Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 B 3 Mér tókst að halda lífsreglurnar æ lengur og lengur, kannski einni viku lengur að meðaltali í ár en ár- skömmina, sem leið. Hinn lægri r maður varð að afsala sér fleiri og fleiri skikum af ríki sálarinnar. Lengur og lengur lánaðist mér að lifa eftir kröfum hins æðra manns. Þetta var hægfara þróun. En það gekk í áttina Morgunblaðið/Þorkell KJARTAN Ámason byijar daginn með jákvæðu hugarfari. er ákvörðunarefnið mitt Morgunblaðið/Ól.K.M. RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR Að muna ófull- komleikann „EIGINLEGA má segja að bar- áttan við lífsreglurnar hafi ver- ið nokkuð strembin," segir Ragn- hildur Bjarna- dóttir, lektor í Kennarahá- skóla íslands „því ég hef tal- ið mig halda nokkrar lífs- reglur í heiðri eins og að vera heiðarleg og samkvæm sjálfri mér, en hef svo með aldrinum uppgötvað að sjálfsblekkingin hefur haft mig að leiksoppi - lífsreglurnar eru ekki eins gegnheilar og ég helst vildi. Ég er sem sagt mun ófullkomnari en ég hélt.“ Ragnhildur segir að megin- lífsregla hennar núna sé að reyna að læra af reynslunni og „að þroskast eitthvað pínulítið, til dæmis með því að horfast í augu við ófullkomleikann". Hún hefur líka þá lífsreglu að hafa lífsreglur og reyna að fara eftir þeim. mæltist til að aðrir tileinkuðu sér hana líka. Hún er einföld og snjöll, en ef til vill þarf þroska til að halda hana. A: „Sá þroski er ekki upp á marga fiska.“ Einu sinni setti ég mér siðferði- legar lífsreglur og strengdi þess að sjálfsögðu heit að halda, viltu heyra þær? A: „Nei takk.“ 1. Standa við loforð sem ég gef og samninga. 2. Notfæra mér ekki óheppilegar aðstæður annarra. 3. Ljúga ekki sjálfum mér til hagsbóta. 4. Hjálpa, jafnvel þótt ég virðist ekki geta grætt á þvi. 5. Leiðrétta ef ég fæ of mikið til baka í búðum. 6. Beita ekki blekkingum til að fá aðra til að gera eitthvað. 7. Upplýsa aðra um hið sanna í málunum, hvort sem það virð- ist ætla koma mér vel eða illa. 8. Láta ekki véla mig til að gera það sem sumir gera, eins og að fela, svíkja og blekkja. A: „Hvílík vanþekking á blessuðum heiminum.“ Ég hengdi lífsreglurnar upp á vegg. En það var ekki nóg. Þær máðust úr huganum. Sterkar að- stæður yfirbuga menn og þeir breyta gegn betri vitund. A: „Sagði ég ekki!“ RÓBERT HARALDSSON Að vera tillitssamur „ÉG HEF töluvert hugsað um lífs- reglur í áranna ás og raunar und- ir áhrifum frá Þórbergi sem ég las mikið sem strákur,“ segir Róbert Haralds- son heimspek- ingur. „Égget ekki sagt að mikið hafi kom- ið útúr þeim pælingum. Þó held ég að orðin „vandvirkni" og „tillitssemi“ myndu koma fyrir í lífsreglu minni. Mér líður illa þegar ég kasta til höndunum við eitthvert verk en vel þegar ég hef gefið mér tíma til að vanda mig og verk mín. Sama gildir um tillitssemi í sam- skiptum við aðra. Reglan væri þá sú að vera vandvirkur og tillits- sarnur." Þ.Þ. Lífsreglum andmælt Lífsreglur geta verið af allt öðr- um toga. Menn heita sér að ganga aldrei inn í ákveðin hús eins og Ráðhúsið, Kringluna eða Perluna. Og aldrei inn í ákveðnar verslanir eða að lesa tiltekin dagblöð, þrátt fyrir öll rök. Hér má jafnvel efast að um lífsreglur sé að ræða, held- ur ráði þijóskan eða sérviskan ríkj- um. A: „Heimsku myndi ég kallað það, heimsku.“ En hvers vegna er svona erfitt að halda lífsreglur? Hvað sem maður strengir sér oft heit að verða betri maður og lifa hinu góða lífí, fellur maður áður en hani galar tvisvar. Andmælandi: „Það er mikið að þú spurðir af viti. Ástæðurnar eru tvær: í fyrsta lagi vegna þess að flestir eru of veikgeðja til að standa við það sem þeir ætla sér. Sterkir menn finnast aðeins í bók- um. í öðru lagi vegna þess að enginn veit hvenær eitthvað er rétt og hvenær rangt, vegna þess að allt ræðst af aðstæðum. Og í þriðja lagi vegna þess að lífsreglur eru iðulega gegn lystisemdum holdsins, hætti heimsins og öllum freistingum. Aðeins ein lífsregla hefur gildi: Að njóta órofínnar stundar unaðarins.“ Gott, en þú flaskar á aðalatrið- inu. Það felst miklu meiri ánægja í því að standast freistingar en að falla fyrir þeim. Leiðin til sjálfs- þekkingar er sjálfsaginn á bak við lífsreglurnar og niðurstaðan er: Betri maður, betri heimur. A: „Hvað er að mannfýlunni? Hann telur pínu betri en gleði.“ PÁLL SKÚLASON Að fara í sund á morgnana „ÉG HEF ekki tamið mér lífs- reglur heldur ýmsar lífsveiy- ur,“ segir Páll Skúlason pró- fessor, „eins og þá að fara ísundá morgnana og lesa heimspeki á hveijum degi, hvar sem ég er. Ég hef velt því fyrir mér hvort ég hafi einhveija meginlífsreglu, en ég er ekki viss um að ég geti orðað neina slíka.“ Páll segir lögmál Kants sér ætíð hugstætt: „Breyttu ævin- lega eftir þeirri lífsreglu sem þú getur viljað að verði almenn lög.“ „Ég held að ég leiti alltaf þess sem hefur almennt gildi og getur sameinað okkur,“ seg- ir hann. KJARTAN Árnason skáld segir að Iífsreglur sínar hafi mótast af sjálfu sér líkt og vatnsrof í náttúrunni eða þegar dropinn holar steininn. Hann segir að sterk rök hafi hnigið að sumum þeirra á ákveðnu tímabili og hann gæti hætt að fara eftir þeim núna, en hinsvegar finnist honum þær bara henta sér vel. Ef til vill eru það knýjandi aðstæður sem eru uppspretta allra lífsreglna. Ekki sé nóg að langa til að gera eitthvað ef ástæðurnar eru veikar. Á hinn bóginn setja sennilega flestir sér lífsreglur vegna þess að þá lang- ar til einhvers. Kjartan segist fyrst og fremst halda reglurnar vegna þess að hann telji þær réttar fyrir sig. „Maður hefur hugmyndina og reynir að fylgja henni eftir án þess að vera að rembast eða puða við það,“ segir hann. „Sérvitringsskap myndu ein- hveijir kalla það að búa við sjálf- sprottnar lífsreglur," segir Kjart- an „ég veit ekki hvort þetta eru beinlínis lífsreglur en ef til vill ákveðinn lifsstíll." Og hér koma lífsreglurnar: 1. MATUR „Ég hef sett mér það að vera grænmetisæta og borða því aldrei kjöt eða fisk, og hef ákveðið að drepa ekki dýr, þótt ég amist ekki við dýradrápi annarra. Þettaer aðeins mín eig- in lífsregla. Ég ætla ekki að breyta heiminum heldur lifa eftir eigin hugmyndum í sátt við aðra.“ 2. BINDINDI „Ég er núorðið algjör bindindismaður bæði á tób- ak og vín. Ég er feginn að hafa tekið þessa ákvörðun þótt ég þurfi ekki að vera bindindismað- ur. Það tók mig átta ár að hætta að reykja og mér fannst ekki rétt að bjóða líkamanum upp á það lengur." 3. TRÚ „Ég fer ekki í kirkju nema í stöku jarðarför. Ég stend utan allra trúfélaga þótt ég sé mikill aðdáandi guðdómsins og er sannfærður um tilvist hans. 4. HUGARFAR „Ég einset mér alla morgna að takast á við daginn með jákvæðu hugarfari. Það gengur auðvitað upp og ofan fyrir þriggja barna föður með fjölskyldu. Ég vil ekki að fólk sé daprara eftir að hafa hitt mig, heldur að það sé léttara yfir því en áður ef aðstæður leyfa. Ég held að allt eigi sér broslega hlið.“ 5. ÁHYGGJUR„Að hafa ekki áhyggjur - og það gengur betur og betur að ná því markmiði, jafnvel þótt ég hafí ástæður til að hafa sæmiTegar áhyggjur af framtíðinni. Aðferðin felst ein- faldlega í því að treysta og leggja öll mín mál í hendur guðs. Þetta hefur verið ráðlagt í gömlum bókum, en er ekki eins flókið og virðist við fyrstu sýn. Hins vegar krefst áhyggjuleysið einbeitingar framan af. 6. ÁST „Lífsregla sem er mér markmið, er að elska konuna mína þannig að hún sjái ástina og finni fyrir henni, og hún þurfi ekki að spyija eftir henni. Háleit- ara markmiðið væri að elska alla menn en það er aðeins fjarlægur draumur. Lífsreglur og tannburstun Kjartan segir lífíð hafa tilhneig- ingu til að vera bara eins og það er, en stundum knýi aðstæður menn til að endurskoða lífemi sitt og að taka afstöðu til þess. „Stundum gerist eitthvað sem beinir sjónum frá heiminum og inná við og ef til vill setja menn sér lífsreglur í framhaldi af þvl.“ „Sennilega er óþarfi að setja sér hástemmdar lífsreglur, heldur aðeins nokkrar af innri þörf sem verða svo smátt og smátt að eigin lífsmynstri eins og að klæða sig á morgnanna og bursta tennum- ar,“ segir Kjartan að lokum. ■ Notaðu aðeins það besta, notaðu TREND snyrtivörur Með TREND nærðu árangri. TREND naglanæringin styrkir neglur. Þú getur gert þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar. TREND handáburður með Duo- liposomes, ný tækni sem vinnur inní húðinni. Einstök gæðavara. Snyrtivörurnar frá TREND eru fáanlegar í apótekum og snyrtivöruverslunum um land allt. Einnig i SjónvarpsmarkaSnum. TilEHD COSMETICS Einkaumboð og heildsala S. Gunnbiörnsson 6 CO, Iðnbúð 8, 210 Carðabæ. Símar 565 6317 og 897 33«7* Fax 565 8217. HVER ER LIFSREGLAN ÞIN? RÓBERT PÁLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.