Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 4
SKIÐI / HM I SESTRIERE Isolde Kostnervarði heimsmeistaratitilinn í risasvigi á heimavelli Þær ftölsku ósigrandi ISOLDE Kostner varði heims- meistaratitilinn írisasvigi í Sestriere í gær. ítalskar stúlkur hafa því unnið allar þrjár grein- arnar sem af er keppni. Kostn- er er 21 árs og kemur frá þýskumælandi bænum St. Ulrich í Val Gardena. Kostner fór niður Kandahar- Banchetta brautina á 1.23,50 mín. og var 8/100 hlutum úr sek- úndu á undan ólympíumeistaranum í bruni, Katju Seizinger frá Þýska- landi. Hilda Gerg, sem einnig er frá Þýskalandi, náði þriðja sæti. Kostner, sem varð heimsmeistari í risasvigi í Snæfjöllum á Spáni í fyrra, varð önnur konan — á eftir Deborah Compagnoni — til að veija heimsmeistaratitil, en sú síðar- nefnda gerði þ_að í stórsviginu á sunnudaginn. „Ég gerði engin mis- Kristinn í 69. sæti á heims- listanum KRISTINN Bjömsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, er í 69. sæti á heimslistanum í svigi, sem kom út um síðustu mánaðamót. Á heimslistanum sem kom út um áramótin var hann í 103. sæti 0| hefur þvi bætt sig verulega. nýja listanum er hann með 16,36 alþjóðleg styrkstig (FlS-stig), en var með 21,24 stig um áramótin. Knstinn ætti því að vera með rásnúmer í kringum 40 i sviginu á heimsmeistaramótinu í Sestriere á sunnudaginn. Hann er hins vegar númer 283 á heimslistanum í stórsvigi, með 29,20 stig. Hann hefur einbeitt sér alfarið að sviginu í vetur og þvi hefur hann ekki bætt sig i stórsviginu í vetur. Hann fer því með þeim siðustu niður í stórsvig- inu á HM í dag. Amór Gunnarsson frá ísafirði, sem einnig keppir á HM í Sestr- iere, er númer 224 á heimslistan- um í svigi með 31,41 stig. Hann kemst hins vegar ekki inn á heims- listann ( stórsvigi, sem telur 500 nöfn. Tomba okkl í fyrsta ráshópl Samkvæmt heimslistanum er ítalinn Alberto Tomba aðeins í 21. sæti í stórsvigi, en harin hefur ekki verið svo aftarlega á listan- um í tíu ár. Hann kemst því ekki i fyrsta ráshóp í stórsviginu í dag, en í honum eru þeir fimmtán bestu skv. heimslistanum hveiju sinni. Hann er hins vegar öruggur í fyrsta ráshóp í sviginu, sem fram fer á sunnudag; er þar í §órða sæti en Austurríkismaðurinn Thomas Sykora efstur. ■ tök þrátt fyrir þá miklu athygli sem ég fékk. Deborah vann fyrstu tvær greinarnar og hún er því enn skíða- drottning mótsins," sagði Kostner, sem lék eftir afrek Atla Skárdal að veija HM-titilinn í risasvigi. „Ég var mjög hrifin af því hverning Skárdal fór neðri hluta brautarinnar fyrir átta dögum og ég reyndi að læra af því. Ég vissi að ég gat gert svipað og hann því við erum með sömu tegund af skíðum." Seizinger gerði nokkur mistök í brautinni sem kostuðu hana tíma. „Átta hundruðustu úr sekúndu er ekki mikið. En úrslitin koma samt ekki á óvart,“ sagði hún. Hilda Gerg, sem sigraði í risasvigi heimsbikars- ins í Val d’Isere í desember, sagði hafa vitað að Seizinger og Kostner væru sterkar í þessari grein og því of snemmt að fagna sigri áður en þær væru komnar yfir marklínuna. Báðar þýsku stúkumar eiga mögu- leika á að snúa blaðinu við á sunnu- daginn þegar brunið fer fram, en þær era mjög góðar í brani. Það er Kostner líka og gæti því bætt öðram gullverðlaunum í safnið. ítölsku stúlkumar hafa þegar slegið körlunum við því þeir hafa aldrei unnið þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramóti og gætu einnig jafnað met svissneska kvennaliðsins sem vann allar greinamar á HM 1987. ' Pernilla Wiberg, sem hefur for- ystu í heimsbikarkeppninni, náði aðeins sjöunda sæti. Hún gerði mis- tök er hún fór fram af síðustu hengjunni í brautinni — lenti neðar- lega og tapaði dýrmætum tíma. „Ég gerði mistök í einni af neðstu beygj- unum og þar með var draumurinn um að komast á verðlaunapall úr sögunni," sagði Pernilla. Kostner Fædd: 20. mars 1975 í bænum St. Ulrich á Ítalíu. Hæð og þyngd: 171 cm / 68 kg- Heimsbikarsigrar: Fjórum sinnum; í bruni í Cortina (’97), aftur í Cortina (’96) og Garm- isch-Partenkirchen (’94) og í risasvigi í Cortina (’97). Aðrir sigrar: Varð heims- meistari í risasvigi á HM í Si- erra Nevada á Spáni í fyrra og þótti frammistaða hennar koma á óvart. Sigur hennar á HM í fyrra var sá fyrsti hjá ítalskri stúlku síðan Paola Weisinger vann 1932. Kostner vann bronsverðlaun í bruni og risa- svigi á ÓL í Lillehammer 1994. Hún er fyrrum heimsmeistari unglinga í risasvigi. Fyrsti sig- ur hennar í bruni var í Garm- isch-Partenkirchen 1994 þegar austurríska stúlkan Ulrike Mai- er lét lífið. Sigur hennar í brun- inu f Cortina i fyrra var fyrsti sigur ítalskrar konu á heima- 1 29 ár. Reuter ISOLDE Kostner frá Ítalíu tryggði helmamönnum þrlðju gullverðlaun í jafn mörgum grelnum í kvennaflokki, er hún slgraði í rlsasvlgl ð helmsmeistaramótinu I Sestrlere í gær. KNATTSPYRNA FOLX ■ LUDMILA Enquist ólympíu- meistarinn í 100 m grindahlaupi kvenna frá Svíþjóð hljóp á mánu- daginn á besta tíma sem náðst hefur innanhúss í 100 m grindahlaupi á móti í Finnlandi. Tími hennar var 12,64 sekúndur, en besti tími sem áður hafði náðst var 12,91 sekúndur og var þar á ferðinni Eva Sokolova frá Sovétríkjunum á árinu 1988. ■ JOSIAH Thugwane ólympíu- meistari í maraþonhlaupi frá S-Afr- íku hefur tilkynnt að hann ætli sér ekki að keppa á heimsmeistaramót- inu í Aþenu í ágúst. „Þjóð mín á marga góða hlaupara sem þarfnast þess að keppa á meðal þeirra bestu, því hef ég ákveðið að keppa ekki á HM í sumar heldur gefa öðram tæk- ifæir,“ sagði Thugwane. Hann ætl- ar hins vegar að keppa í London maraþoninu 13. apríl nk. ■ FRANK Buseman tugþrautar- kappi frá Þýskalandi sem kom á óvart á Ólympíuleikunum í Atlanta er hann hafnaði í öðra sæti sigraði í 60 m grindahlaupi á móti í Dort- mund um síðustu helgi, hljóg á 7,52 sekúndum. Þess má geta að íslands- met Jóns Arnars Magnússonar er 7 QQ cpknnHiir ■ BUSEMAN hefur æft að kost- gæfni og ætlar sér að koma sterkur til leiks í sjöþraut á HM innanhúss í París í næsta mánuði og sýnir þessi árangur að hann er á góðum skriði, en grindahlaup hefur einmitt verið ein hans besta grein. ■ ÞESS má einnig geta að Ólymp- íumeistarinn í 100 m grindahlaupi, Allen Johnson frá Bandaríkjun- um, sigraði á Millrose leikunum í Madison Square Garden fyrir helgi á tímanum 7,64 sekúndum. Þetta var fýrsta innanhússmót Johnsons í vetur. ■ ALAN Kelly, landsliðsmarkvörð- ur írlands, sem leikur með Sheff. Utd., verður frá keppni í fjórar vik- ur vegna meiðsla í nára. ■ JOE Royle, knattspyrnustjóri Everton, sagði nei við Sheff. Utd. í gær, þegar liðið bauð 900 þús. pund í John Ebbrell. Ástæðan fyrir því er að miðvallarspilarinn Tony Grant er meiddur á ökkla og verður frá keppni í sex vikur. ■ BORISLAV Mihaylov, búlg- arski markvörðurinn hjá Reading, meiddist það illa á hné þegar hann lenti í samstuðu við Scott Sellars hjá Bolton, að hann leikur ekki meira á keppnistímabilinu. ■ LEO Beenhakker, fyrrum þjálf- ari Ajax, Real Madrid og hollenska landsliðsins, hefur hafnað þjálfara- starfi hjá Real Zaragoza á Spáni. ■ RONALD Koeman, 34 ára mið- vörður Feyenoord, hefur óskað eft- ir því að liðið leiki kveðjuleik sinn gegn Barcelona í ágúst, en Koe- man lék áður með Barcelona. ■ TVÖ tyrknesk lið, Fenerbahce og Galatasaray hafa áhuga að fá búlgarska landsliðsmanninn Hristo Stoichkov til iiðs við sig frá Barcel- ona. Robson fær „gula spjaldið“ BOBBY Robson, hinum enska þjálfara spænska knattspyrnu- liðsins Barcelona, hefur verið veitt lokaviðvörun og verður honum gert að taka pokann sinn náist ekki viðunandi úrslit í næsta leik liðsins. Þessi ákvörðun stjórnar Barcel- ona var gerð opinber eftir fund ráðamanna liðsins í gær, sem stóð Ásgeir Sverrisson skrifar frá Spáni í sex klukkustundir. Gengi Barcelona hefur verið rysjótt að undanförnu en það var 2:0 ósigur gegn nágrannaliðinu Espanyol á Sarriá-leikvanginum í Barcelona á sunnudagskvöldið sem fyllti mælinn þjá forráðamönnum liðsins. Þetta var fyrsta tap Barcelona gegn Espanyol i tæp tíu ár og liðið er nú átta stigum á eftir erkifjendunum, Real Madrid, í keppninni um spænska meistaratitilinn. Samningur Robsons og Barcelona rennur út á næsta ári. Stjórn liðsins ákvað að segja honum ekki upp en binda framhaldið þess í stað við úr- slitin í næsta leik liðsins sem verður gegn Racing Santander á Camp Nou-leikvanginum í Barcelona um næstu helgi. Spænsk dagblöð eru þegar tekin að velta því fyrir sér hveijir komi helst til greina, sem eftirmenn Rob- sons verði hann gerður brottrækur. Ljóst þykir að „innanhúss-manni" verði fengið starfið og era nöfn Kró- atans Tomislavs Ivic, sem er 63 ára, jafnaldri Robsons, og Charles Rexach, sem var aðstoðarmaður Jo- hans Crayff er hann stjómaði Barcel- ona, einkum nefnd í því samhengi. SSSI«a ■JBE&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.