Morgunblaðið - 14.02.1997, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Fólk setur sér lífsreglur
Lífsreglur
■r lffsrPP’lnr °s sofna klukkan 23.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeinz
LÍFSREGLAN að aka aldrei bifreið veg-na þess að farartækið er óhollt bæði mönnum og náttúru.
Vænt reiðhjólið dugar alltaf, hvenær og hvar sem er.
A: „Geggjun!“
Þórbergur Þórðarson var lífs-
reglumaður. Árið 1910 setti hann
sér strangar lífsreglur og kynnti
vinum sínum á sjálfan öskudag-
inn, en fékk dræmar undirtektir.
Þórbergur skrifaði:
„Spássera aldrei lengur úti en
eina klukkustund á sólarhring.
Sofa alltaf fyrir opnum glugga.
Fara aldrei í kirkju, aldrei á
her og aldrei á neinar aðrar trúar-
samkomur.
Þroska hugsunargáfurn-
ar.
til að verða betra, en
ber það góðan árangur?
Gunnar Hersveinn
spurði fólk um lífsregl-
urnar þeirra og hugsaði
um þær með andmæl-
anda á öxlinni.
LÖGMÁL náttúrunnar, lög
og reglur samfélagsins,
siðir og venjur og aðrar
hegðunarreglur umvefja
einstaklinginn, en er það
nóg? Er ekki rétt að setja sér
nokkrar lífsreglur til viðbótar?
Andmælandi (A): „Hvað er að
mannfýlunni?“
Markmiðið er að hætta að vetja
tímanum heimskulega, vinna
gegn leti, sálarspillandi hegðun
og verða sannur maður! Verða
fullkominn maður, vitur, góður og
viljasterkur.
A: „Lífsreglur eru bara til að
bijóta og fá samviskubit."
Er betra að vera með samvisku-
bit yfir að eyða tímanum í tóma
vitleysu? Sannleikurinn verður
útundan vegna þess að hugsunin
fleytir kerlingar á yfirborðinu en
kafar ekki í undirdjúpunum.
A: „Sa-hannleikann! Hvað heyri
ég!“
Það er mesta nauðsyn andlega
lífsins að leita sannleikans. Lífs-
reglur eru til að bera sigurorð af
breyskleikanum og fara að lifa í
samræmi við skoðanir sínar en
ekki þvert á þær. Hugurinn á
heldur ekki að dvelja við hitt kyn-
ið, það ber hann af leið andlega
lífsins.
A: „Ha, ha, ha.“
Brátt skárri, brátt betri maður,
lífsreglurnar komnar á blað.
A: „Er mannfýlan gengin af
göflunum.“
Lífsreglur Þórbergs
Þórðarsonar
Lífsregla er meðvituð ákvörð-
un um að gera eitthvað ætíð eða
aldrei. Henni ber að fylgja hvað
sem á dynur. Hún er siðfræði
einstaklingsins, hún er um hann
og varðar ekki aðra. Lífreglur
geta verið bæði af siðferðilegum
toga og almennum. Manneskja
getur sett sjálfri sér reglur eins
og að vakna ævinlega klukkan 7
Þroska tilfinningalífið. . .
meðal annars með því að syngja
5 til 10 lög á hvetjum degi.
Hugsa aldrei um kvenfólk
nema á sunnudögum. Þá er mér
það leyfilegt."
Þrátt fyrir að vinir Þórbergs
hafi lagst gegn lífsreglunum
skrifaði hann þær upp á gulgljá-
andi sauðskinn.
A: „Villuráfandi sauður.“
„Það var ekki aðeins undur-
samlega lokkandi fyrir augað,
heldur var það forskrift um það,
hvernig ætti að búa til fullkominn
mann,“ skrifaði Þórbergur í Of-
vitann.
Erf itt að falla ekki fyrir
freistingunum
Lífsreglur, hvort valda þær
frelsi eða ánauð, upprisu eða
hrösun? Það er létt verk að setja
sér lífsreglur en kostar átök að
halda þær. Kant setti sér lífsregl-
una „Breyttu einungis eftir þeirri
lífsreglu sem þú getur viljað að
verði að almennu lögmáli“, og
HVER ER LIFSREGLAN ÞIN?
DAGNÝ
KRISTJÁNSDÓTTIR
HJALTI
HUGASON
TORFI H.
TULINIUS
HREINN
PÁLSSON
Að keyra aldrei
undir áhrifum
„ÉG VAR alltaf að setja mér
lífsreglur sem beindust að hin-
um háleitustu
markmiðum í
gamla daga,“
segir Dagný
Kristjánsdótt-
ir bókmennta-
fræðingur.
„Það fór fyrir
mér nákvæm-
lega eins og
aumingja Þór-
bergi, reglurnar voru ekki fyrr
settar en ég byrjaði að brjóta
þær, endurskoða, fresta og
setja nýjar.
Ég ákvað því að hætta þess-
um stóru fyrirheitum, sem ég
hafði greinilega ekkert við að
gera og halla mér þess í stað
að litlum og tímabundnum lífs-
reglum, sem hægt er að standa
við. Það er bara ein lífsregla
sem ég tek dauðans alvarlega
en það er að keyra aldrei bíl
undir áhrifum áfengis. Það er
ekkert erfitt að standa við þá
reglu,“ segir Dagný.
DAGNÝ
Að sýna öðrum
samstöðu
„ÉG ER ekki meðvitaður um að ég haft neina
lífsreglu,“ segir Hjalti Hugason, prófessor í
guðfræði við Háskóla ís-
lands. „Það þýðir að mínu
viti ekki að ég sé lífsreglu-
laus. Eitthvað sem mér er
ekki fullkomlega ljóst hvað
er, getur sem sé gegnt hlut-
verki slíkrar lífsreglu, verið
gangráður í Iífi mínu.“
Hann segir að meðvitund-
arleysi um lífsreglur geti
ugglaust verið slæmt ogjeitt
til óljóss gildismats og þar með siðferðis. „Ég
óttast hins vegar lífsreglumar ef þær verða
of skilgreindar og afmarkaðar. Þær fela óhjá-
kvæmilega í sér einföldun þar sem þær byggja
á takmarkaðri yfirsýn og innsæi.
Þó held ég með góðri samvisku að ég geti
sagt að ég hafi eina meðvitaða lífsreglu sem
er að reyna að sýna og efla samstöðu í þeim
sundraða heimi sem við lifum í. Ég veit ekki
alltaf í hverju samstaðan felst í uppkomnum
aðstæðum né heldur tekst mér alltaf að vera
„sólidarískur" en mig dreymir að minnsta
kosti. En lífsreglan er svona: Ég reyni að sýna
samstöðu!" segir Hjalti.
Að skipta reglu-
lega um lífsreglu
„ÉG ER ekki „prinsípmaður“,“ segir Torfi
H. Tulinius, „en þegar ég segi þetta þýðir
það að ég á erfitt með að
setja mér reglur sem ég
sljórna lífi mínu eftir á
meðvitaðan hátt. Ég veit
ekki hvort veldur, veik-
lyndi eða frelsisþrá.“ í
svartsýnisköstum hallast
ég að hinu fyrra og tel
þetta vera löst en oftast
er ég á því að þetta sé
kostur, því það er þannig
með reglurnar að þó maður setji sér þær
og byggi á því sem maður telur best hverju
sinni, þá kunna ávallt að koma upp ófyrir-
séðar aðstæður þar sem reglurnar passa
ekki. Reglur þarfnast því eilífrar end-
urskoðunar en verst af öllu er að fylgja
þeim í blindni. Því getur verið háskalegt
að vera of harður „prinsípmaður“.“
Torfi segist mótaður af ríkjandi sið-
ferðisreglum og haga sér yfirleitt eftir
þeim, bæði meðvitað og ómeðvitað. „Þó er
ekki síður mikilvægt að hafa opinn huga
hér,“ segir hann. „Því að ríkjandi hug-
myndir eru ekki alltaf réttar og stundum
rangar. Það er nauðsynlegt að vera tilbú-
inn að endurskoða þær, þegar aðstæður
krefjast þess.“
Torfi lýsir lífsreglu sinni svo: „Að vera
ávallt tilbúinn að skipta um lífsreglu."
Að hálfkák
borgi sig ekki
ÉG HEF að sjálfsögðu hugleitt stöðu mína í
lífinu og samfélaginu en ekki með því að
hengja mig í ákveðnar lífs-
reglur,“ segir Hreinn Páls-
son, skólastjóri Heimspeki-
skólans. „Ég verð þó var við
að ég endurtek ákveðna
frasa oftar en aðra. Ég held
að frasamir vísi á ákveðnar
lífsreglur eða viðhorf sem
ég vil halda í heiðri.“
Hreinn segist fyrir stuttu
hafa áminnt níu ára gamlan
son sinn um að annaðhvort geri maður hlutina
eins vel og hægt er eða sleppi þeim, og segir
að þarna birtist ákveðin lífsregla sem hann
fari eftir. „Ég hef það gjarnan á orði að hálf-
kák borgi sig ekki, það sé betra að láta hlut-
ina ógerða ef hugur og atorka fylgi ekki,“
segir hann, en strákurinn sneri á pabba gamla
og svaraði að bragði: „Jahá, á ég þá annað-
hvort ekki að taka eiturlyf eða taka þau al-
mennilega?"
„Ég tala stundum um að það gangi ekki
að bæta stöðugt plástrum á sárin, einhvern
tímann verði að rífa umbúðirnar af og skipta
um þær eða meðhöndla málin öðruvísi," segir
Hreinn og að lokum: „Hvað ef allir gerðu
eins. . . ?