Morgunblaðið - 14.02.1997, Side 1

Morgunblaðið - 14.02.1997, Side 1
- ■ SÆÐISFRUMUR FLUTTAR Á MILLI KARLA7/2 ■ EGILS PILSNER ER BRUGGAÐUR Á SÉRSTAKAIM HÁTT/3 ■ ALDIN AÐ ÁRUM EN BARÁTTU- ÞREKIÐ ÓBUGAÐ /6 ■ JOE BOXER/6 ■ MEÐ AUGUM LANDANS/7 ■ !■ jfi -CL mm Morgunblaðið/Kjartan Þorbjörnsson ÓLÖF Guðmundsdóttir kann best við stuttar hárkollur en henni finnst að þær þurfi að vera skærlitar. Litríkt nælonhár, gerviaugnhár, glimmer og gljái MEÐ stuttar eða síðar hárkollur eða hártoppa úr nælon- hári í öllum regnbogans litum, löng gerviaugnahár, með litríkar, gljáandi glimmerneglur og glimmer og glans á vörum, andliti, baki og öxlum og/eða þar sem kjóllinn berar hörundið. Þannig útbúnar mæta þær á skólaböllin, árshátíðimar eða í samkvæmin. Ekki þó allar en æ fleiri að sögn Óskar Guðmundsdótt- ur, sautján ára nemanda í Flensborg í Hafnarfírði. Sjálf notar hún rauðu kolluna sína bara spari og þá fínnst henni viðeigandi að setja á sig glitrandi gerviaugnahár og farða sig með glimmer og glans. Svanhildur Óskarsdóttir, eigandi verslunarinnar Móa- nóra á Laugaveginum, var nýverið í innkaupaleiðangri í New York. Að áeggjan Óskar, frænku sinnar, sem var með í för, keypti hún nokkrar litríkar hárkollur til að bjóða upp á í versluninni. „Slíkar kollur voru mjög áber- andi á sýningum og í verslunum. Ég bjóst ekki við að þær ættu upp á pallborðið hér en lét slag standa og hef ekki séð eftir því. Stelpurnar eru óskaplega spenntar fyrir þessu. Á tveimur vikum hafa selst tíu kollur og ég er strax búin að panta meira,“ segir Svanhildur. Heildverslunin Hjölur flytur inn „ýktar“ förðunarvör- ur; t.d. bláa og græna varaliti, skæra, glansandi, glitkorn- ótta andlits- og líkamsfarða í nýstárlegum litum o.fl. Að sögn eigandans renna vörurnar út. Verslunarmaður með árvökul augu fyrir góðri sölu- vöru segist ekki hafa séð nein teikn á lofti um vinsæld- ir slíkra hárkolla og fórðunarvara í London og segir fyrirbærið trúlega upprunnið í Bandaríkjunum. Svanhildi fínnst stíllinn minna svolítið á diskótískuna sem réð ríkj- um kringum 1980 þótt sú tíska hafí verið öllu hóflegri. Einnig segir hún að „dragdrottningar“ komi óneitanlega upp í hugann og telur að áhrifin kunni að vera frá kvikmyndum þar sem þær eru í aðalhlutverkum eins og til dæmis í Priscilla. „Svartar, hvítar og bláar kollur eru vinsælastar og stelpurnar sem kaupa þær eru yfírleitt 16-25 ára. Verðið er 4.300- 4.900 kr. eftir því hvort hárið er sítt eða stutt. Ég er þakk- lát frænku minni fyrir að hafa reynst mér svona góður ráð- gjafí við innkaupin á dögunum því sjálfri hefði mér aidrei dottið í hug að nota mætti kollurnar annars staðar en á grímuböllum," segir Svanhild- ur. ■ Lífsreglur „EN nú hefur það runnið smátt og smátt upp fyrir mér, að ég er ákaflega ófull- kominn. Eg er skepna,“ skrifaði Þórbergur Þórðar- son í Ofvitann og setti sér Iífsreglur. Lífsreglur verða oft til eft- ir að menn hafa uppgötvað ákveðna galla sem þeir vilja losna við. Þeir vilja verða betri og sáttari manneskjur. Lífsreglur kosta sterkan vilja og sjálfsaga og þess vegna eru þær oft brotnar. í blaðinu er rætt við marga um lífsreglur sem þeir hafa sett sér og reynt að grafast fyrir um gildi þeirra. „Sá sem vill bæta heiminn verð- ur að byrja á sjálfum sér,“ sagði Sókrates. NYSTARLEGAR förðunarvörur. EddufeU! - Grensásveqi - Norðurbrún ~ R<o(abö? - Þverbrekku t"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.