar í net og því þurfti hún
að nota síðari uppgjöfina, sem oft-
ast er auðveldari, og því gat He-
gedus oft svarað uppgjöfum henn-
ar af miklum krafti.
Þegar staðan var 4-4 í öðru
setti átti Losey uppgjöfina og vissu
stúlkurnar báðar að mikilvægt var
að vinna. Lotan varð löng og
spennandi og fengu báðar mörg
tækifæri til að gera út um hana
og um síðir tókst þeirri ungversku
að sigra og síðasta lotan varð
henni auðveld.
Svissneska stúlkan var ánægð
með annað sætið og vildi alls ekki
viðurkenna að hún hefði verið
þreytt þó svo hún hafi leikið lang-
an undanúrslitaleik daginn áður.
„Ég var alls ekki þreytt og í raun
er ég mjög ánægð með hvernig
ég spilaði, en hún var einfaldlega
sterkari en ég í dag. Ég bjóst
ekki við að ná svona langt í mót-
inu enda þurfti ég að taka þátt í
undankeppninni, þannig að ég er
alsæl,“ sagði Losey eftir úrslita-
leikinn í einliðaleik. Héðan heldur
hún beint til Birmingham þar sem
hún ætlar að taka þátt í öðru
móti. Þegar Losey kom til íslands
fyrir tíu dögum var hún í 1.092.
sæti á heimslistanum og þar sem
mótið gefur stig má reikna með
að hún hækki um ein 350 sæti.
Morgunblaðið/Golli
HEGEDUS sýndi mikið öryggi í úrslitum einliðaieiksins, en henni tókst ekki eins vel upp í úr-
slítum tvíilðalelksins.