Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMAWNA 1997 ■ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR BLAD Morgunblaðið/Kristinn ÞRÁTT fyrlr að Valdlmar Grímsson, þjálfarl og lelkmaður Stjörnunnar, sé ákveðlnn á svlp í vlðurelgn slnnl vlð Slgurpál Aðalsteinsson, Framara, tókst honum ekkl að lelða sína menn tll slgurs í vlðureign llðanna ( Garðabœ (gærkvöldl, lokatölur 24:24. Valdlmar er markahæstur (delldlnnl með 139 mörk, að loknum 17 lelkjum. ■ Nánar/ C2 Guðrún sækir í sig veðrið GUÐRÚN Amardóttir, hlaupakona úr Ármanni, bætti sinn fyrri árangur á árinu f 400 m hlaupi á móti í Virginu um helgina. Hún kom f mark á 54,55 sekúndum, en 26. janúar sl. hjjóp hún sömu vegalengd á 55,25 sekúndum. Hún er þó enn nokkuð frá íslandsmeti sínu frá sfðasta ári en það er 53,35 sekúndur. Þess má geta að Guðrún hafnaði f þríðja sæti í hlaupinu, sigur- vegarínn kom í mark á 53,55 sekúndum og sú er varð í öðru sæti hjjóp á 54,42 sekúndum. Greinilegt er að Guðrún er f framför en að sögn Krísfjáns Harðarsonar, þjálfara hjá Ármanni, hefur Guðrún ekki gert upp við sig hvort hún keppir á HM í París f næsta mánuði þrátt fyrir að hafa náð lágmarki bæði f 60 m grindahlaupi og 400 m hlaupi. „Hún vill vera örugg með að geta hlaupið fjögur hundruð metrana á fímmtfu og fjórum sekúndum á HM, að öðrum kosti tel- ur hún sig ekki hafa erindi f keppni þeirra bestu,“ sagði Krístján í samtali við Morgunblað- ið. Guðrún keppti einnig f 60 m grindahlaupi á sama móti og kom fyrst í mark á 8,60 sekúndum og var örugg með sigur þvf sú er hafnaði f öðru sæti var á 8,77 sekúndum. íslandsmet Guðrúnar í greininni er 8,34 sekúndur. Nei, takk við lyfjaprófi ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið (IAAF) er að láta fara fram athugun á máli nokkurra grískra fijálsíþróttamanna sem sagt er að hafí neitað að fara S lyfjapróf fyrir alþjóðlegt mót sem fram fór f Dortmund um sfðustu helgi. Meðal þeirra sem eiga að hafa neitað Klaus Wengoborski, fulltrúa IAAF, um sýni eru Ekaterini Thanou, Evrópumeistari í 60 m hlaupi karla, og George Panayiotoppolos, fremsti 200 m hlaupari þjóðar sinnar. Ekki er nóg með að íþróttamennirnir muni hafa neitað prófinu heldur á þjálfari þeirra að hafa lagt hendur á Wengoborski er hann ítrekaði óskir sínar um lyfjapróf. Að því búnu fór grí sku íþróttamennirnir af keppnissvæðinu og klukkutíma síðar voru þeir búnir að yfirgefa hótel sitt og hirða um leið sitt hafurtask. Greip því fulltrúi IAAF í tómt er þangað var komið nokkru sfðar. Komi í Jjós að saga þessi eigi við rök að styðjast geta íþróttamennimir og þjálf- ari þeirra átt yfír höfði sér fjögurra ára keppnis- bann, breytir þá engu hvort þeir hafa óhreint rrýöl í pokahorninu eða ekki og hafi viijað þann- ig hylma yfír það með f ramkomu sinni eður ei. „Eg er furðu lostinn yfir þessu atviki. Sem betur fer enda beiðnir um lyfjapróf ekki með handalögmálum á hveijum degi,“ sagði Istvan Gyulai, framkvæmdastjóri IAAF. Hann bíður eftir skýrslum frá grískum fijálsfþróttavöldum og Wengoborski um atvikið. KNATTSPYRNA Birkir Kristinsson óhress með að fá ekki að leika á móti Liverpool Alqjört klúður hiá Brann Snör handtök ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið (FIFA) hefur uppi hug- myndir um að setja í reglur að markverðir hafí aðeins fimm sekúndur til að losa sig við knöttinn eftir að þeir fá hann til sfn. Um leið verði sett f reglur að markverðir megi hreyfa sig að vild áður en knettinum er spyrnt í víta- spyrnum, en nú er þeim ein- ungis heimilt að hreyfa sig eftir að knettinum hefur verið spyrnt. Sepp Blatter, fram- kvæmdastjórí FIFA segir að þessar breytingar verði rædd- ar á ársþingi FIFA1. mars nk. „Með þessari fímm sekúndna reglu vijjum við koma f veg fyrir að markverðir tefji leik- inn eins og þeir geta nú,“ sagði Blatter í grein í þýska íþrótta- blaðinu Kicker. Birkir Kristinsson landsliðs- markvörður og félagar hans í Brann komu heim til Bergen á mánudag úr tveggja vikna æfinga- búðum í Jóhannesarborg í Suður- Afríku. Birkir og Jan Ove Peders- en, sem lánaðir voru frá Brann til Birmingham og CS Brugge, fá að öllum líkindum ekki að leika á móti Liverpool í Evrópukeppninni vegna mistaka framkvæmdastjór- ans hjá Brann. Þeir voru ekki skráðir leikmenn Brann 15. janúar en samkvæmt reglum UEFA verða þeir að vera það til að fá að leika umrædda leiki með liðinu í Evrópu- kepgninni. „Ég hefði aldrei farið til Birm- ingham hefði ég vitað þetta. Ég beið eftir þessum leik á móti Liv- erpool með mikilli eftirvæntingu en nú er biðin víst því miður á enda. Það er ljóst að ég fæ ekki að spila Evrópuleikina og verð aðeins áhorfandi. Þetta er algjört klúður hjá Brann og ég er mjög leiður yfir að svona fór,“ sagði Birkir sem lék fjóra leiki með vara- liði Birmingham og fjóra æfinga- leiki með aðalliðinu. Birkir sagði að mjög góð að- staða væri til æfinga í Suður-Afr- íku og að liðið hefði æft tvisvar á dag í tæplega 2.000 metra hæð yfir sjávarmáli í um 30 stiga hita. Norsku félögin Rosenborg og Vik- ing voru einnig í Jóhannesarborg á sama tíma og lék Brann æfinga- leiki við þau. Brann tapaði fyrir Rosenborg 5:3 en Birkir lék ekki með í þeim leik. Hann lék hins vegar með á móti Viking og lauk þeim leik með markalausu jafn- tefli. Ágúst Gylfason lék báða leikina. Hann var á miðjunni á móti Rosenborg og á móti Viking byijaði hann á miðjunni en var síðan færður aftar á völlinn, í vörnina. Birkir sagði í gærkvöldi að tveir af forráðamönnum Brann hafi far- ið til Genúa í gær á skrifstofu UEFA til að reyna að skýra mál sitt. Svfinn Lennart Johansson, forseti UEFA, virðist aftur á móti vera stífur á að Brann geti ekki notað leikmennina tvo. „Brann veit hvaða reglur gilda,“ sagði Jo- hansson. Enska blaðið Daily Mail sagði frá því í gær að það yrði mikil blóðtaka fyrir Brann, ef Birkir léki ekki með þar sem hann hefði verið hetja liðsins í leikjunum gegn PSV Eindhoven. Peter Robinson, einn af stjórnarmönnum Liverpool, seg- ist ætla að ræða við menn hjá UEFA til að veita Brann stuðning. Brann heldur á sunnudaginn til Spánar þar sem liðið verður í æf- ingabúðum í tvær vikur, eða fram að fyrri leiknum við Liverpool. SKÍÐI: ÍTÖLSKU STÚLKURNAR ÓSIGRANDIÁ HM í ALPAGREINUM / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.